c

Pistlar:

19. september 2019 kl. 23:24

Guðný Ósk Laxdal (royalicelander.blog.is)

Katrín sýnir Meghan stuðning

Katrín, hertogaynja af Cambridge var á dögunum í heimsókn í Southwark í London til að fræðast meira um góðgerðarsamtök sem styðja við börn og ungar mæður. Fataval hennar vakti athygli mína en það minnir töluvert á fataval mágkonu hennar, hertogaynjunnar af Sussex.

Katrín var mætt í buxum og skyrtu, en hún klæðist vanalega kjólum, pilsum og kápum við svipuð tilefni. Það er sjaldséð að sjá hana í buxum og er það frekar Meghan sem klæðir sig þannig. Einnig er erfitt að hunsa þá staðreynd hversu stutt er síðan fatalína Meghan kom út og er klæðnaður Katrínar mikið í sama stíl og línan.

Það er erfitt að álíta að klæðnaðurinn við þetta tilefni sé tilviljun, en konunglegur klæðnaður er iðulega skipulagður af mikilli nákvæmni, eftir því hvert tilefnið er og eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Fataval Katrínar er því auðveldlega hægt að túlka sem ákveðna samstöðu við mágkonu sína sem hefur fengið talsvert slæma umfjöllun og gagnrýni síðan hún giftist inn í konungsfjölskylduna.

Lengi vel var talið að slæmt væri á milli hertogaynjanna, sem þróaðist út í að slæmt væri milli eiginmanna þeirra, prinsana Harry og Vilhjálms. Það hefur átt sé augljós framför í sambandi hertogahjónana undanfarið ár eftir að þau byrjuðu að vinna minna saman sem og fluttu í sitthvorann bæinn. Einnig er talið að samband þeirra hafi styrkst talsvert eftir að Harry og Meghan urðu foreldrar. Getur fataval Katrínar í dag stutt þá kenningu og sýnt að sambandið er að batna.

Heimsóknin í dag er hluti af verkefni Katrínar um að styðja við verkefni og starfsemi sem huga að þroska ungra barna. Verkefnið hennar kallast ‘Yngri árin’ (e. Early Years) og er eitt af þeim verkefnum sem Katrín styður hvað helst. Er það hluti af verkefni Katrínar að fræða fólk um hvað er hægt er að gera til að hlúa að ungum börnum til að styrkja andlegri heilsu þeirra í framtíðinni.

Katrín fullkomnaði útlitið með skóm frá hönnuðinum Gianvoti Rossi, en þeir eru með þykkari hæl en hún er vanalega í. Skemmtilegt er að segja frá því að þó skórnir sem hertogaynjan klæddist í dag kosti um 80 þúsund íslenskar krónur (520 pund), þá er þessa daganna hægt að finna svipaða skó í verslunum H&M ef áhugi er fyrir að stela stílnum.


Myndband frá deginum í dag:


Konunglegu mágkonurnar á góðri stundu á Wimbledon í sumar:

Guðný Ósk Laxdal

Guðný Ósk Laxdal

Konungsfjölskyldur eru merkilegt menningarfyrirbæri sem eru stöðugt í sviðsljósinu og vekja sífellt áhuga. Guðný stúderaði nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar í B.A. ritgerð sinni í ensku við HÍ og hefur ávallt haft gaman af konunglegum málefnum, bæði sem dægurmál og fræðilegt menningarfyrirbæri. Hún skrifar útskýringarpistla og segir frá skemmtilegum staðreyndum og fer nánar í konunglegt slúður. Hún fjallar frekar um konungsfjölskylduna á instagram @royalicelander.

Meira