c

Pistlar:

16. febrúar 2020 kl. 15:23

Guðný Ósk Laxdal (royalicelander.blog.is)

Konunglegir skandalar 2020

Þó svo að árið sé tiltölulega nýbyrjað þá má segja að þegar kemur að konunglegum fréttum sé nóg að gerast. Undanfarnar vikur hefur mikið gengið á sem má teljast sem nokkuð slæm byrjun á nýjum áratugi. Breska konungsfjölskyldan hefur þar verið hvað háværust en fleiri konungsfjölskyldur í Evrópu hafa verið að takast á við slæmar fréttir. 

Danmörk:

Í janúar kom það í ljós að Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa eiga stóran fjallaskála í Sviss sem enginn vissi af. Skálinn komst upp þegar það var tilkynnt að krónprins-fjölskyldan myndi flytja til Sviss í nokkrar vikur meðan börnin þeirra ganga þar í alþjóðlegan skóla. Málið varð frekar stórt í Danmörku en margir í ríkisstjórninni gagnrýndu að þau hafa átt skálann í mörg ár án þess að hann hafi nokkurn tímann verið gefinn upp í neinum fjárhagsáætlunum. 

 
 
 
View this post on Instagram

A post shared by DET DANSKE KONGEHUS (@detdanskekongehus) on

 

Belgía

Undanfarin áratug eða svo hefur fyrrum konungur Belgíu, Albert II, neitað því að hafa eignast dóttur með hjákonu sinni. Málið hefur verið lengi fyrir rétti og voru niðurstöður úr DNA rannsókn birtar í janúar. Kom þá í ljós að Delphine Boël er í raun og veru dóttir konungsins, og er því fjórða barn Alberts. Þessi gífurlega barátta og afneitun frá fyrrum konungi á sínu eigin barni kemur ekki vel út fyrir konungsfjölskylduna í Belgíu. 

Noregur

Norska konungsfjölskyldan hefur þurt að takast á við talsverð áföll undanfarnar vikur. Ari Behn tók eigið líf yfir hátíðirnar og var jarðaförin haldin í byrjun árs. Athöfnin var mjög tilfiningarík og átakanleg. Stuttu eftir varð kóngurinn lagður inn á spítala og tók Hinrik krónprins við kóngastarfinu meðan faðir hans var veikur. Það eru þó góðar fréttir að kónginum virðist líða mun betur í dag og hefur komið aftur til starfa. 

 
 
 
View this post on Instagram

A post shared by Det Norske Kongehuset (@detnorskekongehus) on

 

Spánn

Spænska konugnsfjölskyldan missti meðlim í janúar. En eldri systir Juan Carlos I konungs, sem er faðir núverandi konungs, dó 8.janúar. Pilar var mjög elskuð á Spáni. Það er líka erfitt að líta framhjá því að í dag hefur sem betur fer hafa reglur um erfðaröð breyst og í dag hefði Pilar orðið drottning, en ekki bróðir hennar. 

 

Svíþjóð

Það er nú langoftast rólegt hjá sænsku konungsfjölskyldunni, en þó kom það upp á að Estelle prinsessa lenti í slysi í skíðaferð á þessu ári og fótbrotnaði. Það er mikið lagt upp úr því að konungsfólk sé við góða heilsu og öruggt, enda eiga þau að vera tákn landsins. Þetta á við sama hvaða aldur er um að ræða. En Estelle á að vera við góða heilsu og á góðum batavegi. 

 

Bretland

Það hefur varla farið framhjá mörgum að Harry og Meghan sögðu af sér sem starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar. Tímasetning þessara tilkynningar var mikið áfall fyrir konungsfjölskylduna og varð til þess að mikil óvissa myndaðist, sem er að mörgu leiti ennþá í gangi. Ofan á þetta var á dögunum tilkynnt um að Peter Phillips, sonur Önnu krónprinsessu, og kona hans Autumn séu að skilja. Það er töluvert um skilnaði í þessari fjölskyldu, en það gerir ekki gott fyrir þá ímynd sem konungsfjölskyldan á að sýna. Þó er vert að nefna að Peter er ekki starfandi meðlimur konungsfjölskyldunnar og ber engann konunglegan titil. 

Guðný Ósk Laxdal

Guðný Ósk Laxdal

Konungsfjölskyldur eru merkilegt menningarfyrirbæri sem eru stöðugt í sviðsljósinu og vekja sífellt áhuga. Guðný stúderaði nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar í B.A. ritgerð sinni í ensku við HÍ og hefur ávallt haft gaman af konunglegum málefnum, bæði sem dægurmál og fræðilegt menningarfyrirbæri. Hún skrifar útskýringarpistla og segir frá skemmtilegum staðreyndum og fer nánar í konunglegt slúður. Hún fjallar frekar um konungsfjölskylduna á instagram @royalicelander.

Meira