Kjarnorkutilraunasvæðið jafnað við jörðu

11:50 Norður-Kórea hefur jafnað kjarnorkutilraunasvæði sitt í Pyungge-ri við jörðu. Erlendum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með aðgerðunum í dag, sem marka velvilja Norður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Kim Jong-un og Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem fram fer í næsta mánuði. Meira »

Segir King ekki stoltan af Trump

08:29 Bernice King, dóttir mannréttindafrömuðarins Martin Luther King, hafnar alfarið fullyrðingum um að faðir hennar hefði verið „stoltur“ af Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þvert á móti hefði hann haft „verulegar áhyggjur“ af ástandi mála. Meira »

Svíar herða refsingar í kynferðisbrotum

08:25 Refsing fyrir kynferðisbrot verður hert í Svíþjóð með nýjum lögum sem taka gildi 1. júlí. Eins verður gerð krafa um að samþykki liggi fyrir og skiptir engu hvort um ofbeldi er að ræða. Meira »

12 létust í árás Bandaríkjahers

07:57 Að minnsta kosti tólf liðsmenn í skæruliðasamtökum sem berjast gegn stjórnvöldum í Sýrlandi létust í árás sem gerð var á búðir þeirra í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Syrian Observatory for Human Rights. Meira »

N-Kórea segir orð Pence „heimskuleg“

07:47 Hátt settur norðurkóreskur embættismaður hafnar alfarið athugasemdum Mike Pence og segir þær „heimskulegar“. Þykir þetta auka enn á óvissu um að það verði af fundi þeirra Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

Nýbyggingar í landtökubyggðum

06:45 Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, greindi frá því í dag að hann ætlaði að óska eftir samþykki skipulagsráðs um að heimila byggingu 2.500 heimila Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Meira »

Má ekki loka á Twitter-notendur

Í gær, 23:42 Forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, er óheimilt samkvæmt lögum að loka á Twitter-notendur sem eru ósammála honum. Bandarískur alríkisdómstóll komst að þessari niðurstöðu í dag en talið er að dómurinn geti haft víðtæk áhrif á opinbera embættismenn í Bandaríkjunum sem nota samfélagsmiðla. Meira »

Matarlausir og drukku hland

Í gær, 22:15 Hópi afrískra hælisleitenda var bjargað úti fyrir ströndum Brasilíu um síðustu helgi. Þeir höfðu þá verið á sjó í 35 daga og höfðu sumir þeirra neyðst til að drekka hland til að lifa ferðina af. Mastrið á bátinum var brotið og vélin biluð og bátinn rak hjálparlaust um Atlantshafið er hann fannst. Meira »

Ákvörðun um leiðtogafund í höndum Kim

Í gær, 15:54 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að ákvörðun um hvort verði af leiðtogafundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sé í höndum hins síðar nefnda. Meira »

Skoða nýjar vísbendingar í máli Palme

Í gær, 14:48 Maður sem sagðist hafa orðið vitni að morðinu á Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, fyirr 30 árum síðan er nú talinn tengjast drápinu. Í grein sem birt er í tímaritinu Filter er Stig Engström, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang, sagður líklegur morðingi Palme. Meira »

Blár bjarmi frá eldfjallinu

Í gær, 14:34 Stjörnurannsóknarstöð á Hawaii hefur birt myndband sem tekið er á einni nóttu skýjum ofar yfir Kilauea-eldfjallinu á stærstu eyju eyjaklasans. Meira »

Tveir látnir og margir slasaðir eftir lestarslys

06:28 Tveir létust og margir slösuðust þegar lest var ekið á stóran flutningabíl sem var á lestarteinunum á gatnamótum járnbrautarteina og umferðargötu. Flutningabílnum hafði verið ekið yfir á rauðu ljósi og yfir hindranir inn á járnbrautarteinana. Meira »

„Lífi mínu hefur verið snúið á haus“

Í gær, 22:54 „Ég vonast til þess að geta snúið aftur heim til landsins míns í framtíðinni,“ sagði Júlía Skripal í ávarpi til fjölmiðla í dag. Fyrst þyrfti hún hins vegar að ná fullri heilsu. Júlía og faðir hennar Sergei urðu fyrir árás í enska bænum Salisbury í mars. Meira »

Mega búast við sektum ef þeir krjúpa

Í gær, 19:54 Félög í NFL-deildinni í Bandaríkjunum mega búast við sektum ef leikmenn þeirra krjúpa á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er fluttur fyrir leiki á næstu leiktíð. Meira »

Óttast útbreiðslu til annarra landa

Í gær, 15:28 Banvænn faraldur ebólu í Austur-Kongó gæti mögulega breiðst út víðar að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Stefnt er að því að bólusetja um 10 þúsund íbúa landsins á innan við mánuði. Meira »

Brutu á réttindum transmanns

Í gær, 14:42 Dómari í Virginíu í Bandaríkjunum stóð með transmanni í máli gegn skólastjórnendum, en hann sakaði þá um að brjóta á réttindum sínum þegar honum var bannað að nota karlaklósett skólans. Meira »

Fór í tvennt í brotlendingu

Í gær, 13:45 Að minnsta kosti sex Bandaríkjamenn slösuðust er flugvél brotlenti við enda brautar flugvallar í Hondúras í gær. Vélin fór í tvennt í slysinu. Vélin hafði tekið á loft frá Austin í Texas og er hún lenti á Toncontin-flugvellinum í Tegucigalpa rann hún út af flugbrautinni og ofan í skurð. Meira »

Móðir fangelsuð fyrir þvingunarhjónaband

í gær Móðir í Bretlandi sem neyddi dóttur sína til að giftast ættingja sínum, sem var næstum tvöfalt eldri en stúlkan, hefur verið dæmd til fjögurra og hálfsárs fangelsisvistar. Meira »

Heyrði hljóð og hlaut heilaskaða

í gær Bandaríska sendiráðið í Kína gaf í dag út heilsufarsviðvörun eftir að sendiráðsstarfsmaður varð fyrir „afbrigðilegu hljóði“ og hlaut minniháttar heilaskaða í kjölfarið. Atvikið minnir á dularfull veikindi erindreka á Kúbu. Meira »

Leit að MH370 hætt í næstu viku

í gær Leitinni að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf í mars árið 2014 verður hætt í næstu viku. Þetta sagði Anthony Loke, samgönguráðherra Malasíu. Meira »

Í lífstíðarfangelsi fyrir sýruárás

í gær Kona í Bretlandi hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi eftir að hún var fundin sek um sadíska sýruárás á fyrrum elskhuga sinn. Maðurinn var svo illa slasaður eftir árásina að lífi hans lauk með líknardauða. Meira »