300% fleiri mislingasmit

20:30 Fjöldi mislingasmita á heimsvísu jókst um 300% fyrsta ársfjórðung 2019 borið saman við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í tölum alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem gefnar voru út mánudag. Er þetta merki um áframhaldandi fjölgun tilfella, en þeim hefur fjölgað stöðugt undanfarin tvö ár. Meira »

Með „hálstak“ á dómsmálaráðuneytinu

19:53 Skýrsla Robert Muellers, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) veitir innsýn í lífið í Hvíta húsinu í forsetatíð Donald Trumps. Skýrslan byggir á tugum viðtala, minnispunktum og samtölum sem notuð eru til að púsla saman hvað átti sér stað. Meira »

Skammhlaup talið ástæða brunans

17:59 Skammhlaup er nú talin líklegasta skýringin á að eldur kom upp í Notre-Dame dómkirkjunni í París á mánudag. Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu og hefur eftir rannsakendum að af öryggisástæðum hafi þeir hafi ekki enn fengið „grænt ljós“ á vinnu í dómkirkjunni. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Reyndi að láta fjarlægja Mueller

16:19 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, reyndi að láta fjarlægja Robert Mueller, sérstakan saksóknara, úr embætti sínu sem yfirmaður rannsóknar á rússneskum afskiptum af forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2016. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Mueller sem opinberuð var í dag. Meira »

Gat ekki ályktað um meint brot Trump

16:18 Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, segir í rannsóknarskýrslu sinni sem opinberuð var í dag að hann hafi ekki getað ályktað að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sé saklaus af ásökunum um að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Málið varðar rannsókn Mueller á meintum tengslum og samráði forsetans við Rússa í tengslum við forsetakosningar í Bandaríkjunum árið 2016. Meira »

Vann 1,3 milljarða og svarar ekki

15:45 Norsk Tipping, sem rekur lottóið í Noregi, gengur ekkert að ná sambandi við lottóspilara sem í gærkvöldi varð 88.922.210 norskum krónum, tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna, ríkari í Víkingalottóinu. Meira »

Sigldi ölvaður upp á land

14:37 Lögreglan í Vestfold leitar nú að manni sem náði að sigla frístundabáti sínum svo rækilega upp á land að hann staðnæmdist tíu metra frá sjávarmáli. Maðurinn stakk af úr blóðprufu á læknavaktinni og er ófundinn. Meira »

Þriggja daga sorg hafin á Madeira

12:14 Þriggja daga sorg á eyjunni Madeira í Portúgal hófst í dag eftir alvarlegt bílslys í gær, þar sem 29 Þjóðverjar létu lífið. Rúta þeirra fór út af vegi á eyjunni, valt niður brekku og hafnaði að lokum á húsi. Meira »

Prófuðu nýja eldflaug

10:30 Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa prófað nýja fjarstýrða eldflaug, en um er að ræða fyrstu vopnatilraunir Norður-Kóreumanna sem heyrst hefur af frá því að viðræðum leiðtogans Kim Jong-un við Donald Trump Bandaríkjaforseta lauk án niðurstöðu í febrúar síðastliðnum. Meira »

Öflugur skjálfti á Taívan

08:19 Jarðskjálfti, 6,1 að stærð, reið yfir Taívan kl. 5:01 í nótt og olli því að háhýsi í Taípei sveifluðust til, auk þess sem samgöngutruflanir urðu á eyjunni. Meira »

Handtekinn með bensínbrúsa í kirkju

16:10 Karlmaður á fertugsaldri var í gær handtekinn eftir að hafa gengið inn í Dómkirkju heilags Patreks í New York með tvo fulla bensínbrúsa, kveikjarabensín og eldfæri. Öryggisverðir í kerfinu höfðu fyrstir afskipti af manninum. Meira »

Stál í stál eftir skýrslu Mueller

15:23 Óhætt er að segja að málflutningur Bill Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi vakið blendin viðbrögð í Bandaríkjunum, en hann kynnti efni Mueller-skýrslunnar svonefndu á blaðamannafundi fyrr í dag. Meira »

Trump hafi sýnt mikinn samstarfsvilja

14:09 Bill Barr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að hvorki Donald Trump né framboð hans í forsetakosningum árið 2016 hafi átt í samstarfi við Rússa í tengslum við afskipti þeirra síðastnefndu af kosningunum. Barr kynnti Mueller-skýrsluna á blaðamannafundi í dag. Meira »

Afrituðu netföng að notendum forspurðum

11:29 Samfélagsmiðillinn Facebook hefur viðurkennt að hafa afritað tölvupóstfangalista meira en 1,5 milljón notenda sinna án þess að æskja leyfis þeirra. Facebook segir „mistökin“ sér stað í kerfi sem ætlað er að sannreyna auðkenni nýrra notenda Facebook. Meira »

Fór dýrmætur tími í súginn?

09:55 Villa í hugbúnaði er talin hafa orðið til þess að öryggisverðir fóru á rangan stað í dómkirkjunni Notre Dame í París á mánudag þegar tölvukerfi hennar varaði fyrst við eldi í byggingunni, að sögn franskra fjölmiðla í gær. Þeir segja að dýrmætar mínútur hafi þar með farið í súginn. Meira »

Engin eftirför þar sem líkið fannst

Í gær, 23:33 Talið er að bandaríska konan, sem var sögð haldin þráhyggju vegna skotárásarinnar í Columbine-menntaskólanum árið 1999 og fannst látin í dag, hafi fallið fyrir eigin hendi. Meira »

Brexit-flokkurinn með mest fylgi

Í gær, 22:53 Stjórnmálaflokkur sem var formlega stofnaður á síðasta föstudag mælist með mest fylgi vegna fyrirhugaðra kosninga í Bretlandi til þings Evrópusambandsins. Meira »

Ivanka hafnaði bankastjórastöðunni

Í gær, 21:34 Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað stöðu bankastjóra Alþjóðabankans þegar Trump spurði hvort hún hefði áhuga á starfinu. Hún átti þó þátt í vali forsetans á bandaríska hagfræðinginum David Malpass í stöðuna. Meira »

Undirbúa sig fyrir birtingu skýrslunnar

Í gær, 22:33 Starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafa átt fjölmörg samtöl við lögfræðinga Hvíta hússins um hvaða niðurstöður er hægt að draga af skýrslu Roberts S. Mueller, sérstaks saksóknara bandarísku alríkislögreglunnar, um meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016. Meira »

28 látnir eftir rútuslys

í gær Að minnsta kosti 28 manns eru látnir eftir að rúta með ferðamönnum fór út af veginum og valt á portúgölsku eyjunni Madeira.  Meira »