c

Pistlar:

10. júní 2017 kl. 14:15

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Vísindin veðja á engifer sem lausn við offitu

Flestir vita að engifer er frábær lækningajurt með mikla sögu. Fáa óraði fyrir að vísindi nútímans væru í þann mund að leysa úr læðingi sönnun þess að engifer er líklega besta lausnin gegn offitufaraldrinum og tengdum sjúkdómum sem nú geysa um allan heim. Vitað er fyrir að engifer er bólgueyðandi, verkjastillandi, góður fyrir meltinguna og hitagefandi. Ný samantekt vísindarannsókna sem birtist í TIME fyrir fáeinum dögum bendir á að fátt vinni jafn vel á offitufaraldrinum og engifer. Vísindamenn hafa þó ekki ennþá gefið upp hversu mikils magns sé best að neyta við offitu og tengdum sjúkdómum en eru í óða önn að finna út úr því.

engiferGreinin sem TIME leggur upp með er samantekt vísindarannsókna sem birt var í hinu virta vísindariti Annals of New York Academy of Sciences. Þar voru teknar saman 60 rannsóknir sem ýmist eru frumurannsóknir eða rannsóknir á mönnnum eða dýrum. Í það heila sýna niðurstöðurnar að engifer er ekki bara góður gegn offitu heldur “meiriháttar góður” við offitu, sykursýki (hjarta- og æðasjúkdómum) og öðru sjúkdómum tengdum offitu. Þessi orð eru höfð eftir einum af höfundum vísindagreinarinnar sem er starfsmaður kínverska landbúnaðarháskólans.

Íslensk börn mjög þung
Höfundar samantektarinnar í Annals eru nokkir og beindu sjónum sínum að ólíkum sjúkdómsmyndum (alls þremur) sem snúa að sykursýki 2 og hjartasjúkdómum. “Efnaskiptasjúkdómar eru vaxandi vandamál sem má líkja við heimsfaraldur,” rita höfundar greinarinnar og upplýsa um leið að þeir “herji á fjórðung íbúa jarðar.”

“Offita er alheimsvandamál og eitt af helstu viðfangsefnum 21. aldarinnar. Offita getur haft alvarlegar afleiðingar, eins og háþrýsting, sykursýki af tegund tvö, hjarta- og æðasjúkdóma og margs konar krabbamein,“ segir Alma Björk Guttormsdóttir, MPH í lýðheilsuvísindum á vef hi.is en þar kemur líka fram að íslensk börn eru með þeim þyngri í Evrópu og að þróunin sé uggvænleg.

Engifer sem heildarúrræði
Af þessum sökum hefur vísindasamfélagið mikinn áhuga á mögulegu heildarúrræði gegn efnaskiptasjúkdómum, sem vel að merkja innihalda EKKI lyf. Og þar sem engifer er að verða þekkt stærð um allan heim, á sér langa og örugga sögu sem lækningajurt við ýmsum kvillum, líka efnaskiptasjúdómum er sú lausn bæði kærkomin og nærtæk. Þetta má þakka mörgum góðum plöntunæringarefnum og andoxunarefnum sem prýða vandaðan engifer.

Engifer virðist hafa margskonar virkni og nefna sérfræðingarnir hvaða hlutverki hann gegnir við fitubrennslu. Dæmi um það er að engifer ýtir undir brennslu kolvetna og stjórnar insúlínnæmi. Ennig hefur verið sýnt fram á að engifer dregur úr oxun af völdum streitu (semsé hann dregur úr öldrun), er bólgeyðandi, lækkar kólesteról og blóðþrýsting. Það eru líka vísbendingar um að engifer dragi úr æðakölkun.
Þó fremur fáar rannsóknir hafi verið framkvæmdar á mönnum en meira á tilraunastofum og dýrum, er ljóst að engifer brennir hitaeiningum og dregur úr hungri. Auk þess sem hann er tengdur lækkun kólesteróls, blóðsykurs, blóðþrýstingi, próteinum sem valda bólgum og lifrarheilsu.

Engifer í stað salts?
engifer2
Þær tilraunir sem hafa verið gerðar á fólki hafa ýmist verið í formi taflna, hylkja, eða drykkja. Marie-Pierre St-Onge aðstoðarprófessor í næringafræði við Kólumbía háskólann segir að vísindin séu enn ekki búin að finna út hvaða form engifers virki best né hvaða magn þurfi til. “Rannsóknir á virkni engifers og öðrum lækningajurtum er að slíta barnskónum,” segir St-Onge sem kom að rannsóknum á engiferi árið 2012 og er ein rannsóknanna sem er til grundallar samantektinni. “En rannsóknir lofa mjög góðu, sérstaklega þær sem hafa verið gerðar á rannsóknarstofum og á dýrum,” segir St-Onge.

Þar til meiri þekking liggur fyrir segir St-Onge að fólk ætti að vita að engifer er sannarlega andoxunarríkur og bólgueyðandi og það að hafa hann sem hluta af fæðunni sé afar gott. Jafnvel sé það ekki ekki galin hugmynd að byrja á því að minnka saltið og auka magn engifers í mataræði okkar.

En skammtastærðir koma innan skamms. Áhugavert.

Heimildir:
hi.is/offita_islenskra_barna_eykst_hratt
onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/nyas.13375/abstract

time.com

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira