c

Pistlar:

1. febrúar 2024 kl. 11:57

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu

Ert þú að taka inn D-vítamín?

DSC_4535-1024x644D-vítamín er mikilvægara en þú heldur, það hefur ekki eingöngu áhrif á andlegu líðan okkar heldur er það gríðarlega mikilvægt fyrir alla líkamsstarfsemina. Í dag langar mig að segja þér betur frá áhrifum D-vítamíns á heilsuna.

Það gæti komið þér á óvart að heyra að sólin ber 90% ábyrgð á uppsprettu af D-vítamíni og aðeins 10% kemur frá fæðunni. Enda er ekki af ástæðulausu að D-vítamín er kallað sólskins vítamínið. Við íslendingar þurfum því að huga vel að D-vítamín inntöku yfir vetratímann.


Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að taka D-vítamín

Fyrirbyggjandi gegn flensu og astma

Margar rannsóknir hafa sýnt að aukið magn af D-vítamíni styrkir ónæmiskerfið og getur komið í veg fyrir ýmsar flensur. Einnig hefur verið rannsakað að lágt gildi D-vítamíns tengist auknum öndunarfærasjúkdómum. (Sjá hér)

Getur dregið úr kvíða og þunglyndi

D-vítamín er gjarnan kallað gleðihormónið, enda ástæða til þar sem rannsóknir hafa tengt D-vítamín skort við aukningu á þunglyndi og kvíða. (sjá hér) Að auka inntöku á D-vítamíni hefur því jákvæð áhrif á skap okkar, getuna til að leysa úr vandamálum og almenna líðan.

Getur hjálpað þér að léttast 

Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem eru í ofþyngd eru líklegri til að hafa D-vítamínskort. (sjá hér og hér)

Þó svo að það sé ekki vitað nákvæmlega tenginguna á milli þyngdartaps og D-vítamíns bendir margt m.a til þess að það gæti tengst því að D-vítamín hjálpi við að stilla af mikla hungurtilfinningu. 

D-vítamín hjálpar einnig við að koma hormónum í reglu sem gerir líkamanum betur kleift að afeitra. Þessi afeitrun getur einnig ollið því að líkaminn eigi auðveldara með að losa sig við fitu frekar en að halda í hana.

Betri svefn

D-vítamín á einnig stóran þátt í að stjórna magni serótóníns í líkamanum sem hefur áhrif á skap og svefn. Þá sérstaklega hafa rannsóknir tengt D-vítamín skort við aukningu á svefnvandamálum hjá bæði börnum og fullorðnum.

DSC_4527-714x1024Mikilvægt fyrir beinaheilsu

D-vítamín hjálpar við upptöku á öðrum næringarefnum þ.a.m kalk sem spilar lykilhlutverk í beinaheilsu. Langvarandi D -vítamín skortur getur því ollið beinþynningu. (sjá hér)

Getur minnkað líkur á krabbameini sem og æða- og hjartasjúkdómum

Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að langtíma skortur á D-vítamíni getur aukið líkurnar á hjartaáföllum og öðrum æðasjúkdómum. 

Til eru töluvert margar vísbendingar sem benda til að D-vítamínskortur tengist aukinni hættu á nokkrum gerðum krabbameins. (Sjá hér og hér) Þetta er þó ekki fullsannað og því mikilvægt að taka með fyrirvara, en þetta fær mann þó til þess að hugsa! 


D-vítamín er til í tveimur gerðum

Það er til vítamín D-2 og D-3. Stutta svarið er að við viljum ávallt vera að taka inn D-3. Það er vegna þess að inntaka á því geymist lengur í líkamanum en með  D-2.

Ráðlagður skammtur af D-3

Ráðlagður skammtur af D-vítamíni samkvæmt landlækni við skrif þessa greinar er frá bilinu 600-800 IU.

Margir telja að það sé of lítill skammtur og taka upp í 5000-10.000 IU á dag. En ef um ræðir D-vítamín skort hafa margir tekið enn hærri skammt en það í stuttan tíma til að bústa D-vítamín líkamans og farið svo aftur niður í lægri skammt að staðaldri.

Til að finna ráðlagðan skammt hjá þér er upplagt að leita læknis ráða og fara t.d í blóðprufu til að mæla núverandi stöðu D-vítamíns áður en inntakan er endurskoðuð.

Samspil D-vítamíns og K-2

Það má hugsa það þannig að vítamín D og K vinna saman sem teymi til að styðja við heilbrigð bein þar sem K-2 passar að kalk fari á réttan stað inn í beininn en ekki í slagæðar. 

Oft er hægt að kaupa blöndu af D-vítamín með K-2 eitt og sér eða í fjölvítamínblöndu.

Hvaða tegund af D-vítamíni er best

Til eru mörg ólík D-vítamín og hægt er að finna t.d. í vökvaformi, töflu eða hylkjum. Vökvaformið er talið besta og hraðvirkasta upptakan en sjálf tek ég töflur þar sem mér finnst það þægilegt. 

Ég mæli því ávallt með að taka það form sem þú munt muna eftir að taka daglega.

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira