c

Pistlar:

22. nóvember 2023 kl. 16:16

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Tími tómarúmsins kallar næringu og nokkur ævintýri

Lengsta tíð ársins ársins stendur nú sem hæst. Þetta er tíð tómarúmsins sem mun að líkindum standa yfir hér á landi fram á vor með ýmsum tilbrigðum. Einkenni þessa tímabils eru kuldi, þurrkur, léttleiki, tærleiki, hreyfing, mikið loft en líka hið dularfulla og ævintýralega tómarúm.

Frábær tíð. Svo lengi sem við höldum jafnvægi megum við eiga von á heilbrigðu, skapandi og frjósömu tímabili. Ef, hins vegar frumkraftar þessa tímabils safnast um of í líkama og huga okkar getur ójafnvægið komið fram með líkamlegum eða tilfinningalegum óþægindum. Má þar nefna svefnleysi, þurr húð, liðagigt, hægðatregða, hár blóðþrýstingur og kvíða og þunglyndi.

tómarúmÞessi tíð nefnist vata tími eftir elstu heilsuuvísindum heims, ayurveda og tekur mið af náttúrkröftunum sem nú ríkja.

Það er til mikils að vinna að reyna að halda sér í góðu jafnvægi fram á vor og fylla og næra tómarúmið.

Engir 2 eru eins (Hver ert þú? Taktu prófið). Þeir sem eru viðkvæmar fyrir vata tíðinni eru jafnan sterkar vatatýpur sjálfar. Í þeim er mikið loft og eter/rými en minni jörð og vatn. Svo eru þeir sem eru af allt annarri grunngerð en kunna að vera í ójafnvægi. Því þurfum við ansi mörg að vera vakandi fyrir náttúrukröftunum sem nú eru undir og yfir og allt um kring og í okkur líka.

Hér eru nokkrar hagnýtar hugmyndir um jarðtengingu á þessu síkvika dularfulla og kalda tómarúms tímabili á norðurhveli jarðar. Eitt öflugasta meðalið er matur en miklu meira kemur til.

MATUR:

Borðaðu heitan ferskan og vel eldaðan mat. Forðastu þurran eða ósoðinn mat (sérstaklega salöt og mikið hrátt grænmeti). Segir sig sjálft.

Drekktu mikið af heitum vökva. Heitt vatn og jurtate halda líkamanum rökum. Þú getur útbúið ferskt engifer te með því að setja teskeið af fersku rifnu engifer í hálfan lítra hitabrúsa og fylla hana með heitu vatni.

Borðaðu meira af sætu, sýrðu og söltu og minna af beisku, herpandi og sterku.
Ghee / olíur, avókadó, bananar, mangó, ferskjur, sítrónur, grasker, gulrætur, rófur, aspas, kínóa, hrísgrjón, mung baunir, möndlur og sesamfræ eru nokkur dæmi framúrskarandi vata róandi matvæli. Kryddin sem fara best í maga á þessum tíma árs og losa um tómarúmið / loftið í meltingunni eru kanill, kúmín, engifer, kóríander, fennel, negull, salt, sinnepsfræ, svartur pipar, kardimommur og basil.

Ekki hafa áhyggjur ef matarlystin virðist sterkari en venjulega. Aftur, tómarúm, líka í okkur, er náttúruleg tilhneiging á veturna. Á sama tíma og það er mikilvægt að borða fylli sína á veturna er líka betra að losna við mikla svengd. Hún getur orðið ærandi. En auðvitað, ekki borða alltof mikið. Jafnvægið er málið.

MJÚK EFNI OG NUDD

Fatnaður úr mjúkum efnum í jarðlitum og jafnvel í mildum pastellitum róa vata orkuna. Róandi litir róa orkuna. Haldið ykkur heitum hvort sem er heima eða á vinnustaðnum og klæðið ykkur vel. Forðist dragsúg og gott er að verja eyru og háls sérstaklega vel.

Til að halda ykkur heitum er auðvitað frábært að hreyfa sig en líka gefa sér fluelsmjúkt líkamsnudd flesta morgna upp úr heitri og lífrænni olíu. Það eru bæði gömul vísindi og ný.
Abhyanga sjálfsnudd er magnað tæki til halda sér heilbrigðum. Nuddaðu líka höfuð og fætur.

SVEFN OG FRIÐSÆLD

Það er mikilvægt fyrir vatatýpur að hafa í huga að þetta er fólkið sem kann sér ekki hóf og gengur á gjarnan á sig líkamlega og andlega. Þess vegna þarf að gæta sérlega vel að svefninum. Þetta er líka fólkið sem ætti að hafa hugleiðslu hluta af lífi síni. Fyrir ofvirkan vata huga er hugleiðsla ein besta leiðin til að finna ró og kyrrð og komast í snertingu við ævintýrin. Þær áhugaverðu fréttir bárust nýlega að 22% landsmanna hafa nú þegar hugleiðslu í lífi sínu. Það eru í raun stór tíðindi, ef til vill menningarbylting? Þetta kom fram í þætti RÚV, Svona erum við, 16. nóvember sl.

Lestu meira, róaðu þig. Búðu til afslappandi svefnrútínu. Vertu í nærandi félagsskap. Aðventan er framundan og því tækifærin til að hitta fólk ærin. Góð hvíld á móti er nauðsynleg til jafnvægis.

STEINEFNI, OLÍUR og auðvitað D-vítamín

Bættu vítamínum við daglega rútínu; omega 3 ríkum olíum, d-vítamíni, steinefnum og b12. Það getur hjálpað þér að takast á við líkamlegan og andlegan pirring. B12 vítamín á skilið alveg sérstaka athygli. Það er af mörgum talinn hinn faldi vítamínskortur sem getur valdið mikilli þreytu og ekki síst bólgum í líkamanum. Sjá hér.

Talandi um að halda kroppnum heitum. Járn er aldrei mikilvægara en yfir vetrarmánuðina. Það gefur nefnilega hita. Þó ekki taka inn járn nema að þú þurfir þess. Láttu mæla þig. Ákkúrat vegna þessa er neysla á kjöti meiri yfir vetrarmánuðina (jarðtengjandi og járnríkt) en aðra mánuði ársins. Ef þú ert með kaldar hendur og fætur gæti líka verið gott að skoða sink og magnesíum. Sink styður við ónæmiskerfið og styrkir húð, hár og neglur líka. Sink þarf að taka inn reglulega því líkaminn safnar því ekki upp.

Svo er það hið margumtalaða magnesíum sem er að finna í frumum, vöðvum, beinum, vefjum og fleiru. Magnesíum er okkur lífsnauðsynlegt og styður við hundruð efnahvarfa í líkamanum. Magnesíum hefur verið tengt svo mörgu m.a. lægri blóðsykri, bættri hjartaheilsu (hjartað er viðkvæmara á veturna) og betri frammistöðu í líkamsrækt. Jafnvel þó að það sé mikið af magnesíumríkum matvælum í boði í dag er alls ekki víst að þú fáir nóg.

Máske er tómarúmið ekki svo dularfullt. Það þarf bara nærandi fyllingu og nokkur ævintýri.

 

 

 

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira