Pistlar:

5. febrúar 2024 kl. 10:44

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

5 ráð fyrir konur sem vilja fasta

Föstur eru fullkomið dæmi um mikilvægi þess að gleypa ekki allar upplýsingar sem þrýst er að okkur þegar kemur að því sem við eigum að gera til að styðja við heilbrigðan líkama. 

Því eins og þú munt lesa í þessari grein þá eru bara aðrar reglur sem gilda fyrir konur og karla.

iStock-1291554025-2048x13651. Lengri föstur eru ekki endilega betri

Vinsælt er að fasta í 16:8 eða 14:10. Það þýðir að þú sért að fasta í 16 eða 14 klukkutíma og borða innan 8 eða 10 klukkutíma ramma. Það er því eðlilegt  að hugsa svo að því meiri og lengur sem við föstum, því betra. 

En fyrir konur er meira ekki endilega betra því þegar líkaminn upplifir skort, getur það m.a. ollið lækkun á skjaldkirtilshormónum (T3) og aukningu á kortisól, streituhormóninu. Ef þú ert nú þegar undir mikilli streitu eða hormón eru nú þegar í ójafnvægi getur kortisól hindrað fitubrennslu þar sem orkunni er umbreytt í glúkósa fremur en að nýtast í fitubrennslu. 

Því væri ráðlagðara að byrja að fasta styttra og ekki endilega á hverjum einasta degi. Prófaðu t.d að styðjast við 10,12 eða 14 tíma föstur.

2. Fastaðu í takt við tíðahringinn

Á degi 1-6 á tíðahringnum, á meðan blæðingum eiga sér stað gætu föstur ollið hormónaójafnvægis og pirrings hjá sumum konum.  Sumar konur getað fastað í styttri tíma en margir eru sammála að betra væri að bíða með lengri föstur þar til eftir blæðingar.

Á degi 7-21 eftir blæðingar, tímabilið þar sem eggloss á sér stað er líkaminn að framleiða estrógen og því í betra ástandi til þess að fasta í lengri tíma. 

Á degi 21-28, vikuna áður en blæðingar hefjast lækkar estrógen og líkaminn krefjast gjarnan meiri kolvetna en vanalega. Það er mikilvægt að virða það og leggja ekki pressu á sig að fasta til lengri tíma yfir þann tíma.

Notaðu þessa punkta til þess að fasta í takt við tíðahringinn, taktu eftir því hvenær það er auðveldara að fasta og hvenær það er nær ómögulegt. Við erum eins mismunandi og við erum margar og því mikilvægt að finna þinn takt.

3. Fastaðu frekar á kvöldin en  morgnana  

Margir sem tala um hvað þeim gangast af föstum, gætu einfaldlega verið að gagnast af því að nú hafa þau sett sér reglur að borða ekki eftir kvöldmat.  Brennslan hjá okkur er í hámarki á morgnana og minnkar svo þegar líður á kvöldi.

Rannsóknir sýna einnig að það að borða of nálægt svefntíma stuðlar að þyngdaraukningu, þar sem líkaminn hefur ekki nægan tíma til að umbrjóta hitaeiningarnar að fullu áður en þú ferð að sofa.

Gott ráð er að borða ekkert a.m.k 3 klst fyrir svefn til að styðja við meltingu og náttúrulegu líkamsklukkuna.

4. Ekki gleyma trefjunum 

Margir prófa föstur en upplifa að melting þeirra hægist og klósettferðum fækkar. Í flestum tilfellum er sökudólgurinn skortur á trefjum. Trefjar eru lykilatriði þegar kemur að því að stjórna meltingu, hungurtilfinningu og fyllingu. Það hjálpar til við að veita langvarandi orku og að halda blóðsykri stöðugum.

Trefjar geta komið frá grænmeti, chia- eða hörfræjum, ávöxtum og grófu kornmeti. Ef þú finnur að klósettferðum fer fækkandi við föstur bættu þá trefjum í mataræðið.  

5. Gerðu kaffibollann skotheldan

Best væri ef þú myndir bíða með að drekka kaffið þar til þú borðar fyrstu máltíðina en ef þú ert týpan sem verður að fá kaffið þitt strax og þú vaknar gerður kaffibollan skotheldan. Skothellt kaffi er kaffi með viðbættri ftu frá smjöri eða MCT- kókosolíu.  Fitan gefur seddu, styður við hormón og blóðsykur og gefur líkamanum þau skilaboð að ekkert svelti ástand á sér stað.

Skothelt kaffi er einfalt og bragðgott og finnur þú uppskriftina hér

Að lokum, hlustaðu á líkamann

Ef þú tekur eitthvað með þér frá þessari grein þá skaltu láta það verða að “hlusta á líkamann”. 

Þú gætir upplifað daga eða jafnvel vikur þar sem þér finnst ekkert mál að fasta, svo koma aðrir dagar þar sem þér finnst ómögulegt að fasta og þú finnur bara fyrir svima, óþægindum og gífurlegri svengdartilfinningu. Kvenlíkaminn er ekki vélmenni og stundum er það betra fyrir brennslu, orku, þyngdartap og hormón að borða morgunmat frekar en að sleppa því. Hlustaðu því á líkamann og finndu taktinn sem virkar fyrir þig. 

Heilsa og hamingja, 
Júlía 

mynd
1. febrúar 2024 kl. 11:57

Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu

Ert þú að taka inn D-vítamín?D-vítamín er mikilvægara en þú heldur, það hefur ekki eingöngu áhrif á andlegu líðan okkar heldur er það gríðarlega mikilvægt fyrir alla líkamsstarfsemina. Í dag langar mig að segja þér betur frá áhrifum D-vítamíns á heilsuna. Það gæti komið þér á óvart að heyra að sólin ber 90% ábyrgð á uppsprettu af D-vítamíni og aðeins 10% kemur frá fæðunni. Enda er ekki af meira
17. október 2023 kl. 20:51

Sparaðu í matarinnkaupum með fjárhagsáætlun

Hefur þú einhvern tímann sett þér fjárhagsáætlun fyrir matarinnkaupin en síðan endað á að eyða tvöfalt eða þrefalt meira? Ef svo er þá er þessi grein akkúrat fyrir þig. Af hverju að setja sér áætlun? Að hafa fjárhagsáætlun fyrir matarinnkaupin gefur þér stjórn á hvert þú vilt að peningurinn fari. Kannski ertu að safna þér fyrir utanlandsferð, kannski ertu í framkvæmdum eða kannski langar þér að meira
12. október 2023 kl. 8:22

11 ráð fyrir holl og ódýr matarinnkaup

Ég er oft spurð að því hvort heilbrigður lífsstíll sé ekki dýr. Hann getur vissulega verið það, en hann þarf ekki að vera það endilega. Í gegnum árin hef ég komið mér upp allskyns ráðum til þess að halda í hollustuna á kosntaðarvænan hátt og deili ég þeim hér í dag.    Kauptu egg beint frá býli Það að versla egg beint frá býli getur bæði verið hollari og hagkvæmari kostur, sérstaklega ef meira
31. maí 2023 kl. 9:59

Allt um Chia fræ

Chia fræ urðu ofboðslega vinsæl fyrir nokkrum árum. Þau eru ótrúlega næringarrík og góð fyrir líkamann. Ég á þau alltaf til í búrinu eða í bleyti í ísskápnum.  Margir hafa ekki verið nægilega vel upplýstir um meðhöndlun á fræjunum svo þau nýtast sem best fyrir líkaman. Aðrir hafa prófað fræin en finnst þau bragðast illa og finna jafnvel fyrir meltingar óþægindum.  Mig langar að taka meira
16. maí 2023 kl. 21:21

6 fæður til að borða yfir breytingarskeiðið

Hvaða ættu konur á breytingarskeiðinu að huga að í mataræðinu? Er sérstök fæða sem hefur jákvæð áhrif á hormón og getur þar með dregið úr einkennum eins og heilaþoku og hitakófi sem oft fylgja þessu tímaskeiði í lífi kvenna?Þetta er spurning sem konur sem sækja námskeið hjá Lifðu til fulls spurja okkur gjarnan útí. Langar mig því að deila með ykkur lykilatriðum í mataræðinu ásamt sex meira
mynd
19. apríl 2023 kl. 8:56

Losnaðu við flensu á 24 klst

Ert þú búin að vera að glíma við flensu eða veikindi síðustu daga? Ég er að jafna mig eftir eina slíka, hef verið með væga hálsbólgu, slappleika og flensueinkenni. Mig langar að deila með þér ráðum sem ég geri sem styrkir ónæmiskerfið og flýtir fyrir bata.  1) Svefn Svefn er gríðarlega vanmetin, en hann hjálpar líkamanum að endurnýja sig! Farðu fyrr í háttinn, leggðu þig þegar þú ert þreytt meira
mynd
8. mars 2023 kl. 10:36

10 lausnir við hægðatregðu

Glímir þú við hægðatregðu? Hvort sem hægðatregða sé regluleg hjá þér, eitthvað sem gerist af og til eða tímabundið ástand t.d eftir aðgerð er mikilvægt að huga að náttúrulegum úrræðum sem koma í veg fyrir og geta unnið gegn hægðatregðu. Enda hefur meltingin áhrif á skap, vellíðan, orku, einbeitingu og líkamsþyngd. Hér eru nokkrar fæðutegundir ásamt náttúrulegu úrræði sem léttir á meira
2. mars 2023 kl. 11:11

Hægðatregða og melting

Glímir þú við hægðatregðu? Er melting þín innan heilbrigða marka? Hér að neðan tel ég upp einkenni hægðatregðu og hver orsök hennar eru en einnig hvað einkennir heilbrigða meltingu og hvernig hægt er að koma henni í heilbrigðara ástand. Mikilvægi góðrar meltingar Það er sagt að meltingin sé grunnur að góðri heilsu og því ætti umtal um meltingu eða fjölda klósettferða hjá okkur ekki að vera neitt meira
mynd
7. desember 2022 kl. 10:03

Hvernig á að skipta út sykri í bakstri og uppáhalds smákökurnar mínar!

Aðventan býður uppá margar freistingar. Ilmurinn frá nýbökuðum smákökum á köldum vetrardegi er erfitt að standast, það er því upplagt að gera þær sætar og góðar fyrir þig líka.   Í dag fást svo ótal margar tegundir af hollum og góðum sætuefnum sem sniðugt er að skipta út fyrir hefðbundinn hvítan sykur og betrumbæta uppskriftina að heilsunni. Það er bara svo huggulegt að eiga eitthvað sem þú meira
mynd
28. október 2022 kl. 9:43

Lifðu til fulls fagnar 10 ára afmæli!

Núna í október 2022 var 10 ára afmæli Lifðu til fulls. Litla fyrirtækið sem ég stofnaði fyrir 10 árum hefur aldeilis blómstrað og langar mig því að deila með þér í sögu okkar og hvernig fyrirtækið hefur þróast. Ég upplifi gífurlegt þakklæti þegar ég hugsa um þann áratug sem við hjá Lifðu til fulls höfum hjálpað þúsundum kvenna að orkumeira lífi, sátt í eigin skinni og meira
mynd
28. september 2022 kl. 9:34

Járnskortur og þreyta

Vissir þú að járnskortur er einn algengasti næringarskorturinn í heiminum?  Í raun er talið að einn af hverjum 4 einstaklingum glíma við járnskort. Allir aldurshópar geta upplifað slíkann skort en börn, óléttar konur, konur á tíðablæðingum og einstaklingar sem fara í blóðskilun eru þó líklegri.  Hvað gerir járn í líkamanum?   Járn er mikilvægt steinefni sem hjálpar til við að meira
mynd
26. ágúst 2022 kl. 18:38

Hvað gerist ef þú drekkur kaffi á fastandi maga..

Kaffi og kortisól Þú vaknar, lufsast inn í eldhús og byrjar að útbúa fyrsta kaffibollann… þú færð koffínið beint í æð og þá fyrst ertu tilbúin í daginn!  Kannast þú við þetta? Mig deila með þér afhverju þú ættir ekki að drekka kaffi á fastandi maga. Þetta á sérstaklega við um konur, vegna viðkvæms og flókins hormónakerfis. Hvað gerist þegar við drekkum kaffi á fastandi maga?  Í meira
mynd
1. júní 2022 kl. 11:53

Magnesíum og súkkulaðilöngun

Glímir þú oft við súkkulaðilöngun? Að neyta súkkulaðis í hófi er í fullkomlega góðu lagi en hins vegar, ef þú finnur fyrir stöðugri löngun í súkkulaði gæti það bent til þess að þú glímir við magnesíumskort sem líkaminn er að reyna að uppfylla. Enda er súkkulaði sérlega ríkt af magnesíum. Magnesíum spilar stórt hlutverk þegar kemur að líkamanum, m.a. styður það við vöðva, taugaboð og orku. meira
mynd
1. apríl 2022 kl. 10:12

Ráð við liðverkjum á breytingaskeiðinu

Glímir þú við… bakverki, liðverki, stirða liði, gigtareinkenni eða skyndilegan sársauki á ýmsum stöðum? Mörg okkar telja verki í liðum einfaldlega hluta af því að eldast og að við þurfum bara að læra að aðlagast og lifa með þeim. Það gæti ekki verið fjarri sanni! Sársauki er ekki einungis upplifun verkja heldur hefur hann einnig áhrif á andlega líðan og hvernig þú höndlar lífið, samskipti meira
mynd
29. mars 2022 kl. 16:40

Óhreinn ristill?

Grunnurinn að góðri heilsu er heilbrigð þarmaflóra. Ristillinn þinn virkar sem fráveitukerfi líkamans og með vanrækslu á honum breytist hann í geymslustað fyrir eiturefni og starfsemi hans skerðist. Þá leysir ristillinn frekar eiturefni út í blóðrásina sem hefur áhrif á heilastarfsemi, taugakerfi, líffæri og skjaldkirtilinn. Þegar þessir hlutir eru undir neikvæðum áhrifum hefur það einnig neikvæð meira
17. febrúar 2022 kl. 13:09

Hár blóðþrýstingur: Einkenni og hvað er til ráða?

Hefur þú fengið það staðfest hjá lækni að þú glímir við of háan blóðþrýsting? Hár blóðþrýstingur er nokkuð algengt vandamál og í raun mun algengara en þig grunar! Margir glíma við of háan blóðþrýsting án sinnar vitundar enda eru einkennin fá og jafnvel engin. Þó koma sum einkenni upp, þar á meðal: Sjóntruflanir Mæði Blóðnasir Uppköst Höfuðverkur, einkum á morgnanna Erfiðleikar með öndun Algengi meira
mynd
9. febrúar 2022 kl. 8:47

Oregano olía gegn flensu

Það virðist sem margir hafa gripið með sér flensu upp á síðkastið, ég sjálf lá niðri með hálsbólgu, kvef og flensu og náðu að hrista það af mér með góðri hvíld, svefni, hreinni fæðu og einhverju sem ég gríp ávallt í – oregano olía! Oregano olían er talin ein sú besta gegn fyrir kvefi, hálsbólgu eða flensu af hverskonar tagi.  Í hvert sinn sem ég hef orðið veik, hvort sem það slappleiki meira
mynd
18. janúar 2022 kl. 15:31

Candida og sykur

Glímir þú við uppþembu og magaverki? Upplifir þú síþreytu eða ofnæmi? Hefur þú óþol fyrir ýmsum matvælum og færð auðveldlega meltingartruflanir? …Ef svo er, þá gæti verið að þú sért að glíma við ofvöxt á Candida sveppi! Hvað er Candida? Candida albicans er gersveppur sem finnst í líkamanum og má finna hann víða, m.a. í leggöngum, húð, munni og meltingarfærum. Líkaminn er fullfær um að halda meira
mynd
17. nóvember 2021 kl. 11:47

Hollari valkostir fyrir óholla ánægju

Hvernig smakkast hollari valkostir á þínum uppáhalds sætindum? Veist þú hver eru stærstu mistökin hjá fólki þegar það byrjar heilbrigðan lífsstíl? Það einblínir á það sem “ekki má”. Mögulega hefur þú gert sömu mistök og upplifir takmarkanir í mataræði að einhverju leyti. Sem er alveg glatað, er það ekki? Einblíndu frekar á allann þann girnilega mat sem þú mátt borða og tengdu hann við meira
18. ágúst 2021 kl. 15:39

Ráð til að efla meltingu eftir sumarfrí

    Slæm melting og bólgur (innflammations) orsakast oft vegna röskunar á rútínu okkar og mataræði.  Slíkt á til að hægja á brennslunni og starfsemi allra líffæra sem getur valdið sýkingum, þyngdarstöðnun, orkuleysi og ýmsum kvillum. Grunnstoð heilsunnar er heilbrigð melting. Meltingin spilar lykilhlutverk í að líffærastarfsemi okkar sé virk og að líkaminn vinni rétt úr fæðunni. meira
mynd
11. maí 2021 kl. 13:37

35 kíló farin og breyttur lífsstíll enn 6 árum síðar

Marta Klein skráði sig fyrst í Nýtt líf og Ný þú þjálfun hjá mér árið 2015 þegar hún var komin með nóg af sjálfri sér, búin að prófa allar hugsanlegar lausnir þarna úti og líkamleg vanlíðan í hámarki.  Síðan þá hefur hún náð ótrúlegum árangri og öðlast algjörlega breytt líf og lífsstíl sem hún elskar og viðheldur.  Þar sem Marta býr í Þýskalandi hittumst við í fyrsta sinn fyrir meira
mynd
31. mars 2021 kl. 19:00

Sjokkerandi sannleikur um megrunarkúrinn!

Hefurðu hugsað þér að byrja á megrunarkúr? Hvort sem það er Ketó, LKL eða föstur… Ég veit að þessir þessir kúrar getað verið freistandi og auðvelt að falla í þá gildru að hugsa með sér; „Æjji ég tek mig bara á í mánuð með þessum nýja kúr og þá mun ég vera orðin fit og flott og ná að halda mér þannig“ En er það virkilega það sem gerist? Eru kúrar og strangur agi það sem virkar meira
mynd
26. mars 2021 kl. 11:43

Góð ráð ef þú ætlar að leggja leið þína að eldgosinu...

Í gær sagði ég ykkur frá mögnuðu ferðalagi mínu að eldgosasvæðinu og nú langar mig til þess að gefa ykkur nokkur góð ráð. Ef þú stefnir að því að fara á eldgosasvæðið eða í aðra langa fjallgöngu gæti þetta nýst þér en ég ætla að deila með ykkur hvað ég tók með í nesti og hvernig ég náði endurheimt í fótum eftir þessa heiftarlegu og erfiðu göngu.               meira
mynd
25. mars 2021 kl. 9:49

Fjallganga mín að eldgosasvæðinu

Vinsælasta afþreying Íslendinga þessa dagana er að ganga að eldgosasvæðinu í Fagradalsfjalli og fá þannig að upplifa að sjá það með berum augum. Ég gerði mér ferð þangað um helgina og langar að deila upplifun minni með ykkur. Ég kom heim um klukkan 2 eftir miðnætti aðfaranótt mánudags, með steina í töskunni og blauta fjallaskó í bakpokanum. Við hjónin ákváðum að skella okkur á eldgosasvæðið fyrr meira
mynd
19. mars 2021 kl. 12:20

Einkenni kulnunar og hvernig á að vinna úr henni

Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni? Hangir heilsan hjá þér á bláþræði? Glímir þú við streitu eða síþreytu? …Ef svo er, þá eru góðar líkur á því að þú sért að keyra þig út eða að heilsan sé nú þegar komin í þrot. Þetta kallast kulnun eða “burnout” á ensku.   Hvað er kulnun? Langt tímabil sem einkennist af meira
12. mars 2021 kl. 9:10

1 mínútu trix sem slær á sykurlöngun

Vissir þú að það eru 5 fæðutegundir sem hjálpa okkur losna við sykurþörf? Ein þeirra er kókosolía! Eitthvað sem ég geri oft þegar ég fæ sykurlöngun er að fá mér 1 msk af kókosolíu beint í munninn (mér finnst hún mjög bragðgóð) en einnig er hægt að setja hana út í búst. Það er til lyktar- og bragðlaus kókosolía ef þér finnst hún ekki bragðgóð. Kókosolían er líka frábær fyrir aukna brennslu. meira
11. mars 2021 kl. 11:46

6 gildrur mataræðis sem hægja á árangri

Kannastu við að vera alltaf að prófa nýjasta heilsukúrinn og finna ekki neitt sem virkilega ENDIST? Það er svo endalaust margt í boði að það er eðlilegt að veða algörlega ringlaður í öllum þessum heilsumálum. Ég hef sjálf prófað ýmislegt og ég var algjörlega óviss um hvort ég væri að gera það rétta fyrir mig. Vandamálið var að það voru allt of margir að segja mér hvað ég meira
24. febrúar 2021 kl. 11:10

Spínat og skjaldkirtillinn þinn

Í dag langar mig til þess að deila með ykkur ástæðum þess að ég fór frá því að borða um 1/2 kg af spínati á viku yfir í að hætta algjörlega að borða hrátt spínat og velja frekar fæðutegundir sem hæfðu mér! Spínat, eins hollt og okkur er sagt að það sé, hentar ekki fyrir alla. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning vil ég nefna það strax að ég er ég ekki að mæla með því að þú hættir alveg meira
17. febrúar 2021 kl. 14:28

Uppáhalds heilsuvörur mínar!

Í dag langar mig að deila með ykkur uppáhalds vörunum mínum. Þessar eru tilvaldar til að gefa sjálfri sér í konugjöf eða fá maka til að splæsa í ;)         1. Collagen duft frá Feel Iceland Kollagen er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er kollagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum. Feel meira
16. desember 2020 kl. 15:57

16 kílóum léttari og uppgötvaði leyndarmálið að hinni fullkomnu húð!

Ég er alltaf jafn spennt að deila með ykkur árangurssögum frá flottu konunum á Frískari og orkumeiri námskeiðinu hjá okkur! Þær veita mér endalausan innblástur.  Birta lauk Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá mér fyrir um það bil þremur mánuðum og hefur náð ótrúlegum árangri og breytt lífi sínu og fjölskyldu sinnar til hins betra.  Hún hefur misst 16 kíló (10 á 30 meira
mynd
27. nóvember 2020 kl. 17:40

Hvernig er hægt að gera smákökurnar hollari?

Er nokkuð of snemmt að fara hugsa um jólabaksturinn? Kannski, en það má þá allavega byrja leyfa sér að dagdreyma um ljúfu lyktina úr ofninum við heimabakaðar smákökur og aðeins að byrja að skipuleggja baksturinn.  Það er ýmislegt til ráða til að gera uppáhalds smákökurnar hollari án þess að mikill bragðmunur finnist. Það er til dæmis hægt að taka hvaða uppskrift sem er og nota hrásykur eða meira
19. nóvember 2020 kl. 15:22

Mikilvægt að finna jafnvægi

Nú þegar jólin nálgast er mikilvægt að halda í hollustuna og stilla sér hófs svo hægt sé að fara inn í jólamánuðinn án þess að missa sig alveg í kræsingum og konfekti. Það kannast eflaust flestir við það að ætla bara að fá sér einn konfektmola, en um leið og hann er horfinn kemur upp hugsun á þessa leið: “æji ég er hvort eð er ‘dottin í það’, best að fá sér nokkra mola í meira
mynd
25. ágúst 2020 kl. 18:07

Mín persónulega reynsla við að vinna úr áföllum

  Í síðustu viku fékk ég Dr. Don Wood til að vera gestur á blogginu.  Þessa viku langar mig að deila með ykkur persónulegri reynslu minni eftir að hafa unnið með honum vegna þess að ég tel það geta hjálpað þér að uppgötva hvernig þú getur sjálf átt þína persónulegu umbreytingu. Ég kynntist Dr. Don Wood á ráðstefnu í San Diego í nóvember 2019, hann var fenginn sem einn af talsmönnum meira
18. ágúst 2020 kl. 14:10

Áföll og áhrif á heilsu okkar með Dr. Don Wood

  Vissir þú að líkamlegri verkir, þunglyndi og streita getur átt uppruna sinn í tilfinningum og áföllum úr bernsku sem ekki hefur verið unnið úr? Það er einmitt það sem vinur minn, Dr. Don Wood ætlar að deila með okkur í dag. Við höfum öll lent í áfalli af einhverju tagi og það getur mótað upplifanir og lífsgæði okkar. Ég kynntist Dr. Don Wood fyrir rúmlega ári síðan á ráðstefnu í San Diego meira
mynd
1. ágúst 2020 kl. 14:01

10 hlutir sem næra líkama og sál yfir Covid

    Það er svo frískandi að skella sér aðeins út í náttúruna. Mér fannst ég mjög heppin að geta yfirhöfuð farið út úr húsi, hvað þá að fara út í fallegu náttúruna okkar. Við erum öll mjög lánsöm hvað Ísland er að jafna sig vel eftir þennan heimsfarald sem er í gangi. Ég og maðurinn ákváðum að leigja þennan líka notalega sumarbústað, aðeins tveggja tíma akstur úr bænum og VÁ hvað það var meira
30. júní 2020 kl. 16:59

Öflug 4 mín hugaræfing til að brjótast úr gömlu fari

Síðustu helgi átti ég alveg æðislegan dag með konum sem eru hjá mér í Nýtt líf og Ný þú Eðalþjálfun, í töfrandi umhverfi í Hveragerði. Við byrjuðum daginn á því að konurnar áttuðu sig á gömlum sögum um líkama sinn sem voru að valda neikvæðum hugsunum og halda þeim í sama fari. Málið er að við eigum öll þá tilhneygingu að hugsa oftar neikvætt en jákvætt. Þegar við tökum eftir neikvæðum hugsunum meira
1. apríl 2020 kl. 14:31

Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gætu verið ástæðurnar

Við konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins estrogen og áhrifum þess á líkamann. Það minnkar getu okkar til að brenna fitu eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest á líkamann og þá gjarnan á kviðinn.Hér eru 5 ástæður sem geta verið að koma í veg fyrir að þú náir að léttast og upplifir líkama fullan af orku.   1. Þú ert föst í meira
13. mars 2020 kl. 16:50

7 fæður sem efla ónæmiskerfið

Vegna kórónuvírussins hefur landlæknir tekið fram mikilvægi þess að efla ónæmiskerfið. Að sjálfsögðu ættum við alltaf huga að ónæmiskerfi okkar og stuðla að heilbrigðu varnarkerfi líkamans en á tímum sem þessum er það einstaklega mikilvægt. Hér koma því nokkrar frábærar fæður sem styrkja ónæmiskerfið. Fæðutegundirnar munu hagnast þér best samhliða því að halda sykri, streitu og áfengi í lágmarki meira
26. febrúar 2020 kl. 10:11

2 mín æfing sem hjálpar þér að elska líkama þinn

Í síðustu viku þegar ég var í Kaliforníu átti ég spjall við vinkonu mína þar sem hún sagði mér frá glímu sinni við líkamsímyndina og að hún ætti erfitt með að horfast í augun við líkama sinn í speglinum. Hún horfði í spegilinn og hugsaði með sér “ohh ég er svo feit”, “afhverju er ég með fitu í handarkrikanum” — þú kannski þekkir þetta líka enda held ég að flestar meira
6. febrúar 2020 kl. 12:05

10kg farin og orkan hefur margfaldast!

Helga, meðlimur í Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá Lifðu til fulls, hefur náð stórglæsilegum árangri og er hér birt viðtal við hana þar sem hún deilir með reynslu sinni.    Skapsveiflur, bjúguð og of þung “Áður en ég byrjaði á námskeiðinu þá leið mér ekki vel. Ég sveiflaðist í skapi, sem truflaði mjög einbeitingu. Ég var með bjúg og mig verkjaði í nára og meira
19. janúar 2020 kl. 8:56

7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun

Hver vill ekki læra um auðveldar leiðir sem slá á sykurlöngunina? Hér er listi yfir einfalda hluti sem þú getur byrjað að innleiða inní þína daglegu rútínu strax í dag og kvatt þar með sykurpúkann! Fáðu þér eina matskeið af kókosolíu  Kókosolían er frábær fyrir meltinguna,  heilastarfsemi og hjálpar að slá á sykurlöngun. Fitan í henni er einstök þar sem hún inniheldur meira
mynd
26. nóvember 2019 kl. 12:10

Óttastu að þyngjast yfir hátíðirnar? Lestu þetta...

Sigríður Jónsdóttir lauk Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hjá mér fyrir um það bil tveimur mánuðum. Hún hefur alltaf verið svo jákvæð og dugleg að ég gat ekki annað en fengið hana til þess að deila sögunni sinni öðrum til innblásturs.    Stjórnast ekki lengur af sykrinum ,,Ástæðan fyrir að ég skráði mig var sú að ég vildi hætta að þurfa að leita í sykurinn til að fá orku. Það meira
11. nóvember 2019 kl. 10:42

4 fæðutegundir sem auka kynhvötina

Hvað er betra en að fá fæðutegundir sem auka kynhvötina? Hér kemur listi fullur af náttúrulegum fæðutegundum sem auka kynhvötina og kveikja á ástarbálinu! Dökkt lífrænt súkkulaði Fólk hefur borðað súkkulaði á ýmsa vegu síðan 450 fyrir Krist! Súkkulaði var oft bendlað við guði og talið vera algjört undrameðal og var notað við ýmsum kvillum.  Í súkkulaði er efnið trýptófan, sem er eitt meira
29. október 2019 kl. 12:30

Við erum 7 ára! Afmælistilboð og árangurssögur

Ég trúi þessu varla, Lifðu til fulls er 7 ára! Tíminn flýgur aldeilis! Það sem mig langar mest af öllu að gera í dag er fagna afmælinu með þér!! Ertu ekki til í smá afmælisgleði? Við byrjum gleðina á afmælistilboði og 7 lærdómsríkum árangurssögum!   Uppskriftabók Lifðu til fulls Bókin mín gefur yfir 100 uppskriftir fyrir orku og ljóma. Allar lausar við glútein, sykur, mjólkurafurðir og henta meira
17. september 2019 kl. 14:48

4 heilbrigðar leiðir að þyngdartapi

Ef þú vilt vita leyndarmálið til að léttast náttúrulega og viðhalda þyngdartapinu, þá er þetta grein fyrir þig.  Ég styðst við þessar 4 einföldu leiðir til að koma í veg fyrir þyngdaraukningu og hjálpa mér að viðhalda sátt í eigin skinni.    1) Borðaðu þegar þú finnur fyrir hungri og hættu þegar þú hefur fengið nóg. Kennari sem kenndi mér næringarfræði sagði alltaf að meira
20. ágúst 2019 kl. 10:16

Aldrei of seint að breyta um lífsstíl

Eftir erfitt ár 2017 hrakaði heilsu Þorgerðar mikið og hún endaði með að hætta í vinnu. Lífið snerist þó við eftir að hún sló til og skráði sig á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið, í byrjun sumars.   Hér er viðtal við Þorgerði og minni ég á að skráningu í næsta hóp fyrir Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið lýkur á miðnætti á fimmtudag! Árið 2017 reyndist erfitt meira
13. ágúst 2019 kl. 14:07

Svona nærð þú árangri án öfga!

Ert þú líka svona? Um daginn var ég að keyra frá Joylato ísbúðinni í 101 með vinkonu minni og hún sagði ,,Já veistu ég þarf bara að verða rosalega hörð við mig og fara að neita mér um ís, og hollan ís líka, til að komast lengra með heilsuna.” Mig langaði mest að stoppa bílinn og slá hana utan undir! En ég ákvað að hlusta á hana og reyna að skilja hvaðan þetta væri að koma.  Því mínútum meira
6. ágúst 2019 kl. 13:41

Losnaðu við bólgur og hægðatregðu með réttum gerlum!

Aukakíló, bjúgur og hægðatregða eiga því miður til að vera fylgifiskar sumarsins.  Rótina má oftast rekja til of mikillar neyslu á sykri og salti eða fæðuóþols. Slíkt veldur álagi á meltinguna sem þar af leiðandi veldur meltingaróþægindum líkt og hægðatregðu, bjúg og aukakílóum. Því er þó oftast hægt að koma í betra horf með réttum meltingargerlum.   Hvað eru meltingargerlar? meira
mynd
4. júní 2019 kl. 11:55

Af hverju sumarið er BESTI tíminn að taka heilsuna í gegn

Sumarið er tíminn sem fólk vill grilla, halda partý og matarboð, borða ís og gera vel við sig í sumarfríum. Tilhugsunin um það að fara eftir matarprógrami eða sleppa sykri getur því verið óspennandi á þessum tíma. Ég slæ þessa efasemd alltaf strax útaf borðinu því ég vil meina að sumarið sé einmitt einn besti tíminn til að taka mataræðið í gegn! Enda sýnir 30 daga námskeiðið þér að það sé vel hægt meira
mynd
21. maí 2019 kl. 10:10

Hvað þýðir það að “vera besta útgáfan af sjálfri þér”?

Játning... Lengi vel þoldi ég ekki frasann “að vera besta útgáfan af sjálfum sér”. Mér fannst merking hans vera óljós og frasinn vera ofnotaður... Fyrr en fyrir tæpum mánuði síðan þegar það var eins og eitthvað smylli hjá mér og ég áttaði mig loks á því hvað það að “vera besta útgáfan af sjálfum sér” þýðir. Þýðingin er einföld en þegar við náum að tileinka hana getur hún meira
mynd
7. maí 2019 kl. 10:32

Uppáhalds vörurnar mínar

Ég fæ oft fyrirspurnir um það hvaða vörur ég nota svo mér datt í hug að deila með ykkur mínum uppáhalds þessa dagana! Ég vona að þetta gefi ykkur innblástur fyrir sykurlausar vörur sem hægt er að kaupa. Prótein frá Vivolife Ég er mjög vandlát þegar kemur að plöntumiðuðum próteinum því ég þoli ekki “prótein-eftirbragð” og vil að próteinið sem ég nota sé hágæða. Ekkert soja, sykur meira
mynd
30. apríl 2019 kl. 14:57

,,Upplifði sykurlöngun hverfa á fyrsta degi"

Ég varð bara að deila þessu með þér. Eitt af því sem gleður okkur hjá Lifðu til fulls hvað mest, er að heyra árangurssögur og við gætum ekki ekki verið stoltari af Kolbrúnu. Kolbrún skráði sig á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið fyrr á árinu í von um að ná þeirri heilsu og líkama sem hún hafði lengi þráð. Draumur í 10 ár að losna við sykurlöngun “Ég var frekar orkulaus, búin að meira
mynd
26. mars 2019 kl. 11:46

10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2018!

Eins og alltaf voru janúar og febrúar alveg pakkaðir hjá mér. Það er alltaf mikið að gera í kringum sykurlausu áskorunina, auk þess sem við opnuðum á ný fyrir skráningar á “Frískari og orkumeiri á 30 dögum” námskeiðið. Það er greinilegt að byrjun árs er tíminn sem allir vilja taka heilsuna í gegn og skráningar í ár slógu öll met hjá okkur! Eitt af því sem ég geri alltaf í upphafi meira
mynd
12. mars 2019 kl. 9:31

Fæðutegundir sem draga úr bólgum og hrista burtu flensu á sólarhring!

Glímir þú við bólgur, bjúg eða flensu? Rót bólguvandamála getur verið margþætt og mikilvægt er að finna rót vandans áður en lengra er haldið. Margir læknar og sérfræðingar í dag eru sammála því að sykur er leiðandi orsök í “inflammation” eða bólgumyndum í líkamanum. Sykur getur skert ónæmiskerfið og minnkað upptöku næringarefna, sem þýðir að við erum ekki fyllilega að nýta þá meira
mynd
27. febrúar 2019 kl. 9:41

7 einföld ráð til að minnka sykurneyslu

Það að draga úr sykurneyslu er margþætt og vex okkur oft í augum. Oft er ég spurð að því hvernig ég fer að því að borða aldrei sykur og að hafa ekki einu sinni löngun í sykur, svo ég ákvað að setja saman 7 ráð sem við getum öll nýtt til að minnka sykurinn og halda sykurpúkanum í burtu. 1. Finndu staðgengla fyrir uppáhalds sætindin þín Náttúruleg sæta býður upp á endalausa möguleika og ég get meira
mynd
12. febrúar 2019 kl. 10:21

5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur

  Af hverju er svona erfitt að halda sig við sykurleysið? Í dag deili ég með þér 5 algengustu mistökunum þegar við ætlum að sleppa sykri eða halda áfram í sykurminna mataræði. Mistökin eru vissulega dýrkeypt enda er sykur ávanabindandi og ef við höldum áfram að borða hann án þess að gera okkur grein fyrir því, losnar líkaminn aldrei fyllilega við hann og orkuleysi, slen og aukakíló meira
mynd
15. janúar 2019 kl. 13:45

Svona setur þú markmið og nærð þeim

,,Ég set mér oft markmið en gefst svo uppá þeim, hvernig á ég að setja mér markmið sem ég næ?” Þetta er áhugaverð spurning sem við fengum senda frá lesanda og mér fannst kjörið að nýta nýja árið í að svara henni enda eru heilsumarkmið eflaust mörgum ofarlega í huga núna. Í janúar fyllast oft líkamsræktarstöðvar af fólki með há markmið sem oft á tíðum fara sér of geyst og gefast meira
mynd
7. janúar 2019 kl. 11:22

Svona lítur hreinsunardagur út

  Á nýju ári þykir mér tilvalið að taka einn dag í það minnsta í smá hreinsun. Einföld hreinsun eins og sú sem ég deili með þér í dag frískar uppá líkamann, losar um bólgur og kemur manni rétt af stað inn í nýja árið. Það er algengur misskilningur að við þurfum að fasta eða drekka eingöngu safa til þess að hreinsa líkamann. Hreinsunardagurinn hér neðar inniheldur bæði safa, jógúrt meira
mynd
11. desember 2018 kl. 14:20

Fallegar súkkulaði trufflur með lakkrís - uppskrift

Þessar trufflur eru hreint lostæti og mætti líkja þeim við hráfæðisútgáfu af þrist. Allir sem hafa smakkað trúa ekki að þær séu hollar og sykurlausar! Ég útbjó eins konar “álfaduft” úr náttúrulegum innihaldsefnum eins og jarðaberjum, túrmerik, matcha te og ekki skal gleyma 100% lakkrís dufti sem tekur trufflurnar á næsta stig. Trufflurnar er gott að eiga til að meira
mynd
5. desember 2018 kl. 10:25

Dásamlegur vegan jólaís - uppskrift

Ef þú elskar ís þá er þessi póstur fyrir þig! Sjálf hef ég mikla ástríðu fyrir ís og ísgerð og hef leitað lengi að hinum fullkomna vegan ís (sem þyrfti auðvitað að hafa sykurmagnið í lágmarki) og í gegnum árin hef ég keypt mér þó nokkrar uppskriftabækur og gert ýmsar tilraunir. Eftir ótal tilraunir deili ég með ykkur, að mínu mati, hinum fullkomna vegan ís. Ég nota kókosmjólk í hann og hlynsíróp meira
mynd
13. nóvember 2018 kl. 10:16

Einföld ,,Mindful eating” aðferð sem kemur í veg fyrir jólakílóin

Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir. Til að koma okkur úr vítahring ofáts langar mig að deila með þér hugtakinu ,,mindful eating” eða ,,meðvitað át” en það snýr að því að virkja öll skilningarvit okkar meira
6. nóvember 2018 kl. 10:59

Konur og ketó

Ég verð bara að segja þér nokkuð um ketó mataræðið, Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um ketó kúrinn og er þetta einmitt ástæða þess að vinkona mín sá ekki árangur á mataræðinu eins og vinur hennar gerði. Hvað er ketó mataræði til að byrja með... Ketó mataræðið hefur hlotið mikla umfjöllun undanfarið. Mataræðið er hátt í fitu og próteini en er einstaklega lágt í meira
mynd
24. október 2018 kl. 21:32

Við erum 6 ára! Vinsælustu uppskriftir og blogg!

Við erum 6 ára! Í tilefni afmælismánaðar Lifðu til fulls deili ég með þér 6 vinsælustu uppskriftum og bloggfærslum okkar tíma og sérstöku afmælistilboði á uppskriftabókinni Lifðu til fulls! Ef þú átt eftir að næla þér í eintak af uppskriftabókinni mæli ég með að gera svo núna enda takmarkað magn eftir! Þar færðu yfir 100 ómótstæðilegar uppskriftir sem henta hvaða meira
2. október 2018 kl. 19:14

Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gætu verið ástæðurnar

Við konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins oestrogen og áhrifum þess á líkamann. Það minnkar getu okkar til að brenna fitu eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest á líkamann og þá gjarnan á kviðinn. Síðustu daga hef ég verið að ræða við þær konur sem eru skráðar í Nýtt líf og Ný þú þjálfunina sem hófst í síðustu viku en margar af þeim meira
mynd
26. september 2018 kl. 18:05

Hvernig veistu hvort brennslan þín sé hæg eða hröð?

Þyngdaraukning og erfiðleikar við að losna við aukakílóin er eitt helsta einkenni þess að brennslan sé farin að hægjast hjá okkur. Önnur algeng einkenni geta verið vanvirkur eða latur skjaldkirtill, þurrkur í hári eða húð, erfiðleikar með einbeitingu og kulsækni. Breytingaskeiðið getur sannarlega spilað hlutverk í hægari brennslu enda er talið að brennslan hægist um 5% við hvern áratug eftir meira
mynd
29. ágúst 2018 kl. 8:37

Ertu að brenna út? 3 skref sem setja heilsuna aftur í forgang

Hæhæ! Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni? Finnst þér stundum eins og heilsan hangi á bláþræði? Glímir þú við steitu? ..Ef svo er, eru góðar líkur á því að þú sért að keyra þig út eða að heilsan sé nú þegar komin í þrot. Að keyra okkur út með yfirvinnu, streitu og svefnleysi og huga að öllu öðru en heilsunni er orðið algengara en nokkru meira
mynd
14. ágúst 2018 kl. 15:06

5 óvæntar fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg

Uppþemba og bjúgur er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður vill finna fyrir dagsdaglega, en því miður er það ótrúlega algengt! Sérstaklega eftir sumarið eða frí. Bólgur og bjúgur geta haft aukaverkanir eins og þyngdaraukningu, síþreytu og króníska verki eða aukningu á verkjum. Það sem gæti þó komið á óvart er að bólgur og bjúgur eru talin einn helsti orsakavaldur margra sjúkdóma og kvilla eins meira
mynd
29. maí 2018 kl. 13:46

5 orkugefandi millimál til að taka með í vinnuna eða hafa í töskunni

-Ferð þú stundum í búðina í leit að einhverju fljótlegu, horfir yfir öll þessi orkustykki og veltir fyrir þér hvað væri best að velja? Það eru ótal kostir í boði og ég skil vel að það sé ruglandi enda hefur sykur svo ótal mörg mismunandi nöfn og því oft á tíðum ómögulegt að sjá í flýti hvað er besti kosturinn. Hér eru 5 góð millimál sem auka orkuna og eru í alvörunni án sykurs. Ekki skemmir fyrir meira
mynd
22. maí 2018 kl. 13:00

Magnesíum og streita

Færð þú oft sykurlöngun þegar það er streitutímabil hjá þér? Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Við þurfum magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans og einnig er magnesíum  nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Magnesíum ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar m.a. við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi. Magnesíum hefur meira að segja verið meira
mynd
18. maí 2018 kl. 9:07

LA lífið og bakvið tjöldin hjá Lifðu til Fulls

Ég er nýlega komin heim eftir mánaðardvöl í sólríku Los Angeles þar sem ég tók framhaldsstig í hráfæðiskokkinum hjá Plantlab. Mánuðurinn flaug hjá þarna úti en tíminn sem ég eyddi í eldhúsinu og með nýjum vinum er algjörlega ógleymanlegur. Ég kem heim full af nýjum hugmyndum af góðum réttum og innblæstri! Á hverjum degi fann ég tilhlökkun að mæta í skólann, spennt fyrir því hvað við værum að fara meira
18. maí 2018 kl. 8:48

Hvar á að æfa líkamsrækt í Venice, Los Angeles

Nýlega ferðaðist ég til Los Angeles í 5 vikur í hrákokkanám hjá Plantlab. Skólinn er staðsettur í hjarta Venice og í göngufjarlægð frá ströndinni, sem var algjör lúxus. Samhliða skokki eða hjólatúrum á ströndinni fannst mér auðvitað nauðsynlegt að æfa og eru þetta uppáhalds staðirnir mínir til að taka vel á því.   YogaWorks Ég keypti mánaðarkort hjá Yogaworks og bjóða þau upp á bæði hæga og meira
mynd
14. maí 2018 kl. 9:14

Vegan veitingastaðir Hollywood stjarnanna

Vegan lífsstíll er mjög vinsæll í Los Angeles og úrvalið af vegan veitingastöðum og heilsuvörum er eftir því.   Ég er nýlega komin heim eftir rúmlega mánaðardvöl úti þar sem ég tók framhaldstig í hráfæðiskokkinum hjá Plantlab. Sem mikill matgæðingur fann ég mig knúna til að prófa helstu staðina og hitti á nokkur fræg andlit í kjölfarið. Deili ég hér uppáhalds veitingastöðum mínum í Los meira
mynd
2. maí 2018 kl. 8:53

Undirbúðu vikuna á sunnudegi - Hollráð og uppskriftir

Það er orðin föst rútína hjá mér að undirbúa vikuna í eldhúsinu á sunnudögum, og hefur það spilað lykilhlutverk í að ég haldi mér við heilbrigðan lífsstíl! Ég geri þá nokkrar einfaldar uppskriftir sem flýta fyrir eldamennskunni og geri ísskápinn að nokkurs konar “hollustu sjálfsala” ef svo má segja (ólíkt hefðbundum sjálfsölum sem við sjáum víða með samlokum og súkkulaði). Minn er þá meira
mynd
24. apríl 2018 kl. 12:34

3 fæðutegundir sem við ættum öll að borða!

Mig langar að deila með þér þremur fæðutegundum sem ég nota mikið í mataræðið og jafnframt þær sem getað aukið orkuna, dregið úr sykurlöngun og eflt heilsuna! Möndlur Möndlur eru bæði próteinríkar og fituríkar, en á sama tíma lágar í kolvetnum sem styðja við þyngdartap. Möndlur eru einnig taldar vera eina besta fæðan fyrir heilastarfsemi.Möndlur eru fullar af E-vítamínum og innihalda um 17% meira
mynd
5. apríl 2018 kl. 16:16

Hvernig á að þekkja sykur í matvælum og góðir staðgenglar

                    Ert þú búin að vera að samviskusöm/samur í að sleppa sykri en ert samt ekki alveg viss um hvort þú sért alveg laus við sykurinn? Það getur verið yfirþyrmandi að hugsa til þess að þurfa lesa á bak við allar umbúðir í búðinni til að skoða hvort varan innihaldi sykur. Enda getur verið erfitt að þekkja sykur þar sem hann hefur yfir meira
mynd
20. mars 2018 kl. 14:46

Notaðu þetta einfalda ráð til að auka brennsluna!

  Vissir þú að það klukkan hvað við borðum hefur áhrif á brennslu líkamans? Eftir að hafa sótt fyrirlesturinn “ Who wants to live forever” í Háskólabíó síðastliðinn september stóð eitt hugtak frá Dr. Satchin Panda helst uppúr, hugtak sem flestir gætu haft gott af því að kynna sér. Þú gætir hafa rekist á hugtakið um “intermittent fasting” enda orðin smá tískubylgja í meira
7. nóvember 2017 kl. 13:32

Náttúrulegar leiðir til að bæta svefn

Flest okkar kannast við svefnvandamál en rannsóknir sýna að hvíld og góður svefn hafi sama vægi fyrir heilsuna eins og heilbrigt mataræði og hreyfing. Talið er að konur þurfi allt að 20 mín meiri svefn en karlmenn þar sem heilastarfsemi kvenna er virkari yfir daginn. Svefnleysi hefur áhrif á getu líkamans til að brenna fitu, hefur slæm áhrif á geðheilsuna, eykur streitu, bólgumyndun, sykurlöngun meira
24. október 2017 kl. 11:06

5 ráð gegn streitu

Streita vegna vinnuálags hefur aukist töluvert síðustu ár. En vissir þú að konur eru næmari fyrir áhrifum streitu en karlar? Streita er orðin mun algengari meðal kvenna og sýna nýjustu rannsóknir í svíþjóð að fleiri konur hafa þurft að taka leyfi frá vinnu vegna langvarandi streitu.Mig hefur lengi langað að skrifa um þetta málefni, enda þekki ég þá baráttu að finna jafnvægið á milli meira
12. september 2017 kl. 12:17

10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl

Það eru flestir á því máli að þegar kemur að því að breyta um lífsstíl og mataræði, þá er alltaf erfiðast að koma sér af stað. Við finnum endalausar afsakanir eins og.. Það er of dýrt að versla hollt í matinn. Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Fjölskyldunni minni finnst svona matur ekki góður. Ég er undir svo miklu álagi nú þegar. Ég er svo hugmyndalaus þegar kemur að hollum mat. Það er svo flókið að meira
mynd
7. september 2017 kl. 14:48

Safakúr eða Matarhreinsun?

                    Ég varð bara að fá að deila þessu með ykkur... Þetta er eitthvað sem gjörsamlega breytti hugsunum mínum um heilbrigðan lífsstíl og hvernig ég gæti fengið meiri orku, minnkað verki, bætt meltingu mína og aukið brennsluna. Ég hafði oft heyrt um hreinsanir, en í mínum huga þýddi það eingöngu kvöl og svelti. Ég velti oft fyrir meira
23. ágúst 2017 kl. 14:01

Orkulaus? Prófaðu þessar 6 fæðutegundir!

Haustið er sannarlega tíminn til þess að hressa við líkamann og þá koma þessar sex fæður sér vel. Þær eru orkugefandi og hjálpa líkamanum að losna við sykurpúkann og jafnvel einhver aukakíló. Það besta er hversu einfalt það er að bæta þeim við í daglegt mataræði. Varstu annars búin að frétta? Þarnæsta miðvikudag kl: 20:00 er ég að halda ókeypis símtal:  “5 skref sem tvöfalda meira
8. ágúst 2017 kl. 11:24

5 fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg

Aukakíló, bjúgur, bólgur og meltingaróþægindi eiga því miður til að vera fylgifiskar sumarsins. Bjúgur getur átt margar orsakir en algengt er hann myndist vegna fæðuóþols, próteinskorts eða of mikillar neyslu á salti. Bólgur í frumum líkamans geta valdið margskonar hrörnunarsjúkdómum og má oft rekja þær til lélegs mataræðis og streitu sem hefur oft skelfileg áhrif á líkamann. Besta meðferðin við meira
mynd
13. júní 2017 kl. 11:38

Einföld og holl millimál til að taka með í ferðalagið

                      Sumarið er sannarlega tíminn til að sleikja sólina og vera eins mikið úti og mögulegt er. Þá er sniðugt að hafa eitthvað fljótlegt og hollt með í veganestið þegar svengdin kallar. Í dag langar mig að sýna þér nokkra sniðuga kosti sem þægilegt er að hafa með í ferðalagið, útilegu eða útiveru/lautarferðina. Í þessari og meira
30. maí 2017 kl. 11:55

Ferðalisti og hollráð fyrir ferðalagið í sumar

Hefur þú átt draum sem rættist? Lengi hefur mig dreymt um að fara í heimsreisu um Evrópu og Asíu! Ég trúi varla að ég sé að segja þetta en.. “síðustu helgi hófst ferðalagið” .Við hjónin erum farin út í ævintýri! Ég er að springa úr þakklæti og mun deila með þér myndbrotum frá Instagram og samfélagsmiðlum í sumar af ferðalaginu okkar! Smelltu hér til að fylgjast með mér meira
5. maí 2017 kl. 7:41

Bestu vítamínin eftir fertugt (síðari hluti)

Í síðustu viku sagði ég þér frá nauðsynlegum vítamínum eftir fertugt, en það eru ýmsar breytingar sem eiga sér stað í líkamanum með árunum og gott að huga fyrr en seinna að því hverju gott er að bæta við í mataræðið. Hér er seinni hlutinn af góðum vítamínunum að taka eftir fertugsaldurinn og getað hjálpað til að sporna við kvillum og sjúkdómum.-- -- Járn Konur, sérstaklega eftir fertugsaldur meira
26. apríl 2017 kl. 11:31

Bestu vítamínin eftir fertugt

Vítamín spila lykilhlutverk í að jafna orku, matarlanganir og sykurlöngun líkamans. Eftir því sem árin líða verður sífellt mikilvægara að hugsa um breytingar á næringu m.a. vegna breytinga á hormónum og eru nokkur vítamín sem eru góð samhliða hollu mataræði. Hér eru bestu vítamínin fyrir konur eftir fertugt.   B12 Eftir fertugsaldur og sérstaklega eftir fimmtugsaldurinn er æskilegt að taka meira
20. apríl 2017 kl. 11:34

Góð hreinsunarráð til að hefja sumarið

  Dagleg hreinsunarráð til að hefja sumarið   1. Drekktu 2 lítra af vatni eða meira. Oft upplifum við hungur þegar líkaminn þarfnast vökva. Byrjaðu daginn með a.m.k 1/2L af vatni. Bættu örlítið af sítrónu eða klípu af cayenne til að vekja meltinguna.   2. Byrjaðu daginn með grænum búst. Byrjaðu daginn með grænum búst. Takmarkaðu hrátt spínat ef þú ert með hægan skjaldkirtil. Sjáðu meira
14. febrúar 2017 kl. 14:03

“Af hverju við sækjum í sykur” á Facebook Live í dag!

Gleðilegan valentínusardag! Sem gjöf til þín held ég Facebook Live í dag þar sem ég deili með þér af hverju við fáum sykurlöngun og náttúrulegar leiðir að slá á sykurlöngunina! Ég vonast að hafa sem flesta með og mun svara spurningum um sykurinn og veita eins mikinn stuðning og ég get á meðan við erum í beinni. Smelltu hér kl 16:00 til að vera með í Facebook live Hér er eitthvað af því sem ég mun meira
18. janúar 2017 kl. 18:46

7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun

Færð þú stundum óhemjandi löngun í sykur? Ég hef alltaf verið mikið fyrir sætindi. Hér áður fyrr þurfti ég nánast undantekningarlaust að fá mér einn súkkulaðimola, stundum tvo, eftir kvöldmat. Þegar sætindaþráin lætur finna fyrir sér veit ég að ég þarf að fara aftur í litlu trixin mín 7 sem redda sykurlönguninni nær samstundis, á mun hollari hátt heldur en að grípa í nammið! Sykur meira
mynd
12. janúar 2017 kl. 16:00

10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2016!

Gleðilegt nýtt ár! Með nýju ári finnst mér gott að gera tvennt. Hreinsa líkamann og líta til baka. Síðustu daga hef ég notað 5 daga hreinsun mína til að hressa kropp­inn við eft­ir hátíðarn­ar. Kröft­ug­ hreinsun get­ur einmitt hjálpað við að minnka maga­mál, bjúg og syk­ur­löng­un. Þá byrja ég daginn á melt­ing­ar­gerl­um í meira
20. desember 2016 kl. 8:44

Smákökur með heitu kakói og kókosrjóma!

Desembermánuður er í miklu uppáhaldi hjá mér! Ég elska snjóinn og að hlýja mér við bolla af heitu sykurlausu kakói á köldum vetrardögum. Jólatónlistin kemur mér alltaf í hátíðarskapið og ég elska að matreiða holla og góða hátíðarrétti. Þessi mánuður hefur verið sérstaklega annríkur við tökur, en hef ég tekið upp þætti með ÍNN sjónvarpi  sem verða frumsýndir í kvöld! í þáttunum sýni ég þér meira
13. desember 2016 kl. 12:27

Afmælistertan mín: Brownie með ostaköku- og jarðaberjakremi!

Hæhæ! Nú fer alveg að líða að jólum og afmælinu mínu! Því langar mig að deila með ykkur afmæliskökunni minni í ár: Þriggja laga tertu með browniebotni, ostakökufyllingu og jarðaberjakremi! Að sjálfsögðu er hún laus við unninn sykur,  dásamlega holl og ljúffeng! Það vantar aldeilis ekki uppá sætindin í desember og kjörið er að breyta gömlum siðum til hins betra. Mér finnst brownie tertan meira
5. desember 2016 kl. 11:34

Sykurlaus og ljúf jól

Hæhæ og gleðilegan desember! Þar sem konfekt og sætindi munu skreyta hvert heimili og vinnustað þennan mánuð, fannst mér við hæfi að deila uppskrift af afar einföldum og ljúffengum marsipankonfektmolum!Það er næstum lygilegt að þeir séu hollir og án nokkurs sykurs eða hveitis. Það er afar lítil fyrirhöfn með þeim þar sem ekki þarf að baka þá í ofni!  Þeirra má virkilega njóta með góðri meira
30. nóvember 2016 kl. 8:51

Dásamleg sætkartöflumús og Jólanámskeið!

Gleðilega aðventu! Væri ekki æðislegt að fríska upp á jólamánuðinn með einföldum og hollum hátíðarmat sem bragðast ómótstæðilega?Þar sem ég er nýorðin hráfæðiskokkur hef ég sett saman nýjan hátíðarmatseðil og held sérstakt jólanámskeið næstkomandi þriðjudag með blöndu af hráfæði og létt elduðum réttum! Á námskeiðinu förum við yfir hin ýmsu ráð fyrir jólaboðin, hreinsun og hvað gott meira
25. nóvember 2016 kl. 15:48

3 sykurlaus námskeið í desember!

Hæhæ! Þá er ég er komin heim eftir mánaðardvöl í LA. Ég greip með mér smá kvef í veðurfarsbreytingunum en það er ekkert sem grænn safi hristir ekki af mér! Mér tókst að stútfylla töskurnar mínar af bókum og glósum (ásamt nokkrum nýjum flíkum, einhverjum jólagjöfum og hnotubrjótum!). Ég hlakka til að deila með ykkur fullt af nýjum hugmyndum, uppskriftum og fróðleik í desember! Námskeiðin eru komin meira
16. nóvember 2016 kl. 16:45

Kveðja frá hráfæðisskólanum í LA!

Hæhæ!Það er búið að vera svo gaman hér í hráfæðiskóla Matthew Kenney í sólríku Kaliforníu.. Við byrjum snemma á hverjum degi og gerum uppskrift eftir uppskrift af girnilegum hráfæðisréttum. Ég kæmi trúlega rúllandi heim ef maturinn væri ekki svona hollur og ég dugleg að hreyfa mig!Eftir skóla reyni ég svo ýmist að njóta borgarinnar eða sleikja sólina á ströndinni. Í skólanum gerum við allt meira
8. nóvember 2016 kl. 21:16

Læknirinn í eldhúsinu - Spjall og uppskrift

Síðan hugmyndin um að skrifa matreiðslubókina Lifðu til fulls kviknaði hjá mér hef ég verið svo gríðarlega lánsöm að fá að kynnast fleirum í þeim geira og þeirra á meðal er hann Ragnar Freyr Ingvarsson. Ragnar eða Læknirinn í eldhúsinu eins og hann er oft kallaður hefur gefið út þrjár matreiðslubækur. Ragnar hefur einstaka ástríðu fyrir eldamennsku og er nýfluttur aftur til Íslands með meira
19. október 2016 kl. 9:59

Ég er flutt til LA!

Næsti kafli í lífi mínu... Hráfæðiskóli! Ég mun halda áfram að skrifa þér frá sólríku Venice, Kaliforníu þar sem ég mun flytja í mánuð og fara í matreiðsluskóla hjá Matthew Kenney, en þar verð ég daglega að bralla í eldhúsinu og að drekka kókosvatn á ströndinni. Ég býð þér að fylgjast með mér á facebook, instagram og snapchat: lifdutilfulls þar sem ég deili með þér lífinu í LA!  meira
30. september 2016 kl. 10:13

Ekta súkkulaði brownie sem er líka holl!

Mmm... mjúk súkkulaðikaka, silkimjúkur kókosrjómi og fersk ber. Eins og sannur sælkeri á ég erfitt með að standast gómsætar tertur og þessi hittir ávallt í mark.  Hún er ein af mínum uppáhalds, enda þykir mér fátt betra en dökkt súkkulaði.   Uppskriftin er úr bókinni Lifðu til fulls sem er nú mest selda uppskriftabók landsins, en þið sem hafið nælt í eintak af bókinni meira
Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira