„Látum ekki eins og ofurhetjur“

Í gær, 23:00 Fellibylurinn Willa, sem nálgast vesturströnd Mexíkó, er nú skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur. Búist er við að fellibylurinn valdi miklu tjóni er hann kemur að landi í nótt eða á morgun og gæti jafnvel orðið lífshættulegur. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa verið flutt fjær ströndinni. Meira »

Fundu yfir 2400 ára gamalt skipsflak

Í gær, 22:43 Fornleifafræðingar hafa fundið skipsflak á botni Svartahafs sem talið er að sé elsta ósnortna skipsflak sem fundist hefur í heiminum. Rannsókn fornleifafræðinganna hefur leitt í ljós að sennilega hefur flakið legið á hafsbotni í yfir 2400 ár. Meira »

Fundu ljónsunga í íbúð í París

Í gær, 22:30 Franska lögreglan lagði í dag hald á sex vikna gamlan ljósunga í íbúð í úthverfi Parísarborgar og handtók þrítugan karlmann vegna málsins, samkvæmt frétt AFP. Meira »

Hoppuðu í rúllustiga sem hrundi

Í gær, 21:50 Hluti rúllustiga í neðanjarðarlestarstöð í miðborg Rómar, höfuðborgar Ítalíu, hrundi í dag með þeim afleiðingum að um tuttugu manns slösuðust. Meira »

„Ein versta yfirhylming“ sögunnar

Í gær, 21:16 Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn í Hvíta húsinu fyrir skemmstu að morðið á Jamal Khashoggi á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi hefði verið „ein versta yfirhylming“ sögunnar. Meira »

ESB hafnar fjárlögum Ítala

Í gær, 20:30 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagt Ítölum að taka fjárlög sín til endurskoðunar og telur að drög ríkisstjórnar Ítalíu að fjárlögum næsta árs séu „alvarlega“ á skjön við þau meðmæli sem framkvæmdastjórnin hafi veitt Ítölum. Ítalir hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Leitar fólks sem stundaði kynlíf undir stýri

Í gær, 20:15 Spænska lögreglan leitar nú að karlmanni og konu sem sáust stunda kynlíf á meðan karlinn ók bifreið á hraðbraut sem liggur á milli höfuðborgarinnar Madríd og borgarinnar Valladolid. Meira »

Stefnt að smíði nýs flugmóðurskips

Í gær, 19:25 Frönsk stjórnvöld kynntu í dag áform um smíði nýs flugmóðurskips sem taka á við af eina flugmóðurskipi franska flotans, Charles de Gaulle. Til stendur að taka endanlega ákvörðun um hvernig staðið verði að smíðinni árið 2020. Meira »

Trump langar að hitta Pútín

Í gær, 16:48 Donald Trump Bandaríkjaforseti langar að funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í París, höfuðborg Frakklands, 11. nóvember þegar þeir taka þátt í minningarathöfn um fyrri heimsstyrjöldina. Þetta sagði John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, í dag. Meira »

Tyrkir ætla að upplýsa morðið

Í gær, 15:37 Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, fullvissaði fjölskyldu sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi, sem myrtur var á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í borginni Istanbúl í Tyrklandi, um að tyrknesk stjórnvöld myndu gera allt til þess að upplýsa málið. Meira »

Í fangelsi fyrir að eitra barnamat

Í gær, 11:59 Karlmaður sem eitraði matvæli í Þýskalandi hefur verið dæmdur í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir morðtilraun og fjárkúgun. Meira »

Plast orðið hluti af fæðukeðjunni

Í gær, 20:20 Plastagnir fundust í hægðum fólks frá Evrópu, Rússlandi og Japan í lítilli rannsókn sem gerð var á átta sjálfboðaliðum og gefa niðurstöðurnar vísbendingu um að plast sé orðið hluti af fæðukeðjunni. Meira »

Trump segir ósatt um fólkið í göngunni

Í gær, 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer ekki leynt með það að hann vill uppræta hóp þúsunda Suður-Ameríkubúa, aðallega frá Hondúras, sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna í þeirri von um að komast inn í landið. Meira »

Meintur morðingi tekinn í Dijon

Í gær, 18:25 Makaveli Lindén, sem eftirlýstur hefur verið í 190 löndum síðustu daga, grunaður um að hafa stungið mann 20 sinnum í Majorstuen í Ósló, var handtekinn í Dijon í Frakklandi í dag. Meira »

Franskir kennarar lýsa ofbeldi og hótunum

Í gær, 16:01 Franskir kennarar stíga fram í röðum á Twitter þessa dagana í kjölfar þess að franskur unglingur var ákærður fyrir ofbeldi eftir birtingu myndbandsupptöku þar sem hann sést beina gervibyssu að kennara sínum. Þar greina kennararnir frá sögum af andlegu og líkamlegu ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Meira »

Líkamshlutar Khashoggis fundnir?

Í gær, 12:47 Talið er að líkamshlutar sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi séu fundnir að því er fram kemur á vef Sky News.   Meira »

Nefnd SÞ gagnrýnir búrkubann

Í gær, 10:31 Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt hið svokallaða búrkubann í Frakklandi og segir að lögin hafi brotið gegn réttindum tveggja kvenna sem voru sektaðar fyrir að klæðast búrkum sem huldu andlit þeirra á almannafæri. Meira »

Aflétta flugeldabanni þrátt fyrir mengun

Í gær, 10:26 Hæstiréttur Indlands hefur ákveðið að aflétta flugeldabanni fyrir hindúísku hátíðina Diwali þrátt fyrir að loftmengun í Nýju-Delí og öðrum borgum landsins nálgist hættumörk. Bann var lagt við flugeldum á hátíðinni í fyrra en hæstiréttur neitaði að framlengja bannið. Meira »

Fleiri háskólar mismuna kvenkyns nemum

Í gær, 09:54 Rannsókn japanskra stjórnvalda á mismunun við inntökupróf í háskóla landsins hefur leitt í ljós að mál Tokyo Medical University, sem lækkaði kerfisbundið einkunnir kvenkyns kandídata, er ekki einsdæmi. Meira »

Segir samkynhneigða bera ábyrgð á náttúruhamförum

Í gær, 10:23 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Malasíu segir að jarðskjálftinn og flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfarið á indónesísku eyjunni Sulawesi hafi verið refsing frá Allah vegna framferðis samkynhneigðs fólks. Meira »

Morðið skipulagt fyrirfram

Í gær, 09:54 Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, segir að morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi verið skipulagt nokkrum dögum áður en það var framið og að útsendarar Sádi-Arabíu hafi rannsakað skóglendi skammt frá ræðismannsskrifstofunni í Istanbul daginn fyrir morðið. Meira »