Kemur með hælisleitendur til Möltu í dag

13:34 Björgunarskipið Aquarius kemur í dag til Möltu eftir að ríki Evrópusambandsins komust að samkomulagi um að taka við 141 hælisleitendum sem eru um borð í skipinu. Var þar með komið í veg fyrir enn eina milliríkjadeiluna vegna hælisleitenda sem reyna að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið. Meira »

Brúin lengi verið vafasöm

13:33 Ástand Morandi brúarinnar og hrun brúargólfsins í gærmorgun hefur varpað nýju ljósi á margra ára umræðu um innviði á Ítalíu. Á fimm árum hafa fimm brýr á Ítalíu brugðist og voru hörmungarnar í gær þær mannskæðustu af sinni gerð frá árinu 2001. Meira »

Rændu þingmanni á hraðbraut í Mexíkó

12:22 Nýkjörnum þingmanni hefur verið rænt á hraðbraut í Hidalgo-fylkinu í Mexíkó. Segir BBC að tveir vopnaðir menn hafi tekið þingmanninn, Norma Azucena Rodríguez Zamora, eftir að hafa skotið á bíl hennar með þeim afleiðingum að hann valt. Meira »

Hallquist skrifar sig á spjöld sögunnar

11:55 Christine Hallquist var í gær valin frambjóðandi demókrata til embættis ríkisstjóra í Vermont og í forvali flokksins. Ef hún verður kjörin næsti ríkisstjóri þá verður hún fyrsti trans-einstaklingurinn til þess að gegna starfi ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra kallar eftir afsögnum

11:27 Fjölskyldur í bílum sínum, fólk á leið til vinnu og fólk á leið í sumarfrí voru á meðal fórnalamba sem létust þegar brúargólf Morandi brúarinnar gaf sig í gærmorgun. Eftir því sem tala látinna hækkar, vinna viðbragðsaðilar að því að bera kennsl á fórnalömb og hina slösuðu eftir hörmungarnar í Genúa. Meira »

Tveggja ára týndur í skógi í 3 daga

10:45 Tveggja ára drengur sem týndist í skógi í vesturhluta Japans fannst í dag heill á húfi eftir að hafa verið þar einn á þvælingi í þrjá daga. Segir AFP-fréttastofan að svo virðist sem drengurinn hafi lifað á árvatni þar til björgunarsveitir fundu hann eftir mikla leit. Meira »

Stytta frá 12. öld fannst eftir 57 ár

10:08 Búddastytta frá 12. öld sem stolið var af safni á Indlandi fyrir 57 árum er nú komin í leitirnar í London, og verður á næstu dögum flutt aftur til Indlands. Um er að ræða bronsstyttu greypta með silfri, sem stolið var af forngripasafni í Nalanda í austurhluta Indlands árið 1961. Meira »

Fékk líflátshótanir vegna fimmmenninganna

09:21 Dómari í Bandaríkjunum hefur fengið líflátshótanir eftir að hann lét fimm manns sem handteknir voru í niðurgröfnum búðum í Nýju-Mexíkó lausa gegn tryggingu. Lögregla bjargaði ellefu vannærðum börnum í búðunum og þar fannst einnig lík fjögurra ára drengs sem sagt er vera af syni eins mannanna. Meira »

Pútín vill hitta Kim fljótlega

07:58 Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, er reiðubúinn til þess að eiga fund með leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fljótlega, að því er fram kom í fréttum ríkisfréttastofu N-Kóreu. Meira »

Fundu um 6 þúsund bréf á pósthúsinu

06:30 Indverskur póstburðarmaður hefur verið rekinn úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði ekki komið þúsundum bréfa til skila á undanförnum áratug. Meira »

Fyrsta aftakan með fentanyl

05:49 Nebraska varð í gær fyrsta bandaríska ríkið til þess að nota ópíóíðalyfið fentanyl við aftöku á fanga. Lyfið hefur helst ratað í fréttir fjölmiðla vegna banvænnar misnotkunar á því í Bandaríkjunum og víðar. Meira »

Ört sökkvandi borg

10:26 Djakarta, höfuðborg Indónesíu, er á hraðri leið með að hverfa í kaf ef ekkert verður að gert að sögn sérfræðinga. Landfræðileg staðsetning borgarinnar og aðgerðarleysi stjórnvalda er raunverulegt vandamál sem veldur áhyggjum. Sérfræðingur segir einu von borgarinnar bætt sé úr vatnsveitumálum. Meira »

Ökumaðurinn frá Birmingham

10:08 Maðurinn sem var handtekinn fyrir að ekið á öryggishindranir við breska þinghúsið í London í gærmorgun er breskur en af súdönskum uppruna. Meira »

Fjöldi látinna kominn í 38

09:19 Tala látinna vegna brúarhrunsins í Genúa á Ítalíu í gærdag er komin upp í 38 en enn er einhverra saknað. Þetta sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, í morgun. Meira »

Morð og kveikt í bílum í Svíþjóð

07:20 Nóttin var erfið hjá lögreglunni í Stokkhólmi og Gautaborg en ungur maður var myrtur í úthverfi Stokkhólms og kveikt í fjórum bílum í Gautaborg og nágrenni. Meira »

Grátur heyrist úr rústunum

06:14 Leitað var í alla nótt í rústum Morandi-brúarinnar við Genúa á Ítalíu sem hrundi í gær. Samkvæmt fréttum ítalskra fjölmiðla má heyra grát fólks úr rústunum. Enn er nokkurra saknað en vitað er að 31 lést þegar brúin hrundi. Meira »

Hafna „ósiðlegu“ kynlífsleiktæki

Í gær, 23:45 Einkaleyfaskrifstofa Indlands hefur hafnað kröfu kanadísks fyrirtækis um einkaleyfi á tegund af víbrator á þeim grundvelli að kynlífsleikföng brjóti í bága við „allsherjarreglu og almenna siðsemi“. Meira »

Ellilífeyrisþegar brunnu inni

Í gær, 23:25 Tíu konur, allt ellilífeyrisþegar, létust þegar eldur kom upp í hjúkrunarheimili þar sem þær bjuggu í borginni Chiguayante í suðurhluta Chile. Meira »

Halda að fólk sé á lífi í rústunum

Í gær, 22:55 Björgunarstarf við hluta Morandi-brúarinnar sem hrundi skammt fyrir utan borgina Genúa á norðvesturhluta Ítalíu í dag stendur enn yfir og stefna björgunarmenn á að halda áfram leit að eftirlifendum inn í nóttina. Meira »

Ungabörn berskjaldaðri fyrir mengun

Í gær, 23:23 Ungabörn og börn sem ferðast um í kerrum og vögnum geta orðið fyrir allt að 60 prósent meiri mengun en fullorðnir, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar á vegum alþjóðlegrar miðstöðvar um loftgæði. Meira »

Yfir 300 prestar sakaðir um misnotkun

Í gær, 22:34 Yfir þrjú hundruð kaþólskir prestar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum eru grunaðir um að hafa misnotað yfir eitt þúsund börn kynferðislega á síðustu 70 árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem stjórnvöld í ríkinu gáfu út í dag og var kynnt á blaðamannafundi í kvöld. Meira »