c

Pistlar:

6. febrúar 2021 kl. 16:24

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Hvernig viltu hafa nýja lífið þitt á litinn?

Áhugi á því að hafa það kosý og smart heima hefur líklega aldrei verið meiri. Sól hækkar á lofti og á meðan mörgum nægir að fara nokkra djúpa hreingerningarhringi hafa aðrir þörf fyrir að skipta um liti heima hjá sér (og sumir þurfa eitthvað miklu miklu meira). Það að mála heimilið getur út af fyrir sig verið frábær hugleiðsla og þegar kemur að því að því velja liti hafa jógavísindin sitthvað til síns máls um hvað litir fara þér og þínum persónuleika/orku best.

Ef þú er t,d. ríkjandi vata líkams/hugargerð eru litir þínir bláir, svartir, indígó, bleikir og fjólulitir, eins og himingeimurinn. Ef þú ert eldheit pitta höfða gulir, rauðir og appelsínugulir eða litir sólarirnnar mest til þín. Ef þú ert hins vegar hin jarðtengda kapha líkams/hugargerð eru litirnir fölari. Dæmi um það eru ljósgulir, grænir, beis og ljósir tónar. (Taktu prófið til að kynnast þér betur).

Litir 3Ekki er þó allt sem sýnist því jógavísindin telja að best sé að þú dragir úr “þínum litum” til að halda góðu jafnvægi. T.d ætti sterkur pitta persónuleiki alls ekki að mála í eldrauðu, gulu eða appelsínugulu. Það eykur á óróleika eldsins. Það sama gildir um ríkjandi vata elementið þegar kemur að himnalitunum. Hún ætti miklu fremur að snúa sér að jarðnesku tónunum.

Sjávarlitirnir róa pittuna

Manneskjur sem er ríkjandi pitta persónuleikar geta verið mjög skipulagðar og vilja gera allt fullkomlega. Þær eru jafnan fljótar að velja lit/i og flækjustigið er ekki mikið. Pitturnar eru hreint ekki á móti sterkum litum en ættu heldur að nota tækifærið þetta vorið og róa eldinn og mála í köldum litum fremur en heitum. Sjávarlitirnir, sem eru gráir, hvítir bláir og grænir, róa eld pittunar án þess að draga úr henni sköpunarkraftinn.

Vata breytileikinn

Vata týpurnar búa yfir mikilli hugmyndaauðgi enda loftið og rýmið óendanlegt og þær elska mest allra að breyta til. Þær myndu vilja mála í öllum regnbogans litum en jógavísindin mæla heldur með einfaldleika fyrir þær. Þ.e. þar sem vöturnar eru sveiflukenndar og víðáttumiklar eins og himininn er þeim ráðlagt að halda sig frá litum himingeimsins. Þeim er bent á meiri jarðarliti eins og rautt, appelsínugult, gult og grænt. Litir sólarinar hita upp kaldar vötunar og sá græni heldur þeim í tengingu við móður jörð.

Kapha þarf að vera djörf

Þar sem kapha orkan er afar jarðbundin er ekki mælt með því að sú líkams/hugargerð máli í grænum, brúnum eða röstik litum. Kapha þarf kraftmikla og djarfta liti til að lyfta sér upp og ætti að halda sig við bjarta tóna.

Geturðu ekki ákveðið þig? Þá er ágætt að upplýsa að hvítt róar allar líkams/hugargerðir á meðan svart dregur í sig hita og getur haft truflandi áhrif á okkur flest, þ.e. ef svart er notað í miklum mæli. Jógavísindin bæta við og segja að ef þú átt mikið af svörtum munum eða skarti, geymdu það í björtu herbergi. Lífið snýst jú allt um orku. Flestar af þessu sömu pælingum er ágætt að hafa í huga þegar þú ert að hugsa um í hvaða litir fara þér best í fatnaði eða öllu heldur hvaða litir klæða best þinn innri mann og/eða konu.Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu, flot og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira