Jörð skelfur í Grikklandi

07:02 Jarðskjálfti upp á 5,5 stig reið yfir suðurströnd Grikklands í nótt en ekki hafa borist fregnir af skemmdum né heldur að fólk hafi meiðst. Meira »

Harma „tilhæfulausa gagnrýni“ Íslands

Í gær, 21:57 Stjórnvöld Filippseyja fara ófögrum orðum um Ísland fyrir „hlutdræga og tilhæfulausa gagnrýni“. Tilefnið er ávarp sem fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Harald Aspelund, flutti á þriðjudag um ástand mannréttindamála á Filippseyjum fyrir hönd næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Allt lögregluliðið í varðhaldi

Í gær, 21:55 Allt lögreglulið mexíkósku borgarinnar Ocampo sætir nú gæsluvarðhaldi, eftir að frambjóðandi þar í kosningum til borgarstjóra var myrtur í vikunni. Meira »

Bíll samgönguráðherra á reiðhjólarein

Í gær, 20:14 Norska samgönguráðuneytinu varð bærilega á í messunni þegar „sumarskrifstofu“ ráðherra var lagt ólöglega á akrein fyrir hjólaumferð og tiltækið í ofanálag auglýst á Facebook. Meira »

Erdogan lýsir yfir sigri

Í gær, 19:53 Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum landsins sem fram fóru í dag. Segir hann flokksbandalag sitt enn fremur hafa tryggt sér meirihluta á þinginu. Meira »

Munu ræða mál Hauks Hilmarssonar

Í gær, 18:11 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, mun ræða mál Hauks Hilmarssonar við Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, á morgun, áður en ráðherrafundur fríverslunarsamtaka Evrópu hefst á Sauðárkróki. Meira »

Vilhjálmur kominn til Mið-Austurlanda

Í gær, 14:57 Vilhjálmur Bretaprins er kominn til Jórdaníu í sögulegri heimsókn sinni sem nú er hafin í Mið-Austurlöndum. Hann er sá fyrsti úr bresku konungsfjölskyldunni sem fer í opinbera heimsókn bæði til Ísraels og Palestínu. Meira »

Mikil sprenging í húsi í Þýskalandi

Í gær, 11:59 Örvænting greip um sig eftir að mikil sprenging varð í húsi í þýska bænum Wuppertal í nótt. Orsök sprengingarinnar er enn óljós en að minnsta kosti 25 manns slösuðust í henni. Fjórir eru sagðir alvarlega sárir. Meira »

Kona frá Sádi-Arabíu ók í formúlu 1

Í gær, 10:24 Sádiarabísk kona stal senunni við upphaf keppnisdags í formúlu 1-kappakstrinum í Frakklandi er hún ók bíl Renault-liðsins til merkis um það að konur í Sádi-Arabíu mega loks frá og með deginum í dag aka bílum. Meira »

Myndi vísa henni út á ný

Í gær, 08:18 „Ég er eigandinn. Viltu koma út á verönd með mér og ræða við mig.“ Þetta sagði eigandi veitingastaðar í smábæ við blaðafulltrúa Donalds Trump og vísaði honum svo á dyr. Meira »

Dóttirin fékk nafnið Neve

í gær Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands, greindi frá því er hún yfirgaf fæðingardeild sjúkrahúss í Auckland að dóttir hennar hefði fengið nafnið Neve. Sagðist hún vonast til þess að einn daginn þætti það ekki tíðindum sæta að háttsettur stjórnmálamaður eignaðist barn. Meira »

Erdogan fengið tæp 60% talinna atkvæða

Í gær, 16:05 Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur forskot á mótframbjóðendur sína í tyrknesku forsetakosningunum nú þegar talin hafa verið 24% atkvæða. Samkvæmt nýjustu tölum hefur hann fengið tæplega 60% talinna atkvæða. Meira »

„Hvar eru börnin?“

Í gær, 13:15 „Hvar eru börnin?“ hrópa nokkrar konur í kór í gegnum veggi klefa sinna í búðunum. „Við viljum að börnin fái frelsi!“  Meira »

Upplýstu 30 ára morðmál

Í gær, 10:30 Lífsýni á servíettu veitingastaðar var notað til að bera kennsl á þann sem grunaður er um að hafa drepið tólf ára stúlku í Tacoma í Washington-ríki árið 1986. Hinn 66 ára gamli Gary Hartman var í kjölfarið handtekinn og hefur verið ákærður fyrir að nauðga og myrða Michellu Welch. Meira »

Hafa handtekið sex

Í gær, 10:01 Að minnsta kosti tveir létust í handsprengjuárásinni sem gerð var á útifundi í höfuðborg Eþíópíu í gær. Nýr forsætisráðherra landsins var við það að ljúka við ræðu sína er árásin var gerð. Meira »

Kjósa þing og forseta í dag

í gær Tyrkir hófu að streyma á kjörstaði í morgun en í dag fara fram bæði forseta- og þingkosningar í landinu. Útlit er fyrir að Recep Tayyip Erdogan haldi völdum en vinsældir hans hafa þó dalað vegna efnahagsþrenginga í landinu. Þá hefur nýju lífi verið blásið í stjórnarandstöðuna. Meira »

Rannsaka fagnaðarlæti Svisslendinga

í fyrradag Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur sett af stað rannsókn á því hvernig svissnesku leikmennirnir Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri fögnuðu mörkum sínum í 2-1 sigri Sviss á Serbíu á föstudag. Meira »

Hafa ekki áhyggjur af ímyndinni

í fyrradag Högni Höydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir grindhvalaveiðar þjóðarinnar umhverfisvænar og gerðar með virðingu fyrir dýrunum. Meira »

Sakar Macron um hroka

í fyrradag Aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu segir að hrokafullir Frakkar hætti á að verða helstu óvinir Ítala er kemur að málefnum innflytjenda og flóttamanna. Þessi ummæli lét Luigi Di Maio falla á Facebook-síðu sinni í dag. Meira »

Trump og Pútín gætu brátt fundað

í fyrradag Donald Trump Bandaríkjaforseti mun að líkindum funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta áður en langt um líður, segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo. Þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton mun fljúga til Moskvu í næstu viku til að kanna grundvöll mögulegs fundar leiðtoganna tveggja. Meira »

Beðin um að yfirgefa veitingastaðinn

í fyrradag Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, var beðin um að yfirgefa veitingastað í Virginíuríki í gærkvöldi sökum starfa hennar fyrir ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Sanders greinir frá þessu í tísti en eigandi veitingastaðarins mun hafa lagt það til við hana að víkja á brott. Meira »