Stílhreint 105 fm einbýli í Kópavogi

Húsið er skemmtilega hannað bæði að innan og utan!
Húsið er skemmtilega hannað bæði að innan og utan! Samsett mynd

Við Kópavogsbraut í Kópavogi er að finna afar stílhreint 105 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2022. Húsið er fallega hannað bæði að innan og utan og skemmtilega skipulagt. 

Stofa og eldhús eru samliggjandi í björtu rými á neðri hæð hússins. Í eldhúsinu má sjá stílhreina dökka innréttingu og ljósa eldhúseyju með góðu skápaplássi sem býr til hlýlega stemningu og skemmtilegan kontrast í rýminu.

Yfir eldhúseyjunni hangir Eiffel-ljósið frá Frama sem Krøyer Sætter Lassen hannaði árið 2019 með einfaldleika að leiðarljósi. Þá grípur glæsileg kaffivél einnig augað í eldhúsinu, en það er greinilegt að á heimilinu býr fólk sem kann að meta gott kaffi. 

Ljós eldhúseyja setur svip sinn á eldhúsið.
Ljós eldhúseyja setur svip sinn á eldhúsið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Gólfsíðir gluggar prýða rýmið og hleypa mikilli birtu inn.
Gólfsíðir gluggar prýða rýmið og hleypa mikilli birtu inn. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Hönnunarmunir sem standast tímans tönn

Í stofunni má sjá fleiri fallega og klassíska hönnunarmuni eins og N701 leðursófann sem  Jacques Deneef hannaði fyrir Ethnicraft, Y-stólinn sem Hans H. Wegner hannaði árið 1949 og J39-stólinn sem Børge Mogensen hannaði árið 1947.

Húsið státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, en frá stofunni á neðri hæð hússins er útgengt á sólpall og afgirta verönd. Frá hjónaherbergi á efri hæð hússins er svo útgengt á svalir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kópavogsbraut 59

Húsið er á tveimur hæðum með góðum afgirtum garði.
Húsið er á tveimur hæðum með góðum afgirtum garði. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Alls eru þrjú svefnherbergi í húsinu, þar af er rúmgott …
Alls eru þrjú svefnherbergi í húsinu, þar af er rúmgott hjónaherbergi með sér svölum. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda