Spaðar Rauðu myllunnar féllu til jarðar

Myllan er nú spaðalaus.
Myllan er nú spaðalaus. AFP/Geoffroy van der Hasselt

Eitt frægasta kennileiti Parísarborgar Rauða myllan, eða Moulin rouge, er nánast óþekkjanleg eftir að spaðar hennar féllu til jarðar í nótt.

Óljóst er hvað orsakaði slysið en ekki er talin hætta á frekara hruni úr myllunni sögufrægu.

„Sem betur fer átti atvikið sér stað eftir lokun,“ sagði talsmaður Rauðu myllunnar í samtali við AFP-fréttastofuna, sem vildi þó ekki koma fram undir nafni.

Hér má sjá samanburðinn.
Hér má sjá samanburðinn. AFP/Geoffroy van der Hasselt/Dimitar Dilkoff

Engin vandamál virtust vera

„Í hverri viku skoðar teymi kabarettsins mylluna og hafa engin vandamál komið upp,“ sagði heimildarmaðurinn.

Kvaðst hann ekki hafa neinar frekari upplýsingar um hvað gæti hafa orsakað slysið.

Sagði hann þetta vera í fyrsta sinn sem slys á borð við þetta hafi komið upp frá því að kabarettinn fyrst opnaði dyr sínar í október árið 1889.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert