Köstuðu barni í fang slökkviliðsmanns

09:15 Myndskeið af því þegar slökkviliðsmenn björguðu barni úr brennandi húsi í borginni Decatur í Georgia í Bandaríkjunum hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Meira »

Vöruðu Kushner við Murdoch

09:05 Bandarískir gagnnjósnarar vöruðu tengdason forseta Bandaríkjanna, Jared Kushner, við því að kínversk/bandaríska kaupsýslukonan, Wendi Deng Murdoch, kynni að notfæra sér vinskap þeirra til hagsbóta fyrir kínversk yfirvöld. Meira »

Mannskaði er brú í smíðum hrundi

09:01 Umferðarbrú í smíðum í Kólumbíu hrundi með þeim afleiðingum að í það minnsta tíu létu lífið og átta slösuðust. Brúin átti að liggja yfir mikið gljúfur og tengja Bogota og borgina Villavicencio. Meira »

Flytja 300 rohingja á dag

08:50 Stjórnvöld í Bangladess segja að búið sé að leggja línurnar um hvernig og hvenær hundruð þúsundum rohingja verður komið aftur til síns heima. Ronhingjar eru minnihlutahópur múslima sem sættu ofsóknum í heimalandinu Búrma og flúðu því í þúsundavís til nágrannalandsins Bangladess, aðallega síðustu mánuði. Meira »

Fundu lík í rústunum

08:46 Slökkviliðsmenn í Antwerpen fundu tvö lík í húsarústunum þar sem gassprenging varð í gærkvöldi. 15 voru fluttir á sjúkrahús í gærkvöldi eftir sprenginguna og er einn í lífshættu. Fimm eru alvarlega slasaðir. Meira »

Synnøve Søe er látin

08:03 Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Synnøve Søe er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í Árósum í gær.   Meira »

Í lífshættu eftir sprengingu í Antwerpen

07:15 Fjórtán voru fluttir á sjúkrahús eftir að hús hrundu í sprengingu í belgísku hafnarborginni Antwerpen í gærkvöldi. Einn er í lífshættu og fimm eru alvarlega slasaðir. Yfirvöld útiloka að um hryðjuverk hafi verið a ræða. Meira »

Eiginmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Í gær, 22:20 Eiginmaður Janne Jemtland, norsku konunnar sem saknað hefur verið frá því fyrir áramót, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Meira »

1.000 ungmenni ákærð í Danmörku

Í gær, 16:07 Rúmlega eitt þúsund ungmenni í Danmörku verða ákærð fyrir að hafa dreift á netinu kynferðislegu efni af börnum yngri en fimmtán ára. Meira »

Bað hlustendur að ræða nauðganir og fullnægingar

Í gær, 14:09 Vinsæll belgískur stjórnandi útvarpsþáttar hætti störfum í beinni útsendingu í dag eftir að hafa í síðustu viku vakið gríðarlega hörð viðbrögð er hann velti upp spurningunni hvort konur gætu fengið fullnægingu er þeim væri nauðgað. Meira »

Brexit án samnings þýðir mikinn samdrátt

Í gær, 12:42 Ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið án samnings þá mun það leiða til 8,5% samdráttar í skosku hagkerfi, segir Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands. Meira »

Snjókoma og kuldi í Skandinavíu

07:48 Mjög slæmt veður er í Noregi og hafa orðið miklar tafir á umferð víða um land og aflýsa hefur þurft flugferðum. Í Svíþjóð er varað við mikilli snjókomu og hvassviðri í dag. Meira »

Hlekkjuðu börnin við rúmin

06:32 Hjón í Kaliforníu voru handtekin á sunnudag og ákærð fyrir pyntingar eftir að þrettán börn þeirra á aldrinum tveggja til 29 ára fundust á heimilinu. Sum þeirra voru hlekkjuð við rúm á heimili sínu þegar lögregla kom á vettvang. Meira »

„Allir elskuðu hana“

Í gær, 20:20 Zainab litla fannst látin á ruslahaug í síðustu viku. Þangað var henni hent eftir að hafa verið nauðgað og síðan drepin. Zainab er meðal átta barna og ungmenna sem hefur verið nauðgað og síðan drepin í borginni Kasur í Pakistan síðustu tólf mánuði. Meira »

Kólerufaraldur í uppsiglingu í Kongó

Í gær, 15:13 Miklar líkur eru á að kólerufaraldur brjótist út Kongó eftir mikla rigningu og flóð í höfuðborginni Kinshasa í byrjun janúar, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Í borginni búa á milli 10 og 12 milljónir. Meira »

Banna kynlíf og „slæmar venjur“

Í gær, 13:43 Sjónvarpsefni sem sýnir kynlíf og ýtir undir „slæmar venjur“ er bannað samkvæmt lögum sem voru samþykkt í Túrkmenistan um helgina. Í lögunum er jafnframt tekið fram að þetta sé gert til að skapa „jákvæða ímynd“ landsins. Meira »

Rannsókn hætt á nauðgunum á börnum

Í gær, 12:25 Franskur rannsóknardómari hefur lokið rannsókn á ásökunum um að franskir hermenn hafi nauðgað börnum í Mið-Afríkulýðveldinu þegar þeir sinntu friðargæslu þar. Niðurstaða dómarans er að engar sannanir séu fyrir því að þeir hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Meira »

„Ég ætlaði bara í vinnuna“

Í gær, 10:35 Milljónir hafa skemmt sér yfir að horfa á myndskeið af manni sem gengur jakkafataklæddur í átt að bíl sínum en tekur svo að renna í glerhálku niður innkeyrsluna. „Ég ætlaði bara í vinnuna,“ segir maðurinn. Meira »

Reyna að koma í veg fyrir umhverfisslys

í gær Kínversk skip reyna hvað þau geta til að hreinsa upp mikinn olíuleka sem varð þegar íranska olíuskipið Sanchi sökk undan ströndum Kína. Meira »

Fimmti stærsti demantur heims

Í gær, 10:35 Demantur sem talið er að sé fimmti stærsti demantur heims fannst nýverið í Lesótó. Demanturinn er metinn á um 40 milljónir bandaríkjadala, sem svarar til tæplega 4,2 milljarða króna. Meira »

Svarta ekkjan dregin fyrir dóm

í gær Réttarhöld yfir franskri konu á sextugsaldri, sem oft er nefnd svarta ekkjan, hefjast í dag en hún er ákærð fyrir að hafa táldregið og eitrað fyrir efnuðum eldri mönnum á frönsku Riveríunni. Meira »