c

Pistlar:

30. nóvember 2016 kl. 8:51

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Dásamleg sætkartöflumús og Jólanámskeið!

shutterstock_506715919 copy (1)

Gleðilega aðventu!

Væri ekki æðislegt að fríska upp á jólamánuðinn með einföldum og hollum hátíðarmat sem bragðast ómótstæðilega?
Þar sem ég er nýorðin hráfæðiskokkur hef ég sett saman nýjan hátíðarmatseðil og held sérstakt jólanámskeið næstkomandi þriðjudag með blöndu af hráfæði og létt elduðum réttum! 
Á námskeiðinu förum við yfir hin ýmsu ráð fyrir jólaboðin, hreinsun og hvað gott er að gera fyrir góða þarmaflóru og ljóma yfir hátíðirnar. Einnig förum við yfir glænýja fræðslu um vegan osta og snittumat! Þú vilt ekki missa af þessu. 
(Ath: Vegna anna verður þetta eina námskeiðið sinnar tegundar og er ekki á áætluninni að halda það aftur)
Smelltu hér til að koma á glænýtt jólanámskeið, næstkomandi þriðjudag á Gló Fákafeni!


Þangað til datt mér í hug að deila með þér þessari ómótstæðilegu sætkartöflumús sem klikkar aldrei og er æðisleg bæði sem aðalréttur með allskyns gómsætum salötum eða sem meðlæti með öðru!
Ég nota lífræna kókosmjólk frá Coop sem fæst í Nettó og gerir sætkartöflumúsina sérlega rjómkennda og girnilega. Hún er svo toppuð með ristuðum pecanhentum sem gefur stökka áferð og falleg útlit þegar hún er borin fram.

Dásamleg sætkartöflumús með ristuðum pecanhnetum

1 meðalstór elduð sætkartafla, afhýdd

2-4 msk kókosmjólk eða meira eftir smekk

1 tsk kókosolía

1/4 tsk salt

Krydd ( 1/8 tsk kanill, 1/8 tsk engifer, 1/8 tsk múskat)

1 tsk hlynsíróp eða hrár kókospálmanektar eða notið 2-4 dropa stevia (val)

1/3 bolli pecanhnetur, muldar

1. Eldið sætu kartöflurnar með því að sjóða þær í 20-25 mín eða þar til auðvelt er að stinga gafli í gegnum þær. Leyfið að kólna örlítið.

2. Hitið ofn við 180 gráður. Smyrjið eldfast mót með kókosolíu.

3. Hrærið saman öll innihaldsefni fyrir utan pecanhnetur í hrærivél, blandara eða skál með handþeytara þar til silkimjúkt. Dreifið kartöflublöndunni jafnt yfir eldfast mótið. Bakið í 20 mín, takið út, stráið pecanhnetum yfir og bakið í 20 mín til viðbót eða þar til pecanhneturnar eru stökkar. Einnig má rista pecanhneturnar úr olífuolíu, salti og hlynsírópi til að hafa þær sérstaklega sætar.


Ég vona að þú prófir og njótir!

Vonandi sjáumst við svo næstkomandi þriðjudag á Jólanámskeiðinu þar sem við göldum fram einfalda og ljúffenga rétti með hátíðarbrag (og að sjálfsögðu smökkum á öllu!) ! Sjáðu fulla dagskrá námskeiða í desember hér neðar.

Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi

a18f74d3-a119-4905-890c-a63866c0e85f

Vegan- og hráfæðisréttir fyrir jólin - 6.des á Gló Fákafeni
Komdu á skemmtilegt matreiðslunámskeið þar sem ég kenni þér að útbúa einfalda og fljótlega vegan- og hráfæðisrétti sem eru upplagðir yfir hátíðhöldin. Við matreiðum dásamlegan jólamat sem styður við orku og vellíðan, og smökkum auðvitað af öllu. Námskeiðis þáttakendur fá sérstakan jólamatseðill sem þeir geta síðan nýtt sér áfram. Við tölum um vegan ostagerð, hollan snittumat og jólaboðin!

Smelltu hér til að tryggja þér stað á vegan og hráfæðisjólanámskeið 6.desember á Gló í Fákafeni.

Ath: Námskeiðið inniheldur nýjar uppskriftir og ef þú hefur komið á matreiðslunámskeið Júlíu áður er tilvalið að koma aftur.

 

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira