Pistlar:

4. desember 2019 kl. 9:57

Gunna Stella (einfaldaralif.blog.is)

Ertu búin að öllu?

Þegar kemur að aðventunni þá upplifa margir streitu. Ég hef oft ákveðið fyrir aðventuna að ég ætli að eiga rólega, ljúfa og yndislega aðventu. Ég hef ákveðið að ég ætli ekki missa mig í þrifum, bakstri, jólagjafainnkaupum og þess háttar. Ég fer kannski sæl og glöð inn í aðventuna en svo byrjar áreitið. Fólk spyr ,,Gunna, ertu búin að öllu?” Ha, öllu? Hvað meinarðu? Jú, öllu auðvitað, t.d. bakstrinum, þrifunum, innkaupunum! Úff, ég veit ekki með ykkur en ég upplifi stundum að svona spurningar geti valdið mér streitu og óþarfa áhyggjum, þó ég viti spurt sé af kærleika og umhyggju. 

 

Hvað er allt? Þetta allt er hægt að skilgreina á svo margvíslegan hátt. Hjá mér er allt þegar ég er búin að búa til jóladagatal fyrir fjölskylduna sem eykur samverustundir, gæðastundir og góðar minningar. Hjá mér er allt þegar ég hef keypt jólagjafir á hagstæðan hátt og bakað jafnt og þétt yfir aðventuna og leyft börnunum mínum og manninum mínum að gúffa kökurnar í sig á ógnarhraða. Hjá mér er allt þegar ég hef átt tíma til að setjast niður í rólegheitunum og drekka kaffi með góðum vinum. Hjá mér er allt þegar ég hef getað sest niður og lesið góða bók. Hjá mér er allt þegar ég hef ákveðið hvað á að vera í matinn á aðfangadag og passað upp á að eiga eitthvað hollt og næringarríkt til að börnin og við hin fullorðnu getum nartað í þess á milli. Hjá mér er allt þegar ég hef horft á margar misgóðar jólamyndir með fólkinu mínu. Hjá mér er allt þegar ég næ að njóta líðandi stundar. 

 

Hvert er þitt ALLT? 

Ekki láta aðra skilgreina fyrir þig hvað þitt “allt” er. Þú þarft að vita hvað það er sem þú vil gera á aðventunni og þú þarft að vita hvað það er sem veitir þér og þinni fjölskyldu gleði og ánægju. 

Mín hvatning til þín í dag er að þú skoðið það vel og vandlega hvernig þú getur notið aðventunnar og líðandi stundar og ég hvet þig til þess að spyrja einungis sjálfan þig hvort þú sér búin að öllu. Því að þitt allt er kannski allt annað en mitt allt. 

Ef þú vilt fá nokkur góð ráð varðandi það hvernig hægt er að einfalda aðventuna þá getur þú nálgast þau hér

 

Eigðu góða aðventu, 

Gunna Stella 

 

22. nóvember 2019 kl. 13:03

Ertu í fríi í fríinu?

Fyrir tveim vikum síðan fórum við hjónin í fjögurra daga ferð til Kanarýeyja. Það var afar ljúft að breyta aðeins til og fá smávegis frí. Ég var tvístígandi varðandi það hvort ég ætti að taka tölvuna mína með. Ég hef mjög gaman af því að skrifa og er að vinna að mjög spennandi verkefni þessar vikurnar. Ég sá fyrir mér að geta skrifa allan tíman í flugvélinni (heilar 5 klukkustundir og 40 mínútur) meira
1. nóvember 2019 kl. 8:56

Er hægt að hafa aðventuna einfaldari?

Það styttist óðum í aðventuna. Kannski ert þú nú þegar farinn að huga að aðventunni. Jafnvel farin/n að kaupa jólagjafir eða búin að því. Ég á mér þann draum og það markmið að vera búin að kaupa allar jólagjafir í byrjun desember. Mér finnst allt svo miklu einfaldara þegar ég þarf ekki að spá í jólagjafainnkaupum í desember.  Hér áður fyrr átti ég mér líka draum um einfaldari aðventu og fyrir meira
9. október 2019 kl. 9:59

Ég tiplaði á tánum

Áður en ég hóf vegferð mína í átt að Einfaldara lífi gekk ég harkalega á vegg. Ég er ekki að tala um í orðsins fyllstu merkingu heldur gekk ég á vegg andlega. Ég hafði alla mína tíð verið snillingur í að greina hvernig fólki í kringum mig leið. Ég tiplaði á tánum í kringum fólk sem ég umgekkst og reynt að halda friðinn. Ég vissi alltaf hvernig aðrir í kringum mig höfðu það. Hvað það þurfti á að meira
mynd
13. september 2019 kl. 16:00

Er hægt að upplifa gleði og hugarró mitt í stormi og rigningu?

Þegar ég hlusta á það sem er að gerast í kringum mig og horfi á það sem er í gangi í þjóðfélaginu hljómar innra með mér rödd. Einfaldaðu, einfaldaðu, einfaldaðu. Oft gerum við okkur ekki grein fyrir því að við flækjum lífið að óþörfu. Jú, það er mikið að gera. Það þarf mörgu að sinna en mitt í storminum og rigningunni er hægt að finna gleði og hugarró.    Þegar ég hóf göngu mína í átt að meira
28. ágúst 2019 kl. 17:05

Botnlangakastið leiddi til Tenerife ferðar

Í byrjun október í fyrra fékk maðurinn minn heiftarlega mikinn magaverk. Hann var sárkvalinn,lá á bráðamóttökunni heila nótt en var svo sendur í aðgerð þegar líða tók á næsta dag.    Þegar hann var komin inn á aðgerðarstofuna áttaði ég mig á því að ég var óróleg inn í mér. Þegar ég er óróleg og hrædd þá fer ég oft að gera eitthvað verklegt, framkvæma, laga til eða eitthvað sem krefst meira
mynd
7. júní 2019 kl. 11:07

Játningar móður og mammviskubitið

Ég er svo heppin að vera mamma, hlutverk sem ég þráði að sinna allt frá frá því að ég var lítil stelpa í mömmó.  Ég elska börnin mín og vil þeim allt það besta í lífinu. Þegar ég varð móðir í fyrsta sinn þá byrjaði ég hlutverkið með ákveðinn misskilning í farteskinu. Ég hélt ég þyrfti að vera fullkomin mamma. Ég vildi standa mig vel, ég vildi vernda barnið mitt. En þegar á leið þá meira
23. maí 2019 kl. 14:01

Ég öskraði úr mér lungun...

Undanfarna daga hefur myndast mikill spenningur í bænum sem ég bý í. Fólk hefur klætt sig í vínrauð föt, hengt upp fána, keyrt um með fána og verið tilbúin í slaginn. Þú ert eflaust farin að átta þig á hvað ég er að tala um. Já, baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í Handbolta. Selfoss átti von á Haukum í heimsókn. Heimaleikur í Hleðsluhöllinni. Þvílík spenna. Þvílík stemning í bænum. Leikurinn var meira
16. maí 2019 kl. 12:51

Er hægt að einfalda lífið?

Fyrir nokkrum árum fóru við hjónin með börnin okkar fjögur í ferðalag til Flórída. Yngsta barnið okkar var nokkra mánaða og ég var frekar stressuð yfir því að fara í langt ferðalag með svona mörg börn. Mér finnst reyndar hlægilegt til þess að hugsa í dag í ljósi þess að við erum nýkomin frá Ástralíu með alla fjölskylduna. En maður slípast til með árunum og lífið verður einfaldara í huganum. Á meira
30. apríl 2019 kl. 13:09

Er BRJÁLAÐ að gera?

Ég sá auglýsingu frá Virk starfsendurhæfingarsjóði um daginn þar sem skotið er hressilega á okkur íslendinga og þessa frægu setningu. Brjálað að gera! Virk fór af stað með verkefni með yfirskriftinni “Brjálað að gera” til þess að vekja athygli á því hvað fólk er oft undir miklu álagi í einkalífinu og á vinnustaðnum.   Í gegnum tíðina hefur það þótt vera meira
23. apríl 2019 kl. 11:24

Fimm skref í átt að Einfaldari þvottarútínu!

Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn. Mér fannst þvotturinn vera endalaus (sama hvað við vorum mörg). Fyrir ári síðan lærði ég nýja aðferð sem hefur gert það að verkum að mér finnst ég ekki lengur vera að drukkna í þvotti.   Við búum í meira
10. apríl 2019 kl. 13:53

Á sundi með plaströrum, plastumbúðum og gullfiskum

Ég hef oft heyrt að plast sé slæmt fyrir jörðina og hef markvisst reynt að minnka plastnotkun. Ég er þó langt frá því að vera búin að fullkomna það enda vön að nota plast í allskonar stærðum og gerðum árum saman. Ég áttaði mig í raun ekki á því hversu slæmt plast er fyrir umhverfið okkar fyrr en ég fór að synda í sjónum á Balí. Í kringum mig flutu plastpokar og plastumbúðir og út um allt voru meira
3. apríl 2019 kl. 2:21

Menningarsjokk á Balí!

Fyrir tveimur dögum síðan lentum við fjölskyldan á Balí. Ég er búin að hlakka til að koma til Balí lengi en vissi ekki við hverju átti að búast. Fyrsta upplifun mín af Balí var mjög góð. Flugvöllurinn var snyrtilegur og fólkið var vingjarnlegt. Þegar við gengum út af flugvellinum fann ég sömu lykt og á Indlandi og í Afríku. Blanda af hita, raka og mengun.  Börnin urðu mjög hissa þegar þau meira
mynd
27. mars 2019 kl. 11:23

Ævintýri enn gerast

Það er svo auðvelt að vera búin að undirbúa ferðalagið sem maður er á svo vel að maður fer algjörlega eftir GPS tækinu, gleymir að njóta augnabliksins og vera opin fyrir nýjum ævintýrum. Nú erum við  fjölskyldan (6 manns) á mánaðar ferðlagi. Þessa dagana erum við stödd í Ástralíu. Við erum búin að gera ótrúlega margt skemmtilegt., Þar á meðal að fara í brúðkaup vina okkar, gefa kengúrum að meira
mynd
20. mars 2019 kl. 13:22

Ekki gera þessi mistök þegar þú ferðast með börn!

Það er ótrúlega gaman að ferðast. Við hjónin elskum að ferðast með börnin okkar. Nú erum við komin til Ástralíu sem þýðir að dóttir okkar hefur komið til 6 heimsálfa og synir okkar til 5. Við lítum á ferðalög sem góða fjárfestingu. Góðan tíma sem fer í minningabankann. En þó svo við höfum mjög gaman af því að ferðast með fjölskylduna þá í sannleika sagt er það ekki alltaf dans á rósum. Það eru meira
12. mars 2019 kl. 14:36

Minni farangur en mörg börn

Við fjölskyldan höfum ferðast mjög mikið í gegnum árin og oftar en ekki með allt of mikinn farangur. Síðastliðin ár höfum við hinsvegar gert tilraunir til þess að ferðast á einfaldari hátt.   Mér finnst mun einfaldara að ferðast með lítinn farangur þegar ég er ein á ferð en þegar kemur að því að ferðast með fjögur börn þá er það aðeins meira mál. Ég hef oft sagt við manninn minn að mér meira
mynd
5. mars 2019 kl. 7:24

Að ferðast meira fyrir minna!

Eitt af mínum aðal áhugamálum er að ferðast. Ég elska að fara til nýrra landa og kynna mér staðhætti, njóta mannlífsins og veðurfarsins.   Við hjónin höfum ferðast mikið með börnin okkar og hafa þau komið til margra landa. Það er sannarlega ekki “ókeypis” að ferðast með stóra fjölskyldu en það er hægt ef vel er haldið á spöðunum. Okkur finnst best að ferðast á eigin vegum og bóka meira
27. febrúar 2019 kl. 10:12

Alltaf óreiða í barnaherberginu?

Barnaherbergið er allt í drasli. Leikföng út um allt og börnin vilja helst leika sér frammi. Kannastu við þetta? Ég hef svo oft lent í þessu og hef gripið til fjölbreyttra aðferða þegar kemur að því að halda barnaherberginu í horfi. Ég hef geymt leikföng á háaloftinu og skipt þeim reglulega út fyrir önnur sem eru inni í herbergi. Ég hef keypt nýjar geymsluhirslur fyrir herbergið. Ég hef hótað að meira
mynd
19. febrúar 2019 kl. 23:32

Er herbergið allt í drasli?

Þegar ég gisti á hóteli þá upplifi ég oftar en ekki mikla ró inni í herberginu sjálfu. Það skiptir ekki máli hvernig hönnunin eða litirnir eru heldur felst róin í því að hafa ekki of mikið magn af hlutum í rýminu. Hver hlutur á sinn stað og það er ekki óþarflega mikið af skrautmunum.   Það vill oft vera þannig að hjónaherbergið er sá hluti heimilisins sem minnst meira
mynd
12. febrúar 2019 kl. 10:56

Ég fékk nóg af draslinu

Þegar ég var ófrísk af fjórða barninu (árið 2015) þá fékk ég nóg af magni hlut á heimilinu okkar. Ég hreinlega hringsnerist í kringum sjálfa mig. Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem “á” að fylgja stórri fjölskyldu. Mér fannst ég ekki gera neitt annað meira
Gunna Stella

Gunna Stella

Gunna Stella starfar sem Heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari. Hún er fjögurra barna móðir og eiginkona sem er búsett á Selfossi.  Gunna Stella sérhæfir sig í því að hjálpa einstaklingum  að minnka hraðann, njóta lífsins og finna leiðir til þess að einfalda lífið, heilsuna og heimilið. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, lestur, gæðastundir með vinum og fjölskyldu og góður nærandi matur. Nánari upplýsingar má finna á www.einfaldaralif.is og á Instagram:gunnastella

 

Meira