Pistlar:

4. júní 2019 kl. 11:55

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Af hverju sumarið er BESTI tíminn að taka heilsuna í gegn

Sumarið er tíminn sem fólk vill grilla, halda partý og matarboð, borða ís og gera vel við sig í sumarfríum. Tilhugsunin um það að fara eftir matarprógrami eða sleppa sykri getur því verið óspennandi á þessum tíma.

Ég slæ þessa efasemd alltaf strax útaf borðinu því ég vil meina að sumarið sé einmitt einn besti tíminn til að taka mataræðið í gegn!

Enda sýnir 30 daga námskeiðið þér að það sé vel hægt að borða góðan mat, grilla með vinum og meira að segja ís og sætindi í sumar OG á sama tíma öðlast aukna orku, léttari líkama og vellíðan. Og það þarf ekki að vera vesen eða tímafrekt.

Saga Sigrúnar sem ég deili með þér í dag akkúrat sú sem segir betur frá því.

Sigrún hefur lokið Frískari og orkumeiri námskeiðinu og hefur hún verið ótrúlega dugleg að deila myndum af mat og uppfærslum af ferðalagi sínu í átt að betra matræði og heilsu. Hún er algjör fyrirmynd og með mjög heilbrigt viðhorf gagnvart lífsstílsbreytingum, hún tekur þetta algjörlega eftir sínum takti og hefur náð frábærum árangi.

Frá 110 kílóum niður í 83 kíló

ÞÞegar Sigrún byrjaði að taka mataræðið í gegn var hún 110 kg. Með heilbrigðum breytingum eins og að minnka djús og brauð náði hún sér niður í 89 kg en rétt áður en hún byrjaði á Frískari og orkumeiri námskeiðinu var hún ekki á góðum stað, fékk sér oft í glas og nammi og Domino’s pizzur. “Rétt áður en ég byrjaði hjá ykkur var ég að rokka á milli 87-89kg. Mig hefur dreymt um að komast niður í kjörþyngd þ.e.a.s. 79-80kg. “ Segir Sigrún. 

sigrún 2
Sigrún er dugleg að deila með okkur myndum af matnum sínum og ferlinu.

Ótrúlega fljótlegur árangur, án öfga

“Það fóru strax tvö kíló á fyrstu 1-2 vikunum. Engin löngun í sætabrauð né sykur, þá nammi og þess háttar. Þremur mánuðum eftir að ég byrjaði hjá ykkur var ég komin niður um 4 kg.” segir Sigrún og bætir við að hún sé orkumeiri og sofi að jafnaði betur. Þrátt fyrir þennan fljótlega árangur hefur Sigrún alls ekki tekið þetta á öfgunum. “Kýs frekar að gera þetta í smáskrefum og í dag kíki ég reglulega á gögnin frá námskeiðinu til að minna mig á og fá fleiri hugmyndir.” segir hún.

“Eftir námskeiðið er ég meðvitaðari um sykurneysluna og huga að fjölbreyttu matarræði”

Lítið stress fyrir sumarið

Við höfðum áhuga á að heyra hvernig Sigrún sæi sumarið fyrir sér, nú þegar hún er komin af stað með lífsstílsbreytinguna, “Ég er að fara til Portúgals í sumar, mun borða það sem er á boðstólnum þar en passa samt að versla hollt.” segir hún. “Er að vinna í að skipuleggja ísskápinn líka. Trúi því að með tíð og tíma að ég mun eyða minna í mat.”

“Námskeiðinu fylgir góður stuðningur og hugmyndir. Gaman að deila reynslunni til hinna líka.” bætir hún við.

Frískari og orkumeiri námskeiðið er sniðið til þess að fólk geti breytt mataræðinu en samt fengið sér ís, grillað með vinunum og gert vel við sig í útilegum og fríum. Þetta snýst frekar um að lítil skref í átt að betra lífi!

Taktu heilsuna með trompi í sumar og tryggðu þér SUMARTILBOÐIРá meðan þú getur!

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

mynd
21. maí 2019 kl. 10:10

Hvað þýðir það að “vera besta útgáfan af sjálfri þér”?

Játning... Lengi vel þoldi ég ekki frasann “að vera besta útgáfan af sjálfum sér”. Mér fannst merking hans vera óljós og frasinn vera ofnotaður... Fyrr en fyrir tæpum mánuði síðan þegar það var eins og eitthvað smylli hjá mér og ég áttaði mig loks á því hvað það að “vera besta útgáfan af sjálfum sér” þýðir. Þýðingin er einföld en þegar við náum að tileinka hana getur hún meira
mynd
7. maí 2019 kl. 10:32

Uppáhalds vörurnar mínar

Ég fæ oft fyrirspurnir um það hvaða vörur ég nota svo mér datt í hug að deila með ykkur mínum uppáhalds þessa dagana! Ég vona að þetta gefi ykkur innblástur fyrir sykurlausar vörur sem hægt er að kaupa. Prótein frá Vivolife Ég er mjög vandlát þegar kemur að plöntumiðuðum próteinum því ég þoli ekki “prótein-eftirbragð” og vil að próteinið sem ég nota sé hágæða. Ekkert soja, sykur meira
mynd
30. apríl 2019 kl. 14:57

,,Upplifði sykurlöngun hverfa á fyrsta degi"

Ég varð bara að deila þessu með þér. Eitt af því sem gleður okkur hjá Lifðu til fulls hvað mest, er að heyra árangurssögur og við gætum ekki ekki verið stoltari af Kolbrúnu. Kolbrún skráði sig á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið fyrr á árinu í von um að ná þeirri heilsu og líkama sem hún hafði lengi þráð. Draumur í 10 ár að losna við sykurlöngun “Ég var frekar orkulaus, búin að meira
mynd
26. mars 2019 kl. 11:46

10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2018!

Eins og alltaf voru janúar og febrúar alveg pakkaðir hjá mér. Það er alltaf mikið að gera í kringum sykurlausu áskorunina, auk þess sem við opnuðum á ný fyrir skráningar á “Frískari og orkumeiri á 30 dögum” námskeiðið. Það er greinilegt að byrjun árs er tíminn sem allir vilja taka heilsuna í gegn og skráningar í ár slógu öll met hjá okkur! Eitt af því sem ég geri alltaf í upphafi meira
mynd
12. mars 2019 kl. 9:31

Fæðutegundir sem draga úr bólgum og hrista burtu flensu á sólarhring!

Glímir þú við bólgur, bjúg eða flensu? Rót bólguvandamála getur verið margþætt og mikilvægt er að finna rót vandans áður en lengra er haldið. Margir læknar og sérfræðingar í dag eru sammála því að sykur er leiðandi orsök í “inflammation” eða bólgumyndum í líkamanum. Sykur getur skert ónæmiskerfið og minnkað upptöku næringarefna, sem þýðir að við erum ekki fyllilega að nýta þá meira
mynd
27. febrúar 2019 kl. 9:41

7 einföld ráð til að minnka sykurneyslu

Það að draga úr sykurneyslu er margþætt og vex okkur oft í augum. Oft er ég spurð að því hvernig ég fer að því að borða aldrei sykur og að hafa ekki einu sinni löngun í sykur, svo ég ákvað að setja saman 7 ráð sem við getum öll nýtt til að minnka sykurinn og halda sykurpúkanum í burtu. 1. Finndu staðgengla fyrir uppáhalds sætindin þín Náttúruleg sæta býður upp á endalausa möguleika og ég get meira
mynd
12. febrúar 2019 kl. 10:21

5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur

  Af hverju er svona erfitt að halda sig við sykurleysið? Í dag deili ég með þér 5 algengustu mistökunum þegar við ætlum að sleppa sykri eða halda áfram í sykurminna mataræði. Mistökin eru vissulega dýrkeypt enda er sykur ávanabindandi og ef við höldum áfram að borða hann án þess að gera okkur grein fyrir því, losnar líkaminn aldrei fyllilega við hann og orkuleysi, slen og aukakíló meira
mynd
15. janúar 2019 kl. 13:45

Svona setur þú markmið og nærð þeim

,,Ég set mér oft markmið en gefst svo uppá þeim, hvernig á ég að setja mér markmið sem ég næ?” Þetta er áhugaverð spurning sem við fengum senda frá lesanda og mér fannst kjörið að nýta nýja árið í að svara henni enda eru heilsumarkmið eflaust mörgum ofarlega í huga núna. Í janúar fyllast oft líkamsræktarstöðvar af fólki með há markmið sem oft á tíðum fara sér of geyst og gefast meira
mynd
7. janúar 2019 kl. 11:22

Svona lítur hreinsunardagur út

  Á nýju ári þykir mér tilvalið að taka einn dag í það minnsta í smá hreinsun. Einföld hreinsun eins og sú sem ég deili með þér í dag frískar uppá líkamann, losar um bólgur og kemur manni rétt af stað inn í nýja árið. Það er algengur misskilningur að við þurfum að fasta eða drekka eingöngu safa til þess að hreinsa líkamann. Hreinsunardagurinn hér neðar inniheldur bæði safa, jógúrt meira
mynd
11. desember 2018 kl. 14:20

Fallegar súkkulaði trufflur með lakkrís - uppskrift

Þessar trufflur eru hreint lostæti og mætti líkja þeim við hráfæðisútgáfu af þrist. Allir sem hafa smakkað trúa ekki að þær séu hollar og sykurlausar! Ég útbjó eins konar “álfaduft” úr náttúrulegum innihaldsefnum eins og jarðaberjum, túrmerik, matcha te og ekki skal gleyma 100% lakkrís dufti sem tekur trufflurnar á næsta stig. Trufflurnar er gott að eiga til að meira
mynd
5. desember 2018 kl. 10:25

Dásamlegur vegan jólaís - uppskrift

Ef þú elskar ís þá er þessi póstur fyrir þig! Sjálf hef ég mikla ástríðu fyrir ís og ísgerð og hef leitað lengi að hinum fullkomna vegan ís (sem þyrfti auðvitað að hafa sykurmagnið í lágmarki) og í gegnum árin hef ég keypt mér þó nokkrar uppskriftabækur og gert ýmsar tilraunir. Eftir ótal tilraunir deili ég með ykkur, að mínu mati, hinum fullkomna vegan ís. Ég nota kókosmjólk í hann og hlynsíróp meira
mynd
13. nóvember 2018 kl. 10:16

Einföld ,,Mindful eating” aðferð sem kemur í veg fyrir jólakílóin

Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir. Til að koma okkur úr vítahring ofáts langar mig að deila með þér hugtakinu ,,mindful eating” eða ,,meðvitað át” en það snýr að því að virkja öll skilningarvit okkar meira
6. nóvember 2018 kl. 10:59

Konur og ketó

Ég verð bara að segja þér nokkuð um ketó mataræðið, Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um ketó kúrinn og er þetta einmitt ástæða þess að vinkona mín sá ekki árangur á mataræðinu eins og vinur hennar gerði. Hvað er ketó mataræði til að byrja með... Ketó mataræðið hefur hlotið mikla umfjöllun undanfarið. Mataræðið er hátt í fitu og próteini en er einstaklega lágt í meira
mynd
24. október 2018 kl. 21:32

Við erum 6 ára! Vinsælustu uppskriftir og blogg!

Við erum 6 ára! Í tilefni afmælismánaðar Lifðu til fulls deili ég með þér 6 vinsælustu uppskriftum og bloggfærslum okkar tíma og sérstöku afmælistilboði á uppskriftabókinni Lifðu til fulls! Ef þú átt eftir að næla þér í eintak af uppskriftabókinni mæli ég með að gera svo núna enda takmarkað magn eftir! Þar færðu yfir 100 ómótstæðilegar uppskriftir sem henta hvaða meira
2. október 2018 kl. 19:14

Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gætu verið ástæðurnar

Við konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins oestrogen og áhrifum þess á líkamann. Það minnkar getu okkar til að brenna fitu eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest á líkamann og þá gjarnan á kviðinn. Síðustu daga hef ég verið að ræða við þær konur sem eru skráðar í Nýtt líf og Ný þú þjálfunina sem hófst í síðustu viku en margar af þeim meira
mynd
26. september 2018 kl. 18:05

Hvernig veistu hvort brennslan þín sé hæg eða hröð?

Þyngdaraukning og erfiðleikar við að losna við aukakílóin er eitt helsta einkenni þess að brennslan sé farin að hægjast hjá okkur. Önnur algeng einkenni geta verið vanvirkur eða latur skjaldkirtill, þurrkur í hári eða húð, erfiðleikar með einbeitingu og kulsækni. Breytingaskeiðið getur sannarlega spilað hlutverk í hægari brennslu enda er talið að brennslan hægist um 5% við hvern áratug eftir meira
mynd
29. ágúst 2018 kl. 8:37

Ertu að brenna út? 3 skref sem setja heilsuna aftur í forgang

Hæhæ! Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni? Finnst þér stundum eins og heilsan hangi á bláþræði? Glímir þú við steitu? ..Ef svo er, eru góðar líkur á því að þú sért að keyra þig út eða að heilsan sé nú þegar komin í þrot. Að keyra okkur út með yfirvinnu, streitu og svefnleysi og huga að öllu öðru en heilsunni er orðið algengara en nokkru meira
mynd
14. ágúst 2018 kl. 15:06

5 óvæntar fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg

Uppþemba og bjúgur er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður vill finna fyrir dagsdaglega, en því miður er það ótrúlega algengt! Sérstaklega eftir sumarið eða frí. Bólgur og bjúgur geta haft aukaverkanir eins og þyngdaraukningu, síþreytu og króníska verki eða aukningu á verkjum. Það sem gæti þó komið á óvart er að bólgur og bjúgur eru talin einn helsti orsakavaldur margra sjúkdóma og kvilla eins meira
mynd
29. maí 2018 kl. 13:46

5 orkugefandi millimál til að taka með í vinnuna eða hafa í töskunni

-Ferð þú stundum í búðina í leit að einhverju fljótlegu, horfir yfir öll þessi orkustykki og veltir fyrir þér hvað væri best að velja? Það eru ótal kostir í boði og ég skil vel að það sé ruglandi enda hefur sykur svo ótal mörg mismunandi nöfn og því oft á tíðum ómögulegt að sjá í flýti hvað er besti kosturinn. Hér eru 5 góð millimál sem auka orkuna og eru í alvörunni án sykurs. Ekki skemmir fyrir meira
mynd
22. maí 2018 kl. 13:00

Magnesíum og streita

Færð þú oft sykurlöngun þegar það er streitutímabil hjá þér? Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Við þurfum magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans og einnig er magnesíum  nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Magnesíum ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar m.a. við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi. Magnesíum hefur meira að segja verið meira
mynd
18. maí 2018 kl. 9:07

LA lífið og bakvið tjöldin hjá Lifðu til Fulls

Ég er nýlega komin heim eftir mánaðardvöl í sólríku Los Angeles þar sem ég tók framhaldsstig í hráfæðiskokkinum hjá Plantlab. Mánuðurinn flaug hjá þarna úti en tíminn sem ég eyddi í eldhúsinu og með nýjum vinum er algjörlega ógleymanlegur. Ég kem heim full af nýjum hugmyndum af góðum réttum og innblæstri! Á hverjum degi fann ég tilhlökkun að mæta í skólann, spennt fyrir því hvað við værum að fara meira
18. maí 2018 kl. 8:48

Hvar á að æfa líkamsrækt í Venice, Los Angeles

Nýlega ferðaðist ég til Los Angeles í 5 vikur í hrákokkanám hjá Plantlab. Skólinn er staðsettur í hjarta Venice og í göngufjarlægð frá ströndinni, sem var algjör lúxus. Samhliða skokki eða hjólatúrum á ströndinni fannst mér auðvitað nauðsynlegt að æfa og eru þetta uppáhalds staðirnir mínir til að taka vel á því.   YogaWorks Ég keypti mánaðarkort hjá Yogaworks og bjóða þau upp á bæði hæga og meira
mynd
14. maí 2018 kl. 9:14

Vegan veitingastaðir Hollywood stjarnanna

Vegan lífsstíll er mjög vinsæll í Los Angeles og úrvalið af vegan veitingastöðum og heilsuvörum er eftir því.   Ég er nýlega komin heim eftir rúmlega mánaðardvöl úti þar sem ég tók framhaldstig í hráfæðiskokkinum hjá Plantlab. Sem mikill matgæðingur fann ég mig knúna til að prófa helstu staðina og hitti á nokkur fræg andlit í kjölfarið. Deili ég hér uppáhalds veitingastöðum mínum í Los meira
mynd
2. maí 2018 kl. 8:53

Undirbúðu vikuna á sunnudegi - Hollráð og uppskriftir

Það er orðin föst rútína hjá mér að undirbúa vikuna í eldhúsinu á sunnudögum, og hefur það spilað lykilhlutverk í að ég haldi mér við heilbrigðan lífsstíl! Ég geri þá nokkrar einfaldar uppskriftir sem flýta fyrir eldamennskunni og geri ísskápinn að nokkurs konar “hollustu sjálfsala” ef svo má segja (ólíkt hefðbundum sjálfsölum sem við sjáum víða með samlokum og súkkulaði). Minn er þá meira
mynd
24. apríl 2018 kl. 12:34

3 fæðutegundir sem við ættum öll að borða!

Mig langar að deila með þér þremur fæðutegundum sem ég nota mikið í mataræðið og jafnframt þær sem getað aukið orkuna, dregið úr sykurlöngun og eflt heilsuna! Möndlur Möndlur eru bæði próteinríkar og fituríkar, en á sama tíma lágar í kolvetnum sem styðja við þyngdartap. Möndlur eru einnig taldar vera eina besta fæðan fyrir heilastarfsemi.Möndlur eru fullar af E-vítamínum og innihalda um 17% meira
mynd
5. apríl 2018 kl. 16:16

Hvernig á að þekkja sykur í matvælum og góðir staðgenglar

                    Ert þú búin að vera að samviskusöm/samur í að sleppa sykri en ert samt ekki alveg viss um hvort þú sért alveg laus við sykurinn? Það getur verið yfirþyrmandi að hugsa til þess að þurfa lesa á bak við allar umbúðir í búðinni til að skoða hvort varan innihaldi sykur. Enda getur verið erfitt að þekkja sykur þar sem hann hefur yfir meira
mynd
20. mars 2018 kl. 14:46

Notaðu þetta einfalda ráð til að auka brennsluna!

  Vissir þú að það klukkan hvað við borðum hefur áhrif á brennslu líkamans? Eftir að hafa sótt fyrirlesturinn “ Who wants to live forever” í Háskólabíó síðastliðinn september stóð eitt hugtak frá Dr. Satchin Panda helst uppúr, hugtak sem flestir gætu haft gott af því að kynna sér. Þú gætir hafa rekist á hugtakið um “intermittent fasting” enda orðin smá tískubylgja í meira
7. nóvember 2017 kl. 13:32

Náttúrulegar leiðir til að bæta svefn

Flest okkar kannast við svefnvandamál en rannsóknir sýna að hvíld og góður svefn hafi sama vægi fyrir heilsuna eins og heilbrigt mataræði og hreyfing. Talið er að konur þurfi allt að 20 mín meiri svefn en karlmenn þar sem heilastarfsemi kvenna er virkari yfir daginn. Svefnleysi hefur áhrif á getu líkamans til að brenna fitu, hefur slæm áhrif á geðheilsuna, eykur streitu, bólgumyndun, sykurlöngun meira
24. október 2017 kl. 11:06

5 ráð gegn streitu

Streita vegna vinnuálags hefur aukist töluvert síðustu ár. En vissir þú að konur eru næmari fyrir áhrifum streitu en karlar? Streita er orðin mun algengari meðal kvenna og sýna nýjustu rannsóknir í svíþjóð að fleiri konur hafa þurft að taka leyfi frá vinnu vegna langvarandi streitu.Mig hefur lengi langað að skrifa um þetta málefni, enda þekki ég þá baráttu að finna jafnvægið á milli meira
12. september 2017 kl. 12:17

10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl

Það eru flestir á því máli að þegar kemur að því að breyta um lífsstíl og mataræði, þá er alltaf erfiðast að koma sér af stað. Við finnum endalausar afsakanir eins og.. Það er of dýrt að versla hollt í matinn. Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Fjölskyldunni minni finnst svona matur ekki góður. Ég er undir svo miklu álagi nú þegar. Ég er svo hugmyndalaus þegar kemur að hollum mat. Það er svo flókið að meira
mynd
7. september 2017 kl. 14:48

Safakúr eða Matarhreinsun?

                    Ég varð bara að fá að deila þessu með ykkur... Þetta er eitthvað sem gjörsamlega breytti hugsunum mínum um heilbrigðan lífsstíl og hvernig ég gæti fengið meiri orku, minnkað verki, bætt meltingu mína og aukið brennsluna. Ég hafði oft heyrt um hreinsanir, en í mínum huga þýddi það eingöngu kvöl og svelti. Ég velti oft fyrir meira
23. ágúst 2017 kl. 14:01

Orkulaus? Prófaðu þessar 6 fæðutegundir!

Haustið er sannarlega tíminn til þess að hressa við líkamann og þá koma þessar sex fæður sér vel. Þær eru orkugefandi og hjálpa líkamanum að losna við sykurpúkann og jafnvel einhver aukakíló. Það besta er hversu einfalt það er að bæta þeim við í daglegt mataræði. Varstu annars búin að frétta? Þarnæsta miðvikudag kl: 20:00 er ég að halda ókeypis símtal:  “5 skref sem tvöfalda meira
8. ágúst 2017 kl. 11:24

5 fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg

Aukakíló, bjúgur, bólgur og meltingaróþægindi eiga því miður til að vera fylgifiskar sumarsins. Bjúgur getur átt margar orsakir en algengt er hann myndist vegna fæðuóþols, próteinskorts eða of mikillar neyslu á salti. Bólgur í frumum líkamans geta valdið margskonar hrörnunarsjúkdómum og má oft rekja þær til lélegs mataræðis og streitu sem hefur oft skelfileg áhrif á líkamann. Besta meðferðin við meira
mynd
13. júní 2017 kl. 11:38

Einföld og holl millimál til að taka með í ferðalagið

                      Sumarið er sannarlega tíminn til að sleikja sólina og vera eins mikið úti og mögulegt er. Þá er sniðugt að hafa eitthvað fljótlegt og hollt með í veganestið þegar svengdin kallar. Í dag langar mig að sýna þér nokkra sniðuga kosti sem þægilegt er að hafa með í ferðalagið, útilegu eða útiveru/lautarferðina. Í þessari og meira
30. maí 2017 kl. 11:55

Ferðalisti og hollráð fyrir ferðalagið í sumar

Hefur þú átt draum sem rættist? Lengi hefur mig dreymt um að fara í heimsreisu um Evrópu og Asíu! Ég trúi varla að ég sé að segja þetta en.. “síðustu helgi hófst ferðalagið” .Við hjónin erum farin út í ævintýri! Ég er að springa úr þakklæti og mun deila með þér myndbrotum frá Instagram og samfélagsmiðlum í sumar af ferðalaginu okkar! Smelltu hér til að fylgjast með mér meira
5. maí 2017 kl. 7:41

Bestu vítamínin eftir fertugt (síðari hluti)

Í síðustu viku sagði ég þér frá nauðsynlegum vítamínum eftir fertugt, en það eru ýmsar breytingar sem eiga sér stað í líkamanum með árunum og gott að huga fyrr en seinna að því hverju gott er að bæta við í mataræðið. Hér er seinni hlutinn af góðum vítamínunum að taka eftir fertugsaldurinn og getað hjálpað til að sporna við kvillum og sjúkdómum.-- -- Járn Konur, sérstaklega eftir fertugsaldur meira
26. apríl 2017 kl. 11:31

Bestu vítamínin eftir fertugt

Vítamín spila lykilhlutverk í að jafna orku, matarlanganir og sykurlöngun líkamans. Eftir því sem árin líða verður sífellt mikilvægara að hugsa um breytingar á næringu m.a. vegna breytinga á hormónum og eru nokkur vítamín sem eru góð samhliða hollu mataræði. Hér eru bestu vítamínin fyrir konur eftir fertugt.   B12 Eftir fertugsaldur og sérstaklega eftir fimmtugsaldurinn er æskilegt að taka meira
20. apríl 2017 kl. 11:34

Góð hreinsunarráð til að hefja sumarið

  Dagleg hreinsunarráð til að hefja sumarið   1. Drekktu 2 lítra af vatni eða meira. Oft upplifum við hungur þegar líkaminn þarfnast vökva. Byrjaðu daginn með a.m.k 1/2L af vatni. Bættu örlítið af sítrónu eða klípu af cayenne til að vekja meltinguna.   2. Byrjaðu daginn með grænum búst. Byrjaðu daginn með grænum búst. Takmarkaðu hrátt spínat ef þú ert með hægan skjaldkirtil. Sjáðu meira
14. febrúar 2017 kl. 14:03

“Af hverju við sækjum í sykur” á Facebook Live í dag!

Gleðilegan valentínusardag! Sem gjöf til þín held ég Facebook Live í dag þar sem ég deili með þér af hverju við fáum sykurlöngun og náttúrulegar leiðir að slá á sykurlöngunina! Ég vonast að hafa sem flesta með og mun svara spurningum um sykurinn og veita eins mikinn stuðning og ég get á meðan við erum í beinni. Smelltu hér kl 16:00 til að vera með í Facebook live Hér er eitthvað af því sem ég mun meira
18. janúar 2017 kl. 18:46

7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun

Færð þú stundum óhemjandi löngun í sykur? Ég hef alltaf verið mikið fyrir sætindi. Hér áður fyrr þurfti ég nánast undantekningarlaust að fá mér einn súkkulaðimola, stundum tvo, eftir kvöldmat. Þegar sætindaþráin lætur finna fyrir sér veit ég að ég þarf að fara aftur í litlu trixin mín 7 sem redda sykurlönguninni nær samstundis, á mun hollari hátt heldur en að grípa í nammið! Sykur meira
mynd
12. janúar 2017 kl. 16:00

10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2016!

Gleðilegt nýtt ár! Með nýju ári finnst mér gott að gera tvennt. Hreinsa líkamann og líta til baka. Síðustu daga hef ég notað 5 daga hreinsun mína til að hressa kropp­inn við eft­ir hátíðarn­ar. Kröft­ug­ hreinsun get­ur einmitt hjálpað við að minnka maga­mál, bjúg og syk­ur­löng­un. Þá byrja ég daginn á melt­ing­ar­gerl­um í meira
20. desember 2016 kl. 8:44

Smákökur með heitu kakói og kókosrjóma!

Desembermánuður er í miklu uppáhaldi hjá mér! Ég elska snjóinn og að hlýja mér við bolla af heitu sykurlausu kakói á köldum vetrardögum. Jólatónlistin kemur mér alltaf í hátíðarskapið og ég elska að matreiða holla og góða hátíðarrétti. Þessi mánuður hefur verið sérstaklega annríkur við tökur, en hef ég tekið upp þætti með ÍNN sjónvarpi  sem verða frumsýndir í kvöld! í þáttunum sýni ég þér meira
13. desember 2016 kl. 12:27

Afmælistertan mín: Brownie með ostaköku- og jarðaberjakremi!

Hæhæ! Nú fer alveg að líða að jólum og afmælinu mínu! Því langar mig að deila með ykkur afmæliskökunni minni í ár: Þriggja laga tertu með browniebotni, ostakökufyllingu og jarðaberjakremi! Að sjálfsögðu er hún laus við unninn sykur,  dásamlega holl og ljúffeng! Það vantar aldeilis ekki uppá sætindin í desember og kjörið er að breyta gömlum siðum til hins betra. Mér finnst brownie tertan meira
5. desember 2016 kl. 11:34

Sykurlaus og ljúf jól

Hæhæ og gleðilegan desember! Þar sem konfekt og sætindi munu skreyta hvert heimili og vinnustað þennan mánuð, fannst mér við hæfi að deila uppskrift af afar einföldum og ljúffengum marsipankonfektmolum!Það er næstum lygilegt að þeir séu hollir og án nokkurs sykurs eða hveitis. Það er afar lítil fyrirhöfn með þeim þar sem ekki þarf að baka þá í ofni!  Þeirra má virkilega njóta með góðri meira
30. nóvember 2016 kl. 8:51

Dásamleg sætkartöflumús og Jólanámskeið!

Gleðilega aðventu! Væri ekki æðislegt að fríska upp á jólamánuðinn með einföldum og hollum hátíðarmat sem bragðast ómótstæðilega?Þar sem ég er nýorðin hráfæðiskokkur hef ég sett saman nýjan hátíðarmatseðil og held sérstakt jólanámskeið næstkomandi þriðjudag með blöndu af hráfæði og létt elduðum réttum! Á námskeiðinu förum við yfir hin ýmsu ráð fyrir jólaboðin, hreinsun og hvað gott meira
25. nóvember 2016 kl. 15:48

3 sykurlaus námskeið í desember!

Hæhæ! Þá er ég er komin heim eftir mánaðardvöl í LA. Ég greip með mér smá kvef í veðurfarsbreytingunum en það er ekkert sem grænn safi hristir ekki af mér! Mér tókst að stútfylla töskurnar mínar af bókum og glósum (ásamt nokkrum nýjum flíkum, einhverjum jólagjöfum og hnotubrjótum!). Ég hlakka til að deila með ykkur fullt af nýjum hugmyndum, uppskriftum og fróðleik í desember! Námskeiðin eru komin meira
16. nóvember 2016 kl. 16:45

Kveðja frá hráfæðisskólanum í LA!

Hæhæ!Það er búið að vera svo gaman hér í hráfæðiskóla Matthew Kenney í sólríku Kaliforníu.. Við byrjum snemma á hverjum degi og gerum uppskrift eftir uppskrift af girnilegum hráfæðisréttum. Ég kæmi trúlega rúllandi heim ef maturinn væri ekki svona hollur og ég dugleg að hreyfa mig!Eftir skóla reyni ég svo ýmist að njóta borgarinnar eða sleikja sólina á ströndinni. Í skólanum gerum við allt meira
8. nóvember 2016 kl. 21:16

Læknirinn í eldhúsinu - Spjall og uppskrift

Síðan hugmyndin um að skrifa matreiðslubókina Lifðu til fulls kviknaði hjá mér hef ég verið svo gríðarlega lánsöm að fá að kynnast fleirum í þeim geira og þeirra á meðal er hann Ragnar Freyr Ingvarsson. Ragnar eða Læknirinn í eldhúsinu eins og hann er oft kallaður hefur gefið út þrjár matreiðslubækur. Ragnar hefur einstaka ástríðu fyrir eldamennsku og er nýfluttur aftur til Íslands með meira
19. október 2016 kl. 9:59

Ég er flutt til LA!

Næsti kafli í lífi mínu... Hráfæðiskóli! Ég mun halda áfram að skrifa þér frá sólríku Venice, Kaliforníu þar sem ég mun flytja í mánuð og fara í matreiðsluskóla hjá Matthew Kenney, en þar verð ég daglega að bralla í eldhúsinu og að drekka kókosvatn á ströndinni. Ég býð þér að fylgjast með mér á facebook, instagram og snapchat: lifdutilfulls þar sem ég deili með þér lífinu í LA!  meira
30. september 2016 kl. 10:13

Ekta súkkulaði brownie sem er líka holl!

Mmm... mjúk súkkulaðikaka, silkimjúkur kókosrjómi og fersk ber. Eins og sannur sælkeri á ég erfitt með að standast gómsætar tertur og þessi hittir ávallt í mark.  Hún er ein af mínum uppáhalds, enda þykir mér fátt betra en dökkt súkkulaði.   Uppskriftin er úr bókinni Lifðu til fulls sem er nú mest selda uppskriftabók landsins, en þið sem hafið nælt í eintak af bókinni meira
12. september 2016 kl. 10:42

Bókin mín er loksins komin og því ber að fagna!

Gettu hvað? Í þessum töluðu orðum er uppskriftabókin mín Lifðu til fulls, yfir 100 ómótstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma á leið í bókabúðir um land allt! Ég get ekki lýst þessari tilfinningu en hér má sjá myndband sem sýnir viðbrögðin þegar ég sá fyrsta eintakið af bókinni minni, Ekkert myndi gleðja mig frekar en að þú  myndir koma og fagna útgáfunni með mér. Ég vil meira
30. ágúst 2016 kl. 14:46

Lærðu að elska sjálfa þig!

Við erum flestar sekar um að finnast við ekki vera nóg. Þrátt fyrir að það sé gott að sjá hvað okkur líkar í fari eða útlit annarra og leggja okkur fram um að veita því viðurkenningu er ekki síður mikilvægt (ef ekki mikilvægara) að leita uppi og viðurkenna eigin kosti. Ég hef sjálf verið sek að hugsa „ohh þú ert svo feit“. Mér finnst það orðið aðeins of eðlislægt hjá okkur konum að meira
mynd
24. ágúst 2016 kl. 10:08

Æðisleg fyllt sæt kartafla sem þú munt elska!

Vika tvö er hafin í Ókeypis 14 daga áskorun að sykurleysi en nú þegar hafa hátt í 25.000 manns tekið þátt í áskoruninni undir handleiðslu minni. Það er ekki of seint að vera með! Þú getur smellt hér og fengið strax aðgang að uppskriftum vikunnar ásamt innkaupalista og fleiri ráðum til að vinna bug á sykurpúkanum. Tækifæri til að fá uppskriftir og innkaupalista í hendurnar, ásamt meira
mynd
15. ágúst 2016 kl. 8:28

Ég skora á þig að sleppa sykri með mér!

Í dag, 15. ágúst hefst ný 14 daga sykurlaus áskorun hjá Lifðu til fulls. Það kostar ekki krónu að taka þátt! Með þátttöku þinni getur þú aukið orkuna, lést og losnað við sykurpúkann í eitt skipti fyrir öll! Ég skora því á þig að sleppa sykrinum með mér í 14 daga og gefa líkama þínum næringuna sem hann raunverulega kallar eftir! Ég sendi þér uppskriftir, innkaupalista og meira
mynd
26. júlí 2016 kl. 21:44

Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum, þú verður að prófa!

Kannast þú við þennan tíma dags þegar líkaminn hreinlega ærist og kallar á eitthvað sætt og orkuríkt? Það er akkúrat þá sem þessar hrákúlur koma sér vel.  Mér finnst gott að eiga alltaf eitthvað til að grípa í sem svalar sykurpúkanum. Það er svo mikilvægt þegar við breytum lífsstílnum að upplifa aldrei tilfinninguna að maður sé að neita sér um eitthvað. Það finnst mér vera meira
mynd
19. júlí 2016 kl. 13:39

Æðislegar grænkálsvefjur sem þú munt elska!

Ég verð að deila uppskriftinni að þessum grænkálsvefjum með þér! Einfalt, hreint og fljótlegt er það sem ég elska í matargerð. Það tekur innan við tvær mínútur að setja saman þessa snilld og vefjurnar gefa þér góða fyllingu sem endist fram eftir degi. Það sem er enn betra er þær hjálpa til við að slá á sykurþörfina og jafna blóðsykur. Uppskrift: Vefjur 2-4 grænkálsblöð (fer eftir stærð) 1/2 gúrka meira
mynd
14. júlí 2016 kl. 7:26

Þrír æðislegir sumarkokteilar!

Sumarið er sannarlega komið og tími fyrir holla kokteila! Hér koma þrír einfaldir og fljótlegir drykkir sem eru í alvörunni ótrúlega góðir fyrir þig. Ég nota gjarnan sítrónur og límónur í kokteilinn en sítrónur eru fullar af C vítamíni og innihalda pectin trefja sem geta hjálpað við hreinsun.  Ég mæli með lífrænum sítrusávöxtum þar sem mesta eitrið er á berkinum en ef þú notar meira
mynd
5. júlí 2016 kl. 22:03

Haltu í hollustuna á ferðalögunum í sumar!

Eitt af því sem ég er gjarnan spurð að er hvernig ég borða hollt þegar ég er á ferðalagi. Með stærstu ferðamannahelgi ársins að baki finnst mér upplagt að segja ykkur frá því hvernig ég huga að heilsunni þegar ég er á flakki. Svar mitt við þessari spurningu er að þetta snýst fyrst og fremst um skipulag. Ég veit að það er ekkert sérstaklega spennandi svar en þú kemst fljótt upp á lagið með að meira
mynd
22. júní 2016 kl. 16:09

Hvernig látum við kryddjurtirnar endast lengur?

Um daginn fjallaði ég um þá æðislegu heilsuávinninga sem við fáum úr kryddjurtum þar á meðal sterkara ónæmiskerfi og minni bólgur og sagði svo frá hvernig ég planta þeim. Í dag langar mig að deila með þér hvernig ég geymi þær svo þær endist sem lengst og út í hvað ég nota þær. Ég er mjög hrifin af heimagerðum (DIY) leiðum að hugsa um húðina og geyma matvæli. Til þess nota meira
13. júní 2016 kl. 8:46

Hvernig á að rækta þinn eigin kryddjurtagarð

  Ég elska kryddjurtir, þær eru svo frískandi og dásamleg viðbót í mataræðið. Getur þú verið sammála? Kryddjurtir eru einnig fullar af andoxunarefnum sem styðja við ónæmiskerfið og geta haft bólgueyðandi áhrif. Þær styðja einnig við hreinsun líkamans og eru ríkar af vítamínum og steinefnum eins og A, B og C vítamínum og kalki. Í dag langar mig að sýna þér einfalda leið að sá  meira
1. júní 2016 kl. 11:36

Sannleikurinn um sykur og megrunarkúra

  Dorrit Moussaieff forsetafrú opnaði Foodloose fyrirlesturinn síðastliðin fimmtudag með því að segja “ Ég vona að Ísland verði fyrst þjóða til þess að banna unnin sykur. Þar á meðal innflutning á hvítu hveiti og unnum kolvetnum og sykri” Þótti þetta vel við hæfi enda viðfangsefni dagsins rannsókn á sykri, fitu og mataræði nútíma mannsins. Fram komu einnig nokkur þekkt andlit meira
25. maí 2016 kl. 8:37

Framtíð heilsu og næringar með Dr. Tommy

  Þar sem heilsufyrirlesturinn Foodloose  er næstkomandi fimmtudag, 26.maí fannst mér upplagt að taka viðtal við Dr. Tommy Wood, einum af talsmönnum fyrirlestursins. Tommy stundaði nám í lífefnafræði við háskólann í Cambridge ásamt læknisgráðu við Oxford Háskóla. Núna er hann að klára doktorsgráðu í lífeðlis- og taugafræði við Háskólann í Osló. Tommy er því afar fróðleiksfús og ég held meira
19. maí 2016 kl. 6:36

Heimagerður andlitsmaski sem fær húðina til að ljóma

Vissir þú að maí er mánuður fegurðar? Rómverjarnir skírðu mánuðinn í höfuð á gyðjunni Maius (May) sem er einkum kennd við vöxt plantna og blóma, býður maí uppá fullkomið loftslag fyrir slíkt. Í tilefni af þessum “fegurðar” mánuði  langar mig að deila með þér æðislegum  heimagerðum (DIY) andlitsmaska úr aðeins fjórum innihaldsefnum til að draga fram þennan ljóma. Þetta er einn meira
4. maí 2016 kl. 10:22

7 einföld millimál sem gefa orku

Vantar þig stundum hugmyndir að millimálum? Ég hef tekið eftir því að marga vantar fleiri hugmyndir af góðum millimálum og eitthvað til að grípa með sér eða setja í nestisboxið. Ef þú finnur þig oft hugmyndasnauða að einhverju orkuríku til að grípa þér í milli mál er greinin í dag eitthvað fyrir þig. Við tókum saman 7 einföld og bragðgóð millimál sem gefa þér þessa orku sem þú þarft til að halda meira
26. apríl 2016 kl. 14:37

Hvar er Lifðu til Fulls á samfélagsmiðlum?

26. maí í Hörpunni verður heilsuráðstefnan Foodloose en talsmenn ráðstefnunnar eru fremstu doktorar, vísindamenn og næringarfræðingar heims og munu þeir tala um áhrif sykurs á heilsu okkar. Kíktu á Foodloose ráðstefnuna hér  En ég sjálf mun vera á ráðstefnunni en fyrir þá sem þekkja til mín þá hef ég áhuga á öllu sem tengist heilsu, lífsstíl, jákvæðu hugarfari og vellíðan. En fyrir þá sem meira
19. apríl 2016 kl. 15:39

8 ráð að bættum svefni

Svefn spilar gríðarlegu hlutverki í getu líkamans að brenna fitu, einbeita okkur að krefjandi verkefnum. En margir kannast við að sofa illa, liggja andvaka uppí rúmi að reyna að finna réttu stellinguna eða vakna upp um nóttina í svitakasti. Svo ég vildi deila með ykkur 8 góðum ráðum að betri svefni. 1.Taktu Magnesíum á kvöldin Magnesíum hjálpar vöðvum líkamans að slaka á með því að færa kalsíum úr meira
12. apríl 2016 kl. 17:37

6 ástæður af hverju konur þurfa meiri svefn

  Hvað veldur því að við konur þurfum meiri svefn en karlmenn? Rannsóknir sýna að heili okkar kvenna er “flóknari" en karla og þarfnast því meiri svefns. "Konur eiga það til að vera með mörg verkefni á höndum sér, taka ákvarðanir og gera margt í einu, þær þurfa því oft á meiri svefni að halda. Karlmenn sem eru í flóknum störfum sem þurfa að taka mikið af ákvörðunum og leysa mörg meira
mynd
29. mars 2016 kl. 14:05

5 ástæður af hverju vigtin lýgur að þér

Hefur þú einhverntíman stigið á vigtina og orðið svekkt á sjálfri þér? Ef svo er er þetta bréf fyrir þig í dag... Þetta er nokkuð sem ég trúi að geti breytt hugmyndum þínum um vigtina og hvort þú þurfir nokkuð á henni að halda. Þar sem ég vinn mikið heiman frá mér þykir mér mikilvægt að byrja daginn minn á því að fara út í ræktina. Hef ég því aðeins verið að stelast á vigtina, eitthvað sem ég hef meira
23. mars 2016 kl. 11:17

Hvað á að borða fyrir orku og þyngdartap + Páskaleiðarvísir

Ert þú að klikka á því albesta fyrir orku og þyngdartap? Með páskahátíðina framundan datt mér í hug að deila með þér eitt af mínum albestu ráðum að viðhalda orku og þyngdartapi á sama tíma og súkkulaðieggin taka yfir. Felst það í því að leyna inn meira af náttúrulegri súperfæðu. Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhaga salat er ein helsta súperfæðan sem hjálpar til við að meira
mynd
15. mars 2016 kl. 16:08

5 ástæður af hverju við konur þyngjumst

Þar sem Nýtt líf og Ný þú þjálfun fer að hefjast fékk það mig til að hugsa aftur og skoða ástæður þess af hverju ég náði ekki að léttast á sínum tíma, ástæður sem þú gætir verið að glíma við í dag. Það liggur við að ég hafi keypt öll bætiefni sem mér var sagt frá að væru góð eða ég hafði lesið um í fjölmiðlum. Vandamálið var að það voru alltof margir að segja mér hvað ég „átti” að vera meira
8. mars 2016 kl. 12:35

Spurt og Svarað með Júlíu heilsumarkþjálfa

Hæ hæ Í kvöld þriðjudaginn 8 mars, kl 20:30 ætla ég að deila hvernig hægt er að ná varanlegu þyngdartapi og orku með ókeypis símtali í beinni.  Í símtalinu býðst þér að spjalla við mig og spyrja úti heilsu þína og hvort Nýtt líf og Ný þú þjálfun sé rétt fyrir þig!   Mun ég svara spurningum eins og:      „Hvernig get ég grennst og haldið því út án þess að fara meira
3. mars 2016 kl. 8:43

Skráning Er Hafin Í Nýtt Líf Og Ný Þú! (Horfðu Á Myndband 4)

Ég vildi láta þig vita að   “Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða þjálfun” sem hefst núna í mars 2016 er nú opin fyrir skráningu! Þar sem þjálfun opnar aðeins dyr einu sinni til tvisvar yfir árið vildi ég að þú fengir tækifæri að vera með . Farðu hér til þess að horfa á síðasta myndbandið með skráningu í myndbandsþjálfun og fá þannig svörin við þínum spurningum um þjálfun. Ef þú finnur að meira
16. febrúar 2016 kl. 10:29

7 hlutir til að nota í staðinn fyrir sykur og spennandi tilkynning

Margir hafa sett af stað heilsuvæna hefð á nýja árinu með því að sleppa eða neyta minna af sykri núna aðra vikuna í ókeypis sykurlausri áskorun. Nú er önnur vikan hafin og er hægt að vera með og fá innkaupalista og uppskriftir frá heimasíðunni Í mars hefst okkar 4 mánaða Nýtt líf og Ný þú þjálfun og í því tilefni hefst ókeypis myndbandsþjálfun, 18.feb þar sem ég gef 4 kennslumyndbönd og meira
9. febrúar 2016 kl. 10:16

Drekktu þennan til að slá á sykurþörfina

Fyrsti dagurinn í “Sykurlaus í 14 daga” áskorun hófst í gær með tæpum 20.000 djörfum einstaklingum sem eru skráðir til leiks. Enda hefur sykurát okkar Íslendinga verið til mikillar umfjöllunar og skammtíma og langtíma ávinningar miklir að því að sleppa sykri. Að sleppa sykri hefur sjaldan verið eins einfald eða hvað þá bragðgott með sykurlaus í 14 daga áskorun. Ef þú ert ekki skráð/ur meira
2. febrúar 2016 kl. 14:20

7 hlutir sem geta gerst þegar þú sleppir sykri

  Það eru aðeins 3 dagar þar til fyrstu uppskriftir og innkaupalisti fara út til yfir 17.000 þátttakenda sem eru skráð í “Sykurlaus í 14 daga” áskorun sem hefst svo næsta mánudag. Ég hef alltaf jafn gaman af því að setja saman nýjar sykurlausar uppskriftir sem slá á sykurþörfina, bragðast dásamlega og taka lítinn tíma í undirbúning. Hérna sérðu mynd frá sykurlausu myndatöku um meira
mynd
27. janúar 2016 kl. 12:56

5 sekúnda prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri

Hefur þú velt fyrir þér hvort þú ættir að hætta í hvíta sykrinum? Við settum upp skemmtilega mynd í tilefni að “sykurlaus í 14 daga” áskorun til að hjálpa þér að svara þeirri spurningu og sýna þér á 5 sekúndum hvort þú þurfir að sleppa sykri. Þegar við tölum um að sleppa sykri erum við raunverulega að tala um að sleppa frúktósa að mestu. Frúktósi hefur verið tengdur við ýmis neikvæð meira
21. janúar 2016 kl. 10:13

7 einfaldir hlutir sem minnka sykurlöngun og ókeypis sykurlaus áskorun!

Sykurneysla íslendinga hefur farið gríðarlega vaxandi síðustu ár og er í dag einn helsta orsök sykursýki 2, þunglyndis, síþreytu, ófrjósemi, hjartasjúkdóma og ofþyngdar. Sykur er aðgengilegasta “fíkniefnið” þarna úti og tekur allt að 14 dögum að fara úr líkamanum samkvæmt Sara Givens næringarsérfræðingi og metsöluhöfundi. Góðu fréttirnar eru að 14 daga sykur laus áskorun er meira
7. janúar 2016 kl. 10:50

Nýtt ár, nýtt útlit og ný síða

Gleðilegt Nýtt ár Takk fyrir það sem er liðið og vona ég innilega að árið í vændum verði enn heilsusamlegra og gæskuríkara. Ég er ofboðslega þakklát fyrir að fá að skrifa til þín vikulega og hjálpa þér á einhvern hátt að taka skref að léttari líkama, meiri orku og vellíðan með lífsstílsbreytingu. Með Nýja árinu, vildi ég gefa þér innskot inní hvernig árið hjá okkur Lifðu Til Fulls mun líta út meira
17. desember 2015 kl. 9:28

Jólabooztið sem styður við þyngdartap

Fyrir ári varð vínkona mín húgt á Acai-dufti Hún vissi samt ekkert hvað hún átti að gera með Acai berin en hún varð að fá þau. Það endaði með að ég birtist heim til hennar með stóra jólakörfu með Acai dufti, Acai- og bláberja tei og Acai súkkulaði svona uppá grínið og skemmtum við okkur vel að útbúa mismunandi Acai tilraunir. Þú ert kannski forvitin að heyra af hverju vinkona mín varð svona húgt á meira
15. desember 2015 kl. 9:35

Piparkökubústið sem styður við þyngdartap

Það líkist ekkert á við góðan drykk sem bæði lyktar og bragðast eins og jólin og þú veist að þú getur drukkið með góðri samvisku. Hér kemur piparkökubústinn sem styður við þyngdartap, orku og kemur jafnvægi á kræsingar og konfekt áti sem tilheyrir svo oft hátíðunum. Ef þú varst svo ekki búin að næla þér jólagjöfina frá mér með einn hlut til að gera fyrir heilsu þína í 10 mín á dag í skemmtilegu meira
10. desember 2015 kl. 8:38

7 ráð fyrir holl jól

7 sæt RÁÐ AÐ ORKU OG VELLÍÐAN FYRIR JÓL Flest okkar búa við streitu og taka eftir þreytu og óskýrri hugsun sem henni fylgir. Annað sem fylgir streitu sem ekki mörg okkar vita er að streita hægir á brennslu og getur aukið insúlínmagn sem leiðir þannig til fitumyndunar. Í jólaáætlun okkar leggjum við sérstaklega uppá dagleg hollráð sem styðja við jafnvægi á orkustigi, skapi og brennslu. Það gerir að meira
9. desember 2015 kl. 9:24

Náðu í jólaáætlun að þyngdartapi og orku

Í ár ákvað ég að gera sjálf aðventukransinn og skreytti heimilið rauðum kertum, greinum og könglum. Að mínu mati er fátt huggulegra en kertaljós og jólasöngvar á dimmu vetrarkvöldi. Kappmál okkar ætti að vera að taka eftir því litla og töfralega sem gerist á hverjum degi þennan mánuð, því streitan bætir engu við líf okkar og þá sérstaklega ekki heilsuna. Leyndardómurinn er fólgin í því meira
1. desember 2015 kl. 13:01

Hvernig á að skipta út sykri í bakstri og “sætu” smákökurnar mínar!

Aðventan býður uppá margar freistingar. Ilmurinn frá nýbökuðum smákökum á köldum vetrardegi er erfitt að standast, það er því upplagt að gera þær sætar og góðar fyrir þig líka. Í dag fást svo ótal margar tegundir af hollum og góðum sætuefnum sem sniðugt er að skipta út fyrir hefðbundinn hvítan sykur og betrumbæta uppskriftina að heilsunni. Það er bara svo huggulegt að eiga eitthvað sem þú getur meira
24. nóvember 2015 kl. 9:35

Í staðinn fyrir hafragrautinn í fyrramálið, prófaðu þetta!

Eitt af mínum helstu ráðum þegar hefja á lífsstílsbreytingu er að byrja að breyta morgunsiðum til hins betra. Góð byrjun gefur start að heilsusamlegum degi og sýna rannsóknir að það hjálpar til við þyngdarstjórnun, einbeitingu yfir daginn og jafnvel lækkun kólesteróls. Nýlega deildi ég 5 fæðutegundum sem geta aukið brennslu og minnkað kviðfituna hér. Heilir hafrar eru þar helst upp taldir. meira
17. nóvember 2015 kl. 8:46

10 hlutir sem styðja við hreinsun og þyngdartap

Að viðhalda hreinum líkama er eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir heilsuna, meiri orku og þyngdartap. Í nóvember deildi ég með tölublaði Man hvernig á að komast að fæðuóþoli og hvað er til ráða. Fæðuóþol/viðkvæmni getur komið með árunum ef við leyfum uppsöfnuðum eiturefnum frá mataræði, lífsstíl eða umhverfi að safnast upp. Eiturefni geta komið jafnvel frá streitu eða skorti á svefni og meira
5. nóvember 2015 kl. 9:56

5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna burt bumbuna

Þegar við konur nálgumst miðjan aldur, á hlutfall fitu í líkamanum það til að aukast (því miður meira en á körlum) og fitugeymslan fer að færast á efri hluta líkamans í stað mjaðma og læra, eða um bumbuna. Jafnvel þótt þú þyngist í raun ekki, þá getur mittislínan stækkað um nokkra sentímetra þar sem iðrafita (í kringum líffærin) þrýstir á kviðarvegginn. Iðrafita er bendluð við fjöldann allan af meira
6. október 2015 kl. 12:24

Hætt að léttast og alltaf þreytt? Hér eru 4 ástæður..

Ert þú strand þegar kemur að þyngdartapi og orku? Eða finnst þér þú vera að gera allt rétt, en bara einhvernvegin ert ekki komin með þá þyngd eða líðan sem þú þráir? Ef svo er er grein dagsins eitthvað fyrir þig. Deili ég með þér einhverju sem gæti trúlega stytt ferðalag þitt að meiri orku og meiri sátt í þínu skinni. Þetta eru einmitt þeir hlutir sem héldu mér orkulausri, í basli við meira
29. september 2015 kl. 9:33

Hvað á að borða fyrir þyngdartap og orku? + uppskrift

Ertu að klikka á grænu? Eitt af því sem ég byrjaði að elska meira og meira þegar ég hóf lífsstílsbreytingu var allt þetta græna – því ég fann hvað það smurði líkama minn af ást  (ef ég má taka svo til orða)! Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhaga salat er ein helsta fæðan sem hjálpar til við að hreinsa líkamann, styrkja þarmaflóruna, byggja upp ónæmiskerfið, veita meira
23. september 2015 kl. 13:04

Er fólkið í kringum þig að draga úr árangri þínum?

Ég er algjör nörd. Eitt af því sem ég naut þess að gera í sumar, fyrir utan að vera út í náttúrunni, var að sökkva mér ofaní efni sem tengdist langlífi, heilsu og leiðum sem hjálpa okkur að lifa sem hamingjusamari manneskjur. Ég lærði eitthvað svo ótrúlegt frá David Wolfe, einum af mínum kennurum, um þau gríðarlegu áhrif að hafa gott félagsnet í kringum okkur.  Því þeir sem eru meira
mynd
17. september 2015 kl. 7:01

7 hollráð til að koma þyngdartapi og orku af stað

Eitt af því sem mörg okkar vilja sjálfsagt öðlast eftir sumarið er að koma þyngdartapi af stað og að fá meiri orku, ekki satt? Í dag langar mig að deila með þér 7 hollráðum sem þú getur nýtt þér strax í dag til þess að koma einmitt þessu af stað. 1. Vatn   Vatn styður við flutning næringarefna á milli líffæra, eykur brennslu, vinnur gegn sykurlöngun og sjúkdómum. Vatn ásamt olíu getur einnig meira
1. september 2015 kl. 10:50

Ertu alveg viss um að þú ættir að fara í megrunarkúr?

Ertu að hugsa um að byrja á nýjum megrunarkúr? Hugsaðu aftur… Því 77% þeirra sem hefja megrunarkúr þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 33-66% sem fara í megrunarkúr enda með því að þyngjast um meira en áður en þau byrjuðu megrunarkúrinn. Sannleikurinn er að þyngdartap hefur ekkert að gera með viljastyrk. Í nýlegum Ted fyrirlestri með Sandra Aamodt, segir hún frá hvernig hugurinn verður meira
12. ágúst 2015 kl. 14:52

Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli

Spínat og skjaldkirtils greinin mín sem birtist fyrir rúmum 2 árum fékk yfir 12.000 deilingar á facebook svo ég vissi að umræðuefnið væri eitthvað sem þú hefðir virkilegan áhuga á. Hef ég beðið spennt eftir því að deila með þér grein dagsins, því þetta er eitthvað sem ég veit að mun breyta hugmyndum þínum um vanvirkni skjaldkirtils. Hefur saga mín frá því að greinast með latan skjaldkirtil og meira
12. ágúst 2015 kl. 14:50

5 einföld og fljótleg ráð fyrir ferðalagið

Hluti af því að skapa lífsstíl og upplifa langvarandi árangur að þyngdartapi og heilsu er að velja ávallt það besta fyrir líkama þinn, líka þegar þú ert upptekin eða á ferðinni. Mörg okkar geta verið sammála því að við njótum þess að ferðast og fara til sólarlanda og þegar við erum í fríi, viljum við helst bara vera í fríi og sleppa öllum „skyldum” sem við setjum okkur heimavið meira
6. ágúst 2015 kl. 11:26

Gæti grænkál verið nýja mjólkin?

Ég verð bara að segja þér nokkuð Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um kalk og hvort mjólkin sé besta leiðin fyrir kalkinntöku. Er þetta jafnframt ástæða þess að ég hætti að velta mér uppúr því að taka inn kalk eða ekki. …yfir í að hafa að hafa aldrei verið hærri í kalki án þess að taka það inn í vítamínformi eða frá mjólkinni. Og fékk ég þannig frekari meira
21. júlí 2015 kl. 14:19

Sannleikurinn um sykur, hormón og liðverki

Ég verð bara að segja þér, yfir 14 þúsund voru sykurlausir og sáttir í gær! Ég er ofboðslega þakklát og uppfull af gleði eftir þessa 14 daga og ótrúlega gaman að heyra þátttakendur tala um bætta líðan, jafnari orku, þyngdartap og losun verkja! “Mér líður svo vel á þessu sykurlausa fæði búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur, og ég hef ekki fengið höfuðverk eða meira
mynd
15. júlí 2015 kl. 12:06

Möndlu-súkkulaði klattar úr sykurlausri áskorun

Eitt mikilvægasta sem þarf að huga af þegar hefja á sykurlaust líferni er hvað á að koma í staðinn. Þar eru þessir klattar ómissandi. Gefur uppskriftin 18 klatta og geymast vel í frysti eða kæli. Botn:1 bolli sólblómafræ1 bolli möndlur1/4 bolli kókoshveiti4 msk möndlusmjör4 msk kókosolía5 mjúkar döðlur*1 tsk vanilla Súkkulaði krem:4 döðlur*1/4 bolli kókosolía4 msk lífrænt kakóduft4 dropar stevia meira
mynd
15. júlí 2015 kl. 12:01

5 vísbendingar um að þú gætir verið háð/ur sykri

  1. Þú ert með löngun í sykur allan daginn. Þarftu alltaf að bæta við einhverju sætu út í kaffið þitt eða teið? Grípuru í súkkulaði yfir daginn til að seðja löngunina? 2. Þú átt erfitt með að neita þér um sykur.Þegar það er eitthvað sætt á boðstólnum, velur þú kökurnar og sætindin fram yfir hollari valkostina? Áttu erfitt með að neita þér um eftirrétt? 3. Þú fyllist kvíða við þeirri meira
Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira