Kjörtímabil Trumps er hálfnað

Í gær, 22:20 Tvö ár eru liðin síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Forsetinn hefur vægast sagt vakið athygli með orðum og gjörðum síðan hann tók við þessu æðsta embætti eins valdamesta ríkis heims og sé lítið að gera í heimspressunni má alltaf treysta á að hægt sé að fjalla um Trump. Meira »

Gleðiríkara líf eftir tiltekt

Í gær, 20:17 Tiltektaraðferðin KonMari breiðist út eins og eldur í sinu eftir að sjónvarpsþáttur Marie Kondo fór í loftið á Netflix í ársbyrjun. Ákveðin tegund skipulagsboxa er uppseld í IKEA á Íslandi og mikið er að gera hjá verslunum sem taka við notuðum fatnaði og bókum í Bandaríkjunum. Meira »

Prestar og líkamsræktartröll bandamenn

Í gær, 18:20 Fjöldamótmæli fóru fram í miðbæ Aþenu í dag. Kirkjan skipulagði þau – en ýmis kynlegur kvistur lagði þó leið sína á vettvang. Kröfðust mótmælendur þess að þingmenn greiddu atkvæði gegn því Makedónía fengi að notast við það nafn í heiti landsins. Blaðamaður mbl.is fylgdist með á staðnum. Meira »

Bakslag komið í björgunaraðgerðirnar

Í gær, 16:47 Verkfræðingar og björgunarmenn sem vinna í kapp við tímann við að bjarga tveggja ára gömlum spænskum dreng sem féll ofan í borholu lentu á vegg, bókstaflega, þegar þeir reyndu að komast að drengnum með því að bora göng meðfram holunni. Meira »

„Farðu varlega, Nancy!“

Í gær, 15:34 Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti kastar kaldri kveðju á Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, á Twitter eftir að hún hafnaði sáttarboði forsetans sem hann lagði fram í gærkvöldi vegna deilu hans og meiri­hluta þings­ins, þar sem demó­krat­ar ráða ríkj­um, vegna fjár­laga­frum­varps. Meira »

Ekki vitað um eldsupptök

Í gær, 14:58 Ekki er vitað hvað olli eldsvoðanum í þriggja hæða íbúðarhúsi á Courchevelin skíðasvæðinu í frönsku Ölpunum í nótt.   Meira »

Catherine Deneuve selur fötin sín

Í gær, 14:35 Franska leikkonan Catherine Deneuve ætlar að selja fatnað úr smiðju Yves Saint Laurent á uppboði í París í vikunni en um er að ræða fatnað sem hann hannaði fyrir Deneuve en þau voru miklir vinir. Meira »

Átta friðargæsluliðar létust í árás

Í gær, 13:13 Að minnsta kosti átta friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru drepnir í skotárás á bækistöð friðargæsluliðanna í norðurhluta Malí í morgun, um 200 kílómetra norður af bænum Kidal, í grennd við landamærin að Alsír. Hinir látnu voru allir frá Chad. Meira »

Kjör Ts­hisekedi staðfest

Í gær, 12:50 Fel­ix Ts­hisekedi, son­ur fyrr­ver­andi leiðtoga stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Aust­ur-Kongó, hef­ur verið lýst­ur sig­ur­veg­ari for­seta­kosn­inga í land­inu af æðsta dómstól landsins. Meira »

Veittu Filippusi tiltal

Í gær, 11:32 Lögreglan í Norfolk veitti Filippusi, hertoganum af Edinborg, tiltal fyrir að keyra án bílbeltis tveimur sólarhringum eftir að hafa orðið valdur að umferðaróhappi. Filippus er 97 ára gamall. Meira »

Nonaka látinn 113 ára að aldri

Í gær, 10:19 Japaninn Masazo Nonaka, sem var allra karla elstur, lést í dag, 113 ára að aldri.  Meira »

Tala látinna fer hækkandi

Í gær, 14:52 Tala látinna eftir sprengingu í eldsneytisleiðslu í Mexíkó á föstudagskvöld fer hækkandi en yfirvöld í Mexíkó hafa staðfest að 73 létu lífið að minnsta kosti og 74 slösuðust. Enn á eftir að fjarlæga tugi líka af slysstaðnum. Meira »

Talið að Nýja IRA standi á bak við tilræðið

Í gær, 14:11 Lögreglan telur að þeir sem stóðu á bak við bílsprengju í norðurírsku borginni Londonderry tengist samtökunum New IRA (Nýja Írska lýðveld­is­hern­um). Meira »

Lítilsvirtu frumbyggja

Í gær, 13:07 Myndskeið sem sýnir hóp ungmenna, margir þeirra eru með derhúfur með áletruninni Make America Great Again, gera lítið úr frumbyggja í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, hefur farið víða á samfélagsmiðlum um helgina og vakið litla hrifningu flestra. Meira »

Leituðu skjóls á bensínstöð

Í gær, 11:42 Skelfing braust út á tónleikum í Ósló um miðnætti þegar maður skaut ítrekað úr skammbyssu og hæfði annan í fótinn. Tónleikagestir leituðu skjóls á bensínstöð og læstu sig þar inni. Meira »

Lést í snjóflóði í Sviss

Í gær, 10:37 Einn lést og tveir slösuðust í snjóflóði sem féll í nágrenni Vanil Carré-fjallsins í Chateau-d'Oex-héraði í Sviss.   Meira »

Gengið gegn kynbundnu ofbeldi

Í gær, 10:09 Þúsundir hafa tekið þátt í samstöðufundum gegn kynbundnu ofbeldi í helstu borgum Ástralíu um helgina. Ung ísraelsk kona var myrt í Melbourne í síðustu viku en hún var á heimleið eftir að hafa verið á skemmtun fyrr um kvöldið. Meira »

Ná vonandi til drengsins í dag

Í gær, 09:44 Verkfræðingar sem byrjuðu að grafa göng meðfram borholu á Spáni, sem tveggja ára drengur datt ofan í fyrir viku, vonast til þess að þeim takist að komast að drengnum í dag. Meira »

Létust úr hjartaslagi í jarðskjálfta

Í gær, 07:37 Tveir létust í hörðum jarðskjálfta í Chile í gærkvöldi en dánarorsökin er hjartaáfall í báðum tilvikum.  Meira »

Tveir látnir í eldsvoða á skíðasvæði

Í gær, 08:36 Tveir létust í eldsvoða og 14 eru slasaðir, þar af fjórir alvarlega, eftir eldsvoða á skíðasvæðinu Courchevel í frönsku Ölpunum í nótt. Meira »

Þögull faraldur þjáninga

Í gær, 07:20 Mary var níu ára gömul þegar endir var bundinn á barnæsku hennar á hrottafenginn hátt. Þrír menn gáfu henni róandi lyf og nauðguðu henni. Meira »