Stundar fallegt fólk betra kynlíf?

Fólk sem lítur út eins og Ken og Barbie stundar …
Fólk sem lítur út eins og Ken og Barbie stundar ekki betra kynlíf en annað fólk. AFP/JUSTIN TALLIS

Fólk sem lítur út eins og Barbie og Ken hefur kannski átt fleiri bólfélaga en við hin en það segir ekkert um hvernig kynlífið þeirra er. Gott kynlíf hefur ekkert með útlit að gera. Það er betra að veðja á gott sjálfstraust að því fram kemur í pistli kynlífssérfræðingsins Tracey Cox á vef Daily Mail. 

Fallegt fólk hefur átt fleiri bólfélaga

Cox bendir á rannsóknir sem sýna að fallegt fólk hefur átt fleiri bólfélaga. Kannski er ástæðan sú að fleiri falla fyrir yfirborðinu til að byrja með. Aftur á móti tekur fallegt fólk kannski kynlífi sem gefnu og leggur sig ekki fram í kynlífinu. 

Útlit og ánægja í rúminu 

Rannsóknir hafa verið gerðar á sambandi útlits og kynlífsánægju. Ekki er hægt að sýna fram á fylgni á milli fegurðar og ánægju í kynlífi. Þættir eins og samskipti, tilfinningar og tengjast kynferðislega skipta meira máli. Öllu máli skiptir hvort fólk hugsar um sig sem fallegt. 

Fólk þarf að passa saman

Á meðan útlit hefur mikil áhrif við fyrstu sýn þá skiptir það ekki máli þegar lengra er komið í samböndum. Þegar kemur að kynlífi í samböndum þarf fólk að vilja það sama. Fegurð getur verið aðdráttarafl en henni fylgir ekki trygging fyrir fullnægingu. 

Að finna fyrir að lönguninni

Það getur gert fólki gott að finna fyrir því að einhver þráir að njóta ásta með þér. Þannig fær fólk meira sjálfstraust og mögulega nýtur betur ásta með elskhuga sínum. 

Ekki bara fegurðardrottningar sem eru með sjálfstraust

Það er ekki endilega tenging á milli þess að líta út eins og Pamela Anderson og líða eins og kynbombu. Allt snýst þetta um hugarfar og sjálfstraust. 

Góð samskipti skipta máli í kynlífi.
Góð samskipti skipta máli í kynlífi. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál