Brást ekki við skipunum flugmannsins

14:40 Þyrla Vichai Sri­vadd­hanapra­bha, eiganda knattspyrnufélagsins Leicester City, brást ekki við skipununum flugmannsins þegar hún hrapaði fyrir utan heimavöll félagsins í lok síðasta mánaðar. Þetta eru niðurstöður frumrannsóknar á tildrögum slyssins að því er BBC greinir frá. Meira »

Var neitað um gistingu vegna þjóðernis

14:35 Bandarískt hótel í Japan hefur hlotið harða gagnrýni hjá þarlendum yfirvöldum eftir að það neitaði sendiherra Kúbu um herbergi, vegna ótta um að það myndi brjóta gegn viðskiptabanni Bandaríkjanna gegn Kúbu. Meira »

Ræddu stöðuna í þýskum stjórnmálum

13:39 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sat kvöldverð með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Merkel ávarpaði þar gesti alþjóðlegrar ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung. Meira »

Komnir að landamærum Bandaríkjanna

13:36 Hundruð íbúa Mið-Ameríkuríkja sem undanfarnar vikur hafa ferðast fótgangandi til Bandaríkjanna eru nú komnir til borgarinnar Tijuana sem er á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld unnu í gær að því að koma fyrir gaddavír og öðrum hindrunum við akstursleiðina frá Tijuana til Kaliforníu. Meira »

Segir drögin byggð á vilja þjóðarinnar

13:32 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti á breska þinginu í dag að samningsdrögin um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem samn­ingsaðilar beggja vegna borðsins hafa samþykkt, byggi alfarið á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. Meira »

Pence ávítti Suu Kyi

12:10 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi meðferð búrmíska hersins á rohingja-múslimum á fundi sínum með Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma, í dag. Sagði Pence „ofsóknir“ hersins ekki eiga sér neina réttlætingu. Meira »

Vopnahlé á Gaza samþykkt

10:51 Samið hefur verið um vopnahlé á Gaza eftir að umfangsmikil átök brutust þar út fyrir um tveimur sólarhringum. Egyptar höfðu frumkvæði að samningum um vopnahléið sem forystumenn Hamas, og annarra fylkinga Palestínumanna á Gaza, og Ísraelar samþykktu. Meira »

Vildi tryggja að mannfall yrði mikið

09:34 Ástralskur dómstóll hefur dæmt þrjá menn seka um að skipuleggja hryðjuverkaárás í borginni Melbourne á jóladag og valda með því hámarksmanntjóni. Höfðu mennirnir keypt sveðjur og hráefni til að útbúa heimatilbúnar sprengjur og ætluðu m.a. að gera árás á lestarstöð og kirkju. Meira »

May kynnir Brexit-drög fyrir ráðherrum

08:47 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, situr nú á fundi með ríkisstjórn sinni þar sem hún kynnir drög að Brexit-samningi en samn­ingsaðilar beggja vegna borðsins í Brex­it-viðræðunum hafa samþykkt tækni­leg atriði út­göngu­samn­ings Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. Meira »

„Reiða löggan“ fannst látin

07:38 Frönsk lögreglukona, sem vakti mikla athygli fyrir baráttu sína gegn ofbeldi í garð lögreglu, fannst látin á heimili sínu á mánudagskvöldið. Meira »

Ein á brúðkaupsmyndinni

06:20 Indónesísk kona sem missti unnusta sinn í Lion Air-flugslysinu í lok október hefur látið taka brúðarmyndir af sér einni en unnusti hennar var á leið heim til þess að ganga í hjónaband þegar slysið varð. Meira »

Segir af sér vegna vopnahlés

11:24 Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt af sér embætti í kjölfar ákvörðunar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að samþykkja vopnahlé á Gaza. Meira »

Hafna tilnefningu Kristersson

10:19 Sænska þingið hafnaði nú í morgun tilnefningu Ulf Kristers­son, formanns hægri­flokks­ins Modera­terna, í embætti forsætisráðherra. Rúmur helmingur þingmanna sagði nei við tillögunni og segir Dagens nyheter úrslitin söguleg. Aldrei áður hafi þingið hafnað tilnefningu þingforsetans. Meira »

50 látnir í gróðureldunum í Kaliforníu

09:10 Tala látinna í gróðureldunum sem nú geisa í Kaliforníuríki heldur áfram að hækka og er nú vitað til þess að 50 manns hið minnsta hafi látið lífið í eldunum, sem eru þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Vinda, sem hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt um vik að ná stjórn á eldunum, er þó tekið að lægja. Meira »

Blaðamenn sagðir sjakalar og hórur

08:03 Hundruð lögreglumanna tóku þátt í mótmælum í flestum stórborgum Ítalíu þar sem þess var krafist að frelsi fjölmiðla yrði virt. Ástæðan voru árásir aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga Fimmstjörnuhreyfingarinnar, Luigi Di Maio, á blaðamenn en hann kallar þá meðal annars sjakala. Meira »

Telja 9.000 fórnarlömb mansals

06:48 Tölfræði Global Slavery Index-vísitölunnar fyrir 2018 gerir ráð fyrir að 9.000 manns í Noregi séu fórnarlömb mansals, þar af helmingurinn í höfuðborginni. Meira »

Forsetar vísa mútuþægni á bug

Í gær, 23:31 Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, og Felipe Calderon, fyrrverandi forseti landsins, hafa neitað því að hafa tekið við mútum frá eiturlyfjahringnum Sinaloa. Þar með hafna þeir ásökunum sem verjandi meints leiðtoga eiturlyfjahringsins, Joaquin „El Chapo“ Guzman, setti fram í dómsal. Meira »

Forsetafrúin vill láta reka Ricardel

Í gær, 22:30 Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að Mira Ricardel, sem er aðstoðar-þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, verði rekin úr embætti. Meira »

„Ólögmæt“ skipun Whitaker

Í gær, 20:05 Dómstóll í ríkinu Maryland segir að skipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Matthew Whitaker í embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hafi verið „ólögmæt“. Meira »

Klerkar kalla eftir hæli fyrir Bibi

Í gær, 21:43 Þrír breskir múslimaklerkar hafa bæst í hóp þeirra sem þrýsta nú á stjórnvöld í Bretlandi um að bjóða Asia Bibi, kristinni konu frá Pakistan sem nýlega var sýknuð af guðlasti í heimalandinu, hæli. Meira »

Brexit-drög kynnt ráðherrum á morgun

Í gær, 17:24 Samningsaðilar beggja vegna borðsins í Brexit-viðræðunum hafa samþykkt tæknileg atriði útgöngusamnings Bretlands úr Evrópusambandinu og mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kynna drög samningsins fyrir ríkisstjórn sinni á morgun. Meira »