Pistlar:

11. maí 2016 kl. 22:09

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (unnurvalborg.blog.is)

Rót vandans

Ímyndaðu þér að þú sért á gangi og allt í einu eins og af himnum ofan þýtur í átt að þér ör sem stingst á bólakaf í upphandleggin á þér. Eðlilega bregður þér og sársaukinn nístir í gegnum bullseyemerg og bein. Þín fyrstu ósjálfráðu viðbrögð eru að sjálfsögðu að taka um örina og velta fyrir þér hvað hún sé stór, skoða hvernig hún er á litinn og velta jafnvel fyrir þér hver hafi framleitt þessa ör!

Eða hvað???

Nei mér er til efs að viðbrögð þín við þessum tilbúnu og ótrúlegu aðstæðum væru eins og að framan greinir. Er ekki líklegra að þú tækir um örina og reyndir að rykkja henni úr án þess svo mikið sem að velta fyrir þér hverrar tegundar eða lögun hennar? Er ekki líklegra að ósjálfráð fyrstu viðbrögð væru að ráðast að rót vandans, því sem sársaukanum veldur með það að markmiði að minnka hann?

Líklega.

Gerum dæmið aðeins nærtækara og færum það nær raunveruleika margra kvenna. Þú vinnur of mikið, jafnvel á fleiri en einum vinnustað, eftir vinnu taka við ferðir með börnin í tómstundir, það þarf að fara í ræktina, það tekur tíma að borða hollt, nú og svo þarf makinn sinn tíma, ekki má heimilið sitja á hakanum, það þarf auðvitað allt að vera smekklegt þar innan dyra svo ég tali nú ekki um tandurhreint. Það þarf að versla inn, fara á milli verslana og finna vasann sem alls staðar er orðinn uppseldur, nú og svo þarf að fylgjast með á facebook, instragram, pintrest og helst vera pínulítið hnyttinn á twitter. Svo eru allar konur farnar að taka þátt í þríþraut, krakkarnir verða auðvitað að læra á skíði og línuskauta og fara á ylströndina þegar veður er gott.....verða ekki allir að vera í Rótarý....dæææs....þetta er aðeins brot af því sem margir brasa frá degi til dags, viku til viku. Eðlilega lætur eitthvað undan þegar álagið og atgangurinn er eins mikill og lýsingin segir til um eða jafnvel meiri. Alveg eins og örinni sem stingst á bólakaf í upphandlegginn fylgir sársauki þessu brjálæðsilega lífi sem við margar hverjar erum búin að koma okkur í.

Sársaukinn er annarskonar sá sem en örinni fylgir. Hugsanlega höfum við áhyggjur af því hvernig við eigum að púsla þessu öllu saman. Hugsanlega fylgja peningaáhyggjur – þetta kostar jú allt heilan helling. Stundum eigum við kannski erfitt með að festa svefn eða jafnvel einbeita okkur að verkefnum. Samskipti við okkar nánustu bera oft skaða af atganginum. Áunninn athyglisbrestur er tískuorð. Getur verið að þessi hlaup okkar á milli staða, milli verkefna til að koma öllu í verk sem þarf að koma í verk geri það að verkum að við eigum erfitt með að einbeita okkur, verðum gleymnar og vöðum þess vegna úr einu í annað (það kemur aldrei fyrir mig...ég þekki konu sem lendir stundum í þessu!!!).

Og hvað gerum við?

Nú auðvitað förum við á námskeið í hvernig við getum skipulagt okkur betur og þannig komið meiru í dagskrána. Förum við ekki líka í heilsubúðina og verslum okkur bætiefni til að hjálpa okkur að verða hamingjusamari, rólegri og einbeittari. Við verðum jú orkumeiri með því að æfa ennþá meira er það ekki? Við lesum enn fleiri bækur um hvernig við getum komið meiru í verk. Og berjum okkur svo niður þegar við erum sífellt þreyttar og tekst ekki að gera jafn mikið og vinkonan á facebook sem samhliða hví að hjóla hringinn í kringum landið, á heimili sem er eins og klippt úr úr Bo Bedre, prjónar eina lopapeysu á viku, labbar upp um öll fjöll á fjallaskíðum og á auk þess stillt og prúð börn sem eru alltaf að vinna til verðlauna á íþróttamótum og fá alltaf 10 í öllum prófum.

Það er þessi tilhneiging okkar að gleyma að hugsa um hver rót vandans er. Í dæminu með örina er það augljóst. Í hinu dæminu er rótin ekki alveg eins augljós. Það er því gríðarlega mikilvægt að gefa sér tíma til að komast að því hver rót vandans er. Gefa sér tíma til að taka stöðuna og meta hvað er það sem ég raunverulega vil. Hvað skiptir mig mestu máli og þannig vega og meta hverjum við getum sleppt og hverju ekki. Slaka svolítið á og hætta að bera sig saman við næsta mann.

Vandinn er að við gefum okkur ekki þennan tíma...það er fundur eftir klukkutíma og svo þarf að skutla stelpunni í ballett. Á meðan sæki ég strákinn í trommutíma og skutla honum á fótboltaæfingu. Sæki svo stelpuna og skutla henni heim. Þá er komið að því að fara sjálf á æfingu. Heim að elda mat. Svo er saumaklúbbur. Á morgun er nýr dagur og eitthvað annað sem tekur við og áður en við vitum eru mánuðurinn liðinn og svo árin.

Gefum okkur tíma áður en örin sem við skjótum sjálf í átt til okkar veldur of miklum skaða. Stöldrum við og metum hvert við erum að stefna og vinnum okkur þannig smátt og smátt út úr vítahringnum. Lærum að njóta í stað þess að þjóta!

Unnur Valborg Hilmarsdóttir

www.kvennahelgi.is

mynd
24. janúar 2016 kl. 10:59

Þegar það róast

Það þarf engum að segja að hraðinn í lífi nútímamannsins hefur margfaldast á síðustu áratugum. Við höfum í hendi okkar ótrúlegt magn upplýsinga og áreitið fylgir okkur nánast hvert sem við förum. Skilaboðin um hið fullkoma líf dynja á okkur úr öllum áttum og búa til pressu sem er ómögulegt að standa undir. Konur í dag eiga að vera í krefjandi störfum en um leið líta vel út (hafið þið prófað að meira
23. júní 2013 kl. 23:44

Fjöl- eða feilvinna?

 Leikur að orðum um tilhneiginguna til að hafa of mikið að gera. Flestir kannast við enska orðið multitasking sem hefur verið þýtt á íslensku að fjölvinna. Það hefur löngum þótt agalega fínt að vera múltítaskari. Geta haldið mörgum boltum á lofti í einu – með mörg járn í eldinum. Rannsóknir sýna hins vegar að gæði vinnunnar sem unnin er með því að fjölvinna eru lakari en þegar við meira
19. júní 2013 kl. 14:38

Konur eru konum bestar

Eftirfarandi pistill birtist á vefritinu tikin.is árið 2007. Í tilefni dagsins er hann endurbirtur - óbreyttur og á alveg jafnt við í dag. Karlar eru frá Mars – Konur frá Venus....eða var það öfugt? Gildir einu. Við getum öll verið sammála um að konur og karlar eru í eðli sínu ólík þó svo að grunnþarfirnar séu þær sömu. Þannig er það og þannig verður það. Enda í sjálfu sér ekki svo meira
mynd
11. mars 2013 kl. 10:41

Truflaður vinnustaður?

Betri nýting á tíma og aukið skipulag #3 Líttu í kringum þig og skoðaðu umhverfi þitt, hlustaðu. Líklegt er að þú heyrir erilinn sem fylgir því að vinna í opnu rými, heyrir síma hringja, áminningarhljóðmerki í tölvum, einhver gengur hjá skrifborðinu, hlátrasköll í hinum enda rýmisins, einhver kallar á eftir einhverjum, einhver sem situr nærri þér er í símanum að tala við viðskiptavin, um leið meira
mynd
2. mars 2013 kl. 12:14

Gerðu eitt í einu!

Betri nýting á tíma og aukið skipulag #2 Í hröðu umhverfi viðskipta hefur í gengum tíðina þótt ansi fínt að geta gert fleira en eitt í einu. Haldið mörgum boltum á lofti í sömu andrá. Vera með mörg járn í eldinum. Enska orðið „multitasking“ er í hugum margra eftirsóknarverður eiginleiki og eitthvað sem gæti orðið til þess að við kæmum meiru í verk. En er fjölvinna (multitasking) málið? meira
mynd
22. febrúar 2013 kl. 10:02

Hvað kostar að segja já?

Betri nýting á tíma og aukið skipulag #1Flest vitum við nokkurn veginn hvað sjónvarpstækið (eða tækin) á heimilinu kostuðu okkur. En hefurðu velt því fyrir þér hvað þessi sjálfsögðu tæki hafa kostað þig síðan þú keyptir þau. Og þá er ekki átt við áskriftargjöld til sjónvarpsstöðva heldur einfaldlega í formi tímans sem fer í að horfa á sjónvarpið. Nú má nýta sjónvarpið til að ýmissa gagnlegra hluta meira
mynd
17. febrúar 2013 kl. 18:11

Tímastjórnun og geymslutiltekt

Fæstir sem ég þekki eiga tómar geymslur. Staðreyndin er sú að flest okkar hafa tilhneigingu til að fylla þær geymslur sem við höfum úr að moða af mis þörfu dóti og drasli. Með tímanum fyllist geymslan, svo háaloftið, þar næst bílskúrinn þangað til einn daginn við fáum nóg, hreinsum út, förum í Kolaportið eða leggjum okkar af mörkum til Rauða krossins og skilum nýtilegu dóti í nytjagáma. Því stærri meira
mynd
12. febrúar 2013 kl. 6:13

Rauði sokkurinn í suðuvélinni

Flest höfum við lent í því að setja litaða flík í þvottavélina með ljósum þvotti. Afleiðingarnar geta verið skelfilegar. Fallega hvíta blússan þín fær  bleikleita slikju eða öll þvottastykki heimilisins bláleitan blæ. Einn litaður barnasokkur getur ef ekki er varlega farið smitað út frá sér og eyðilagt fulla þvottavél af annars fullkomlega nothæfum þvotti nú eða gert það að verkum að við meira
mynd
6. febrúar 2013 kl. 9:44

Forgangsröðun verkefna

Eitt lykilatriða árangursríkrar tímastjórnunar er markviss forgangsröðun. Margir hafa á orði þegar þeir eru búnir að gera lista með þeim verkefnum sem á dagskrá eru að mjög erfitt sé að forgangsraða. Flest öll verkefnin sem ég er með á minni könnu eru mjög mikilvæg. Gott og vel. Það er líklegt að svo sé enda ekki miklar líkur á að fólk vinni að verkefnum sem engu máli skipta. En staðreyndin er sú meira
mynd
31. janúar 2013 kl. 12:27

Verkefnalisti dagsins

Byrjum á spurningakeppni....Hvað er það algengasta sem stjórnendur vilja vinna með þegar þeir leita aðstoðar stjórnendaþjálfara???Ef þú svaraðir tímastjórnun þá hefur þú rétt fyrir þér. Þá tala ég út frá minni reynslu úr störfum mínum með stjórnendum undanfarin ár. Þegar farið er að skoða hvers vegna tíminn er af svo skornum skammti í störfum stjórnenda þá kemur oft í ljós að vandinn sem er meira
31. október 2012 kl. 11:13

Hvað gerir þú mörg mistök í dag?

Albert Einstein sagði að hver sá sem ekki hefði gert mistök hefði aldrei reynt neitt nýtt. Í þeim orðum felst mikill sannleikur. Sá sem aldrei reynir neitt nýtt fer líklega lítið sem ekkert út úr sínum þægindahring með þeim hömlum á þroska og vöxt sem því fylgir.  Við óttumst mistökin og að gera eitthvað sem hætta á að feli í sér höfnun en um leið viljum við flest vaxa og dafna. Til þess að meira
mynd
12. september 2012 kl. 13:40

Orð eru til alls fyrst

Liggur leyndarmálið að auknum árangri í innri röddinni?„Ég er ekki góð í að hvetja fólk áfram“„Ég hef alltaf verið lélegur í tímastjórnun“„Ég get ekki selt“„Ég er ekki góð í að virkja tengslanetið“Ég get ekki – ég kann ekki – ég er lég(ur) – ég hef aldrei getað – ég mun ekki geta !!!!Ofangreint eru orð sem ég hef heyrt færa meira
mynd
28. ágúst 2012 kl. 14:32

Hefurðu reynt að gleypa fíl?

Hvernig litlu breytingarnar geta haft mikil áhrif Flestir kannast við gátuna Hvernig borðar maður fíl?  og þekkja þá jafnframt svarið Einn bita í einu.  Þessi gáta er mjög oft notuð þegar einhver færist mikið í fang eða þegar þarf að brjóta stór markmið niður í minni og viðráðanlegri einingar. Það er jú algerlega lífsins ómögulegt að gleypa blessaðan fílinn í einum bita.Við Íslendingar meira
mynd
19. júní 2012 kl. 13:07

Beint í mark...

Flest vitum við að stærstu tækifærin liggja fyrir utan þægindahringinn. Þægindahringurinn er samheiti yfir það sem okkur finnst þægilegt, aðstæður sem okkur líður vel í, það sem við kunnum og getum. Bandarísk vinkona mín sem komin er vel yfir miðjan aldur hefur tamið sér undanfarin ár að gera eitthvað á hverju ári sem hún er logandi hrædd við. Með því móti vill hún meina að hún stækki sjálfið meira
mynd
9. júní 2012 kl. 9:13

Þorðu að spyrja

10 ára stúlka komst á dögunum í heimsfréttirnar fyrir að reka stjórnvöld í heimalandi sínu á gat með einfaldri spurningu. Stúlkan sem er indversk spurði einfaldlega : „hvenær varð Gandhi faðir þjóðarinnar“ .Við þessari einföldu spurningu fengust engin svör en unnið er að því hörðum höndum að komast að svarinu. Fram til þessa hefur engum dottið í hug að spyrja þessarar spurningar meira
1. maí 2012 kl. 21:36

Segðu það!

Ég lærði mikilvæga lexíu s.l. laugardagskvöld. Eftir langan og viðburðarríkan dag kom ég við í Hagkaup til að kaupa inn nokkrar nauðsynjar. Klukkan var orðin margt, ég var orðin lúin og ég hef líklega verið þung á brún þegar ég kom að kassanum. Afgreiðslustúlkan heilsaði mér hlýlega, renndi vörunum í gegn og ég rétti henni debetkortið mitt til að greiða fyrir innkaupin.  Þegar ég rétti henni meira
11. apríl 2012 kl. 11:22

Fjársjóðurinn innra með þér

Fjórir ungir menn sitja við dánarbeð föður síns. Gamli maðurinn segir þeim í andarslitrunum að á landareign fjölskyldunnar sé falinn gríðarlegur fjársjóður. Synirnir hópast að föður sínum og spyrja grátklökkir, „hvar, hvar???” en það er of seint. Gamli maðurinn er fallinn frá. Daginn eftir jarðarförina og vikum saman á eftir fara ungu mennirnir út með haka og skóflur, rífa upp meira
mynd
5. apríl 2012 kl. 12:08

Þú getur meira en þú heldur

Þeir sem haft hafa aðgang að interneti undanfarin ár hafa líklega allir séð einhverja útgáfu af sögu Paul Potts, farsímasölumanninum frá Wales sem söng sig inn í hug og hjörtu bresku þjóðarinnar í hæfileikakeppninni Britain's Got Talent fyrir 5 árum. Ef þeir hafa ekki séð Paul Potts, þá er líklegt að þeir hafi séð Susan Boyle sem keppti í sömu keppni eða einhverja þeirra fjölmörgu annarra sem risu meira
mynd
1. apríl 2012 kl. 13:31

Lífslexía úr flugstjórnarklefanum

Ég hef verið svo lánsöm undanfarin ár að hafa fengið að ferðast mikið. Eins og flestir flugfarþegar þá sit ég aftur í vél, nýt góðrar þjónustu og velti svo sem ekki mikið fyrir mér hvað fram fer í flugstjórnarklefanum. Þar sitja sérfræðingar sem ég treysti að viti hvað þeir eru að gera og hafi hlotið nauðsynlega þjálfun. Einhverju sinni var ég á leið frá London til Íslands. Ég hafði komið mér meira
11. mars 2012 kl. 16:52

Ert þú bergmál?

Warren Buffet er stundum kallaður Spámaðurinn frá Omaha, hann er einn ríkasti maður heims og fyrirmynd fjölmargra fjárfesta um víða veröld. Opinber ævisaga hans, Snowball, er afar athygliverð lesning. Af þessum snillingi má læra margt, ekki aðeins tengt viðskiptum heldur á svo mörgum öðrum sviðum.  Heiti bókarinnar vísar í skemmtilega samlíkingu Warrens um að lífið er eins og snjóbolti. Það meira
24. febrúar 2012 kl. 13:21

Munurinn á að þurfa og vilja

Eflaust hafa margir fengið að heyra setninguna „þú verður að gera fleira en gott þykir“ frá foreldrum sínum á uppvaxtarárunum eða sambærilegar setningar. Það er ekki hægt að ganga í gegnum lífið og gera einvörðungu það sem okkur langar mest til. Við verðum að gera fleira en það sem gott þykir og láta okkur hafa að gera hluti sem okkur finnst síður skemmtilegir. Eða hvað? Getum við meira
10. febrúar 2012 kl. 9:26

Hvert er þitt meðaltal?

Ég er lánsöm kona. Ég er umkringd snillingum. Allt í kringum mig  er fólk sem ég get lært af og getur hjálpað mér að vaxa. Fjölskyldan mín leikur þar lykilhlutverk, vinir mínir sem ég met mikils og vinnufélagar. Viðskiptavinir mínir eru svo sér kapítuli útaf fyrir sig. Af þeim hef ég að líkum lært meira en af nokkrum öðrum og meira en á allri minni skólagöngu samanlagt. Fyrir nokkrum árum meira
mynd
31. janúar 2012 kl. 10:04

Brúin sem reist var með einum fingri

Það var í kringum 1860 sem verkfræðingurinn John Roebling fékk hugmynd sem samtíðarfólki hans þótti brjálæðisleg og vonlaust verk að vinna. Eitthvað varð til þess að Roebling gat ekki ýtt þessari hugmynd úr huga sér þrátt fyrir úrölur um að það væri vonlaust að framkvæma hana, það bara væri ekki hægt, ekkert þessu líkt hafði verið gert áður. Eftir miklar umræður tókst honum að meira
mynd
19. janúar 2012 kl. 9:35

Heppni eða ekki heppni?

Þeir sem fæddir eru um og fyrir 1970 muna vafalítið eftir sænska skíðakappanum Ingemar Stenmark. Ég man eftir því að fylgjast með skíðakeppnum í sjónvarpinu sem barn og "heija" með til að hvetja Stenmark. Fyrir nokkrum árum vann ég verkefni með sænskum manni og einhverra hluta vegna barst þessi þjóðhetja Svía til tals. Þessi sænski vinur minn var í barnaskóla þegar Stenmark var á hátindi meira
mynd
5. janúar 2012 kl. 17:36

Ég er steinhætt(ur) að strengja áramótaheit, þau klikka einhvernveginn alltaf!!!

Áramótin eru tími markmiða og áheita. Ert þú ein(n) af þeim sem strengir áramótaheit eða ertu steinhætt(ur) því af því að þau ganga aldrei eftir? „Þú getur náð öllum markmiðum þínum ef þú vinnur staðfastlega að því.“ Sagði Cha Sa-Soon, 68 ára gömul kona frá Suður Kóreu sem náði skriflegu bílprófi í landi sínu eftir 950 tilraunir. Þegar ég las um Cha Sa-Soon velti ég því fyrir mér hvort meira
11. júlí 2007 kl. 23:02

Gamli maðurinn og blýanturinn

Við fengum eftirminnilega heimsókn á skrifstofuna á dögunum. Til okkar kom gamall maður með eldgamlan skrúfblýant sem merktur var Viðurkenning fyrir tímamótaárangur á Dale Carnegie námskeiðinu. Hann mærði pennan og blýið sem í honum var mikið – sagðist hafa skrifað með sama blýinu í áraraðir en nýverið hafi það klárast og það virtist engin bókabúð selja blý sem passaði. Þess vegna hafði hann meira
25. maí 2007 kl. 14:35

Hugsaðu stórt

Virtu sjálfan þig hátt, og lífið mun gefa þér allt sem um er beðið. Hugsaðu stórt, og veröldin mun stækka með þér.Hugsaðu frjóar hugsanir, þær munu lita alla veröld þína, eins og vísir að aldini litar blómið.Óttast ekki er kjörorð hins þrönga vegar sem liggur til lífsins.Og láttu skapandi hugsanir þínar fylla hin óskráðu blöð í bókinni um manninn.-Gunnar Dal meira
17. maí 2007 kl. 21:12

Our Deepest Fear

Our deepest fear is not that we are inadequate.Our deepest fear is that we are powerful beyond measure.It is our Light, not our Darkness, that frightens most of us.We ask ourselves, who am I to be brilliant, gorgeous, talented, fabulous?Actually, who are we NOT to be?...There is nothing enlightened about shrinking so that other people won't feel insecure around you...As we let our own Light shine meira
19. apríl 2007 kl. 15:28

Umpottun sjálfsins

Einhverra hluta vegna er mér mjög minnistætt úr æsku á vorin þegar mamma tók pottaplöntur heimilisins og umpottaði þeim sem sem þess þurfti og bætti á eða skipti um mold á hinum. Ég man sérstaklega eftir hvað mér þótti skrítið þegar rætur plantanna höfðu stækkað svo mikið að þær fylltu nánast út í pottinn svo að plantan gat nærri staðið á rótunum einum saman þó potturinn hefði verið fjarlægður. Ég meira
9. apríl 2007 kl. 20:22

Konur eru konum bestar

Karlar eru frá Mars – Konur frá Venus....eða var það öfugt? Gildir einu. Við getum öll verið sammála um að konur og karlar eru í eðli sínu ólík þó svo að grunnþarfirnar séu þær sömu. Þannig er það og þannig verður það. Enda í sjálfu sér ekki svo eftirsóknarvert að konur temji sér alla eiginleika karla og karlar alla eiginleika kvenna. Þeir geta hins vegar lært heilmikið af okkur, og líka við meira
4. apríl 2007 kl. 16:39

Man fólk eftir því sem þú segir?

Hvernig halda á eftirminnilega ræðu  Samkvæmt Gallup könnun sem unnin var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum er það að standa fyrir framan hóp og tjá sig í öðru sæti fyrir það sem fólk hræðist mest, næst á eftir hræðslu við snáka. Það er nú samt einu sinni þannig að fæst komumst við hjá því að tjá okkur með einum eða öðrum hætti viljum við ná markmiðum okkar í lífinu og gildir þá einu hvort meira
2. apríl 2007 kl. 20:56

Þrisvar sinnum meiri afköst?

"ÞESSAR reglur hljóta að virka fyrst þær hafa verið til í allan þennan tíma," heyrði ég haft eftir ónefndum íslenskum forstjóra sem ræddi við starfsmenn sína um nýlega birta grein í vikuritinu Economist. Greinin sú ber yfirskriftina "Samræðulistin" og fjallar um uppruna og sögu þeirra samræðulögmála sem mælskustu menn undanfarinna árhundraða hafa byggt á. Orð forstjórans vísa í undirtitil meira
Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Hofundur er stjórnendaþjálfari, eigandi www.lead1st.com, adstodarmadur.is og annar þjálfara á www.kvennahelgi.is

 

Meira