c

Pistlar:

11. mars 2021 kl. 11:46

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

6 gildrur mataræðis sem hægja á árangri

Kannastu við að vera alltaf að prófa nýjasta heilsukúrinn og finna ekki neitt sem virkilega ENDIST? Það er svo endalaust margt í boði að það er eðlilegt að veða algörlega ringlaður í öllum þessum heilsumálum.

Ég hef sjálf prófað ýmislegt og ég var algjörlega óviss um hvort ég væri að gera það rétta fyrir mig.

Vandamálið var að það voru allt of margir að segja mér hvað ég „átti” að vera að gera.

Einkaþjálfarinn sagði mér að drekka próteinduft eftir æfingu en maginn minn blés út og ég fékk krampa.

Ég vissi að ég ætti að hætta að borða sykur og þegar ég prófaði að vera sykurlaus olli það bara meiri löngun í sykur og ég endaði á að „detta í sykurinn“ reglulega, sérstaklega þegar ég var stressuð eða bara ef mér leiddist.

Ég man hvað ég var óánægð með útlit mitt og mér fannst ég vera ein í heiminum.

Í dag er ég laus við alla þessa kvilla, ég hef orku allan daginn, ég held mér í þeirri þyngd sem ég vil og geri það án þess að fylgja takmörkunum eða vera í ræktinni alla daga og ég er sátt og hef betri heilsu en ég hef nokkur tímann haft... En þú mátt vita að þetta gerðist ekki á einni nóttu.

Það sem mig langar að deila með þér í dag er eitthvað sem þú getur sett í framkvæmd og trúlega stytt ferðalag þitt að þínu hugsjónarlífi og líkama. Þú munt hugsa þig tvisvar um næst þegar þú færð þá hugdettu að skella þér í enn einn kúrinn.

Þetta eru akkúrat þær „gildrur“ sem ég féll í og skemmdu fyrir mér og minni heilsu og nú þarft þú ekki að lenda í því sama.

 

Eru þessar gildrur að skemma fyrir þér?

prótein duft

1. Takmörkun í fæðuvali veldur meiri löngun

Þegar ég fylgdi „bannlista“ uppgötvaði ég að ég gat ekki hætt að hugsa um fæðuna sem ég mátti ekki fá. Ég var eins og smákrakki sem vildi sleikjó á búðarkassanum.

Löngun mín jókst svo mikið að ég gat ekki ímyndað mér líf án fæðunar á bannlistanum og ég stalst í hana eftir að hafa verið svo dugleg að sleppa fæðunni og sagði við mig að ég ætti það skilið.

Einn hluti af huganum setur þá reglu að fylgja ákveðnu mataræði. Annar hluti bregst við henni eins og það sé verið að svipta hann um eitthvað. Hugur okkar gerir ýmislegt ómeðvitað og við förum að búa til afsakanir sem hafa áhrif á hvað við borðum og hversu mikið. Þetta er vegna þess að ekki allir hlutar hugans hafa samþykkt regluna um hvað má borða, og þá hefjast átökin.

Þú byrjar að finna leiðir til þess að brjóta regluna sem þú settir þér og langar stöðugt að borða það sem þú „mátt ekki“. Hugur þinn er fróðleg vera.

(Lesa meira hér) 

Við búum í líkama okkar alla ævi, svo eyddu tímanum í að byggja upp hamingjusamt, elskulegt og ánægjulegt samband við hann og matinn sem nærir hann vel.

 

2. Þyngdaraukning

Ég tók eftir því að því oftar sem ég tók mig á eða fór í megrun því lengur datt ég af brautinni, missti dampinn og orkustig mitt féll og þyngin kom aftur.

Höfundar flesta skyndikúra halda því fram að þeir geti hjálpað þér að léttast hratt og auðveldlega með lágmarks fyrirhöfn af þinni hálfu.
Þegar þú prufar skyndikúr, missir þú líkega einhver kíló á nokkrum dögum eins og lofað er því þú ert á ströngu mataræði. Því miður er meiri hluti þeirrar þyngdar sem þú tapar aðeins vatnsþyngd. Þegar þú hættir á stranga mataræðinu og færir þig yfir í eðlilegan lífsstíl, eru líkurnar á að þú munir fá alla þyngdina aftur – með nokkrum viðbótar kílóum.

 

3. Breytt efnaskipti

Þegar ég hætti að hlusta á líkama minn og fylgdi frekar mataráætlun kúra ruglaði það efnaskiptin í líkamanum mínum.

Vegna þess að flestir skyndikúrar krefjast þess að þú borðir ákveðið magn af mat á ákveðnum tíma, getur það endað með því að trufla þín náttúrulegu efnaskipti. Líkaminn hefur náttúrulega hæfileika til þess að segja þér hvenær á að borða og hvenær á að hætta að borða. Að fara gegn þessu náttúrulega mynstri getur haft neikvæð áhrif á þín efnaskipti, og þessi neikvæðu áhrif geta varað lengi eftir kúrinn.

Eitt sem ayurveda, indverskar lækningar kenndu mér var að: Líkaminn þinn er með nákvæman mælikvarða á því hversu mikinn mat þú þarft.

 

4. Næringarskortur

Þegar ég takmarkaði kolvetni tók ég eftir þeim áhrifum að fókusinn minn varð minni og ég varð gjarnari á að gleyma og eftir nokkrar vikur varð löngunin mín í kolvetni gífurleg (þá meina ég rosalega). Þegar ég fékk ekki nægt prótein varð ég föl í framan, hárið mitt þynntist og vöðvar minnkuðu. Þegar mig vantaði fitu tók ég eftir því að ég gúffaði í mig fitu við hvert tækifæri og líkami minn öskraði á sykur og súkkulaði. Ég gæti haldið svona áfram endalaust.

Flestir kúrar eru með ákveðnar fæðutegundir á bannlista. Kannski krefst mataræðið þess að skera út kolvetni eða ákveðna gerð af fitu úr daglegu mataræðinu þínu. Þetta getur leitt til alvarlegs næringarskorts. Kolvetni eru mikil uppspretta orku og það að svipta þig af þeim getur valdið orkuleysi og síþreytu. Ekki öll fita er slæm fyrir þig. Góð fita, svo sem omega-3 fitusýrur, eru nauðsynlegar ef þú vilt halda góðri heilsu.

Hafðu hugfast að þú ert einstök, það sem virkar fyrir annan þarf ekki að virka fyrir þig.

 

5. Leiði

Hefur þú einhvern tímann fengið leið á því sem þú ert að gera fyrir þína heilsu?

Ég man eftir því að keyra í ræktina og reyna að finna hvaða sannfærandi afsökun sem er til að fara ekki, ég var hundleið á að takmarka matarskammtana, hreyfa mig í hreyfingu sem mér fannst leiðinleg og ná engum árangri.

Þetta er staðurinn sem ég sé að flestir lenda í vandamálum með. Þegar pirringur og leiði er kominn upp þá er svo auðvelt að gefast upp og hætta.

Þegar þú byrjar að finna fyrir þessu, taktu skarið og breyttu matnum sem þú ert að borða.

Bónus nr 6. Að lifa eftir þessu til lengri tíma

Þegar ég prófaði nýjan kúr sem sagði að væri mín „næsta lífsstílsleið“ leið ekki á langt eftir kúrinn að ég datt aftur í sama farið.

Auk þess sá ég enga leið að kaloríutal myndi endast mér alla ævi

„Slæmar venjur þurfa að vera brotnar og góðir siðir að verða ný leið til að lifa, og þetta tekur tíma“ segir næringarfræðingurinn Joanna Shinewell.

Ert þú tilbúin í varanlega lífsstílsbreytingu í staðinn fyrir alla kúrana sem þú heldur bara út í nokkra daga?

Ef svarið er já, skráðu þig þá hér á biðlista fyrir Nýtt líf og Ný þú þjálfun!

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira