Pistlar:

29. mars 2020 kl. 14:33

Guðný Ósk Laxdal (royalicelander.blog.is)

Konungsfólkið vinnur að heiman

Margir eru núna í þeim sporum að vinna heima hjá sér, og er kóngafólk heimsins engin undantekning. Eitt af stærstu hlutverkum konungsfjölskyldna í heiminum er að vera fyrirmyndir fyrir þegna sína, og er það sérstaklega mikilvægt þegar það er neyðarástand.

Undanfarna daga hafa meðlimir hina ýmsu konungsfjölskyldna í heiminum verið dugleg að sýna á samfélagsmiðlum hvernig þau vinna að heiman. Sýna myndir þetta fólk sitja fundi annaðhvort í síma eða með fjarfundabúnaði. Minna er núna um konunglegar heimsóknir vegna samkomubanna og mikilvægi þess að halda sig frá öðru fólki og þurfa því konungsfjölskyldurnar að birta öðruvísi myndir af sér við vinnu.


Elísabet Bretadrottning sýndi hvernig hún heldur við þeirri hefð að halda vikulegan fund með forsætisráðherra sínum þrátt fyrir hertar samkomureglur. Elísabet er um þessar mundir í sjálfskipaðari sóttkví í Windsor kastala með eiginmanni sínum, Filippusi. Þessi mynd sýndi líka að Elísabet er við góða heilsu, en margir hafa verið óttaslegnir um hana eftir að Karl sonur hennar var greindur með kórónaveiruna. Myndin er einnig söguleg, þar sem þetta er fyrsta myndin sem er gerð opinber af vikulegum fundi drottningarinnar og forsætisráðherra, en það er yfirleitt mikil leynd yfir þessum fundum.

Vilhjálmur og Katrín birtu mynd af sér í símanum eins og Elísabet og notuðu tækifærið til að minna fólk á að huga að andlegu heilsunni á þessu erfiðu tímum. Katrín og Vilhálmur sleppa ekki formlegheitum þó þau séu að vinna heima og má sjá að Katrín er í fallegri dragt, en dragtin er úr Marks & Spencer og kostar um 28 þúsund krónur samanlagt.

Skemtilegt er að taka eftir því að meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar notast við síma, og síma með snúru í þokkabót meðan konungsfólk á norðurlöndunum virðast vera komin aðeins lengra í tækniþróuninni þegar kemur að fundarsetu.


Instagram-aðgangur sænsku konungsfjölskyldunnr birti mynd þar sem má sjá Viktoríu krónprinsessu vinna með borðið yfirfullt af pappírum. Einnig er mynd af henni og eiginmanni hennar, Daníel prins, sitja fjarfund. Viktoría kýs svipaðan stíl og Katrín, hertogaynjan af Cambridge fyrir myndatökuna. En það má nú samt nefna að Viktoría sést mun oftar í drögtum en Katrín.Carl-Gustaf konungur Svíþjóðar og Silvia drottning sjást hér einnig sitja saman fjarfund rétt eins og Viktoría og Daníel.


Hákon krónprins Noregs hefur verið duglegur að setja inn myndir af sér á fjarfundum inn á Instagram-aðgang norsku konungsfjölskyldunnar. Má jafnvel sjá myndband inn á aðgangnum af því þegar Hákon prófar tæknina. Einnig er hægt að sjá að Hákon notar Apple tækni við sína vinnu og virðist nokkuð vel settur tæknilega.


Instagram aðgangur dönsku konungsfjölskyldunnr birti mynd af Friðrik krónprins sitja fjarfund í gegnum FaceTime, en Friðrik notast einnig við Apple tæki eins og Hákon frændi sinn. Danska konungsfjölskyldan hefur verið dugleg að halda sambandi við þegna sína, en Margrét danadrottning ávarpaði þjóðina í sjónvarpsútsetningu og Friðrik og Mary og börn sendu inn kveðju í sjónvarpsþátt DR1 um helgina sem var gerður til að sýna samstöðu Dana á þessum tímum.

Carl-Philip, prins Svíþjóðar og Sofia kona hans eru með sinn eigin Instagram-aðgang og birtu myndir af sér vinna heima. En þau eru klædd á frekar afslappaðan hátt en virðast hafa nóg að gera. Myndin af Sofiu hefur vakið athygli fyrir að vera einstaklega falleg og sýna gott vinnuskipulag.

16. febrúar 2020 kl. 15:23

Konunglegir skandalar 2020

Þó svo að árið sé tiltölulega nýbyrjað þá má segja að þegar kemur að konunglegum fréttum sé nóg að gerast. Undanfarnar vikur hefur mikið gengið á sem má teljast sem nokkuð slæm byrjun á nýjum áratugi. Breska konungsfjölskyldan hefur þar verið hvað háværust en fleiri konungsfjölskyldur í Evrópu hafa verið að takast á við slæmar fréttir.  Danmörk: Í janúar kom það í ljós að Friðrik krónprins og meira
13. janúar 2020 kl. 22:16

Loksins sátt í höllinni

Það var kominn tími til að breska konungsfjölskyldan færi að tjá sig um mál seinustu viku og er ég þá að sjálfsögðu að tala um yfirlýsingu Harry og Meghan um að þau vilji draga úr hlutverki sínu innan konungsfjölskyldunnar. Eða eins og þau sjálf tala um, þau vilji draga sig í hlé sem heldri meðlimir fjölskyldunnar. Málið hefur verið mikið rætt undanfarna daga og því óþarfi að fara ítarlega yfir meira
8. janúar 2020 kl. 22:53

Hin stóra ákvörðun Harry og Meghan

Hertogahjónin af Sussex tilkynntu í gær að þau muni á næstunni vinna að því að breyta hlutverki sínu innan bresku konungsfjölskyldunnar. Í tilkynningunni tala þau um að þau ætli að draga sig í hlé sem „senior“ meðlimir konungsfjölskyldunnar og vilji verða fjárhagslega sjálfstæð. Einnig stefna þau að því að verja meira af tíma sínum í Norður-Ameríku. Tilkynningin kemur virkilega á óvart meira
7. nóvember 2019 kl. 17:26

Meghan og Katrín báðar í bláu

Það mætti halda að þær svilkonurnar Katrín og Meghan hafi lagt á ráðin um litaval fyrir heimsóknir dagsins en báðar voru þær klæddar bláu. Katrín og Vilhjálmur mættu í gærmorgun til að fagna nýjum góðgerðarsamtökum sem munu veita fjárhagsaðstoð þegar um er að ræða stærri neyðartilvik eins og náttúruhamfarir. Katrín var klædd kóngabláum kjól frá Emilia Wickstead og svörtum skóm með svart veski. Í meira
23. október 2019 kl. 22:44

Hvað er í gangi með Harry og Meghan?

Ein helsta spurning sem ég fæ þessa daganna er, hvað er í gangi með Harry og Meghan? Það er engin furða að fólk spyr sig, enda virðist alltaf eitthvað nýtt vera að koma fram. Það nýjasta er heimildamynd sem ITV frumsýndi um seinustu helgi, en myndin fylgir hertogahjónunum af Sussex í konunglegri ferð þeirra um Afríku. Þau hjónin gáfu leyfi fyrir myndinni og koma fram í stuttum viðtölum þar sem þau meira
18. október 2019 kl. 11:24

Formúla sem klikkar ekki fyrir verðandi konung og drottningu

Katrín og Vilhjálmur, hertogahjónin af Cambridge, hafa undanfarna daga verið í konunglegri heimsókn í Pakistan. Pakistan er eitt af þeim löndum sem er hluti af Breska samveldinu og mikilvægt að rækta sambandið milli ríkjanna með konunglegum heimsóknum. Heimsóknin hefur verið frekar óhefðbundin en lítið hefur verið gefið upp um dagskrá hertogahjónanna fyrirfram útaf öryggisástæðum. Einn heimsóknin meira
19. september 2019 kl. 23:24

Katrín sýnir Meghan stuðning

Katrín, hertogaynja af Cambridge var á dögunum í heimsókn í Southwark í London til að fræðast meira um góðgerðarsamtök sem styðja við börn og ungar mæður. Fataval hennar vakti athygli mína en það minnir töluvert á fataval mágkonu hennar, hertogaynjunnar af Sussex. Katrín var mætt í buxum og skyrtu, en hún klæðist vanalega kjólum, pilsum og kápum við svipuð tilefni. Það er sjaldséð að sjá hana meira
4. september 2019 kl. 10:59

Harry prins svarar fyrir sig

Harry prins hefur verið mikið gagnrýndur undanfarið fyrir að ferðast um á einkaþotu í sumar og svaraði loksins fyrir það seinastliðinn þriðjudag. Breski prinsinn hefur verið mikill talsmaður umhverfismála undanfarið og nefndi t.d. í viðtali á dögunum að hann og Meghan ætli sér bara að eignast tvö börn af umhverfisástæðum. Harry var í vikunni staddur í Amsterdam að kynna nýtt samvinnuverkefni sem meira
29. ágúst 2019 kl. 15:45

Andrew prins býr til vandræði

Þessa daganna hefur mál Jeffrey Epstein haft afleiðingar fyrir bresku konungsfjölskylduna en Andrew prins hefur orðið fyrir mörgum ásökunum í málaferlum bandaríska fjárfestsins. Upp hafa komið myndbönd og vitni sem gefa til kynna að prinsinn hafi vitað um mansal og vændissölu Epsteins. Buckinghamhöll hefur afneitað öllum ásökunum á hendur Andrew síðan málið kom fyrst upp, og á dögunum kom út meira
21. ágúst 2019 kl. 13:15

Harry varð brjálaður út í Vilhjálm

Ný heimildamynd um prinsana af Wales, Vilhjálm og Harry var frumsýnd um seinustu helgi í Bretlandi og ber heitið William and Harry: Princes at War. Myndin fjallar um meint ósætti bræðranna, en dramatískur titillinn gefur til kynna að um einhvers konar stríð sé að ræða. Í júní síðastliðnum var það gefið út að góðgerðarsjóður sem þeir bræður stofnuðu saman myndi hér með einungis vera undir stjórn meira
22. júlí 2019 kl. 0:51

Afmælismyndir Georgs prins

Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni. Prins Georg er í dag 6 ára, og eins og konunglegar hefðir segja til um voru opinberar myndir af honum gefnar út í tilefni dagsins. Í ár voru gefnar út þrjár myndir af prinsinum en allar myndirnar voru teknar af móður hans, Katrínu og er því frekar meira
4. júlí 2019 kl. 3:14

Tilkynningin um skírn Archie

Í gær var sent út tilkynning frá Buckinghamhöll um skírn Archie Harrison Mountbatten-Windsor, son Harry og Meghan. Skírnin verður haldin næsta laugardag, 6. júlí, en það er tveimur mánuðum eftir að Archie fæddist. Margir bíða spenntir eftir skírninni, en þá munu loksins koma fleiri myndir af nýjasta meðlimi konungsfjölskyldunnar. Skírnir verða oft til þess að við fáum flottar fjölskyldumyndir eins meira
28. júní 2019 kl. 12:49

Konunglegur klofningur: Cambridge gegn Sussex

Nýlegar fréttir greina frá því að sameiginlegur góðgerðarsjóður hertogahjónanna af Sussex og Cambridge muni framvegis einungis starfa undir nafni Cambridge hjónanna. Þessar fréttir eru einar af mörgum undanfarið sem gefa þá sýn að ekki sé gott á milli Sussex og Cambridge hjónanna, en samstarf hertogahjónanna er í dag lítið sem ekkert. Konungshöllin afneitar öllum ásökunum um ósætti en erfitt er að meira
18. júní 2019 kl. 17:08

Harry prins fer nýjar leiðir

Harry og Meghan eru að verða vel þekkt fyrir að fara öðruvísi að hlutunum en konunglegar hefðir segja til um og vilja margir meina að það sé Meghan sem sé að umbreyta öllu, en Harry er líka að fara nýjar leiðir. Seinasta sunnudag deildi instagram aðgangur Harry og Meghan nýrri mynd af syni þeirra Archie í tilefni feðradagsins í Bretlandi. Það sést hinsvegar bara rétt svo í andlit barnsins, en það meira
Guðný Ósk Laxdal

Guðný Ósk Laxdal

Konungsfjölskyldur eru merkilegt menningarfyrirbæri sem eru stöðugt í sviðsljósinu og vekja sífellt áhuga. Guðný stúderaði nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar í B.A. ritgerð sinni í ensku við HÍ og hefur ávallt haft gaman af konunglegum málefnum, bæði sem dægurmál og fræðilegt menningarfyrirbæri. Hún skrifar útskýringarpistla og segir frá skemmtilegum staðreyndum og fer nánar í konunglegt slúður. Hún fjallar frekar um konungsfjölskylduna á instagram @royalicelander.

Meira