Pistlar:

7. júní 2019 kl. 11:07

Gunna Stella (einfaldaralif.blog.is)

Játningar móður og mammviskubitið

Ég er svo heppin að vera mamma, hlutverk sem ég þráði að sinna allt frá frá því að ég var lítil stelpa í mömmó.  Ég elska börnin mín og vil þeim allt það besta í lífinu. Þegar ég varð móðir í fyrsta sinn þá byrjaði ég hlutverkið með ákveðinn misskilning í farteskinu. Ég hélt ég þyrfti að vera fullkomin mamma. Ég vildi standa mig vel, ég vildi vernda barnið mitt. En þegar á leið þá uppgötvaði ég að það er ekkert sem heitir "fullkomin mamma". Ég reyni mitt besta en stundum tekst mér ekki nógu vel til. Ég reyni að passa upp á börnin mín séu snyrtileg, fái nærandi mat, sinni heimanámi, fái tækifæri til að stunda tómstundir, sinna áhugamálum sínum og vináttu við önnur börn o.s.frv. Það koma dagar þar sem ég uppgötva (þegar börnin eru sofnuð) að ég gleymdi að láta þau lesa eða að senda þau á fimleikaæfingu og þess háttar. Sem betur fer hef ég lært að það er allt í lagi að gera ekki allt 100% rétt. 

 

Ég þarf oft að segja nei við börnin mín, það er stundum erfitt en ég veit að það er þeim fyrir bestu. Ég þarf líka stundum að kenna börnunum mínum þolinmæði, t.d með því að kenna þeim að safna fyrir hlutum sem þeim langar til að eignast eða hreinlega bíða eftir að röðin komi að þeim.

Screenshot 2019-06-07 at 11.04.05

Í vikunni fjallaði ég um það á Instagram að Móðurhlutverkið er margslungið og hef ég oft upplifað svokallað Mammviskubit. Ég hef sannfært sjálfa sig um að ég séu ekki nógu góð og fer að bera mig saman við mömmuna í næsta húsi eða mömmuna sem ég er nýfarin að fylgja á Instagram. Við mömmur erum ólíkar, höfum mismunandi hæfileika og nálgumst lífið frá mismunandi sjónarhorni. Við þurfum ekki að vera fullkomnar og við megum viðurkenna það þegar okkur tekst ekki nógu vel til.

 

Hluti af mínu ferli í átt að einfaldara lífi hefur verið að taka aðstæðum eins og þær eru. Stundum er lífið auðvelt og stundum er það bara flókið. Eitt af því er að horfast í augu við það að ég er ekki fullkomin mamma en ég er góð mamma sem umvef börnin mín kærleika og ást og reyni ekki að setja þau öll í sama mót. Þau eru jafn misjöfn eins og þau eru mörg en öll hafa þau að geyma frábæran persónuleika sem þarf að fá bestu skilyrði til að vaxa. Bestu skilyrðin fyrir þau eru ást, kærleikur, þolinmæði, umhyggjusemi, rétt magn af aga og dass af ófullkomleika. Já, það er stundum gott fyrir þau að sjá að mamma er ekki fullkomin.


Kærleikskveðja laughing

 

Gunna Stella 

23. maí 2019 kl. 14:01

Ég öskraði úr mér lungun...

Undanfarna daga hefur myndast mikill spenningur í bænum sem ég bý í. Fólk hefur klætt sig í vínrauð föt, hengt upp fána, keyrt um með fána og verið tilbúin í slaginn. Þú ert eflaust farin að átta þig á hvað ég er að tala um. Já, baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í Handbolta. Selfoss átti von á Haukum í heimsókn. Heimaleikur í Hleðsluhöllinni. Þvílík spenna. Þvílík stemning í bænum. Leikurinn var meira
16. maí 2019 kl. 12:51

Er hægt að einfalda lífið?

Fyrir nokkrum árum fóru við hjónin með börnin okkar fjögur í ferðalag til Flórída. Yngsta barnið okkar var nokkra mánaða og ég var frekar stressuð yfir því að fara í langt ferðalag með svona mörg börn. Mér finnst reyndar hlægilegt til þess að hugsa í dag í ljósi þess að við erum nýkomin frá Ástralíu með alla fjölskylduna. En maður slípast til með árunum og lífið verður einfaldara í huganum. Á meira
30. apríl 2019 kl. 13:09

Er BRJÁLAÐ að gera?

Ég sá auglýsingu frá Virk starfsendurhæfingarsjóði um daginn þar sem skotið er hressilega á okkur íslendinga og þessa frægu setningu. Brjálað að gera! Virk fór af stað með verkefni með yfirskriftinni “Brjálað að gera” til þess að vekja athygli á því hvað fólk er oft undir miklu álagi í einkalífinu og á vinnustaðnum.   Í gegnum tíðina hefur það þótt vera meira
23. apríl 2019 kl. 11:24

Fimm skref í átt að Einfaldari þvottarútínu!

Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn. Mér fannst þvotturinn vera endalaus (sama hvað við vorum mörg). Fyrir ári síðan lærði ég nýja aðferð sem hefur gert það að verkum að mér finnst ég ekki lengur vera að drukkna í þvotti.   Við búum í meira
10. apríl 2019 kl. 13:53

Á sundi með plaströrum, plastumbúðum og gullfiskum

Ég hef oft heyrt að plast sé slæmt fyrir jörðina og hef markvisst reynt að minnka plastnotkun. Ég er þó langt frá því að vera búin að fullkomna það enda vön að nota plast í allskonar stærðum og gerðum árum saman. Ég áttaði mig í raun ekki á því hversu slæmt plast er fyrir umhverfið okkar fyrr en ég fór að synda í sjónum á Balí. Í kringum mig flutu plastpokar og plastumbúðir og út um allt voru meira
3. apríl 2019 kl. 2:21

Menningarsjokk á Balí!

Fyrir tveimur dögum síðan lentum við fjölskyldan á Balí. Ég er búin að hlakka til að koma til Balí lengi en vissi ekki við hverju átti að búast. Fyrsta upplifun mín af Balí var mjög góð. Flugvöllurinn var snyrtilegur og fólkið var vingjarnlegt. Þegar við gengum út af flugvellinum fann ég sömu lykt og á Indlandi og í Afríku. Blanda af hita, raka og mengun.  Börnin urðu mjög hissa þegar þau meira
mynd
27. mars 2019 kl. 11:23

Ævintýri enn gerast

Það er svo auðvelt að vera búin að undirbúa ferðalagið sem maður er á svo vel að maður fer algjörlega eftir GPS tækinu, gleymir að njóta augnabliksins og vera opin fyrir nýjum ævintýrum. Nú erum við  fjölskyldan (6 manns) á mánaðar ferðlagi. Þessa dagana erum við stödd í Ástralíu. Við erum búin að gera ótrúlega margt skemmtilegt., Þar á meðal að fara í brúðkaup vina okkar, gefa kengúrum að meira
mynd
20. mars 2019 kl. 13:22

Ekki gera þessi mistök þegar þú ferðast með börn!

Það er ótrúlega gaman að ferðast. Við hjónin elskum að ferðast með börnin okkar. Nú erum við komin til Ástralíu sem þýðir að dóttir okkar hefur komið til 6 heimsálfa og synir okkar til 5. Við lítum á ferðalög sem góða fjárfestingu. Góðan tíma sem fer í minningabankann. En þó svo við höfum mjög gaman af því að ferðast með fjölskylduna þá í sannleika sagt er það ekki alltaf dans á rósum. Það eru meira
12. mars 2019 kl. 14:36

Minni farangur en mörg börn

Við fjölskyldan höfum ferðast mjög mikið í gegnum árin og oftar en ekki með allt of mikinn farangur. Síðastliðin ár höfum við hinsvegar gert tilraunir til þess að ferðast á einfaldari hátt.   Mér finnst mun einfaldara að ferðast með lítinn farangur þegar ég er ein á ferð en þegar kemur að því að ferðast með fjögur börn þá er það aðeins meira mál. Ég hef oft sagt við manninn minn að mér meira
mynd
5. mars 2019 kl. 7:24

Að ferðast meira fyrir minna!

Eitt af mínum aðal áhugamálum er að ferðast. Ég elska að fara til nýrra landa og kynna mér staðhætti, njóta mannlífsins og veðurfarsins.   Við hjónin höfum ferðast mikið með börnin okkar og hafa þau komið til margra landa. Það er sannarlega ekki “ókeypis” að ferðast með stóra fjölskyldu en það er hægt ef vel er haldið á spöðunum. Okkur finnst best að ferðast á eigin vegum og bóka meira
27. febrúar 2019 kl. 10:12

Alltaf óreiða í barnaherberginu?

Barnaherbergið er allt í drasli. Leikföng út um allt og börnin vilja helst leika sér frammi. Kannastu við þetta? Ég hef svo oft lent í þessu og hef gripið til fjölbreyttra aðferða þegar kemur að því að halda barnaherberginu í horfi. Ég hef geymt leikföng á háaloftinu og skipt þeim reglulega út fyrir önnur sem eru inni í herbergi. Ég hef keypt nýjar geymsluhirslur fyrir herbergið. Ég hef hótað að meira
mynd
19. febrúar 2019 kl. 23:32

Er herbergið allt í drasli?

Þegar ég gisti á hóteli þá upplifi ég oftar en ekki mikla ró inni í herberginu sjálfu. Það skiptir ekki máli hvernig hönnunin eða litirnir eru heldur felst róin í því að hafa ekki of mikið magn af hlutum í rýminu. Hver hlutur á sinn stað og það er ekki óþarflega mikið af skrautmunum.   Það vill oft vera þannig að hjónaherbergið er sá hluti heimilisins sem minnst meira
mynd
12. febrúar 2019 kl. 10:56

Ég fékk nóg af draslinu

Þegar ég var ófrísk af fjórða barninu (árið 2015) þá fékk ég nóg af magni hlut á heimilinu okkar. Ég hreinlega hringsnerist í kringum sjálfa mig. Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem “á” að fylgja stórri fjölskyldu. Mér fannst ég ekki gera neitt annað meira
Gunna Stella

Gunna Stella

Gunna Stella starfar sem Heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari. Hún er fjögurra barna móðir og eiginkona sem er búsett á Selfossi.  Gunna Stella sérhæfir sig í því að hjálpa einstaklingum  að minnka hraðann, njóta lífsins og finna leiðir til þess að einfalda lífið, heilsuna og heimilið. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, lestur, gæðastundir með vinum og fjölskyldu og góður nærandi matur. Nánari upplýsingar má finna á www.einfaldaralif.is og á Instagram:gunnastella

 

Meira