c

Pistlar:

16. júlí 2023 kl. 16:43

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Vítamín og bætiefni sem gera sumarið svo miklu betra!

Við tengjum sumrið almennt ekki við veikindi og annasöm dagskrá kann að koma í veg fyrir að þú munir eftir að taka vítamínin þín í sumar. Hafðu samt nokkur vítamín og bætiefni í huga sem í raun geta gert sumarið svo miklu betra og skemmtilegra.

Verjum húðina innan fráSUMAR
Það er frábært að verja húðina innan frá og getað aukið úthaldið um leið. Hið víðfræga astaxanthin er það sem stendur upp úr. Ekki er verra ef blandan sem þú kýst inniheldur líka SOD (Superoxide Dismutase) sem er að finna í hverri einustu frumu líkamans. SOD ver húðina fyrir oxunarálagi og er talið koma í veg fyrir skemmdir á vefjum.

Hylauronic sýra
Hylauronic sýra er að finna í miklu magni í líkamanum þegar við erum ung en minnkar með árunum. Hylaurornic er þessi náttúrulega fjölsykra sem bindur raka kröfuglega í húðinni, en hefur líka góð áhrif á liði og augu. Hiti og þurrkur gengur gjarnan nærri okkar náttúrulegu hylauronic sýru. Það er því gott ráð að taka hana inn og bera hana á sig, ekki síst á sumrin.

Kröftugir góðgerlar skipta höfuðmáli
Ekki klikka á góðum meltingargerlum sem skipta miklu máli á sumrin þegar við erum að flandrast á milli staða, hitta allskonar fólk og þegar við erum að borða mat í ólíkum löndum með ólíkri flóru. Taktu inn daglega viðhaldsgerla en til að forðast sýkingar og eiga frábært ferðasumar mælum við með dúndur gerlinum Saccharomyces Boulardii.

Súper steinefni
Haltu vökva líkamans og vöðvum í toppstandi og hraðaðu endurheimt. Góðar (electrolyte) steinefnablöndur innihalda gjarnan nauðsynleg sölt eins natríum, magnesíum, kalíum og klóríð sem eru frábært rafvökva-eldsneyti fyrir líkamann.

Mjólkurþistill með öflugu sylimarin innihaldi
Mjólkurþistill er sannarlega fyrir þá sem leggja mikið lifrina í mat og drykk yfir sumartímann. Enda ber mjólkurþistill höfuð og herðar yfir aðrar lifrajurtir. Hann er bæði hreinsar og verndar og er besta fáaanlega næringin fyrir lifur. Vert er að minna á að mjólkurþistill er ein af fáum jurtum sem á sér ekkert jafngildi úr heimi hefðbundinna lyfja. Virku efnin í mjólkurþistli eru 4 og þekkt undir samheitinu silymarin og virka einnig á fjóra mismunandi vegu. Þau eur andoxandi, gera frumuhimnu og gegndræpi lifrarfruma stöðugri, hraða nýmyndun lifrarfruma og hægja á myndun kollagenþráða sem myndast við skorpulifur. 

Gættu líka að….
C-vítamíni sem getur verið gagnlegt við að koma í veg fyrir og meðhöndla sólbruna. Það getur einnig stutt ónæmiskerfið og hjálpað til við histamínviðbrögð við árstíðabundnu ofnæmi. Við eyðum meiri tíma utandyra. C-vítamín getur hjálpað til við að berjast gegn sindurefnum og aðstoða við að forðast sumarkvef sem gæti hægja á þér frá því að njóta allrar þessara skemmtilegu útivistar.

D-vítamíni. Þú gætir haldið að vegna þess að þú eyðir meiri tíma í sólinni þurfir þú ekki að taka D-vítamín á sumrin. Ef þú ert að nota sólarvörn (og þú ættir að gera það ) ertu ekki aðeins að koma í veg fyrir sólbruna, heldur einnig sumpart geislana sem skila D-vítamíni til líkamans. Ein rannsókn sýndi að skortur á D-vítamíni var jafn mikill á sumrin og á veturna. Kalsíumupptaka eykst einnig með D-vítamínuppbót, þannig að ef þú tekur kalsíum allt árið um kring, viltu ekki hætta að taka D-vítamín á sumrin.

Gleðilega sumarest!

 



Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira