c

Pistlar:

2. október 2018 kl. 20:38

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Heimabrugg aldrei vinsælla

Kreppa eða ekki? Það breytir því ekki að heimabrugg hefur sjaldan verið vinsælla. Mikil kefírbruggunarbylgja er á Vesturlöndum enda nú vitað og þekkt að afurðir úr kefír eru iðandi af lífi og talað er um að þær séu miklu öflugri en allar meltingarpillur. Nýlega var greint frá því í fréttum að Bretar hefðu ekki undan að framleiða afurðir úr mjólkurkefír og sjaldan hefur sést eins mikið úrval drykkja úr vatnskefír í hillum verslanna, altsvo í erlendum verslunum. Þá ferðast kefírgrjón til bruggunnar manna í millum sem aldrei fyrr. Í ljósi alls þessa er gaman að segja frá því að nafnið kefír er dregið af tyrkneska orðinu keif, sem þýðir góð tilfinning.

Kákasusgerillinn
kefír allskonarÞið kannist sjálfsagt mörg við mjólkurkefír, sem á rætur í Kákasus fjöllunum. Rannsónir hafa sýnt að mjólkurkefír inniheldur 30 stofna af góðgerla en litla systir hans, vatnskefír um það bil helmingi færri. Þó gerir það vatnskefír að einum vinalegasta, frísklegasta og jafnvel bragðbesta meltingardrykk sem hægt er að brugga. Í ljósi umræðunnar um skort á góðgerlum og stöðugum melingarvandamálum alltof margra er ekkert nema skiljanlegt að kefír sé orðinn jafn vinsæll.

Vinsældir kefírs stafa ekki síður af því að það er mjög auðvelt að brugga úr honum allskyns guðdómlega drykki. Mun einfaldara en t.d. úr frænda hans, kombucha sem þarf meiri tíma og klapp. Úr vatnskefirgrjónum, sem henta vel vaxandi hópi grænkera, er létt verk að brugga heima hjá sér undursamlega gosdrykki sem heilu fjölskyldurnar geta skipt út fyrir aðra drykki með góðri samvisku.

Kefír hefur lengi verið notaður í evrópskum og asískum alþýðulækningum vegna þess hve margvísleg góð áhrif hann hefur á heilsuna. Kefirgrjón eru í raun blanda af bakteríum og sveppum. Með því að koma mjólkurkefírgrjónum í samband við mjólkursykur má búa léttsýrða mjólk og sprelllifandi jógurt en með því að tengja vatnskefír (góðum) sykri, ávöxtum og allskyns hollustu verður útkoman frábærlega spennandi drykkir.

Semsé mjólkurkefír þrífst á mjólkursykri úr þeirri mjólk sem við þekkjum best, kúamjólk en líka geita- eða sauðamjólk. Þó hefur sumum snillingum tekist að gera skemmtilegar afurðir úr hrísgrjóna- og kókosmjólk með því að næra mjólkurkefírinn á mjólkursykri inn á milli.

Vatnskefír dafnar hins vegar best á lifandi syrkri, t. d. lífrænum reyrsykri. Kókossykur eða hlynsíróp henta síður vantskefír, nema þá til að bragðbæta drykkina, ef vill.

Einstakar gjafir kefírs
Það er ærin ástæða til að taka upp samband við góð kefír. Ef hans er neytt oft, helst daglega, getur hann haft mjög góð áhrif á heilsu okkar. Kefír styrkir ónæmiskerfið enda inniheldur hann gnótt efnasambanda og næringarefna sem efla ónæmiskerfið. Gerlarnir eru fjölbreyttir og margir. En einn þeirra alveg einstakur. Hann nefnist Lactobacillus Kefiri og vinnur gegn mörgum skaðlegum bakteríum og má þar t.d. nefna E. Coli. Þessi góðgerlahópur kemur jafnvægi á ónæmikerfið og er bókstaflega sagður “skúra” burtu vondum bakteríum. Annað sérstakt við kefírinn eru fjölsykrur sem nefnast kefiran sem rannsóknir hafa sýnt fram á að vinni gegn Candida sveppasýkingum, sem margir eru að kljást við.

Rannsóknir hafa líka tiltekið að bæði mjólkur- og vantskefír geta unnið á magasári, bakflæði, ristilbólgu, niðurgangi, hægðarregðu, sýkingu í meltingarvegi og einnig er talið að hann fyrirbyggj krabbamein í blöðruhálsi og ristli. Heilsudrykkir úr kefír ýta einnig undir heilbrigðan blóðþrýsting, blóðsykursjafnvægi og hafa góð áhrif á geð.

Engu að síður er nokkur munur á mjólkur- og vatnskefír hvað varðar næringu. Líkt og mjólkin geymir mjólkukefír kalk og magnesíum, sink, A-vítamín og B 1, B12 og B7, prótein og kolvetni. Vatnskefír hefur hins vegar lágan sykurstuðul og leysir glúkósa hægt og örugglega út í blóðráðsina. Kosturinn við vatnskefír, sem er auðvelt að hafa vegan, er að búa má til úr honum allskyns skemmtilega, persónulega og nærandi gosdrykki. Sjálf brugga ég engiferdrykki og sítrónudrykki sem slá öllum gosdrykkjum sem ég þekki við og eru svo sprelllifandi að það er með hreinum ólíkindum. Möguleikarnir í kefírbruggun eru því óendanlega margir og spennandi.

Að því sögðu vil ég nota tækifærið og benda á að þótt kefírbruggun sé einföld er oft kúnst að byrja og koma sér upp rútínu. Því er gott að fá sterka byrjendaleiðsögn. Mörg góð stuðningmyndbönd eru á netinu en það jafnast ekkert við Námskeið í bruggun vatns- og mjólkurkefír sem haldið verður brátt í Systrasamlaginu, ekki fyrsta sinn.

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, hugleiðslu, flot og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira