c

Pistlar:

9. júní 2012 kl. 9:13

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (unnurvalborg.blog.is)

Þorðu að spyrja

10 ára stúlka komst á dögunum í heimsfréttirnar fyrir að reka stjórnvöld í heimalandi sínu á gat6_questions_warranty_bkt_5219 með einfaldri spurningu. Stúlkan sem er indversk spurði einfaldlega : „hvenær varð Gandhi faðir þjóðarinnar“ .Við þessari einföldu spurningu fengust engin svör en unnið er að því hörðum höndum að komast að svarinu. Fram til þessa hefur engum dottið í hug að spyrja þessarar spurningar, spuringar sem er þjóðinni mkilvæg því eins og stúlkan segir „við eigum að vita allt um Gandhi“. Þjóðin tekur því sem sjálfsögðum hlut að hann sé faðir þjóðarinnar, allir nema 10 ára gömul stúlka.

Við þurfum að spyrja þessara einföldu en mikilvægu spurninga. Ekki bara um efni sem tengjast þjóð okkar heldur verðum við líka að spyrja okkur sjálf einföldu en um leið þeirra krefjandi spurninga sem fá okkur til að hugsa, velta fyrir okkur hvaðan við erum að koma og hvert við ætlum að fara.

Fyrir nokkrum árum sat ég fyrirlestur hjá Keith Cunnigham nokkrum. Þessi einfalda en krefjandi spurning ungu indversku stúlkunnar minnti mig á þann fyrirlestur því á honum lærði ég nokkrar einfaldar en mjög krefjandi spurningar sem ég hef spurt mig reglulega síðan.

·         Hvað geri ég í dag til að nálgast það sem ég vil?

·         Munu þessar aðgerðir færa mig nær markmiðunum eða er ég að gera málamiðlanir?

·         Hvernig myndi manneskjan sem ég vil vera nálgast þetta verkefni?

·         Hversu lengi get ég haldið í sýnina?

·         Hver þarf ég að verða til að ná þeim árangri sem ég vil ná?

·         Er ég tilbúin(n) til að takast á við afleiðingar þess að breytast ekki?

·         Hver er við stjórnvölinn?

·         Er ég að setja í gang þær aðgerðir sem leiða til þeirra áhrifa sem ég vil eða er ég að gera málamiðlanir?

·         Er ég tilbúin(n) til að gera það sem til þarf?

·         Hvað sé ég EKKI?

Fæsta daga hef ég svörin við þessum spurningum á reiðum höndum. En alveg eins og spurning indversku stúlkunnar þá fá þær mig til þess að hugsa mig gang og koma í veg fyrir að ég taki eingöngu því sem lífið fleygir að mér. Þær krefja mig til að taka meðvitaðar ákvarðanir og ekki síst til þess að skoða markmið mín og sýn. Hver vil ég vera og hvert vil ég fara. Það er það mikilvæga.

Spurningarnar gera það að verkum að markmið mín hafa orðið skýrari, það er auðveldara að takast á við krefjandi aðstæður, hegðun mín er tengdari gildum mínum. Þegar við lifum lífi okkar í takt við gildi okkar náum við markmiðum okkar fyrr en ella, sjálfstraust okkar eykst sem gerir það að verkum að við getum tekist á við meira krefjandi viðfangsefni.

Allt hefst þetta á því að hafa sýn sem byggir á skýrum gildum. Sýnin þarf að vera knýjandi og eitthvað sem þig langar að stefna að. Nýttu þér svo spurningarnar að ofan til að færast í átt að þeirri sýn.

Hvaða spurningar fá þig til að hugsa? Spurðu þig þessara spurninga reglulega og árangurinn mun koma þér verulega á óvart.

Frétt á mbl.is um indversku stúlkuna.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Hofundur er stjórnendaþjálfari, eigandi www.lead1st.com, adstodarmadur.is og annar þjálfara á www.kvennahelgi.is

 

Meira