Marta María Jónasdóttir

Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála á mbl.is hefur starfað hjá Árvakri frá apríl 2011. Hún hóf blaðamannaferil sinn árið 2001 hjá tímaritaútgáfunni Fróða, var blaðamaður á Fréttablaðinu 2004-2006, ritstjóri Veggfóðurs 2006, ritstjóri Sirkus og Föstudags 2007-2009. Áður en Marta María hóf störf á mbl.is var hún aðstoðarritstjóri Pressunnar.

Yfirlit greina

Sveinbjörg Birna selur húsið

15:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

í gær Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Linda Mjöll og Þórunn Antonía mættu

16.2. Kvikmyndin Fullir vasar var frumsýnd í gærkvöldi í Smárabíói en það sem vekur athygli er að fjórar Snapchat-stjörnur leika aðalhlutverkin í myndinni. Meira »

Friðrik og Vigdís selja Sólvallagötuna

15.2. Við Sólvallagötu hafa Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir búið sér fallegt heimili. Nú er íbúðin komin á sölu. Meira »

Heimilislíf: Ekki handlagin og breytir sjaldan

15.2. Leikkonan María Heba flutti í Hafnarfjörð fyrir níu árum og segist elska bæjarbraginn sem einkennir sveitarfélagið. Í bárujárnshúsinu með rauðu hurðinni gilda ákveðnar reglur en þær eru að fjölskyldumeðlimir séu glaðir og góðir. Meira »

Allt fljótandi í kampavíni og kokteilum

13.2. Það var blússandi carnival-stemning á Sushi Social á dögunum þar sem lifandi tónlist, eldur, dans, spádómar, galdrar og gleði voru í forgrunni. Auðvitað var allt fljótandi í kokteilum og kampavíni og komust færri að en vildu. Meira »

Óður til Báru bleiku

12.2. „Markmiðið er auðvitað að við skerum okkur úr frá öðrum verslunum. Ég tel það hafa verið mjög rétta ákvörðun og að búðin sé vel heppnuð og liturinn hressandi. Svo er þetta líka „hommage“ til Báru bleiku sem var áberandi í verslun í miðbæ Reykjavíkur á síðustu öld,“ segir Linda Björg Árnadóttir. Meira »

Ró og friður í Bólstaðarhlíð

10.2. Svört innrétting og hvítar franskar flísar prýða eldhúsið. Þótt svartir veggir séu málaðir hér og þar þá er ákveðin mýkt á heimilinu sem er heillandi. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

í gær Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Skemmtilegast að „Liffa og njóta“

17.2. „Peningarnir fóru að streyma inn þegar ég byrjaði í uppvaski á matsölustöðum um fermingu,“ segir Andrea og hlær. „Á unglingsárunum fór ég síðan að vinna í Sautján um helgar og á bar á nóttunni. Á sama tíma fékk ég undanþágu til að taka auka einingar í skólanum. Ég hef líka starfað víða erlendis sem hefur aukið menningalæsi og víðsýni.“ Meira »

Allt á útopnu í 30 ára afmæli Fjölnis

16.2. Það var glatt á hjalla í Egilshöll þegar íþróttafélagið Fjölnir fagnaði 30 ára afmæli. Á afmælinu var ný skrifstofu- og félagsaðstaða vígð og var það Dagur B. Eggertsson sem gerði það. Hann tók svo þátt í gleðinni og skemmti sér með félagsmönnum. Meira »

Ímynd „ofurkonunnar“ stórhættuleg

15.2. „Það má í rauninni segja að ég hafi slysast inn í dagskrágerð þegar Helgi Jóhannesson pródúsent bauð mér að koma í prufur fyrir unglingaþáttinn Ópið. Ég gleymi því seint þegar ég tók fyrsta prufu-viðtalið við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur fréttamann. Ég fékk starfið og unglingaþátturinn Ópið var í loftinu í eitt ár.“ Meira »

Tekur alltaf til áður en hún fer að sofa

14.2. Hafdís Rafnsdóttir eigandi Torgs fer ekki í háttinn fyrr en allt er orðin fínt á heimilinu. Hún fékk Rut Káradóttur til að hanna skrifstofu Torgs. Meira »

Geislandi glaðar og ferskar

13.2. Það varð ekki þverfótað fyrir fallegum og klárum konum þegar húðmeðferðarstöðin Húðin hélt opnunarhóf.   Meira »

Skipulagði afmælið áður en barnið fæddist

10.2. Hrönn Bjarnadóttir eignaðist dóttur fyrir rúmlega ári síðan eftir langt og strangt ferli. Hrönn var byrjuð að skipuleggja afmælið löngu áður en barnið fæddist. Meira »

Ofurkonur héldu partí í blómabúð

8.2. Það var stuð og stemning í Hlín Blómahúsi í Mosfellsbæ þegar kvenframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ buðu í teiti en prófkjörið fer fram laugardaginn 10. febrúar. Meira »