c

Pistlar:

11. nóvember 2019 kl. 10:42

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

4 fæðutegundir sem auka kynhvötina

Hvað er betra en að fá fæðutegundir sem auka kynhvötina?

Hér kemur listi fullur af náttúrulegum fæðutegundum sem auka kynhvötina og kveikja á ástarbálinu!


Dökkt lífrænt súkkulaði

Fólk hefur borðað súkkulaði á ýmsa vegu síðan 450 fyrir Krist! Súkkulaði var oft bendlað við guði og talið vera algjört undrameðal og var notað við ýmsum kvillum. 

Í súkkulaði er efnið trýptófan, sem er eitt grunnefnanna í serótóníni sem tengist kynferðislegri örvun. Annað efni sem er í súkkulaði er phenylethylamine sem er örvandi efni, sem losnar úr læðingi þegar fólk verður ástfangið. Hér er æðisleg uppskrift af súkkulaðisjeik með fudge-sósu! 

Macaduft

Maca rótin er ættuð frá Perú og er þekktust fyrir að hafa orkugefandi og hormónajafnandi áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að maca getur aukið kynhvöt hjá bæði konum og körlum.

Ef þú ætlar að prófa maca mæli ég með að velja gelatíniserað maca. Sjálf nota ég aðeins gelatíniserað maca duft þar sem það meltist betur, en sem barn glímdi ég við Iðruólgu (IBS) sem lýsir sér með meltingarkrömpum og hægðatregðu daglega. Ég hef því aldrei þolað maca fyrr en ég prófaði gelatíniserað maca. Ég nota þetta hér sem fæst í yogi.is, netverslun. Ég set macaduftið oft útí búst, t.d. þessa grænu orkubombu sem er fullkomin til að byrja vikuna!

Kakósmjör

Fitan úr kakóbauninni sem ilmar eins og súkkulaði er leynivopnið sem þú þarft í svefnherbergið og í súkkulaði og eftirréttagerðina. 

Ég hef notað kakósmjör frá Raw chocolate company sem mér finnst æði, það hef ég fengið í Heilsuhúsinu og Nettó. Ég set stundum aðeins af kakósmjöri í heita chaga-kakó mitt (sjá hér!) Einnig hef ég fundið kakósmjör varasalva frá versluninni Mamma Veit Best.

Ginkgo jurtin

Halló náttúruleg lausn við stinningarvanda og getuleysi karla!

Gingko Bilopa er þekktust fyrir góð áhrif á æðakerfi og blóðstreymi, minni, einbeitingu og úthald. Það hefur gagnast mörgum við mígreni og haft góð áhrif á hand og fótkulda.

Konur geta einnig haft gott af Ginko Bilopa þar sem það eykur blóðflæði, slakar á vöðvum og er talið geta létt lundina. Ég mæli með þessum hér frá Solary sem fæst í Heilsuhúsinu. 

Ég vona að greinin hafi vakið lukku hjá þér og þínum heittelskaða, en ég hef beðið lengi eftir að deila þessari grein með ykkur.

Viltu læra um fleiri fæðutegundir sem hafa jákvæð áhrif á heilsu og orku?

Skráðu þig á ókeypis fyrirlestur sem ég er að halda í beinni frá netinu miðvikudaginn 20. nóvember kl 20:00. Með því að koma færðu einföld og sannreynd skref sem þú getur strax hafist handa á, uppskrift sem dregur úr sykurlöngun, próf sem tekur mið af heilsunni, næstu skref í breyttum lífsstíl og margt margt fleira! Þetta er síðasti fyrirlesturinn á árinu svo ég mæli með að tryggja þér pláss HÉR strax í dag.  

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira