Haustlægð og hressilegar öldur á Tenerife

15:15 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa og ferðafólk á norðurhluta sólareyjunnar Tenerife síðasta sólarhringinn. Mikill vindur hefur verið á svæðinu og hafa íbúar og ferðafólk þurft að yfirgefa íbúðir vegna þess að öldur lömdu á blokk. Meira »

Bannað að koma inn á Schengen-svæðið

14:59 Átján Sádi-Aröbum hefur verið meinað um að koma inn á Schengen-landamærasvæðið í Evrópu vegna tengla þeirra við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í Instanbul í síðasta mánuði að sögn utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas. Meira »

Vissu af peningaþvættinu en gerðu ekkert

14:59 Howard Wilkinson, sendi fjórar skýrslur um peningaþvætti til yfirstjórnar Danske Bank, á þeim tíma sem hann var yfir viðskiptasviði útibúsins í Eistlandi, en yfirmenn bankans gerðu ekki neitt. Wilkinson bar í dag vitni fyrir danska þinginu um peningaþvættið sem viðgekkst innan útibúsins. Meira »

Ráðherrarnir samþykkja drögin

13:03 Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa samþykkt drög að samningi um útgöngu Bretlands úr sambandinu. „Fyrsta og erfiða skrefinu er lokið,“ sagði evrópuráðherra Austurríkis, Gernot Blumel, en Austurríki fer um þessar mundir með embætti forseta sambandsins. Meira »

Líklega kæfð af þáverandi kærasta

12:55 Ung japönsk kona sem hvarf þegar hún var í námi í Frakklandi árið 2016 er talin hafa verið myrt af þáverandi kærasta sínum. Sá var aðstoðarkennari en flúði til heimalandsins, Chile, eftir að Narumi Kurosaki hvarf sporlaust 4. desember. Meira »

Hvattir til að nota fötu í öðru herbergi

12:06 Alþjóðaklósettdagurinn er í dag og er í Bretlandi vakin athygli á því að tugir þúsunda starfsmanna hafi ekki aðgang að þolanlegri klósettaðstöðu. Í frétt BBC um málið segir að starfsfólk í einu bresku bankaútibúi hafi verið hvatt til að nota fötu sem komið var fyrir í einu herbergja bankans. Meira »

Mjaldurinn Benny lifir góðu lífi á Thames

11:25 Mjaldur, hvalur af hvíthvalaætt, sem sást á sundi í Thames á fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan, virðist lifa þar góðu lífið að sögn sérfræðinga. Hvalurinn, sem fengið hefur nafnið Benny, sást fyrst úti fyrir Gravesend í lok september og hefur sést reglulega síðan. Meira »

Hvetur til samstöðu

09:47 Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hvetur til þess að Frakkar og Þjóðverjar taki höndum saman um að styrkja stöðu Evrópu svo hægt sé að koma í veg fyrir ringulreið í heiminum. Á sama tíma tóku fleiri hundruð þúsund Frakkar í mótmælum sem beindust að hækkandi eldsneytisverði. Meira »

Óttast að landamæraleiðinni verði lokað

08:47 Hundruð íbúa mexíkósku landamæraborgarinnar Tijuana hafa flykkst út á göturnar um helgina til að mótmæla komu þúsunda hælisleitenda frá Mið-Ameríku sem eru nú að reyna að komast yfir til Bandaríkjanna. Segjast þeir óttast að Bandaríkin loki landamæraleiðinni þar í gegn vegna hælisleitendanna. Meira »

Rithöfundur hafður að skotspæni

08:26 Rithöfundur sem taldi sig hafa fundið málverk eftir Pablo Picasso sem var stolið í Rotterdam árið 2012 greindi frá því í gær að hann hefði verið gabbaður. Meira »

Neita að fara í land

06:58 Tugir örvæntingarfullra flóttamanna sem bjargað var um borð í flutningaskip á Miðjarðarhafi segjast frekar deyja en fara í land í Líbýu. Þar var þeim haldið föngnum og pyntaðir af smyglurum áður en þeir lögðu af stað yfir hafið. Meira »

Ætla að losa sig við Ghosn

11:32 Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur lagt til að Carlos Ghosn, stjórnarformanni fyrirtækisins, verði vikið úr stöðu sinni vegna gruns um fjármálalegt misferli. Meira »

„Af hverju skiljið þið okkur ekki?“

10:25 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, þvertekur fyrir að Rússar hafi átt afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Þetta kom fram í máli hans þegar hann fundaði stuttlega með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í síðustu viku þegar þeir sátu fund Samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu. Meira »

11 klukkustunda bið eftir Mikka

09:10 Aðdáendum Mikka Músar í Japan var brugðið þegar þeir mættu í Disneyland í Tókýó í gær, á 90 ára afmælisdegi teiknimyndapersónunnar frægu, en á skilti sem segir til um áætlaðan biðtíma fyrir afþreyingu í garðinum stóð að bið eftir að hitta Mikka væri 660 mínútur. Meira »

Kílómetrar af gaddavír settir upp

08:38 Bandarískir hermenn vinna nú hörðum höndum að því að koma upp margra kílómetra gaddavírslengjum við landamærin að Mexíkó í tilraun til þess að stöðva för þúsunda hælisleitenda frá löndum Mið-Ameríku. Meira »

Bloomberg útskýrir gjafmildina

07:35 Fyrrverandi borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, greindi frá því í gær að hann væri að veita Johns Hopkins-háskólanum fjárhagsstuðning upp á 1,8 milljarða Bandaríkjadala, sem svarar til 224 milljarða króna. Talið er að þetta sé stærsta gjöf sem háskóli hefur fengið. Meira »

Drekka meira í kulda og sólarleysi

06:29 Fólk sem býr í köldu loftslagi og fær litla sól er líklegra til þess að drekka mikið áfengi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á vef BBC. Meira »

Finnar gera grín að Trump

05:57 Margir Finnar urðu undrandi þegar þeir heyrðu forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, dást að þjóðinni fyrir það hvernig hún hirðir um skóga sína með því að raka. Forseti Finnlands kannast ekki við að hafa rætt þetta við Trump líkt og sá síðarnefndi segir. Meira »

Aðeins 10.000 atkvæði skildi að í Flórída

Í gær, 22:18 Repúblikaninn Rick Scott vann sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Flórída með aðeins 10 þúsund atkvæða mun. Þetta varð ljóst í dag eftir að handtelja þurfti öll atkvæði í ríkinu að nýju eftir þingkosningarnar í byrjun mánaðarins. Meira »

Vildu komast inn í breska vegabréfakerfið

Í gær, 23:14 Rússneskur forritunarsérfræðingur segir rússnesku leyniþjónustuna hafa beðið sig að útbúa bakdyr að tölvukerfinu sem notað er til að útbúa vegabréfsáritanir fyrir Rússa sem ferðast til Bretlands. Frá þessu er greint á vef BBC, sem segir manninn nú hafa óskað eftir hæli í Bandaríkjunum. Meira »

„Það átti enginn að lifa af“

Í gær, 22:01 Fjörutíu ár eru liðin frá Jonestown fjöldamorðunum, en atburðirnir áttu sér stað í Jonestown í S-Ameríku þann 18. nóvember 1978 en 918 manns létu lífið. People's Temple var sértrúarsöfnuður sem settur var á fót af Jim Jones árið 1956. Meira »