c

Pistlar:

4. febrúar 2018 kl. 20:17

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Dúndur eftirbruni

Margir eru mikið á ferð og flugi, vinna jafnvel óreglulega, ferðast mikið vegna vinnu eða bara sér til skemmtunar. Þrátt fyrir mikil ferðalög og óreglulega rútínu þá er afar mikilvægt að hugsa vel um heilsuna og finna sér stað og stund til þess að æfa. Það er ekki bara gott fyrir líkamlega heilsu heldur einnig andlega því manni líður svo ótrúlega vel eftir að hafa tekið smá æfingu. Æfingarnar þurfa ekki alltaf að vera mjög langar til þess að skila árangri, það er mikilvægt að hafa það í huga.

Í þessu myndbandi sýni ég þér nokkrar krefjandi æfingar sem þú gerir á þínum hraða í 20 sek, hvílir 10, átta umferðir og tekur svo góða hvíld áður en þú vinnur alveg eins með næstu æfingu. Þetta fyrirkomulag kallast Tabata og er þekkt fyrir að mynda mikinn eftirbruna og líka mikinn bruna á stuttum tíma og því frábært fyrirkomulag til þess að fá mikið út úr æfingunni á stuttum tíma.

Ég var að setja saman fullkomið æfingaplan fyrir þá sem eru mikið á ferð og flugi en það heitir, Fit á ferð og má sjá HÉR, það inniheldur fimm, tíu mínútna æfingamyndbönd þar sem hvert myndband er með sérstaka áherslu. Hægt er að gera bara eina staka æfingu þegar tíminn er knappur og svo er hægt að raða æfingunum saman að vild til að gera æfinguna lengri. Fullkominn ferðafélagi sem heldur þér vel við efnið æfingalega séð:)

Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira