Og þá voru eftir tveir

Í gær, 21:40 Dauði síðasta karldýrs norðlæga hvíta nashyrningsins átti ekki að koma neinum á óvart. Sudan var aldraður og þjáðist og var því aflífaður. Nú eru aðeins tveir nashyrningar af þessari deilitegund á lífi og þeir eru báðir kvenkyns. Meira »

Mark Zuckerberg rýfur þögnina

Í gær, 20:10 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur rofið þögnina vegna gagnasöfnunar fyrirtækisins Cambridge Analytica. Hann segir að Facebook hafi gert mistök og að samfélagsmiðillinn verði að bæta sig til að geta tekist á við vandann. Meira »

Gerður að blóraböggli af Facebook

Í gær, 15:35 Cambridge Analytica ýkti stórlega þátt sinn í því að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna haustið 2016 og hefði ekki getað haft afgerandi áhrif á kosningarnar. Þetta segir fræðimaðurinn sem lét fyrirtækið fá upplýsingarnar. Meira »

Kennsl borin á sprengjumanninn

Í gær, 15:28 Maðurinn sem er grunaður um að hafa staðið á bak við pakkasprengjuárásir í Texas í Bandaríkjunum hét Mark Anthony Conditt og var 23 ára, að sögn bandarískra fjölmiðla. Meira »

Brást reglulega illa við spurningum

Í gær, 15:07 Réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanningum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, er lokið í dag en þau halda áfram á morgun. Gert er ráð fyrir því að dómur falli í málinu 25. apríl. Meira »

Japanskir smokkaframleiðendur í sókn

Í gær, 12:12 Japanskir smokkaframleiðendur hugsa sér gott til glóðarinnar fyrir Ólympíuleikana í Tokyo í Japan árið 2020. Þar hyggjast þeir markaðssetja enn betur þynnsta smokk heims sem er 0,01 millieter á þykkt. Meira »

„Mjög skrítið að gera svona lagað“

Í gær, 11:18 Réttarhöld yfir danska uppfinningarmanninum Peter Madsen héldu áfram í Kaupmannahöfn í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbát sem hann smíðaði og sundurlimað lík hennar. Madsen neitar því að hafa myrt Wall en viðurkennir að hafa sundurlimað líkið. Meira »

Sprengjumaðurinn fallinn

Í gær, 09:37 Maður sem grunaður er um að tengjast fjölda mannskæðra sprengja í Austin í Texas féll í mikilli lögregluaðgerð vegna málsins í dag. Hann er sagður hafa sprengt sig í loft upp. Meira »

19 farast í rútuslysi á Filippseyjum

Í gær, 09:17 19 manns létust og 21 til viðbótar slasaðist þegar rúta fór út af veginum og féll niður gil á Filippseyjum. Rútan var að sögn filippseysku lögreglunnar á leið til höfuðborgarinnar Manila, þegar hún ók í gegnum brúarhandrið á Mindoro eyju seint í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn féll niður gilið. Meira »

„Sláandi og hryllileg tilhugsun“

Í gær, 09:00 Það var alvanalegt að fjöldi fyrirtækja nýtti sér aðferðir á borð við þær sem Cambridge Analytica gerði til að safna upplýsingum um Facebook notendur, segir fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins. Hann hafi varað stjórnendur við, en þeir hafi ekki viljað vita af vandanum. Meira »

Sarkozy yfirheyrður á ný

Í gær, 08:19 Yfirheyrslur Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, halda áfram í dag en lögreglan rannsakar nú hvort að Moamer Kadhafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, hafi fjármagnað kosningabaráttu hans árið 2007. Meira »

Ísrael viðurkennir loftárás á Sýrland

Í gær, 11:56 Stjórnvöld í Ísrael hafa staðfest að þau hafi varpað sprengjum á byggingu í Deir al-Zour héraði í Sýrlandi árið 2007, sem talinn var hýsa kjarnakljúf sem þar hafi verið í smíðum. Meira »

Rétt náði að forða sér undan ísbirni

Í gær, 10:46 Litlu mátti muna að illa færi er ísbjörn varð á vegi íbúa í grænlenska þorpinu Ittoqqortoormiit nýverið. „Ef vélsleðinn minn hefði ekki farið í gang á síðustu stundu þá væri ég ekki að tala við ykkur núna,“ segir Jan Lorentzen Meira »

Madsen gefur skýrslu

Í gær, 09:24 Skýrslutaka yfir Peter Madsen, sem sakaður er um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall, eru hafnar í réttarsalnum í Kaupmannahöfn. Meira »

Nígerísku stúlkurnar komnar heim

Í gær, 09:03 Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram hafa skilað 111 nígerískum skólastúlkum sem þeir rændu úr skóla í norðuraustur hluta Nígeríu í lok febrúar.Talsmaður foreldra stúlknanna staðfesti þetta við AFP-fréttastofuna í morgun. Meira »

Sprengdi sig í loft upp við háskólann

Í gær, 08:52 Maður sprengdi sig í loft upp í framan háskólann í Kabúl í Afganistan í dag. Að minnsta kosti 26 féllu í árásinni og tugir særðust að því er talsmaður heilbrigðisráðuneytisins segir. Meira »

Lögðu grunninn að sigri Trumps

Í gær, 07:31 Breska fyrirtækið Cambridge Analytica stjórnaði allri kosningabaráttu Donalds Trump á netinu og hreykir sér af því að hafa komið honum á forsetastól m.a. með auglýsingaherferðum um „gjörspilltu Hillary“. Meira »

Trump óskaði Pútín til hamingju

Í gær, 06:34 Í gögnin sem Donald Trump fékk frá ráðgjöfum sínum fyrir símafund með Vladimír Pútín stóð stórum stöfum: EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU. Það var engu að síður einmitt það sem hann gerði. Meira »

Forseti Búrma segir af sér

Í gær, 05:45 Htin Kyaw, forseti Búrma, hefur sagt af sér. Kyaw hefur verið hægri hönd raunverulegs leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, og setið á forsetastóli í tvö ár. Meira »

BMW sakað um útblásturssvindl

Í gær, 05:59 Saksóknarnar í Þýskalandi hafa gert húsleit hjá bílaframleiðandanum BMW vegna rannsóknar á meintum svikum við birtingu gagna um útblástur yfir 11 þúsund bíla. Er talið að átt hafi verið við niðurstöður mengunarprófa og þær látnar sýna minni mengun en raunverulega var af bílunum. Meira »

Særði tvo nemendur í skotárás

í fyrradag Sautján ára nemandi vopnaður byssu skaut og særði stúlku alvarlega í Great Mills-menntaskólanum í Maryland í Bandaríkjunum í dag. Meira »