Var að keyra heim frá Hornafirði þegar hann fór að hugsa um Línu Birgittu

Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, er búinn að vera í ástarsambandi með Línu Birgittu Sigurðardóttur í fimm ár. Í Dagmálum segir hann frá því hvernig vinátta þeirra hafi þróast út í ástarsamband sem hefur stækkað og dýpkað með tímanum.

„Hún var hjá einkaþjálfara en hún hafði lent í bílslysi fyrir einhverjum árum og var mjög slæm í skrokknum. Einkaþjálfarinn hennar sagði við hana að hún verði að fara til mín og hann kynnir okkur. Hún kemur til mín og er í meðhöndlun hjá mér í einhvern tíma,” segir hann.

Þau urðu miklir félagar og hann segist alls ekki hafa verið að spá í henni sem framtíðarmaka og þau hafi kynnst vel áður en samskiptin þróuðust út í rómantík.

„Lína er svo þægileg og ég upplifði að ég gæti alltaf verið ég sjálfur í samskiptum við hana. Ég get verið alveg slakur með henni. Hún er fyndin og skemmtileg. Það er svo mikil lífsgleði í henni. Svo var það ekki fyrr en ég var að keyra frá Hornafirði, var á leið í bæinn að ég fer að hugsa um hana á rómantískan hátt. Þá var ekki aftur snúið og ég varð að bjóða henni á stefnumót.“

Á þessum tímapunkti var Gummi búinn að vera fráskilinn í eitt og hálft ár en hann á þrjú börn með fyrr konunni sinni. Hann segist hafa orðið mjög lítill í sér þegar hann ákvað að bjóða Línu á deit.

„Litli feimni strákurinn utan af landi hafði ekki alltaf kjark í að gera eitthvað slíkt. Ég hugsaði, hvernig á ég að fara að þessu? Þegar maður fær þessa tilfinningu þá verður maður svo brjálæðislega spenntur að þá ég varð að senda henni skilaboð. Ég kom mjög seint heim og sendi henni skilaboð. Nema hún „seenar“ mig eins og maður segir.“

Sem er ekki gott?

„Ég var rosalega þreyttur og þurfti að fara að sofa. Hún „seenar“ mig og svarar mér ekki. Og ég hugsaði með mér að ég væri búinn að eyðileggja þetta. En svo fæ ég svar en hún þurfti að ráðfara sig við vin og í framhaldinu býð ég henni á stefnumót. En svo er þetta svo fyndið að hún kemur til mín á fimmtudagskvöldið og við vorum nánast saman upp á dag í ábyggilega tvö og hálft ár. Við fórum ekki í sundur eftir að við hittumst á stefnumóti í fyrsta skipti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál