Aflýsa mörg hundruð flugferðum

Frá Charles de Gaulle flugvellinum í París.
Frá Charles de Gaulle flugvellinum í París. AFP

Yfirvöld í Frakklandi hafa aflýst mörg hundruð flugferðum á frönskum flugvöllum í dag þrátt fyrir að helstu stéttarfélög flugumferðarstjóra landsins hafi fallið frá boðun um eins dags verkfall eftir að hafa gert samning um launahækkanir. 

Á Orly-flugvellinum í París verður 75% flugferða aflýst og 55% á Charles de Gaulle að sögn flugmálayfirvalda í Frakklandi.

SNCTA verkalýðsfélagið hafði áður gengið frá verkfallsboðun í yfirlýsingu og sagði að það hefði gert samkomulag um hærri laun og aðrar ráðstafanir við flugmálayfirvöld. Kröfur þess hefðu komið til að bregðast við fyrirhugaðri endurskoðun á frönskum flugstjórnarkerfum.

Hins vegar staðfestu flugmálayfirvöld ekki yfirlýsingu verkalýðsfélagsins og gaf hvorugur aðilinn út upplýsingar um tilkynnt samkomulag. Flugmálayfirvöld höfðu beðið flugfélög um að aflýsa flestum ferðum sínum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert