c

Pistlar:

11. október 2022 kl. 11:25

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

HAUSTIÐ OG VINDGANGURINN Í MELTINGUNNI

Haustið er mætt með tilheyrandi lægðum og “vindgangi”. Með tilliti til frumalfanna í náttúrunni má segja að haustið einkennist af þurrki, hreyfanleika, svala og sumpart léttleika. Ef við, þ.e. líkami okkar og hugur, eða lífstíll endurspeglar nákvæmlega þessa eiginleika (sem hann gerir hjá mörgum) eru meiri líkur á því að við tæmum „lífsbrunninn“ (ojasið) okkar. Ef við hins vegar gerum það sem er andstætt þurrki, “vindgangi” og svala getum við viðhaldið orkunni. Þannig verðum við áfram mjúk, liðug, orkumikil, með ljúfa meltingu og án vindgangs. En endilega höldum í léttleikann nema í matnum.
VindverkirHaustið er tíminn til að hugsa um það sem nærandi og notalegt og það sem hlýtt og jarðtengir okkur.

Hér eru nokkur einföld ráð til að styðja við gott jafnvægi einmitt núna, en líka hvenær sem er ársins þegar haust/ vata orkan (lofti og eter/rými) tekur yfirhöndina.
Þessi góðu ráð eiga uppruna í ayurvedafræðum sem eru fyrir löngu orðin sígild vegna þess að þau virka.

 

  • Haustið er tími heitrar og jarðtengjandi fæðu. Súpur, sætar kartöflur, pottréttir, hafragrautur, allskyns kornmeti, olía og ghee er það sem margir sjá í hyllingum núna. Þá er innsæið að öllum líkindum rétt stillt. Það á einnig við ef þig langar í eitthvað sætt. Láttu sætuna endilega eftir þér en beindu sjónum þínum heldur að lífrænum döðlum, hunangi og hlynsírópi. Sæta nærir vefi okkar, gerir okkur safarík og minnkar loftið í meltingunni. 

  • Bættu verk- og vindeyðandi kryddum við í matinn þinn; kryddum sem verma án þess að vera of sterk. Notaðu kryddin bæði í heitan og kaldan mat, eins og súpur, kássur, grauta, langelduðu ofnréttina en líka þeytinginn. Kryddin sem fara best í maga á þessum tíma árs og losa um loft í meltingunni eru kanill, kúmín, engifer, kóríander, fennel, negull, salt, sinnepsfræ, svartur pipar, kardimommur og basil. Úff, hvað meltingin verður miklu notalegri. 

  • Forðist þurran og lítinn eldaðan mat eins og þið mögulega getið. Safakúrar, salöt, búbblur og hráfæði eru ekki endilega málið á þessum tíma árs.

  • Svefninn skiptir höfuðmáli á haustin. Þegar “óregla” og vindgangur er í veðri og meltingu er mikilvægara en áður að hafa fasta svenrútinu. Fara snemma að sofa og vakna snemma og gæta þess að fá í það minnsta um 8 klukkustunda svefn. 

  • Það er líka mikilvægt að borða reglulega og hér er gott plan. Morgunmat ætti að borða á milli 7:00 og 8:30, hádegismat milli 11:00 og 14:00 og kvöldmat milli 17:30 og 19.00 en þó frekar fyrr en seinna. Hádegismaturinn ætti í raun alltaf að vera stærsta máltíð dagsins. Það eru bæði gömul sannindi og ný að vel samsettar og regulegar máltíðir viðhalda blóðsykursjafnvægi og minnka loftgang. 

  • Stundið sjálfsnudd daglega með góðri lífrænni olíu, hvort sem er með hreinni eða jurtablandinni. Einbeitið ykkur sérstaklega að fótum, þ.e. ef þið náið ekki að nudda allan líkamann nuddið þá allavega fæturnar. Það jarðtengir. Sjá hvernig þú berð þig að.
     

  • Íhugið daglega. Það getur verið í formi lesturs, hugleiðslu, göngutúra eða annarra rólegra tíma. Það viðheldur góðri orku í gegnum haustið og alveg fram yfir jól.

 

Þekktustu jurtirnar til að draga úr haust/vata vindgangi í meltingu eru blanda af kóríander, fennel og kúmíni, svokallað CCF te.

Kóríander: Kælir allar brennandi heitar tilfinningar í líkamanum. Róar pirring í meltingarkerfi. Styrkir meltingu. Lægir vindgang og uppþembu.

Kúmín: Sanskrítheiti þess þýðir einfaldlega „að stuðla að meltingu. Meðhöndlar slaka meltingu. Hjálpar til við frásogun næringarefna. Lægir uppþembu og loftgang.

Fennel: Hitar meltingu, kemur í veg fyrir þrengsli og stöðnun í meltingunni. Hjálpar til við meltingaróþægindi, krampa, ógleði, vindgang og almennt slæma meltingu.

Gott að hella upp á/sjóða góðan slatta daglega. Drekktu þetta te heitt í byrjun dags og svo volgt fram eftir degi. Skoða.

Einnig gæti hjálpað að taka inn Digestive Aid, Betanine HCL og ekki gleyma mjólkurþistli. Sjá allt um það í þessarri Smartlandsgrein. 

Feykigott ráð við haustlægðum og vindgangi er að bregða sér í 3ja daga endurræsingu Systrasamlagsins því nú er lag að mæta sér með heitum, kærleiksríkum og notalegum hætti. 3ja daga endurræsing lægir heldur betur öldurnar í líkama og sál.

 

Njótið.

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu, flot og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira