Lífið er ástarsaga

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

Linda Baldvinsdóttir lífsþjálfi og samskiptaráðgjafi hjá Manngildi skrifar um sálfsást og bendir á hvað fólk geti gert til þess að eiga betra líf.  

Ég held að við hugsum alltof lítið um það hversu mikil gjöf lífið sjálft er og ég held að við áttum okkur stundum ekki á því að við erum að skrifa okkar eigin ástarsögu dag hvern.

Þau innihaldsefni sem við þurfum ef við ætlum að hafa söguna okkar fallega og þess virði að hún sé lesin af okkur og öðrum eru all mörg og hér eru nokkur þeirra;

Sjálfsást: Þegar ég tala um sjálfsást þá er hún langt frá því að vera eigingirni eins og sumum finnst þetta orð þýða. Heilbrigð sjálfsást er hins vegar þannig að við hugsum um okkur og reynum að vera eins heilbrigð til anda sálar og líkama eins og hægt er.

Sjálfsástin speglast líka í hreinlæti, fæðuvali, umhugsun um útlit okkar og framkomu gagnvart náunga okkar. Sjálfsástin veit einnig að til að spegla hana þurfum við dass af sjálfsmildi og klappi á öxl þegar við höfum ekki náð að birta okkar bestu hugmynd um okkur sjálf.

Sjálfsástin er forsenda þess að geta elskað aðra, því að ef við getum ekki elskað okkur og það líf sem við lifum þá erum við ekki fær um að gefa heilbrigða ást til umhverfis okkar. Við getum ekki gefið það sem við eigum ekki heilt í brjósti okkar.

Sjálfsástin er samningur um heilbrigði og kærleika á milli þín og lífsins - þín eigin ástarsaga, þinn samningur við þig.

Virðing: Þegar við höfum gert okkur fulla grein fyrir því að lífið er gjöf sem ber að hámarka virðið á þá munum við bera annarskonar virðingu fyrir því. Virðingu sem fyllir brjóst okkar og við gerum okkur grein fyrir því að þetta örfína efni sem lífið er búið til úr þarf umhyggju og alúð. Það felur í sér að við látum ekki aðra koma illa fram við okkur og við gerum það heldur ekki sjálf. Við lifum í þakklæti og stöðugri umhyggju fyrir okkur, náttúrunni og lífinu í heild. Við samþykkjum og virðum okkur sama á hvaða stað við erum í lífinu og við fyrirgefum okkur sjálfum fyrir okkar mannlegheit og mistök.

Tryggð/ábyrgð: Við berum ábyrgðina sem felst í frelsinu og við sköpum okkur og líf okkar upp á nýtt hvern dag. Við berum ábyrgð á líðan okkar og þar með hugsunum okkar(innra sjálfstal)og tíðninni sem við gefum út í umhverfi okkar.

Við yfirgefum okkur ekki og flýjum í heim fíknar af einhverju tagi heldur erum til staðar í okkar eigin lífi og berum ábyrgð á tilfinningum okkar hverju sinni. Þannig sýnum við okkur sjálfum og lífinu tryggð okkar. Við berum samfélagslega ábyrgð gagnvart fjölskyldu okkar, náunga okkar ásamt jörðinni allri og umgöngumst allt með kærleikann að vopni.

Markasetning: Við setjum mörk fyrir líf okkar og framkomu þeirra sem við erum í umgengni við. Við leyfum ekki ofbeldi gagnvart okkur og við þurfum ekki að segja já þegar við meinum nei. Við setjum mörk gagnvart orðum og athöfnum sem ekki eru virðingaverð og eða falleg og við neitum að verða fórnarlömb, en förum þess í stað í sigurvegarann því það að setja okkur sjálfum og öðrum mörk sem vernda okkur gegn ofbeldi og niðurbroti á virði okkar. 

Við virðum draumasýnir okkar: Við virðum drauma okkar því að þeir segja til um það hvernig lífi við viljum lifa. Draumarnir geta einnig aðstoðað okkur við að ná þeim árangri sem við viljum sjá raunbirtast.

Allt sem þú hefur núna var einhverntímann draumur þinn með einhverjum hætti (líttu bara á líf þitt)hvort sem sá draumur hefur orðið þér til góðs eða ills og skapaðu nýtt ef þú ert ekki ánægður með árangurinn.

Við erum máttugir skaparar og orð okkar og draumsýnir eru töfrasprotarnir okkar ásamt framkvæmdinni og þeim skrefum sem taka þarf í áttina að því að sjá draumana rætast. „Just do it“ sagði Nike og ég endurtek það bara hér - „just do it“ og náðu í það líf sem þú raunverulega vilt lifa. 

Að standa með sér: Við skulum virða viðhorf okkar, gildi og skoðanir og láta engan gera lítið úr þeim því að saman mynda þessi atriði persónugerð okkar. Dettum þó ekki í þann pytt að halda að okkar skoðun sé sannleikurinn allur því að skoðun er einungis sprottin frá okkur sjálfum og því hvernig við sjáum og upplifum heiminn. Það að standa með sér þýðir að við látum ekki breyta okkur í þágu populisma né förum í meðvirkni með þeim sem vilja stjórna skoðunum okkar lífi og líðan. Stöndum með okkur alla leið ef hjarta okkar hefur talað okkar innsta sannleika.

(Sem þarf ekki að vera sannleikur annarra)

Að efla okkur til dáða og fræðslu: Við ættum að vera okkar tryggustu klappstýrur og hvetja okkur á stundum þar sem reynir á hugrekki okkar og seiglu. Þegar við stöndum upp sterkari eftir mistök og erfiðleika lífsins þá er það því að þakka að við höfum lært að elska okkur án sífelldra skilyrða fyrir þeirri ást. Það gerist ekki án meðvitundar og því að vaxa til þekkingar og kærleika ásamt því að það krefst ferðalags fiðrildisins út úr púpunni. Þegar við höfum komist til þekkingar á okkur þá kviknar oft aukinn áhugi okkar á því að fræðast um tilveruna í heild sinni og með því að fræðast opnast möguleiki okkar til skilnings á mismunandi menningu,skoðunum og lífsvegi manna og það getur leitt okkur til vegs friðar og umburðarlyndis, og það að mínu mati er sú leið sem okkur var ætlað að feta þar til að við höfum skapað himnaríki í okkur sjálfum og heiminum öllum.

Að lokum: Að vaxa upp til ástar á okkur, náttúrunni og lífinu myndar þannig grunn að því að við getum heilað heiminn fyrir komandi kynslóðir og það er heldur betur verðugt verkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál