Mæti byssumönnum með fulla vasa af grjóti

08:56 Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur greint frá sérstakri aðferð sem lagt er til að nemendur beiti til að verja sig gangi byssumaður laus í skólanum þeirra. Þeir fá fötur sem eru fullar af grjóti. Meira »

Átök í Katalóníu í kjölfar dóms Hæstaréttar

07:58 Átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu í Katalóníu eftri að hæstiréttur Spánar komst að þeirri niðurstöðu að rétta ætti í máli 25 leiðtoga Katalóna sem eru sakaðir um uppreisn, fjársvik og fyrir að framfylgja ekki skipunum ríkisins. Meira »

Lögreglumaðurinn lést af sárum sínum

07:36 Franskur lögreglumaður sem bauð sjálfan sig í skiptum fyrir gísl sem var í haldi byssumanns í matvöruverslun í Frakklandi í gær, lést af sárum sínum. Meira »

Lögreglumaðurinn berst fyrir lífi sínu

00:20 Fransk­ur lög­reglumaður sem varð fyrir byssuskoti þegar hann bauð sjálf­an sig í skipt­um fyr­ir gísl í umsátr­inu í frönsk­um stór­markaði berst nú fyrir lífi sínu. Meira »

Húsleit hjá Cambridge Analytica

Í gær, 20:41 Breskir rannsakendur hafa hafið húsleit í skrifstofum fyrirtækisins Cambridge Analytica. Hæstiréttur í London veitti í dag leyfi fyrir húsleitinni. Meira »

Vizcarra nýr forseti Perú

Í gær, 18:56 Martin Vizcarra hefur svarið embættiseið sinn sem nýr forseti Perú. Varaforseti landsins hafði áður gegnt embættinu tímabundið eftir að Pedro Pabli Kuczynski sagði af sér til að komast hjá ákæru. Meira »

Lögreglumaður í staðinn fyrir gísl

Í gær, 15:13 Franskur lögreglumaður sem bauð sjálfan sig í skiptum fyrir gísl í umsátrinu í frönskum stórmarkaði var skotinn af byssumanninum. Meira »

Lögreglan drap byssumanninn

Í gær, 14:13 Franska lögreglan hefur drepið byssumanninn sem skaut að minnsta kosti þrjá til bana og særði tvo til viðbótar er hann tók fólk í gíslingu í suðvesturhluta Frakklands. Meira »

Gíslataka í franskri verslun

Í gær, 10:40 Skotárás og gíslataka var gerð í stórmarkaði í suðurhluta Frakklands í morgun. Tveir eru sagðir látnir.  Meira »

Þrettán fórust í eldsvoða

í gær Þrettán létust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Ho Chi Minh í Víetnam snemma í morgun. Eldurinn í Carina Plaza braust út um miðnætti á neðstu hæðum hússins. Hann breiddist svo hratt út til efri hæðanna. Meira »

Skotinn til bana vegna síma

í gær Mótmælendur í Kaliforníu lokuðu hraðbraut og körfuboltaleikvangi vegna atviks þar sem lögreglumenn skutu óvopnaðan svartan mann til bana. Mótmælendur byrjuðu á því að ganga að ráðhúsi borgarinnar með mótmælaskilti og hvöttu til aðgerða gegn ofbeldi lögreglu í garð þeldökkra einstaklinga. Meira »

Sextán særðust í árásinni í Frakklandi

Í gær, 17:41 Sextán manns særðust, þar af tveir alvarlega, auk þess sem þrír létust af völdum byssumanns í suðvesturhluta Frakklands í dag. Meira »

Trump íhugar að neita að skrifa undir

Í gær, 14:55 Donald Trump segir að hann sé að íhuga að neita að skrifa undir ný fjárlög, sem hljóða upp á 1,3 billjónir dala, og er ætlað í rekstur bandaríska stjórnkerfisins fram til september. Bandaríkjaþing samþykkti frumvarpið í dag eftir að fulltrúadeild þingsins lýsti yfir stuðningi til að koma í veg fyrir að allt stjórnkerfið færi í frost. Meira »

Árásarmaðurinn í Frakklandi frá Marokkó

Í gær, 13:34 Byssumaðurinn sem hefur drepið tvo og heldur gíslum föngnum í stórmarkaði í suðurhluta Frakklands er Marokkóbúi sem hafði áður verið talinn líklegur hryðjuverkamaður. Þetta staðfesta heimildarmenn AFP-fréttaveitunnar úr röðum lögreglu. Meira »

Tugir féllu í árásum Rússa

í gær Að minnsta kosti 37 almennir borgarar fórust í loftárásum sem rússneskar hersveitir gerðu í austurhluta Ghouta-héraðs í Sýrlandi í dag. Meira »

„Minnist þess ekki“ að hafa keypt gögn

í gær Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „minnist þess ekki“ að hafa keypt persónuupplýsingar frá Facebook er hann vann fyrir ráðgjafafyrirtækið Cambridge Analytica. Meira »

Gufubaðið lykillinn að hamingjunni

í gær Oft hefur verið litið á Finna sem frekar fámála og innhverfa þjóð í landi sem einkennist af dimmum og köldum vetrum. Þeir hafa oftar komist í fréttirnar fyrir háa sjálfsvígstíðni en flestar þjóðir. Meira »

Segja dúkkuhúsið ekki vændishús

í gær Borgarráð Parísar hefur hafnað tillögu fulltrúa Kommúnistaflokksins um að húsi þar sem karlmenn geta greitt fyrir að eyða klukkustund með kynlífsdúkku verði rannsakað og mögulega lokað. Meira »

135 hvalir drápust í fjöru

í gær Að minnsta kosti 135 hvalir drápust í dag eftir að hafa synt upp í fjöru í Ástralíu. Björgunarteymi vann að því að koma þeim sem voru enn á lífi aftur út í sjó. Meira »

Komnir til Idlib-héraðs

í gær Hundruð uppreisnarmanna, sem Sýrlandsher flutti frá austurhluta Ghouta-héraðs í gær, eru nú komnir til Idlib-héraðs. Uppreisnarmennirnir og fjölskyldur þeirra fengu að yfirgefa svæðið eftir að samkomulag náðist milli þeirra og stjórnarhersins að undirlagi Rússa. Meira »

Stúlkan verður tekin úr öndunarvél

í gær Stúlka á táningsaldri, sem særðist í skotárás í skóla í Maryland á þriðjudag, á sér ekki lífs von og verður tekin úr öndunarvél að sögn fjölskyldu hennar. Lögreglan skaut skotárásarmanninn til bana en honum hafði tekist að særa tvo í árásinni. Meira »