Er að gefast upp vegna heimtufrekju starfsfólksins

Maður um sextugt er að gefst upp því starfsfólkið heimtar …
Maður um sextugt er að gefst upp því starfsfólkið heimtar meiri laun. Mubariz Mehdizadeh/Unsplash

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manni 

Sæl Tinna.

Ég er kominn fyrir sextugt og er atvinnurekandi með slatta af útlendingum í vinnu. Það sækir að mér kvíði oft því starfsfólkið mitt vill alltaf meiri vinnu og hærra kaup því það segist þurfa að borga leigu og fleira. Ég vinn allar helgar sjálfur og næ að borga sjálfum mér þokkaleg laun en ég vinn mikið og ber mikla ábyrgð á starfsfólki og hef miklar skyldur gagnvart verkalýðsfélögum og hinu opinbera.

Ég er kominn á þann stað að ég get ekki meir. Er að kikna undan álagi við að borga nærri 30 prósent ofan á launin og arðsemin við að þjónkast við stéttarfélög og hið opinbera auk alskyns fríðinda starfsfólks sem er að gera út af við mitt litla fyrirtæki. Mér finnst ég ekki geta meir og nýir kjarasamningar valda mér kvíða og ég á erfitt með svefn og heilsu minni hefur hrakað finnst mér. Mér finnst ég ekki geta snúið mér til neins, engin tími til umráða og fleira sem veldur mér mikilli vanlíðan. Hvert get ég leitað?

Kveðja, B

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.

Sæll.

Leitt að heyra að fyrirtækjarekstur þinn sé farinn að vera streituvaldur í þínu lífi. Mér dettur í hug hvort þú getir reynt að setja starfsfólki þínu betri mörk? Þú ert rekstraraðilinn og ræður fólk til starfa í ákveðið starfshlutfall og með ákveðin kjör.

Jú, auðvitað er þér skylt að haga kjörum þeirra samkvæmt kjarasamningum, en þú getur stjórnað því hversu mikið starfshlutfall hver og einn fær, hversu mikil fríðindi þú býður þeim og hversu mikla launahækkun þú veitir þeim umfram kjarasamninga. Mikilvægast er að þú sníðir þér stakk eftir vexti (stærð fyrirtækisins). Kannski gætir þú þurft að endurskoða rekstrarformið?

En það er mjög mikilvægt að bregðast við streitueinkennum og sértaklega ef þau fara að verða langvarandi. Ég myndi mæla með að þú fáir aðstoð frá fagaðila, t.d. sálfræðingi á stofu, sem fyrst, til þess að kortleggja betur streituvaldana í þínu lífi og fá aðstoð við að draga úr þeim og taka stjórnina. Langvarandi streita getur leitt til kulnunar með þeim afleiðingum að einstaklingar detti út af vinnumarkaðnum til skemmri eða lengri tíma. Ég myndi einnig hvetja þig til að gera eitthvað sem veitir þér vellíðan/ró. Sumir fara í jóga, hugleiða, fara í göngutúra, sund eða þess háttar. Hreyfing er alltaf góð og ætti að vera hluti af daglegri rútínu hjá þér ef hún er það ekki nú þegar, einnig er svefninn mikilvægur og leitt að heyra að þú sért ekki að hvílast vel. Þá er einnig mjög nauðsynlegt fyrir þig að reyna að taka þér frí inn á milli, það getur enginn unnið alla daga alla vikunnar án þess að fá frí. Mjög nauðsynlegt að þú reynir að kúpla þig út og samhliða að reyna að draga úr áreiti frá vinnunni t.d ekki svara tölvupóstum í frítíma. Ef til vill þarft þú líka að æfa þig í að setja sjálfum þér mörk gangvart vinnunni þó svo að þú sért fyrirtækjaeigandinn.

Mæli með að þú skoðir vefsíðuna Jafnvægi í lífi og starfi en þar ýmis fróðleikur sem þú hefðir gott af að lesa.

Með von um bjartari og streituminni tíma.

Bestu kveðjur,

Tinna Rut sálfræðingur

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tinnu Rut spurningu HÉR. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál