c

Pistlar:

4. febrúar 2018 kl. 14:07

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Mögnuð mantra á álagstímum

Slökun í borg, fyrir alla, samstarfsverkefni Thelmu Bjarkar jógakennara og Systrasamlagsins tekur aftur flugið næsta föstudag 9. febrúar KL. 17.00 með 40 daga möntru/hugleiðslu. Líkt og með 40 daga hugleiðsluna sem ótrúlega margir héldu út á myrkustu mánuðum síðasta árs ætlum við að bjóða upp á fasta 11 mínútna möntrustund í Systrasamlaginu, Bergsson RE og í Seljahlíð. Samtals 4 x í viku. Einnig Pop up hugleiðslu viðburði hér og þar um borgina sem kynntir verða síðar.

SAMSTILLIR VINSTRA OG HÆGRA HEILAHVEL
27657569_10213061994638898_7874019883276347513_nHugleiðslan eða mantran sem nú verður kyrjuð er afar öflug og sú sem mest hefur verið rannsökuð á Vesturlöndum. Hún er þekkt undir heitinu Kirtan krya og er mikilvæg hinu kvenlega sem býr innra með okkur öllum. Í jógavísindunum kemur fram að Kirtan krya hjálpar við að heila gömul áföll, örvar heilaköngul og samstillir vinstra og hægra heilahvel. Hún á því sjaldan betur við en nú. Niðurstöður vísindarannsóknar á iðkun á Kirtan kriyu í 8 vikur leiddi í ljós aukna virkni á lykilsvæðum fyrir minni í heila fólks með skert minni og aukna almenna orku þátttakenda. Fólk var auk þess léttara í skapi og fann minna fyrir þunglyndi og þreytu. (Journal of Alzheimer’s Magazine/2010)

Rannsókninni var stýrt af Dr. Dharma Singh Khalsa yfirmanni og stórnanda rannsóknar- og forvarnarstofnunnarinnar fyrir Alzheimer í Tucson, Arizona en hann er jafnfram höfundur magnaðrar bókar sem nefnist “Meditation as Medicine”.

Kirtan krya byggir á fimm hljóðum; Saa Taa Naa Maa sem skapa einstakan víbring. Sérstakar handahreyfingar fylgja möntrunni.
Merking orðanna/hjóðanna er eftirfarandi:

Saa: Óendanleiki.

Taa: Tilvist.

Naa: Umbreyting.

Maa: Endurnýjun.

MÖNTRUR
Möntrur sem notaðar eru koma jafnan úr helgu indversku mállýskunum sanskrít eða gurmukhi. Yogi Bhajan, sem kom með kundalini til Vesturlanda árið 1969 og varð mjög vinsæll jógakennari og er einn af stóru leiðtogum jógaheimsins, útskýrði að heimurinn væri skapaður úr hljóði og að hljóðið myndi verða okkar helsti kennari í framtíðinni. Þegar við endurtökum möntru þá komumst við í vitundarástand þar sem við getum upplifað merkingu möntrunnar. Möntrur sem þessar eru einnig notaðar til að dýpka einstakar jógaæfingar og hugleiðslu.

40 DAGA HUGLEIÐSLAN
40 daga hugleiðslan stendur semsé frá 9. febrúar - 20. mars. Hún hefst nánar tiltekið 9.febrúar kl. 17.00 í Systrasamlaginu og allir sem vilja eru velkomnir.
Til stuðnings verður boðið upp á 11. mínútna hugleiðslu þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9.30 í Systrasamlaginu Óðinsgötu 1, á miðvikudögum kl. 9.30 á Bergsson RE, Grandagarði 16, og alla mánudaga kl. 9.30 í Seljahlíð, heimili aldraðra Hjallaseli 55.


Hér er fyrirtaks myndband sem má hafa til stuðnings fyrir þá sem vilja fylgja möntrunni eftir frá degi til dags, eða á milli þess sem sækja möntrustundir. Fyrst er Kirtan krya kyrjuð upphátt, svo er hvíslað, um miðbik möntrunnar er sönglað í hljóði, þá er aftur hvíslað og að lokum er mantran kyrjuð upphátt, eins og í upphafi. Skoðið sérstaklega handahreyfingarnar. 

ÁHRIF HUGLEIÐSLU EFTIR LENGD:
Jógavísindin hafa skoðað áhrif hugleiðslu í þúsundir ára. Að miklu leyti eru þau vestrænu farin að sjá það sama og jógarnir.

Það er um að gera að prófa mismunandi lengd af heilunarhugleiðslunni. Hér eru áhrif hugleiðslunnar á líkama eftir lengd:

3 mín hugleiðsla hefur áhrif á rafsegulsviðið, blóðrásina og stöðugleika blóðsins.

11 mín hugleiðsla hefur áhrif á taugarnar og innkirtlakerfið.

31 mín hugleiðsla virkir innkirtlakerfið, öndunina og einbeitingu sem hafa áhrif á frumur og takt líkamans.

62 mín hugleiðsla breytir gráa svæði heilans. Undirvitundunni.

Fylgjast má með með Pop upp hugleiðslu viðburðum á www.systrasamlagid.is og www.andadu.com en þess má geta að verkefnið, sem er styrkt af Reykjavíkurborg, mun standa fram í lok ágúst.

HEIMILDIR:
Heimildir um rannsóknir á Kirtan kryu-nni er m.a. að finna í Psychology today. Þar erum líka margar aðrar gagnlegar upplýsingar:https:
www.psychologytoday.com/blog/prime-your-gray-cells/201606/yoga-and-kirtan-kriya-meditation-bolster-brain-functioning

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, hugleiðslu, flot og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira