Pistlar:

17. nóvember 2018 kl. 16:33

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Undraveröld kristalla

Flestum þykja kristallar ákaflega fagrir. Þótt ekki séu allir sammála um mátt þeirra. Þeir sem hafa rýnt í veröldina vita að við erum stjörnuryk innra sem ytra og að við gætum hreint ekki notað farsíma, hlustað á útvarp og magnað hljóð nema vegna kristalla. Um mátt stjörnuryksins (kristalla / orkusteina) vita auðvitað allir djúpvitrar listakonur og -menn. Á Woodstock sagði Joni Mitchell m.a. svo fallega “we are stardust, billon year old carbon, we are golden…” Fallegt.

Áhugi á kristöllum fer vaxandi. Á safríku námskeiði í Endurmenntun HÍ um undraveröld gimsteina segir í kynningu að verðmætamat steina sé annað en áður. Áður hafi það byggt á því hvort þeim fylgdi gæfa eða ógæfa og hvort þeir hefðu töfra eða lækningamátt. Í viðskiptum dagsins byggir verðmætamat á lit, fegurð og uppruna. Talað eru um að 3000 steindir séu til á jörðinni en frá 50 – 130 séu eðalsteinar eftir mismunandi skilgreiningum. Flest höfum við lært að þetta snýst að mestu leyti um hörku. Demantur eru með hörkuna 10 en kvars með 7. Smaragður dansar á línunni með hörkuna 7.5 til 8. Eðalsteinar hafa hörkuna 8-10.

kristallarNáttúran snjallasti skaparinn
En hvað sem því líður hafa margir eignast fallega eðalsteina og enn fleiri undursamlega kristalla, sem margir fá að halda sinni lögun og sýna að náttúran er líklega allra besti byggingameistarinn. Semsé sögulega eru kristallar með magnaðan mátt og farvegur áhugverðrar orku og hjálpa okkur að losa um neikvæða orku. Í mörgum tegundum heilsufræða eru kristallar jafn mikilvægir og jurtir og/eða hugleiðsla. Það er alltént nýuppgötvað af vísindamönnum að hugurinn hefur miklu meiri lækningamátt en áður var talið og hvað sem vísindin segja um mátt kristalla (kannski ekki komin þangað enn) fullyrðir stór hluti jarðarbúa að kristallar búi yfir töfrum. Hér er greint frá nokkrum sem eru vinsælir, fallegir og töfrandi. Þeir allra mögnuðustu, segja sumir. Annað er á tæru að við lifum sannarlega í steindri veröld og svo skemmtilega vill til að gömlu góðu nýaldarfræðingarnir hafa byggt brú yfir í nútímavísindin um mátt magra töfrandi steinda.

Vinsælustu kristallarnir
Nú kemur það sem sagt er um margra af vinsælustu kristöllum jarðarinnar: Fyrstu þrír, rósakvarz, ametýst og glær kvarz eru sagðir þeir allra mögnuðustu og vinsælir eftir því.

Rósakvars (Rose quartz) er kristall ástarinnar í öllum formum og myndum. Hann er hjartaopnandi og er því tengdur beint við hjartastöðina. Þessi kröftugi kristall er sagður veita okkur andlega heilun og minnir okkur á að öll erum við partur af sömu heild.

Ametýst (Amethyst) dregur nafn sitt frá þjóðsögu um guðinn Bakkus og er því oft tengdur við hóf á drykkju og öðrum slæmum siðum. Rómverjar og Grikkir til forna skreyttu m.a. bikara og önnur drykkjarföng með ametýst til að hafa betur hemil á drykkju sinni. Ametýst er mjög öflugur steinn sem tengist við þriðja augað, krúnustöðina og æðri orkustöðvar og á að gefa beina tengingu í hið andlega. Hann er því mjög góður fyrir bæði heilun og hreinsun. 

Glær kvars (Clear quartz) 
Án kvars væri heimurinn ekki sá sami. Kvars er notaður í ýmis raftæki eins og klukkur, síma, tölvur og hljóðnema til að leiða og magna bylgjur. Vegna þessara eiginleika sinna er hann oft kallaður höfðingi heilaranna (master healer) í kristallaheiminum. Glær kvars tengir við allar orkustöðvarnar og hjálpar til við að magna orku annara kristalla og steina í kringum sig. Hann er því tilvalinn til notkunar í kristallanet (grid).

Lemúríukvars (Lemurian)
Talið er að Lemúríukvars hafi verið skilin eftir fyrir okkur jarðarbúa í dag af íbúum týnda landsins Lemúríu. Lemúríukvars er sagður mikill heilari og á að hjálpa til við að draga fram upplýsingar sem hafa verið faldar eða sem við sjáum ekki með berum augum. Lemúríkvars á að hafa verið sendur til okkar til að heila okkur sjálf og heiminn. 

smaragðurSmaragður (Emerald) er stundum kallaður heilarasteinninn og dansar á mörkum þess að vera eðalsteinn. Hann er grænn að lit með dassi af svörtum og hvítum rákum. Áhrifamiklar manneskjur í veraldarsögunni hafa heillast á smarögðum, allt frá Salómon konungi og Kleópötru til Elísabetar Taylor sem skartaði þeim fagurlega og varð fræg fyrir. Smaragður er enn af hjartasteinunum sem er sagður svo öflugur að hann geti dregið að sér gæfu og velsæld en er um leið öflugur verndarsteinn. Hann er að vísu fágætari en hinir en fæst þó með blöndum, t..d í kristalsvantsflöskum.

Karnelían (Carnelian) er sannkölluð orkusprengja fyrir fyrstu þrjár orkustöðvarnar: rótarstöðina (grunnþarfir, jarðtengingu), hvatastöðina (frjósemi, sköpun og kynorka) og sólar plexusinn (viljastyrkur og kjarkur). 
Til forna var karnelían notaður til að veita fólki aukinn kjark í ádeilum og hjálpa því að tala á öruggann og yfirvegaðan hátt. 
Í dag er hann notaður til að gefa okkur spark í rassinn þegar kemur að því að klára verkefni, fara að hreyfa sig eða einfaldlega koma sér af stað. 
Þessi fallega glóandi steinn á að hjálpa til við að vekja upp kynorku en er líka tilvalin gjöf tengd frjósemi, t.d. fyrir þá sem standa í barneignum.

Blár Hávlít (Blue Howlite) 
Hávlít er róandi steinn sem hjálpar til með afslöppun og svefn. Hávlít er oft tekinn og litaður með litarefni í ýmsum litum eins og í þessu tilfelli. Það á þó ekki að draga úr virkni hans, því að litaður blár hávlít er talinn hjálpa til við að muna og ráða drauma. Þessi sæmir sér vel á náttborðinu.

Sódalít (Sodalite) fannst fyrst í Grænlandi árið 1811.
Hann á að hafa örvandi áhrif á hugann og stuðla að auknu innsæi, athygli og hjálpa til við að mynda skoðanir og greina hluti og getur hentað vel þeim sem hafa áhuga á heimspeki. Hann tengir bæði í tjáningarstöðina og þriðja augað (innsæið okkar). 

Bleikur Kalsít (Pink Calcite). Þessi fallega bleiki steinn býr yfir mjúkri orku sem tengir við hjartastöðina. Samúð er sterkt einkenni bleiks Kalsíts (Pink Calcite) og minnir hann okkur á sjálfsást, ást á öðrum lífverum og að öll erum við partur af einni heild.  Fullkominn steinn fyrir þá sem vinna í að opna hjartað og minnka spennu og kvíða. 

Pírít (Pyrite) fær nafn sitt úr grísku (pyr=eldur) en hefur í gegnum tíðina oft verið kallaður glópagull.  Þessi einstaki málmsteinn tengir við sólar plexus og er innspýting af orku þegar kemur að viljastyrk, sjálftrausti og innblæstri. 
Pírít er einnig tenging við gnægð og peninga og má vel nota pírít í þeim tilgangi að draga þessa hluti til sín. Stingdu honum t.d. í veskið eða í kristallanet (grid) heima fyrir.

Sítrín (Citrine) 
Nafnið Sítrín kemur frá franska orðinu citron (sítróna). Þessi guli orku- og gleðigjafi tengir beint við sólarplexus, orkustöð viljastyrkjar og stjálfstrausts. Hann örvar sköpun og ímyndunarafl og hjálpar þér að ná markmiðum þínum. Sítrín er fullkominn fyrir þá sem vinna í að auka sjálfstraust sitt og kjark og komast í betra andlegt jafnvægi. 

Malakít (Malachite) myndar skemmtilega tengingu bæði við hjartastöðina og sólar plexus, sem er óvenjuleg blanda. Hann er kröftugur steinn sem á að hjálpa til með sjálfsvirðingu, sjálfsvilja og að standa við skuldbindingar í formi góðvildar og fyrirgefningar. Malakít á að vera einn öflugasti steinninn í vernd gegn neikvæðri orku. Heimildir um notkun malakíts hafa fundist allt frá 3000 fyrir Krist í Egyptalandi, þar sem hann var m.a. mulinn niður í duft og notaður sem augnskuggi. Athugið þó að Malakít inniheldur kopar og er því ekki æskilegt að setja hann í vatn og drekka.

Reykkvars með Sítrín (Smoky Citrine)
Reykkvars og sítrín mynda heilandi blöndu með jarðtengingu reykkvarsins og krafti og orku sítrínsins. Reyksítrín er hjálplegur þegar kemur að birtingamyndum í veraldlegum skilningi. 

Andakvars með Límonít (Spirit quartz with Limonite)
Það er stundum talað um að kristalla- og steinategundir birtist okkur þegar við mest þurfum á þeim að halda. Það á vel við andakvars, sem komst fyrst í mannshendur árið 2001.  Andakvars (Spirit quartz) er ákaflega fallegur og öflugur steinn. Uppbygging hans er einn langur, oddhvass kristall sem er þakinn mörgum litlum kristöllum. Talið er að þessi uppbygging magni krafta hans og töfra.

Gulur Andakvars er í grunninn ametýst
sem litast hefur af náttúrunnar hendi með límonít. Hann er sagður orkusprengja fyrir sólar plexus og fullkominn fyrir þá sem vinna í sjálfstrausti og valdeflingu.  Nafnið andakvars kemur þó ekki frá andlegum tenginum heldur fær hann nafn sitt frá fjólubláum, afrískum rúðuhreinsi sem ber nafniðsSpirit, en hann er svipaður á litinn og fjólublár andakvars.  Andakvars er aðeins að finna í Suður-Afríku.

Hematít (Hematite)
Hematít er mjög öflugur steinn sem tengir við rótarstöðina. Hann virkar líkt og akkeri, dregur okkur aftur niður á jörðina þegar við erum orðin týnd í hugsunamynstri sem þjónar okkur ekki. Hann getur verið góður fyrir þá sem hugsa of mikið um fortíð eða framtíð. Í sumum aðstæðum er hematít of kröftugur í jarðtengingu, þá er gott að grípa í reykkvars eða svartan Túrmalín í hans stað.

Mandarínukvars (Tangerine quartz)
Mandarínukvars er glær kvars með þunnu lagi af hematít. Þessi fallegi kvars tengist hvatatsöðinni þar sem við vinnum m.a. með sköpun í öllum sínum myndum. Í hvatastöðinni má líka finna kynorkuna okkar og sköpun nýs lífs. Þessar fallegu mandrínukvars nálar eru fullkomnar í kristallanet (grid), sérstaklega tengt sköpunarkrafti og barneignum. 

Malacholla er blanda af chrysocolla og calachite.  Steinn sem stuðlar að jafnvægi. Crysocholla ber í sér kvenlæga orku og malachite karlæga. Þessar tvær tegundir orku mætast í þessum steini og mynda gott jafnvægi. 

Flúroít (Fluorite) er kristall sem á að skýra hugann og hreinsa til í höfðinu. Flúorít er t.d. góður á skrifborðið og hjá tölvum til að hjálpa til með Flúorít með ráðandi grænan gefur tengingu við hjartað en ráðandi fjólublár tengir við krúnustöð. 

Labradorít (Labradorite
) er töfrandi steinn sem í þjóðsögum Inúíta var talinn vera frosin norðurljós enda lýsandi blár og gulur. Labradorít er allur um jákvæðni, hann er talinn fæla burt neikvæða orku og er oft talinn einn sterkasti verndari steinaríkisins. Í þessum fallega bláa steini má finna glampandi bláa og gula fleti. Labradorít tengir við þriðja augað, innsæjið okkar og á að hjálpa okkur að auka meðvitund og nálgast hlutina með opnum hug.

Lapis Lazuli. Þessi fallega blái steinn á sér langa sögu alla leið aftur forn-egypta sem notuðu hann ekki aðeins sem skart heldur muldu hann líka niður sem meðal og augnfarða. Nafnið kemur frá forn Persíu (lazhuward) sem þýðir blár. Í gegnum tíðina hefur lapís verið tengdur konungdómi og er m.a. sarkófagi Tútankamóns fagurskreyttur með lapís.  Þessi konunglegi steinn tengir við tjáningarstöð og þriðja auga. Hann er eins konar gátt að sögum, fortíð og fyrri lífum og er fallegur steinn sem á skilnn hvers konar stall. Hann sæmir sér m.a. vel á altari.  Nafnið kemur frá Selene, gyðju tunglins.

Selenít (Selenite) er sannkallaður englakristalll sem tengir við þriðja augað, krúnustöð og efri orkustöðvarnar. Hann hjálpar okkur að tengja við hærra sjálf og andlega hjálpara og leiðsögumenn. Afar hreinsandi og verndandi kristall sem má jafnvel nota til að hreinsa aðra steina og kristalla.  Selenít er tilvalinn í hugleiðslu og til notkunar í verndandi kristallanet (grid) m.a. í glugga til að halda óþægilegri orku úti.

Tigers eye og red tigers eye hjálpa við að fá skýra sýn á hlutina, taka eftir smáatriðum og sjá réttu leiðina m.a. í ákvarðanatöku.  Tengir við sólarplexus og er oft tengdur við gnægð eins og Pírítinn.  Rautt tengir við lægri orkustöðvar, rótar- og hvatastöð. Á að vera örvandi og gefa innblástur og hvatningu. 

Mookaite Jaspís fylgir fyrstu þremur orkustöðvunum, orkuskot fyrir sálina. Jákvæð orka, viljastyrkur, tenging við tíðni Jarðarinnar.  Sjálfsstyrkur, sjálfsvilji, hægt að virkja sólarplexus með að pressa honum að orkustöðinni. Hann er karrigulur með smá vínrauðu í.

Svartur tourmalineSvartur Tourmaline er gjarnan sagður rokkstjarna kristalsheiminsins enda af fróðum talinn sérlega öflugur verndari gegn skaðlegum geislum farsíma- og tölvunotkunnar. En ekki síður gegn allri neikværðu orku og óvild. Stilltu honum upp við hlið tölvunnar, hafðu hann með farsímanum, saumaðu hann innan á klæði þín. Og hafðu einn í einu horninu á heimili þínu. Svartur tourmaline er sagður “möst have” í heimi kristallanna nú á tímum mikils áreitis og neikvæðrar orku.

Það er gaman að segja frá að kristallar eru til í öllum stærðum og gerðum og öllum verðflokkum. Óndanlegan fróðleik er að finna um kristalla á netinu. 

mynd
4. nóvember 2018 kl. 18:20

Kanónur, klæði, krem, kristallar, cacaó og einn karl!

Fimmtudaginn 8. nóvember klukkan fimm ætlar Systrasamlagið sannarlega að standa undir nafni þegar margar af helstu kanónum landsins koma saman og kynna undursamlegar vörur sínar, líf og list. Þær eru Sirrý Örvars, Sóley Elíasdóttir, Kamillia Ingibergsdóttir og Snorri Ásmundsson. Sirrý Örvars er einn af okkar allra fremstu textílhönnuðum. Þar sem hún býr í Belgíu og hefur ekið um sveitir Belgíu og meira
mynd
2. október 2018 kl. 20:38

Heimabrugg aldrei vinsælla

Kreppa eða ekki? Það breytir því ekki að heimabrugg hefur sjaldan verið vinsælla. Mikil kefírbruggunarbylgja er á Vesturlöndum enda nú vitað og þekkt að afurðir úr kefír eru iðandi af lífi og talað er um að þær séu miklu öflugri en allar meltingarpillur. Nýlega var greint frá því í fréttum að Bretar hefðu ekki undan að framleiða afurðir úr mjólkurkefír og sjaldan hefur sést eins mikið úrval meira
mynd
2. september 2018 kl. 17:35

Það eru allir að tala um ashwagandha!

Nú þegar degi er tekið að halla og hitastigið lækkar finnum við mörg hver fyrir óþægindum í skrokknum. Líkt og náttúran erum við manneskjurnar í öðrum takti á vetri og hausti en að vori og sumri. Við sveiflust eins og vindarnir, verðum stífari í skrokknum og orkuminni. Á meðan sumum finnst tíðin notaleg verða aðrir aðrir blúsaðri. Frá sjónarhorni Ayurveda lífsvísindanna á þetta sér ofureðlilegar meira
mynd
15. júlí 2018 kl. 20:17

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

Nú er HM lokið og þá er kominn tími til að huga að brjóstum kvenna. Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda. Vandað brjóstanudd hreinsar óhreinindi í gegnum sogæðakerfið, dregur úr vekjum og tilfinningaspennu og ýtir undir að lífsorkan flæði um líkamann. Og meira
mynd
1. júní 2018 kl. 15:32

Systur brugga og byggja og safna á Karolina Fund!

Hugmyndin sem við systur í Systrasamlaginu höfum gengið með lengi er að fá tækifæri til að þróa afar næringarríka drykki úr kraftmiklum íslenskum lækningajurtum fyrir alter egó Systrsamlagsins, Boðefnabarinn. Drykki úr bláberjum, fjallagrösum, krækiberjum, netlu, allskyns trjásveppum og mörgum öðrum spennandi jurtum sem við kjósum að kalla GRÆNA GULLIРog eru sannarlega vannýtt auðlind. meira
mynd
7. maí 2018 kl. 17:19

Heilsudrykkur ársins í Evrópu og Jesúvínin

Mögnuð vöruþróun er við það að blómstra í drykkjarveröldinni sem margir vilja meina að endi í byltingu. Því líkt og matur eru drykkir að verða miklu næringarríkari (og bragðbetri) en áður. Meðvitund fólks um innihald drykkja, ekki síður en hvað það borðar, er að vakna. Þó að þessi pistill snúi að hollari drykkjum er gott dæmi um þetta áfengið. Í samhengi þróunnar nýrra og betri drykkja verður meira
mynd
25. mars 2018 kl. 19:40

Andlitslyfting úr jurtaríkinu

Nú er tími ljómandi fallegrar húðar að renna upp. Sól hækkar á lofti og öll viljum við líta aðeins betur út. Vönduð krem virka oft vel en þó vita flestir að ljóminn þarf umfram allt að koma innan frá. Allt snýst þetta í raun og veru um góða næringu og lækningajurtir sem henta húðinni (en vissulega öðrum þræði hvernig okkur líður). Hér eru allra bestu meðulin úr jurtaríkinu sem bókstaflega lyfta meira
mynd
11. mars 2018 kl. 18:33

Bleikur latte, sem eykur hárvöxt og er sagður grennandi, slær í gegn

Hibiscus jurtin er ansi mögnuð og rannsóknir sýna að hún eykur hárvöxt, færir húðinni ljóma, dregur úr kólsteróli, er góð fyrir meltinguna og er meira að segja sögð “grennandi”. Hún einstaklega auðug af C-vítamíni og andoxunarefnum og ekki af ástæðulausu nefnd læknakólfur upp á íslensku. Jurtin er alveg ferlega bragðgóð í drykki ef hún er blönduð rétt. Ég veðja á að hibiscusdrykkir nái meira
mynd
5. mars 2018 kl. 11:21

Slökun í borg fer í hugleiðslu með Strætó

40 daga hugleiðslan sem nú stendur sem hæst undir merkjum Slökunar í borg fer á ferð og flug föstudaginn 9. mars í orðsins fyllstu merkingu þegar Thelma Björk jógakennari og Systrasamlagið taka Ásinn (leið 1) frá Hlemmi til Hafnarfjarðar og aftur til baka. Hugleiðsluferðalagið með Strætó hefst nánar tiltekið á Hlemmi kl. 14.12 og hefur viðkomu á strætóstoppistöðvum við Háskóla Íslands, í Kópavogi meira
mynd
18. febrúar 2018 kl. 20:18

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður bústar ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri. Þótt þessi brennandi heiti eplasíder sé vissulega nútímadrykkur byggir hann á aldagömlum hefðum og vísindum. Sterkur eplasíder er í raun tímalaus meira
mynd
4. febrúar 2018 kl. 14:07

Mögnuð mantra á álagstímum

Slökun í borg, fyrir alla, samstarfsverkefni Thelmu Bjarkar jógakennara og Systrasamlagsins tekur aftur flugið næsta föstudag 9. febrúar KL. 17.00 með 40 daga möntru/hugleiðslu. Líkt og með 40 daga hugleiðsluna sem ótrúlega margir héldu út á myrkustu mánuðum síðasta árs ætlum við að bjóða upp á fasta 11 mínútna möntrustund í Systrasamlaginu, Bergsson RE og í Seljahlíð. Samtals 4 x í viku. Einnig meira
mynd
16. desember 2017 kl. 14:10

Er kakó “víma” 21. aldarinnar?

– Katharine Hepburn á að hafa haft á orði um útlit sitt sem margir dáðust að: “Það sem þið sjáið, kæru vinir, er niðurstaða þess að hafa borðað súkkulaði alla ævi.” Um súkkulaði hefur stundum verið sagt að það sé næstum “djöfullega afrodisak”, uppfullt af alsælu og munúð. Við þekkjum öll orðatiltækið um að súkkulaði sé fæða guðanna sem þeir noti til að sáldra töfrum meira
mynd
13. nóvember 2017 kl. 19:49

Whole Foods spáir topp 10 heilsufæðutrendunum 2018

Óhætt er að fullyrða að Whole Foods hafi drottnað yfir heilsuvörmarkaðnum undanfarin ár. Vart eiga áhrifin eftir að dvína eftir aðkomu Amazon sem nýlega keypti keðjuna. Það er því ástæða til að staldra við þegar Whole Foods leggur línurnar fyrir heilsuvörumarkaðinn árið 2018. Það er alltaf gaman að koma við í Whole Foods, sérstaklega í stóru búðirnar og sækja þangað innblástur. Þeir eru með meira
mynd
26. október 2017 kl. 9:19

Haltu meltingunni mjúkri og rakri í skammdeginu!

Langar þig í feitan mat, olíu, smjör, súpur, kryddaða rétti, heitt te, kaffi með ghee-i, hafa sætan bita innan seilingar? Ertu ólm/ur í egg? Viltu liggja í heitu baði, fara í gufu, fljóta, hugleiða, fara í jóga og kanna innri heima. Láttu það eftir því líklega er tengd/ur náttúrunni og skammdegið er að læðast inn í líf þitt. Nú er tími umbreytinga. Það sést allt í kringum okkur. Tré og runnar hafa meira
mynd
11. október 2017 kl. 17:55

Hafragrauturinn sem fór á HM – uppskrift.

Það vakti ansi skemmtilegt umtal þegar ljóst varð að við systur værum á leið í HM í hafragrautsgerð í skosku hálöndunum. Þannig fréttum við m.a. af því að dag eftir dag hefði hafragrauturinn verið aðal umtalsefnið í heitum pottunum á Nesinu. Ekki við. Heldur sjálfur grautrinn. Það þótti okkur skemmtilegt. Því þetta snýst ekki um okkur. Heldur holla hafragrautinn og hvað fólk borðar á morganna. meira
mynd
18. september 2017 kl. 20:04

Lifi hafragrauturinn!

Líkt og þegar fitan hvarf svo gott sem úr mataræði okkar munaði mjóu að kornið hyrfi líka. Sem betur fer rataði sannleikurinn aftur til fólksins og kornið í hinum ýmsu myndum fær aftur að njóta sín á matardisknum. Vísindi nútímans hafa sannað að kornið er okkur lífsnauðsynlegt. Eitt af þeim allra mögnuðustu, sem næstum varð undir í kornfóbíunni, er hið kærkomna hafrakorn, sem er líklega einn meira
mynd
3. september 2017 kl. 22:43

Lífræn regnbogasilungsolía vekur athygli

Nú mega Íslendingar fara að vara sig. Lífræn regnbogasilungsolía er komin á markað og hefur vakið umtalsverða eftirtekt enda eina sinnar tegundar í heiminum. Þessi regnbogasilungsolía er sögð skandinavísk en það eru í raun og veru Danir sem eiga uppsprettuna í vatnasilungi sem kemur úr ósnortinni lífrænni ferksvatnsuppsprettu. Það er breska bætiefnafyrirtækið Virdian sem stendur að baki meira
mynd
24. ágúst 2017 kl. 20:37

Það er lógískt að borða jógískt

  Margar halda að það sé hundleiðinlegt að borða eins og jógi. Það er ekki rétt. Allmargir jógar eru grænmetisætur og þónokkrir vegan. En alls ekki allir. Ayurveda, systurvísindi jógafræðanna, dæma ekki fæðuna sem fólk borðar, þótt þau mæli vissulega með því að sem flestir borði fæðu sem gefur góða orku og nota má til uppbyggingar. En ekki fæðu sem skaðar og veldur orkuleysi. Ólíkt því sem meira
mynd
10. júní 2017 kl. 14:15

Vísindin veðja á engifer sem lausn við offitu

Flestir vita að engifer er frábær lækningajurt með mikla sögu. Fáa óraði fyrir að vísindi nútímans væru í þann mund að leysa úr læðingi sönnun þess að engifer er líklega besta lausnin gegn offitufaraldrinum og tengdum sjúkdómum sem nú geysa um allan heim. Vitað er fyrir að engifer er bólgueyðandi, verkjastillandi, góður fyrir meltinguna og hitagefandi. Ný samantekt vísindarannsókna sem birtist í meira
mynd
29. maí 2017 kl. 20:49

Ertu glútenlaus án þess að þurfa að vera það?

Godhuma er orð sem kemur fyrir í Sanskrít. Go þýðir skynfæri og dhuma merkir að fjarlægja þokuna/skýið frá vitunum. Hin dýpri merking þessa er á þá leið af ef við höldum skynfærum/meltingarfærum okkar ekki hreinum þá þrífumst við ekki. Dr. John Douillard sérfræðingur í Ayurveda, náttúrulæknir og höfundur einnar umtöluðustu heilsubókar samtímans, Eat Wheat, bendir á að í dag byggi margra billjóna meira
mynd
15. apríl 2017 kl. 22:19

Hipparnir sigurðu

Ég og systir mín skelltum báðar upp úr þegar bisnessmaður nokkur, nýfarinn að feta heilsustíginn, gerði sig breiðan og hóf að tala niður til “jógahippana”. Það skyldi nefnilega aldrei vanmeta jógahippana, hvað þá gömu hippanna sem hafa í raun sigrað. Horfum aðeins á heiminn sem við lifum og hrærumst í dag? Granola (fátt er hippalegra). Nú selja súpermarkaðir granola fyrir 2 meira
29. mars 2017 kl. 21:59

Er ljóminn að hverfa og svitinn orðinn þurr?

Aktívistinn og jógakennarinn Shiva Rea er mögnuð kona og eitt mest áberandi andlit jógaheimsins. Það lögðu því margir við hlustir þegar hún upplýsti að hún hefði nærri brennt upp lífsvökva sínum. Ástæðan? Hún gerði alltaf sömu jógaæfinganar án tillits til árstíða eða breytinga í lífi hennar. Þá kynntist hún Ayurveda sem umbylti sýn hennar á tilveruna og færði henni svitann, ljómann og lífsorkuna meira
mynd
20. febrúar 2017 kl. 18:43

Hvernig er best að losna við bólgur með túrmeriki

Í þúsundir ára (bókstaflega) hefur hin djúpgula og fallega túrmerikrót (Curcuma longa) verið dásömuð sem eitt virkasta ráð náttúrunnar við hinni hvimleiðu liðagigt og almennt bólgum í líkamanum. Í dag taka nútímavísindin undir það. Fólk dásamar túrmerik um allan heim. Upprisa þess er undaverð og líkt og ég greindi frá í skrifum mínum um heitustu heilsustrauma ársins 2017 eru margir að öðlast meira
mynd
29. janúar 2017 kl. 12:35

Bestu ráðin á tímum flensu og orkuleysis

Ertu með flensuna, kvef, síhnerrandi og alltaf að snýta þér? Er hálsbólgan að hrjá þig eða bara almennur slappleiki? Margir glíma um þessar mundir við einhverja útgáfu af slappleika. Í besta falli orkuleysi. Þá er gott að vita að jógafræðin búa yfir mögnuðum ráðum sem geta létt fólki lífið og flýtt upprisu. Margar aðferðanna hafa vísindin þegar bakkað upp. En á meðan hin virta læknavísindastofnun meira
mynd
10. janúar 2017 kl. 23:51

Heitustu heilsustraumarnir 2017

Oft er ráð að leyfa rykinu að setjast og vindum að feykja burt menguninni áður en rýnt er í kristalskúluna yfir heitustu heilsustrauma ársins. Þá verður allt skýrara. Það verður margt um að vera í ár. Miklar breytingar eru í vændum. Svo miklar raunar að sumir tala um “culinary shift”, eða byltingu í mataræði. Jafnframt er gert ráð fyrir að umhverfisvænn lífstíll verði aldrei meira
mynd
23. nóvember 2016 kl. 16:21

10 leiðir til að hygge sig að hætti Dana

  Danir eru sérfræðingar í að hafa það notalegt. Þeir nota orðin “hygge sig” nær daglega. Bara við það að segja orðin fer um þá sælustraumur. Ein vinsælasta bók Dana á þessu ári er The Little Book Of Hygge, The Danish Way To Live Well. Hún er metsölubók og komst nýverið á topp 10 metsölubókalista hins virta tímarits Time. Höfundur bókarinnar er Meik Wiking, yfirmaður meira
mynd
2. nóvember 2016 kl. 21:38

Brauðið fær uppreist æru!

Brauð hefur átt á brattann að sækja. Margir hafa viljað losna við glútenið og hátt innihald kolvetna hefur staðið í öðrum. Blessunarlega er nú brauðið að fá uppreist æru. Þar erum við ekki að tala um næringarlaus pappabrauð heldur brauð unnin úr alvöru hráefnum upp á gamla mátann. Vönduð súrdeigsbrauð sem eru fágæt hér á landi en finnast núorðið í sárafáum bakaríum. Nýjar vísindarannsóknir frá meira
mynd
19. október 2016 kl. 11:13

Heitt olíunudd framkallar gæsahúð og heldur húðinni ungri!

Við sem erum svo lánsöm að hafa komist í heitt olíunudd hjá sérhæfðum Ayurveda nuddara vitum fátt notalegra. Um okkur flest fer hreinlega gæsahúð við tilhugsunina. Að ekki sé minnst á okkur ofurheppnu sem höfum komist í svokallaða Shiodhara nuddmeðferð. Stundum kölluð meðferð fyrir þriða augað. Þegar volg olía er látin drippa taktfast á ennið. Það er ólýsanlega nærandi upplifun og meira
mynd
15. september 2016 kl. 8:49

Ævintýralegt lífshlaup fyrsta kvenleiðtoga jógaheimsins

Þótt nafn hennar hafi ekki farið hátt er Indra Devi talin einn áhrifamesti jógi hins vestræna heims. Einstök kona í hópi fjölmargra karlkyns jógaleiðtoga á síðustu öld. Devi er í dag gjarnan nefnd “Mataji” eða fyrsti kvenleiðtogi jógaheimsins. Hún var uppi þegar konur sem stunduðu jóga voru litnar hornauga og jafnvel ennþá gerðar brottrækar úr eigin samfélögum fyrir að iðka jóga (þá meira
mynd
18. ágúst 2016 kl. 21:33

Mjúka hliðin á hjartanu

Fáir eru sjálfsagt að velta því fyrir sér svona dagsdaglega að hjartað er umlukið poka. Sterkri og sveigjanlegri himnu sem kallast gollurhús. Þótt vestrænir læknar séu afar færir í hjartalækningum vilja austrænu fræðingarnir meina að pokinn utan um hjartað sé í of litlum metum. Gollurhúsið, sem er fíngert og viðkvæmt, hafi margvíslegu hlutverki að gegna. Ekki síður tilfinningalegu en líkamlegu og meira
mynd
13. júlí 2016 kl. 21:38

Hin súra gúrkutíð!

Flest höfum heyrt getið um gúrkutíð. Það er tíminn núna. Þegar lítið er í fréttum og viðskipti í lágmarki, að minnsta kosti fyrir opnum tjöldum. Allt snýst um sumarfrí og svalandi næringu. Líkt og hér á landi tala Danir um agurketid en færri vita að Danir sóttu heitið á þessu tímabili til Þjóðverja sem kalla það Sauergurkenzeit. Það er tíminn þegar gúrkurnar þroskast og eru lagðar í súr, sem er meira
mynd
3. júlí 2016 kl. 13:32

Blómstrandi karrí. Hinn nýi bixímatur!

Stundum var svokallaður bixímatur borðaður á mínu æskuheimili. Kjöt gærdagsins, með kartöflum og spældu eggi. Mér líkaði hann aldrei sérstaklega vel. Of mikið kjöt með eggjum. Alltof þungur matur að mínu mati. Svo komst ég að því síðar að ég vil hafa matinn minn léttan og bragðmikinn en í denn voru góð krydd ekki á hverju strái. Ég tók því fagnandi þegar ég sá loks bixímatinn í nýju ljósi. Nú eru meira
mynd
1. júlí 2016 kl. 13:47

Ilmkjarnaolíur sem ættu að prýða hvert heimili!

Það er margsannað, jafnvel vísindalega, að góðar ilmkjarnaolíur geta haft djúp áhrif á líðan okkur. Að mati margra sem hafa áhuga á heilsu og jóga ætti hvert einasta nútímaheimili að búa yfir nokkrum tegundum ilmkjarnaolía. Þær eru lavender, piparmintuolía, frankincense, júkalyptusolía, ylang ylang, vetiver, nerolí, sandalviður, sítrónuolía, citronelluolía og síðast en ekki síst tea tree-olía. meira
mynd
21. júní 2016 kl. 21:08

10 leiðir til að springa út í sumar

Hugmyndin um að manneskjan sé hluti af náttúrinni, ekki yfir hana hafin, vex og dafnar. Þetta er m.a. grunnur hugmyndfræði hinnar dásamlegu Dr. Jane Goodall sem bræddi hjörtu gesta í Háskólabíói dögunum. Og um þetta snúast hin 5000 ára indversku lífsvísindi, Ayurveda. Þar er að finna ráð við flestu; allt frá mataræði að ilmum og frá litum að skapgerðar eiginleikum sem hver hæfir sinni árstíð. meira
mynd
29. maí 2016 kl. 20:10

Hin kyngimagnaða Frankincense kjarnaolía

Vissir út að þefskyn okkar er beintengt ósjálfráða taugakerfinu, miðju tilfinninga okkar? Þegar þú finnur ilm af vandaðri ilmkjarnaolíu má segja að ilmurinn brjóti sér leið beint upp í heila. Hin skilningavitin 4; sjón, bragð, snerting og heyrn hafa líka fyrstu snertingu við heilastúku áður en þau hreyfa við öðru í líkama okkar. Og þar sem ósjálfráða taugakerfið er jafnframt beintengt þeim hluta meira
mynd
25. apríl 2016 kl. 20:48

Ofurskálin & morgundjammið

Superbowl? Já, en ekki sú sem þið kannski haldið. Heldur á acaiberja ofurskálin sviðið. Hvert sem litið er skarta stjörnurnar á himnum Hollywood sinni morgunverðar ofurskál. Leikkonan Gwyneth Paltrow gerir einni slíkri hátt undir í höfði í nýju bókinni sinni, It’s All Easy, sem kom út fyrir nokkrum dögum, Mæðgurnar gáfu nýlega uppskrift af einni sem er fallegri en flestar og meira
mynd
14. apríl 2016 kl. 14:35

Er andinn farinn langt fram úr efninu?

Þegar sól hækkar á lofti upplifa margir að andinn sé spriklandi fjörugur og farinn langt fram úr efninu. Eftir situr líkaminn þungur og silalegur. Samkvæmt kínversku alþýðulæknisfræðinni er vorið tími lifrarinnar. Stærsta kirtils líkamans. Ef lifrin er stífluð finna margir fyrir þrekleysi og staðnaðri lífsorku. Lifrin sér um að lífsorkan renni ljúflega í gegnum líkamann. Sagt er að hökt á meira
mynd
7. mars 2016 kl. 19:56

Jóga og heilinn. Stóru fréttirnar!

Yfir 90 % einstaklinga sem ákveða að stunda jóga fara af stað með þær væntingar að auka líkamlegan styrk og liðleika og líka til að draga úr streitu. Hið besta mál. Þeir sem fara hins vegar á bólakaf í jógaiðkun breyta nær allir afstöðu sinni.Í einni af þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið á jógaiðkendum hefur komið fram að 2/3 hlutar jóganema og 85% jógakennara breyta hugmyndum sínum meira
mynd
28. febrúar 2016 kl. 22:22

Gerðu þitt eigið ghee

Þeir sem hafa tileinkað sér vísdóm jógafræðanna vita að ghee er ómissandi hluti tilverunnar. Ekki bara fyrir líkamann heldur er ghee í bókstaflegri merkingu vitsmunalegt fóður. Ghee, sem er olían í smjörinu, er af mörgum talin tærasta og næringarríkasta fita sem til er. Ghee fer einstaklega vel með kókosolíu í heita og nærandi kaffidrykki. Líklega eru bestu fréttirnar þær að þeir sem kjósa ekki meira
mynd
28. janúar 2016 kl. 17:43

Stórneltan frá Kálfanesi á Ströndum er mögnuð lækningajurt

Eins og mörgum er kunnugt um býr Kálfanes á Ströndum yfir miklum töfrum, jafnvel göldrum, ef út í það er farið. Færri vita að þar vex mjög dýrmæt plöntutegund, svokölluð stórnetla sem lítur út eins og dökkur blettur í landslaginu. Ég kýs að kalla hana græna gullið af mörgum ástæðum en aðallega þó þeirri að oft er sagt um netluna að hún sé jurtin sem bæti næstum allt. Stórnetlunar á Kálfanesi meira
mynd
6. janúar 2016 kl. 15:08

10 heitustu heilsustraumar ársins 2016

Það hefur sjaldan verið áhugaverðara en nú að vera meðvitaður um strauma og stefnur í heilsumálum. Þar gerast hlutirnir. Okkur systrum, þ.e. mér og Jóhönnu, sem er hinn helmingur Systrasamlagsins, finnst fátt skemmtilegra en að rýna í heilsukristalskúluna og spá í árið og jafnvel árin framundan. Hér eru 10 heilsustraumar og -stefnur sem við teljum að muni ná flugi árið 2016. Góða skemmtun. 1. meira
mynd
16. desember 2015 kl. 16:23

Hátíðar biscottur. Alveg keppnis.

Nýlega helltist yfir mig löngun til að deila með ykkur uppáhalds biscottunum mínum. Biscottum sem eru alveg "keppnis”, eins og vinkona mín orðaði það. Við systur (í Systrasamlaginu) hófum að sjóða þessa uppskrift saman fyrir tveimur árum í litlu búðinni okkar á Nesinu. Síðan þá eru þær ómissandi á aðventunni. En ef maður bakar biscotturnar of snemma er hætt við að aðrar meira
mynd
30. nóvember 2015 kl. 22:32

Stórmerkar flotrannsóknir vekja vonir

Fáir efast um að Bandaríki Norður-Ameríku eru mekka jógaiðkunnar í heiminum í dag. Þar er gerjunin þótt uppsprettan sé sannarlega úr austrinu. Það sem nú vekur áhuga vísindamanna eru miklar framfarir á líkamlegri og andlegri heilsu uppgjafahermanna sem stunda jóga og hugleiðslu. Þá gefa yfirstandandi rannsóknir á floti sterkar vísbendingar um að það geti unnið á áfallastreituröskun. Það var hið meira
mynd
28. október 2015 kl. 21:39

Mesta fjörið er á boðefnabarnum!

Við eigum máske ekki peningatré en það má sannarlega segja að innra með okkur vaxi hamingjutré. Dópamín, serótónín, oxytocin og endorfín skipa þann dásamlega kvartett sem heldur okkur réttu megin í lífinu. Margt getur haft áhrif á virkni þessarra boðefna. Líka við sjálf. Fremur en að vera í farþegasætinu, eru til margar leiðir til að setjast í bílstjórasætið og leysa þau úr læðingi. Það hefur meira
mynd
4. október 2015 kl. 18:18

OM gegn ennis- og kinnholusýkingum

Hið forna hljóð OM, upphafshljóð allra hljóða og æðsta mantra jóganna er sannarlega mögnuð. Hún róar hugann og færir okkur inn í núið en hefur líka aðrar mjög áhugaverðar hliðar sem vísindamenn við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi komust að fyrir nokkru. Þeir sem söngla OM reglulega halda nefnilega ennis- og kinnholunum hreinum, segja vísindamennirnir. Gott að vita í miðri kvefpestatíð.Það er meira
mynd
18. september 2015 kl. 16:22

Önnur sýn á sætu!

Sykurlaus September. Sannarlega verðugt viðfangsefni. En það eru líka fleiri hliðar á því sæta og margar mjög áhugaverðar. Vissuð þið að þegar formæður okkar og -feður fundu sæta bragðið af matnum voru þau öruggari um að hann væri ekki eitraður eða skemmdur? Náttúrulegur sætur matur er okkur jafn nauðsynlegur og önnur bragðgæði lífsins. Og almennt talinn sá allra næringarríkasti. Í Ayurveda meira
mynd
31. ágúst 2015 kl. 14:29

Þarftu sterkar verkjatöflur? Hvernig væri að prófa hugleiðslupúðann?

Verkur í hálsi, vöðvabólga og spennuhausverkur eru afar algeng vandmál, sérstaklega meðal okkar stressuðu Vesturlandabúa. Nú merkja nokkrir sérfræðingar í heilbrigðisvísindum að í hugleiðslu sé líklega að finna lausn á vandanum. Flestir hafa einhvern tímann glímt við vöðvabólgu og stífni í hálsi, spennu, hausverk og verki sem erfitt getur reynst að losna undan. Stundum eru verkirnir viðvarandi en meira
mynd
23. júlí 2015 kl. 13:59

Mikilvægi hins logandi meltingarelds

Fátt hefur verið meira í umræðunni í heilsugeiranum þetta sumarið en meltingin. Ástæðuna má sjálfsagt rekja til margs en þó aðallega tímamótaviðtals Rásar 2 við Sigurjón Vilbergsson meltingalækni og umkvörtunnar æ fleiri sem kjósa heildræna nálgun gegn lélegri meltingu. Í þessu ljósi er áhugavert að horfa á meltinguna með augum elstu heilbrigðisvísinda veraldar, Ayurveda, eða indversku meira
mynd
9. júní 2015 kl. 9:59

Týndi hlekkurinn fundinn!

Hver stórfréttin í læknavísindum rak aðra í síðustu viku. Um tvær framúrskarandi uppgötvanir var upplýst á þessu sviði. Annars vegar var frétt um þróun byltingarkenndrar krabbameinsmeðferðar, svokallaða ónæmismeðferð sem hjálpar líkamanum að ráðast á eigin æxli. Sú meðferð mun vonandi bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni. Frá henni var m.a. greint í sjónvarpsfréttum RÚV sl. meira
mynd
17. maí 2015 kl. 14:43

Hugleiðsla frá A-Ö

Nú þegar fjölmargar vísindalegar rannsóknir styðja að hugleiðsla getur auðveldlega dregið úr daglegri streitu, fært okkur innri frið og bætt líkamlega og andlega líðan okkar, er ekki svo galið að skoða nánar hver áhrifin geta verið og nefna dæmi um hvernig hægt er að hugleiða með lítilli fyrirhöfn, líka þegar við þurfum mest á því að halda. Hugleiðsla er til í ýmsum myndum og á rætur í flestum meira
mynd
12. apríl 2015 kl. 19:44

Víðtæk vorhreinsun

  Í Ayurveda er vorið tími endurnýjunnar. Alveg hárrétti tíminn til hreinsa líkama og sál og byggja sig upp eftir veturinn. Þetta er hefð í mörgum menningarsamfélögum. Þótt indversku lífsvísindin mæli með sítrónu í volgu vatni, notkun á tungusköfu og nefpotti og heilbrigðri andlegri og líkamlegri næringu frá degi til dags - árið um kring - leggja fræðin sérstaka áherslu á að farið sé meira
mynd
22. mars 2015 kl. 19:46

Ertu vata, pitta eða kafa?

Fyrir fáeinum dögum komst það í heimsfréttirnar að forsætisráðherra Indlands hefði stofnað ráðuneyti sem hann tileinkar jóga og hinni fornu Ayurvedísku lækningahefð. Það má því með sanni segja að Indverjar séu fyrstir til að stofna “óhefðbundið” heilbrigðisráðuneyti. Með því vill leiðtoginn styrkja þessi 5000 ára gömlu reynsluvísindi sem njóta vaxandi vinsælda og eru ennþá stunduð um meira
mynd
8. mars 2015 kl. 19:35

Bragðflokkarnir sex og ójafnvægið

Eftir því sem jóga vex ásmegin meðal almennings og vísindamanna fjölgar þeim sem hafa áhuga á systurvísindum jógafræðanna, Ayurveda, sem ýmist eru kölluð vísindi lífsins eða indversku lífsvísindin. Í þeim fræðum, sem að nokkru hafa verið vísindalega rannsökuð, einkum það sem snýr að lækningajurtum, er að finna heilstætt kerfi og hafsjó upplýsinga um nánast allt á milli himins og jarðar. M.a. um meira
mynd
19. febrúar 2015 kl. 16:01

Vísindin á bak við jógað

Við sem ástundum jóga vitum öll að það gerir líkama og huga gott eitt. Engin hefur þó fram að þessu getað sett fingurinn nákvæmlega á hvers vegna. Og þaðan af síður af hverju jóga dregur úr þunglyndi, depurð, ótta, sykursýki, verkjum og jafnvel flogaveiki og áfallastreitu. Fyrir röskum tveimur árum lagði hópur vísindamanna við Boston University School of Medicine mikið á sig við rannsókn málsins meira
Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, hugleiðslu, flot og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira