Klæddist kjól móður sinnar 25 árum seinna

Carys Douglas er dóttir Catherine Zeta-Jones.
Carys Douglas er dóttir Catherine Zeta-Jones. Samsett mynd

Carys Douglas, dóttir Hollywood-hjónanna Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas, lítur alveg út eins og móðir sín, að minnsta kosti þegar hún er klædd eins og hún. Carys Douglas fagnaði 21 árs afmæli sínu á dögunum í kjól úr fataskáp móður sinnar. 

Zeta-Jones klæddist kjólnum upphaflega þegar hún mætti á MTV-verðlaunin árið 1999. Kjóllinn sem er frá Unargo er bleikur með blómasaumi. Minnti kjóllinn á undirkjól þegar Zeta-Jones klæddist honum á rauða dreglinum. 

Að undanförnu hafa föt í anda tíunda áratugarins verið í tísku svo kjóllinn sem Carys Douglas klæddist smellpassaði. Hann var einnig nógu einfaldur til þess að passa fyrir afmælisveislu en ekki er víst að Óskarsverðlaunakjólar eða aðrir galakjólar hefðu passað við tilefnið. 

Aðdáendur Zeta-Jones voru ekki lengi að taka við sér. Hafa þeir verið duglegir að birta samsettar myndir af mæðgunum á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér fyrir neðan. 

View this post on Instagram

A post shared by CZD (@carys.douglas)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál