Pistlar:

14. október 2019 kl. 9:19

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

9 ástæður til að taka B-12

B-12 er eitt af þessum mikilvægu bætiefnum, sem líkaminn þarf á að halda en getur ekki framleitt sjálfur. B-12 er aðallega að finna í dýraafurðum, en þar sem það er þar í svo litlu mæli, er mikilvægt að taka það reglulega inn sem bætiefni.

Í þessari grein fjalla ég um níu heilsuverndandi ástæður, fyrir því að taka inn B-12. Einnig fjalla ég um ellefu einkenni um B-12 vítamínskort, en almennt er talið að skorturinn sé um 30% hjá þeim sem borða dýraafurðir og um 60% hjá þeim sem eru grænmetisætur eða vegan.

Frá NOW eru þrjár mismunandi tegundir af B-12. Ultra B-12 í fljótandi formi með þremur mismunandi formum af B-12 fyrir frumuorkuna. B-12 tuggutöflur sem eru góðar fyrir taugakerfið. B-12 liposomal úði fyrir hjarta- og æðakerfið. Eftirfarandi níu ástæður sýna mikilvægi B-12 fyrir heilsuna:

1-STUÐLAR AÐ MYNDUN RAUÐRA BLÓÐFRUMNA OG HINDRAR BLÓÐLEYSI

B-12 vítamín spilar mikilvægt hlutverk í framleiðslu líkamans á rauðum blóðfrumum. Sé skortur á B-12 í líkamanum, dregur úr framleiðslu á rauðum blóðfrumum og þær ná ekki að þróast eðlilega. Heilbrigðar rauðar blóðfrumur eru litlar og kringlóttar, en ef það skortir B-12 verða þær stærri og sporöskjulaga.

Þegar blóðfrumurnar verða stærri komast þær ekki á eðlilegum hraða frá beinmergnum og út í blóðflæðið og valda því risakímfrumnablóðleysi (megaloblastic anemia). Þegar líkaminn hefur ekki nægilega mikið af blóðfrumum til að flytja súrefni til mikilvægra líffæra, getur það valdið þreytueinkennum og þróttleysi.

2-GETUR  KOMIÐ Í VEG FYRIR FÆÐINGARGALLA

Nægilegt magn af B-12 skiptir miklu máli fyrir heilbrigða meðgöngu. Rannsóknir sýna að heili og taugakerfi fósturs þarf á nægilegu magni af B-12 að halda frá móður til að þróast eðlilega. Skortur á B-12 í upphafi meðgöngu getur aukið hættuna á fæðingargöllum og einnig leitt til fósturmissis eða fyrirburafæðinga.

3-STUÐLAR AÐ BEINHEILSU OG DREGUR ÚR HÆTTU Á  BEINÞYNNINGU

Nægar birgðir af B-12 í líkamanum geta stuðlað að betri beinheilsu. Í rannsókn á meira en 2.500 einstaklingum kom í ljós að þeir sem voru með B-12 vítamínskort voru með minna en eðlilega beinþéttni. Bein sem skortir þéttleika verða viðkvæm og því fylgir meiri hætta á beinbrotum.

4-GETUR DREGIÐ ÚR SJÓNDEPILSRÝRNUN

Sjóndepilsrýrnun er augnsjúkdómur sem hefur aðallega áhrif á miðjusjón. Með því að viðhalda nægilegu magni af B-12 í líkamanum eru líkur á að dragi úr aldurstengdri sjóndepilsrýrnun. Vísindamenn telja að með því að nota B-12 bætiefni lækki hómósýsten (homocysteine), en það er tegund af amínósýru, sem finnst í blóðinu. Aukið magn af hómósýsteni hefur verið tengt við aukin aldurstengd sjónvandamál.

5-BÆTIR SKAPIÐ OG DREGUR ÚR ÞUNGLYNDISEINKENNUM

Ekki liggur fyrir alveg fullur skilningur á því á hvaða hátt B-12 bætir skapið. Vitað er þó að B-12 gegnir mikilvægu hlutverki í að framleiða og efnabreytaa serótónini, sem er efni sem hefur áhrif á skap okkar – oft kallað gleðihormónið. Skortur á B-12 getur því leitt til minni serótónin framleiðslu, sem aftur getur valdið þunglyndiseinkennum. Rannsóknir hafa sýnt að notkun á B-12 léttir lundina hjá fólki sem hefur átt við þunglyndisvandamál að stríða.

6-GETUR VERIÐ GOTT FYRIR HEILANN OG KOMIÐ Í VEG FYRIR TAP Á TAUGAFRUMUM 

Skortur á B-12 vítamíni hefur verið tengdur við minnistap, einkum hjá þeim sem eldri eru. Vítamínið er talið hindra heilarýrnun, sem felst í tapi á taugafrumum í heilanum og er oft tengd við minnistap og heilabilun. Rannsóknir hafa sýnt að það hægði á heilahnignun hjá  þeim sem voru á frumstigi heilahnignunar, ef þeir tóku saman B-12 og Omega-3 fitusýrur.

Hvort sem um heilahnignun er að ræða eða ekki, hefur komið í ljós að B-12 bætir minnið.

7-GETUR GEFIÐ ÞÉR AUKNA ORKU

Lengi hefur verið talað um B-12 sem aukaorkugjafa. Öll B-vítamínin gegna mikilvægu  hlutverki í orkuframleiðslu líkamans, þótt þau myndi hana ekki endilega sjálf. Þar sem B-12 er vatnsuppleysanlegt  vítamín, er enginn hætta á að líkaminn fari að safna því upp. Allt sem líkaminn ekki nýtir fer í gegnum hann og úr honum með þvagi.

8-GETUR BÆTT HJARTAHEILSUNA MEÐ ÞVÍ AÐ DRAGA ÚR HÓMÓSÝSTINI

Mikið magn af hinni algengu amínósýru hómósýstini í blóði hefur verið tengt hjartasjúkdómum. Sé skortur á B-12 vítamíni í líkamanum, hækkar hómósýstinið. Rannsóknir hafa sýnt að nægilegt magn af B-12 lækkar hómósýstin í blóði og dregur úr hættu á hjartavandamálum.

9-STUÐLAR AÐ HEILBRIGÐU HÁRI, HÚÐ OG NÖGLUM 

Þar sem B-12 vítamín skiptir máli við frumuframleiðslu, er þörf á nægilegu magni af því til að viðhalda heilbrigðu hári, húð  og nöglum. Skortur á B-12 hefur sýnt sig að hafa áhrifa á ýmis húðvandamál eins og breytingar á lit nagla, breytingar á hári (hárlos o.fl.) og litabreytingar á húð.

11 EINKENNI UM B-12 VÍTAMÍNSKORT 

Jafnvel þótt fólk fái nægilega mikið B-12 vítamín í gegnum fæðuna (vítamín) geta undirliggjandi heilsufarsvandamál haft áhrif á upptöku B-12 í gegnum þarmana. Má þar meðal annars nefna Crohn‘s sjúkdóminn, glútenóþol, langvinn magabólga og blóðhvarf. Helstu einkenni um B-12 vítamínskort eru:

Náladofi í höndum og fótum - Dofi í útlimum og erfiðleikar við hreyfinga - Fölur húðlitur  - Þreytueinkenni eða síþreyta - Hraður hjartsláttur - Blóðleysi sem getur leitt til andnauðar - Vandamál í munni eins og bólgur og munnangur - Huglæg vandamál og minnistap - Pirringur - Ógleði, uppköst eða niðurgangur - Minnkandi matarlyst og þyngdartap 

Þeir sem eru líklegir til að vera með B-12 vítamínskort eru: Þeir sem eru eldri, því með aldrinum verður upptaka á B-12 oft minni. Þeir sem eru grænmetisætur eða vegan. Þeir sem hafa lengi tekið inn sýrustillandi lyf (magasýrur). Þeir sem hafa lést vegna magaaðgerðar, en húngetur haft áhrif á uptöku B-12 vítamíns.

Guðrún Bergmann hefur haldið HREINT MATARÆÐI námskeið fyrir rúmlega 1700 þátttakendur á rúmu fjórum árum.

Heimildir: medicalnewstoday.com - healthline.com 

mynd
1. október 2019 kl. 15:57

Sjö ástæður til að nota trefjar

Psyllium er heiti á uppleysanlegum trefjum sem unnar eru úr hýði psyllium (plantago ovata) fræsins. Þess vegna kallast bætiefni sem unnin eru úr fræjunum Psyllinum Husk, þar sem husk þýðir hýði. Plantan (plantago ovata) vex aðallega á Indlandi og rekur uppruna sinn til Asíu, en finnst þó um allan heim. Í Bandaríkjunum er hún meðal annars ræktuð í suð-vestur ríkjunum. Þar sem psyllium husk meira
3. september 2019 kl. 10:58

Örveruflóra þarma og heilsufar okkar

Þarmar okkar eru búsvæði milljón milljóna af örverum, þar á meðal baktería, vísusa, gerilveira, sveppa, frumvera og þráðorma. Áhrifamestar eru bakteríur sem tilheyra Firmicutesog Bacteriodetesættunum. Þetta örverusamfélag í iðrum okkar kallast örverulífmengi eða örveruflóra þarmanna. Örveruflóran skipar svo mikilvægt hlutverk í heilsu okkar að læknar og náttúrulæknar eru farnir að líta á hana sem meira
19. ágúst 2019 kl. 9:51

Heilsa og lífsstíll er val

Þegar við veljum að gera breytingar á lífsstíl okkar er eðlilegt að eitthvað gamalt detti út af listanum, hvort sem það er matur, hreyfingarleysi eða svefnlitlar nætur. Ég nefni þetta þrennt, því í raun eru matur, hreyfing og svefn undarstaðan að góðri heilsu og betri lífsgæðum. Þegar kemur að vali eru engin boð og bönn. Bara einfalt val um hvað þú ætlar að gera og hvað þú ætlar ekki að gera. meira
16. ágúst 2019 kl. 10:48

Rauðrófur efla heilsuna

Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann. Rauðrófuduftið frá NOW SPORTS er unnið úr óerfðabreyttum rauðrófum, sem eru þurrkaðar. Hver skammtur af BEET ROOT POWDER, sem er 1 msk, jafngildir því 2 ½ rauðrófum. meira
9. ágúst 2019 kl. 9:21

Er þinn líkami enn í kaskó?

Ég hef oft í ræðu og riti líkt líkamanum við bíl, sem sál okkar eða andi ekur í gegnum lífið. Þegar við deyjum verður bíllinneftir, en andinn hverfur á annað tilverustig. Þar sem fæst okkar hafa lífvörð sem passar upp á okkar, þarf hver og einn að hugsa um sinn bíl,til að hann haldist í góðu standi eins lengi og við erum á lífi. Við kaup á nýjum bíl (þessum sem við keyrum um göturnar) velja meira
30. júlí 2019 kl. 9:55

AÐ LIFA Í NÚINU

Ég segi gjarnan við erlenda vini mína að þeir læri að lifa í núinu ef þeir koma til Íslands. Í mínum huga er einföld skýring á því og hefur ekkert með núvitundarnámskeið að gera. Þjóðin hefur í aldir alda lært að grípa tækifærin þegar þau gefast. Það hefur verið farið á sjó þegar gefur og tún slegin þegar þurrt er. Þegar ég rak hótel á Hellnum voru gestirnir oft að spyrja ráða um ferðir á meira
12. júlí 2019 kl. 11:20

10 ráð til að vernda heilsuna

Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina. 1 – Farðu árlega í læknisskoðun hjá heimilislækninum, svo meiri líkur séu á að alvarlegir sjúkdómar uppgötvist á því stigi að hægt sé að lækna þá. 2 – Nærðu ónæmikerfi þitt vel, því það er besta meira
18. júní 2019 kl. 15:43

L-Glutamine styrkir þarmaveggina

Ein mest lesna greinin mín ber fyrirsögnina 9 MERKI UM AÐ ÞÚ SÉRT MEÐ LEKA ÞARMA. Í henni fjalla ég um það hvaða einkenni það eru, sem gefa til kynna að þarmarnir séu lekir. Við erum því miður ekki með rennilás að framan, til að geta kíkt inn, svo við verðum að treysta á ytri einkenni. Sú þekking að þarmarnir ráði miklu um ónæmiskerfi okkar er ekki ný af nálinni, því fyrir 2400 árum síðan meira
mynd
13. maí 2019 kl. 15:07

Joðskortur og leiðir til að bæta hann

Í framhaldi af umræðu um joðskort í fjölmiðlum síðustu daga, hafa margir leitað til mín og spurt hvort mjólkurvörur séu það eina sem gott sé við joðskorti. Ég er með mjólkuróþol svo ég leita aldrei eftir joði í þeim. Ég tek hins vegar inn þaratöflur og borða þarasnakk til að viðhalda joðbirgðum líkamans – auk þess sem ég borða þorsk. En til að afla nánari upplýsinga um hvað aðrir segja um meira
22. apríl 2019 kl. 9:43

Dagur Jarðar 2019

Í dag er DAGUR JARÐAR. Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu 22. apríl formlega sem alþjóðlegan dag tileinkaðan Jörðinni árið 1990. Það væri samt frábært ef við hugsuðum um alla daga sem DAGA JARÐAR, því Jörðin er hnötturinn sem við lifum og hrærumst á. Við köllum hana stundum Móður Jörð, en komum á engan hátt fram við hana sem slíka. Umgengni okkar og ágangur á gæði Jarðar hefur engan saðningspunkt. meira
16. apríl 2019 kl. 17:52

5 góð ráð fyrir meltinguna

Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri.  #1 - GÓÐGERLAR Taktu inn góðgerla, ef þú ert ekki þegar að gera það. Góðgerlar (probiotics) eru örverur sem stuðla að betra jafnvægi meira
10. apríl 2019 kl. 15:13

Á ferð um Indland með glútenóþol

Ég er nýkomin heim úr ferð til Indlands, sem fararstjóri í ferð Bændaferða þangað. Ferðaþjónustan þar er með slagorðið „Incredible India“ og landið stóð svo sannarlega undir því að vera ótrúlegt, koma sífellt á óvart og við sem í ferðinni vorum lærðum svo ótal margt um Indland, sem við vissum ekki fyrir. FERÐALÖG KREFJAST UNDIRBÚNINGS Allar ferðir sem ég fer í krefjasta ákveðins meira
18. febrúar 2019 kl. 15:09

Ginkgo Biloba við mígreni

Ég hef áður skrifað um Ginkgo Biloba, en það er endalaust hægt að fjalla um þetta frábæra jurtaefni. Í hefðbundnum kínverskum lækningum hefur Ginkgo Biloba verið notað í þúsundir ára til að meðhöndla höfuðverki og mígreni. Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu meira
19. janúar 2019 kl. 11:20

Eitt ráð þetta árið fyrir heilsuna

Ég er svo hjartanlega sammála Dr. Mercola, sem í einni af janúargreinum sínum segir að ef við gerum bara eitt þetta árið til að vernda eigin heilsu og annarra í fjölskyldunni ætti það að vera að kaupa lífrænt ræktaðar matvörur. Með því að velja lífrænt ræktaðar matvörur verðum við síður fyrir skaðlegum áhrifum af meindýraeitri sem fylgir oft fæðu úr hefðbundinni ræktun.   Rannsóknir hafa meira
10. janúar 2019 kl. 12:50

Grænt og orkuríkt í janúar

 Ef það er einhvern tímann þörf á orkuríkri fæðu, þá er það í janúar og febrúar, þegar dagar eru stuttir og myrkrið mikið. Þá er snjallt að taka inn Green PhytoFoods frá NOW, sem í er blaðgræna (chlorophyll) í duftformi, sem einnig inniheldur chlorella, hveitigras og spírulína, blöndu af vítamínum, steinefnum, trefjum, ensímum og öðrum jurtum. Í mínum huga er þetta nauðsynleg viðbót í bústið meira
mynd
30. desember 2018 kl. 14:23

365 tækifæri

Önnur tengdadóttir mín sendi mér í gær teiknimyndina sem fylgir greininni. Skilaboðin á henni urðu kveikjan að þessari grein. Ég veit að hvert ár felur í sér ótal tækifæri en oft hef ég horft á stærri myndina og hugsað um þau markmið sem ég ætla að vinna að í hverjum ársfjórðungi eða árinu í heild. Því var svo gott að fá áminningu um að tækifærin sem við öll eigum eru 365, því hver dagur felur í meira
23. desember 2018 kl. 10:55

Eftirminnilegir jólasveinar

Síðustu vikur hafa jólasveinar verið á flakki víða í borg og bæ og næstu nótt kemur Kertasníkir til byggða. Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og einhverra hluta vegna fór ég að rifja upp þá jólasveina sem eru mér eftirminnilegastir. Ég komst að því að þeir eru þrír sem skipa sérstakan sess, allir tengdir Kertasníki og mig langar að deila sögunni af þeim með ykkur. FYRSTI JÓLASVEINNINN Manst þú meira
14. desember 2018 kl. 18:24

Meltingarensím þegar álagið er mikið

Jólamatur og hvers kyns kræsingar eru ekki lengur bara í boði yfir jólahátíðina sjálfa. Veisluhöldin hefjast með tilboðum frá veitingahúsum og á vinnstöðum löngu fyrir jólin sjálf. Meltingarkerfið er því oft undir miklu álagi. Þá getur meltingarensímblanda eins og Digest Ultimate frá NOW komið sér vel. Prófanir hafa sýnt að þessi ensímblanda heldur gildi sínum í gegnum pH (sýruumhverfi) gildi meira
4. nóvember 2018 kl. 11:48

Styrking fyrir húð, hár og neglur

Hverju tekur þú fyrst eftir þegar þú hittir fólk? Sumir taka eftir augunum, aðrir eftir hárinu eða hvernig húðin er og þegar við réttum fram hendur í samskiptum við fólk, taka margir eftir nöglunum. Bætiefnaframleiðendur taka líka eftir þessu, því nú streyma á markaðinn ný bætiefni fyrir húð, hár og neglur. Eitt það allra nýjasta er frá NOW Solutions og heitir einfaldlega Hair, Skin & Nails. Í meira
23. september 2018 kl. 15:59

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

Ég fæ oft þessa spurningu frá þátttakendum á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum mínum. Í raun er ekki til nein regla um hvenær best er að taka þau, svo ég ráðlegg fólki yfirleitt að taka þau á morgnana og svo aftur með kvöldmatnum. Sé hins vegar verið að taka inn mikið af bætiefnum er gott að dreifa þeim yfir daginn og taka þá einn skammt í hádeginu líka. Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða meira
15. september 2018 kl. 15:31

Léttist um 10 kíló á átján dögum.

Ég er búin að halda HREINT MATARÆÐI námskeið fyrir rúmlega 1.200 manns, en það er alltaf ánægjulet þegar frábær árangur næst. Hann náðist svo sannarlega hjá einni konu, sem langar að deila reynslu sinni undir nafnleynd með öðrum. Hreinsikúrinn samanstendur af þremur undirbúningsdögum og þremur vikum á hreinu fæðu, þar sem borða má ákveðnar fæðutegundir og sleppa öðrum. Á 18. degi meira
8. september 2018 kl. 10:27

Er lifrin þreytt eftir sumarið?

Eftir ferðalög sumarsins, grillveislur, hvítvínsglös og bjór sem oft fylgja bæjarhátíðum landsmanna, svo og skyndibitafæðið í vegasjoppunum er líklegt að lifrin sé orðin þreytt. Sé hún undir miklu álagi í langan tíma við að halda blóðinu í líkamanum hreinu, getur það leitt til annarra heilsufarsvandamála eins og ofnæmis, höfuðverkja og síþreytu. Þá þarf hún á stuðningi og góðum bætiefnum að halda meira
30. ágúst 2018 kl. 16:33

Veistu hvað breytist við tíðahvörf?

Konur hætta ekki bara að hafa blæðingar og missa getuna til að eignast börn við tíðahvörf. Það er svo ótal margt annað sem breytist þegar estrogen-framleiðslan minnkar. Sú minnkun hefur áhrif á aðra starfsemi líkamans, meðal annars á starfsemi heilans. Vísindamenn víða um heim hafa leitt að því líkum að við tíðahvörf byrji oft breytingar á heila, sem síðar meir geti leitt til Alzheimer’s meira
26. ágúst 2018 kl. 9:16

Ekki spyrja - ekki segja frá

Ég ætla að halda aðeins áfram að fjalla um áhrif glýfósats á umhverfi og fólk, því um fátt er meira fjallað meðal áhugafólks um heilbrigðan lífsstíl og lækna sem stunda heildrænar lækningar en nýlegar niðurstöður sem sýna glýfósat í ýmsu kornmeti. En glýfósat stoppar ekki þar, því það heldur áfram út í fæðuna okkar. Við rannsóknir hjá Munich Environmental Institute fannst meðal annars glýfósat í meira
17. ágúst 2018 kl. 10:26

Áhrif Roundup og glýfósats á heilsuna okkar

Loks hefur dómstóll í Bandaríkjunum skorið úr um það að glýfósat í Roundup® sé krabbameinsvaldandi efni og gert Monsanto að greiða ótrúlega háar skaðabætur til garðyrkjumanns, sem hefur starfað með efnið í földa ára. Skaðsemi glýfósats hefur þó lengi verið til umfjöllunar og líklegt er að það sé og verði enn í fæðu okkar til fjölda ára, því þótt reglugerðir um magn þess í matvælum séu öflugar meira
9. ágúst 2018 kl. 16:49

Omega-3 fyrir góða heilsu

Fjölómettaðar Omega-3 fitusýrur eru sérlega mikilvægar fyrir líkamann og fá næringarefni hafa verið jafnmikið rannsökuð og þær. Þar sem líkaminn getur ekki framleitt þessar nauðsynlegu fitusýrur, þurfum við að fá þær úr fæðunni eða með því að taka þær inn sem bætiefni. Omega-3 fitusýrurnar eru aðallega unnar úr feitum kaldsjávarfiski, sem annað hvort er þá gott að borða eða taka inn bætiefni sem meira
14. júlí 2018 kl. 12:14

Er Clipper í þínum bolla?

Ég spyr bara vegna þess að það er nánast alltaf í mínum bolla, hvort sem um er að ræða te eða frábæra instant kaffið frá þeim sem ég hef notað í fjölda ára. En aðeins aftur að teinu, sem er ekki lengur bara te í bolla, með mjólk og sykri, eins og það var einu sinni. Tedrykkja og teframleiðsla hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum. Sumar af þeim breytingum má rekja aftur til meira
21. maí 2018 kl. 12:40

Ekki sexý en hefur mikið notagildi

Heitið er ekki sérstaklega sexý, enda dettur flestum í hug hægðalosandi áhrif laxerolíunnar þegar minnst er á hana. Fæstur vita nefnilega að laxerolían hefur öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim, þar sem hún gagnast m.a. einstaklega vel við bólgum og býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum. Talið er að Egyptar til forna hafi verið þeir fyrstu til að byrja að nota olíuna og þar hafa meira
12. maí 2018 kl. 12:02

Fæturnir elska þetta

Fætur og fótleggir bera okkur ekki bara áfram í lífinu, heldur “standa undir okkur” alla ævi. Við leggjum ýmislegt á þá, ekki bara með líkamlegum þunga, heldur einnig áhyggjum og tilfinningalegum áföllum. Því er ekki að undra þótt þeir verði stundum þreyttir og þurfi á umhyggju að halda til að geta sinnt hlutverki sínu sem best. Þrátt fyrir það gleymist oft að sinna þeim, húðin verður meira
mynd
22. apríl 2018 kl. 9:38

DAGUR JARÐAR 2018

Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu 22. apríl formlega sem alþjóðlegan DAG JARÐAR árið 1990, en hreyfing í Bandaríkjunum hafði þá þegar staðið fyrir DEGI JARÐAR þann mánaðardag frá árinu 1970. Í fjörutíu og átta ár hefur fólk því í litlum eða stórum hópum með ýmsum átökum vakið athygli á því að eitthvað þurfi að gera fyrir Jörðina til að mannlíf og dýralíf geti þrifist þar áfram. Hið alþjóðlega átak meira
17. apríl 2018 kl. 17:11

Sólbrúnt sumar með Astaxanthin

Það styttist í Sumardaginn fyrsta, hitastigið er farið að hækka og sólin að skína skærar. Þá er nauðsynlegt að undirbúa húðina vel svo hægt sé að verða sólbrúnn, án þess að skaða hana. Ég hef áður skrifað um Astaxanthin frá NOW og frábæra eiginleika þessa bætiefnis til að vernda húðina okkar fyrir skaðlegum geislum sólarinnar – en sjá jafnframt til þess að hún verði brún og flott þegar sólin meira
10. apríl 2018 kl. 19:56

9 merki um að þú sért með leka þarma

Fyrir rúmlega 2400 árum síðan hélt Hippocrates því fram að alla sjúkdóma mætti rekja til þarmanna. Einhvers staðar í aldanna rás gleymdist sú speki. Hún hefur hins vegar heldur betur átt endurinnkomu meðal þeirra lækna sem stunda heildrænar lækningar, hver svo sem upprunaleg sérgrein þeirra er. Læknar eins og ítalski meltingasjúkdómasérfræðingurinn Alessio Fasano og aðrir sem í fótspor hans meira
11. mars 2018 kl. 18:15

Flottari brúnka með Astaxanthin

Ef þú ert á leið í sólarfrí á næstunni langar mig að gefa þér gott ráð. Hvort sem þú ætlar að láta geisla sólarinnar verma þig í fáa eða marga daga, er gott að undirbúa húðina sem best. Því er frábært að byrja að taka inn Astaxanthin frá NOW svona þrem til fjórum vikum fyrir brottför og taka það svo inn meðan verið er í sólinni. Í fyrsta sinn sem ég gerði þetta fyrir mörgum árum síðan, var ég bara meira
15. febrúar 2018 kl. 10:06

Lífsstíllinn læknaði hana af legslímuflakki

Mér finnst alltaf svo gaman að kafa í söguna á bak við hlutina og það er nokkuð sérstakt að hlusta á Miranda Bond, eiganda og skapara INIKA förðunarvörulínunnar segja sína sögu. Hún var sem ung kona greind með legslímuflakk og gerði ekki ráð fyrir að geta eignast börn. En þar sem legslímuflakk tengist hormónarugli í líkamanum, lagði hún sig fram um að læra allt sem hún gat um innikirtlakerfið og meira
4. febrúar 2018 kl. 9:27

Svefn er heilsufarsleg auðlind

Við vitum öll að við þurfum að sofa en fáir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægur svefninn er andlegri og líkamlegri heilsu okkar. Meðan við hvílum okkur nýtir líkaminn nefnilega tímann í alls konar innri vinnu og viðgerðir, til að við getum vaknað endurnærð að morgni. Ég fjalla einmitt um þetta og ótal náttúrulegar leiðir til að bæta svefninn á námskeiði sem ég verð með 13. Febrúar n.k. og meira
27. janúar 2018 kl. 18:03

Viðhorf skiptir öllu máli

Það er svo magnað hvað viðhorf til hluta skiptir miklu máli. Tveir einstaklingar geta farið í gegnum sömu reynslu og upplifað hana á ólíkan máta. Öðrum finnst hún stórkostleg, meðan hinn á varla nógu sterk orð til að lýsa því hvað honum finnst hún ömurleg. Við vöknum á morgnana og lítum daginn augum. Ef fyrsta hugsun okkar er: “Oh, enn einn leiðindadagurinn...” er nokkuð ljóst að hann meira
20. janúar 2018 kl. 11:53

Góðgerlar gegn sveppasýkingu í leggöngum

Margar konur þjást af sveppasýkingu í leggöngum. Sjálf þekki ég þá vanlíðan sem fylgir henni, því ég þjáðist  af sveppasýkingu í fjölda ára þegar ég var yngri, en með breyttu mataræði og lífsstíl tókst mér að losna við hana. Sveppasýking í leggöngum er einn angi af Candida sveppasýkingu, sem herjar í raun á ristil og þarma, svo það skiptir miklu máli að gerlaflóran þar sé rétt. Mataræði ræður meira
13. desember 2017 kl. 14:36

Áttu í ástar- eða haturssambandi við jólin?

Margir bera í brjósti blendnar tilfinningar til jólanna, þessarar hátíðar ljóss og friðar, og það af ýmsum ástæðum. Sumir elska jólin og allt það tilstand sem þeim tilheyrir. Hlakka til að hella sér út í smákökuát og borða yfir sig af góðum mat, því það er svo mikið í boði. Svo eru þeir sem kvíða fyrir jólunum, því þeir eru með fæðutengd vandamál og þurfa að forðast ýmislegt af því sem í boði er á meira
5. desember 2017 kl. 16:13

CoQ10 er mikilvægt fyrir hjartað

Í kringum jólin er alltaf eitthvað um hjartavandamál og því er ekki út vegi að kíkja á þessa grein, sem byggð er á útdrætti úr grein af vef Dr. Mercola, en greinin er byggð á samtali hans við bandaríska lækninn Robert Barry, sem hefur stundað miklar rannsóknir á CoQ10, sem er talið mjög gott fyrir hjartað. Greinarnar á vefnum hans Dr. Mercola eru alltaf með nýjustu upplýsingum um það sem er að meira
26. nóvember 2017 kl. 13:08

Bragðlaukarnir grafa undan heilsunni

Löngun okkar í ákveðið bragð eða mat sem býr til vellíðan í líkamanum gerir það að verkum að við veljum frekar augnabliksáhrifin, heldur en að hugsa um langtímaáhrifin á heilsuna. Vil veljum okkur “huggunarfæðu” ef okkur líður illa, seljum okkur þá hugmynd að við eigum rétt á að fá okkur smá, sem oft getur orðið mikið og felum tilfinningar okkar undir fæðu eða einhverju öðru, til að meira
3. nóvember 2017 kl. 12:47

Ilmur hefur áhrif á heilsu og vellíðan

Ilmkjarnaolíur hafa verið notaðar til að auka vellíðan og örva heilun líkamans frá örófi alda og eru í raun eitt elsta “lækningarmeðal” sem vitað er um. Fundist hafa tákn í myndletri Forn-Egypta frá því um 4500 fyrir Krist, sem sýna notkun jurta og olíu við lækningar. Á síðari árum hafa farið fram víðtækar rannsóknir á því inn á hvaða svið heilans ilmirnir virka og þau eru mörg og meira
27. október 2017 kl. 14:08

Sykur og sykur ekki það sama

Ég rakst nýlega á grein á netinu þar sem fjallað er um nokkrar staðhæfingar um sykur og þá staðreynd að sykur og sykur (glúkósi) er ekki það sama. Sjálf hef ég skrifað margra greinar um skaðsemi sykurs og því fannst mér mikilvægt að koma þessum upplýsingum á framfæri. Þær skipta máli því hitaeiningaríkar og næringarsnauðar fæðutegundir (sykur) hafa ekki einungis slæm áhrif á ástand þarmanna meira
3. október 2017 kl. 11:56

Hörfræ eru smá en öflug

Flestar þær plöntur sem við borðum hefja líf sitt sem fræ. Allt sem þær síðar verða er innpakkað í þann litla pakka sem fræið er. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ákveðin fræ séu einstaklega heilsusamleg fyrir mannfólkið, bæði rík af próteini, trefjum, fitusýrum og öðrum mikilvægum efnum. Líklegt er að þú borðir ákveðin fræ nokkuð oft, án þess að hugsa um þau sem fræ og má þar meðal meira
23. september 2017 kl. 13:38

DULNEFNI SYKURS ERU MÖRG

Í tilefni af átakinu Sykurlaus september, datt mér í hug að skrifa smá um sykur og þau ótal dulnefni sem hann er falinn undir. Auðvitað hafa margar greinar verið skrifaðar um sykur og áhrif hans á líkama okkar, svo og um það hversu háan sykurstuðul tiltekin sætuefni hafa. En til að forðast sykur og önnur miður góð sætuefni eins og maíssíróp, sem er ódýrt sætuefni og mikið notað bæði í gosdrykkja- meira
20. september 2017 kl. 9:05

Mikilvægt fyrir þarmaflóruna

Kenningar Hippocratesar fyrir tæpum 2500 árum voru þær að ef þarmaflóran væri í lagi, væri heilsa líkamans í lagi. Þessar kenningar hans hafa í gegnum tíðina verið mismikið virtar, en nýjustu rannsóknir framsækinna erlendra lækna sýna að ónæmiskerfi líkamans er í raun á finna í þörmunum. Þess vegna er svo mikilvægt að halda góðu jafnvægi á þarmaflórunni og tryggja góða samsetningu á þeim örverum meira
6. september 2017 kl. 9:01

10 FÆÐUTEGUNDIR SEM LÍKJAST LÍFFÆRUM

Allir hafa einhvern tímann heyrt að “við erum það sem við borðum”, en það geta verið meiri tengsl milli þess sem er gott fyrir okkur og líffærin en þig grunar. Samkvæmt grein á Woman’s Day, sem ég fann á netinu, eru að minnsta kosti 10 fæðutegundir sem líkjast þeim líffærum sem þær veita mesta næringu - en kannski er það bara ein af þessum tilviljun? Mér fannst þetta meira
mynd
19. ágúst 2017 kl. 9:32

10 hlutir sem lærast með tímanum

Ég rakst á eftirfarandi lista á vefsíðunni www.ladiespassiton.com - sem getur útlagst sem “Dömur deilið þessu áfram” og það er einmitt það sem ég ætla að gera. Með þessum lista af 10 hlutum sem lærast með tímanum er mynd af Ali Macgraw leikkonu (Love Story), en ekki kemur samt beint fram hvort þetta sé listi frá henni – en hér kemur hann, hver svo sem hefur samið hann.   meira
9. ágúst 2017 kl. 8:41

Að velja rétta liti er list

Ég var að flytja, sem er kannski ekki í frásögur færandi, en það er samt alltaf eitthvað lærdómsríkt við flutninga. Í þetta skipti flutti ég í Ljónsmerkinu og er því spennt að sjá hversu frábrugðið það er því að flytja Tvíburamerkinu, en ég hef í þrjú síðustu skipti flutt í því merki. Þá voru heimili mín alltaf eins og “járnbrautarstöð” með gesti sem komu og fóru, alls konar fræðsla og meira
21. júlí 2017 kl. 7:39

Mígreni getur tengst næringarefnaskorti

Ég fjallaði í síðustu viku um ýmislegt, bæði fæðu og annað, sem getur orðið til þess að fólk fái mígreniköst. Í þessari grein fjalla ég um næringarefnin (bætiefnin) sem líkamann skortir oft og geta leitt til mígrenis. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að aukið magn af hómósysteini (tengist aukinni hættu á hjartasjúkdómum), auk minni orku í orkuframleiðsluhluta frumnanna (hvatbera þeirra), það er að meira
11. júlí 2017 kl. 20:58

Ertu með mígreni?

Ertu með mígreni eða þekkirðu einhvern sem fær reglulega mígreniköst? Ég fór í gegnum langt tíma bil í lífi mínu, frá tólf ára aldri til þrjátíu og fimm ára aldurs, þar sem ég var með nánast dagleg mígreniköst. Þrátt fyrir lyfjatöku og alls konar ráð frá læknum, losnaði ég ekki við mígreniköstin fyrr en ég umbreytti mataræði mínu algerlega. Frá þeim tíma hef ég vitað að fái ég mígrenikast, tengist meira
2. júlí 2017 kl. 19:18

Glúten leynist í þessum tíu vöruflokkum

Ef þessi fyrirsögn vekur áhuga og forvitni hjá þér eru allar líkur á að þú sért annað hvort nú þegar búin að komast að raun um að þú þarft að forðast glúten, eða þig grunar að það gæti verið orsök ýmissa heilsufarsvandamála hjá þér. Nýjustu rannsóknir sýna að glútenlaust líf gæti verið besti valkostur þinn er þú vilt bæta heilsu þína, einkum ef þú þjáist af sjálfsónæmissjúkdómum eða meira
mynd
22. júní 2017 kl. 9:01

Astaxanthin fyrir húð, heila og hjarta

Meginefni greinarinnar: Astaxanthin er öflugt og breiðvirkt andoxunarefni sem virkar vel á mörg kerfi líkamans, veitir vörn gegn geislun sólarinnar og stuðlar að heilbrigði augna, heila og hjarta. Astaxanthin dregur úr bólgum og nýtist vel gegn nánast hvaða bólguástandi sem er, allt frá liðvandamálum eins og liðagigt til krabbameina. Astaxanthin er almennt talið gott fyrir heilsu húðarinnar, þar meira
18. júní 2017 kl. 9:54

Daglegar áskoranir

Dagar, vikur og mánuðir þjóta áfram með ógnarhraða og brátt verður árið hálfnað. Ég er því að endurskoða þær áskoranir sem ég setti mér í upphafi árs. Þetta árið ákvað ég að kalla það sem ég ætlaði mér að ná árangri í áskoranir, en ekki markmið og það hefur gengið nokkuð vel að haka við listann. Ég er búin að fara í raddþjálfun, þótt ég hafi kannski ekki stundað æfingarnar eftir hana nógu vel, en meira
14. maí 2017 kl. 18:55

HREINN LÍFSSTÍLL

Pælingar um heilsusamlegra líferni, sérfæði og séróskir á veitingastöðum, þegar fólk hagar sér eins og Hollywood stjörnur og pantar ekki það sem er á matseðlinum eða pantar einhvern rétt, mínus kartöflur og sósu, en plús snöggsteikt grænmeti – telst ekki lengur vera sérviska fárra, heldur lífsstíll margra. Daglegt val um heilsusamlegra líferni hjá fólki sem vill hugsa vel um líkama sinn og meira
mynd
22. apríl 2017 kl. 10:24

Dagur Jarðar 2017

Það er Dagur Jarðar í dag og ég verð alltaf örlítið sorgmædd á þessum degi, því mér finnst við almennt ekki fara nægilega vel með Jörðina, þótt hún sé eina búsvæðið sem við eigum. Enn sem fyrr fer lítið fyrir viðburðum tengdum þessum degi hér á landi, þótt umhverfisverndarsinnar víða um heim í rúmlega 190 löndum nýti hann til að vekja athygli á umhverfismálum, hver á sínu svæði. Ýmsir meira
29. mars 2017 kl. 10:06

Maca hin magnaða rót Inkanna

Það er alltaf spennandi að fræðast um orkugjafa náttúrunnar, en Maca rótin er ein af þeim. Hún vex víða í hálendi Suður-Ameríku, aðallega þó hátt í Andesfjöllum Perú, og hefur verið nýtt sem lækningajurt langt aftur í aldir. Hún telst vera adaptógen (þ.e. efni sem styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu), en vegna ýmissa annarra einstakra eiginleika er oft talað um hana sem eina af hinum meira
8. mars 2017 kl. 18:08

Fæða sem veldur eða dregur úr bólgum

Fyrir nokkru skrifaði ég grein undir heitinu ERTU MEÐ BÓLGUR OG LIÐVERKI, sem rúmlega 11 þúsund manns hafa nú smellt á, bæði hér á Smartlandinu og á vefnum mínum. Nú er komið að framhaldinu, en í þessari grein fjalla ég fyrst um hluta af þeim fæðutegundum sem þarf að forðast ef við ætlum að draga úr bólgum og ýmsum sjálfsónæmissjúkdómum í líkama okkar – og svo koma tillögur að því sem nota meira
22. febrúar 2017 kl. 18:10

Ertu með bólgur og liðverki?

Tæplega 8.000 manns hafa lesið þessa grein á vefsíðunni minni, svo ég ákvað að deila henni hér á Smartlandinu líka. Þar sem margir þjást af ýmis konar bólgum í líkamanum, er gott að skoða aðeins hvort þær séu bráðabólgur sem líða hratt hjá eða séu orðnar krónískar.Bólgur í líkamanum myndast vegna flókinna ónæmisviðbragða, en bólgum má skipta í tvo flokka. Bráðabólgur sem eru fyrstu viðbrögð meira
14. febrúar 2017 kl. 21:16

Tilfinningaleg áföll og heilsan

Það eru ekki svo mörg ár síðan farið var það fjalla um það í ræðu og riti, hvaða áhrif tilfinningaleg áföll geta haft á heilsu okkar. Tilfinningaleg áföll hafa áhrif á orkulíkama okkar og birtast mjög oft sem veikindi eða alvarleg heilsufarsáföll í efnislíkamanum. Þeir sem verða fyrir skyndilegum áföllum, missa til dæmis oft málið, tímabundið eða til lengri tíma. Slík áföll geta meira
2. febrúar 2017 kl. 13:02

Sérkennilegur samanburður hjá BBC

Ég sá ekki þáttinn frá BBC þegar hann var frumsýndur á RÚV, en vatt mér í að horfa á hann í gær eftir að hafa fengið spurningu frá einum þátttakanda á HREINT MATARÆÐI námskeiðinu mínu, um hvaða skoðun ég hefði á því sem þar kom fram. Ég tók niður nokkra punkta meðan ég horfði á hann og deili hér skoðun minni á sérkennilegum samanburði, tímalengd "rannsókna" og því að vatn sé ekki meira
mynd
1. febrúar 2017 kl. 12:33

Burnirót, oft kölluð "gullna rótin"

Í náttúrulækningum er burnirótin oft kölluð “gullna rótin” en hún vex á köldum norðlægum slóðum og háum fjöllum Asíu og Austur-Evrópu. Í bætiefnahillum verslana er líklegt að þú sjáir glösin merkt með heitinu Rhodiola, eða Rhodiola rosae sem er latneska heiti rótarinnar. Svíar kalla burnirótina gjarnan “viagra norðursins”, en ásamt því að auka kynorku fólks, styrkir hún meira
22. janúar 2017 kl. 11:29

Áhugaverð leyndarmál

Ég hef undanfarna daga verð að lesa mig í gegnum nýja bók eftir Dr. Yael Adler, sem heitir LEYNDARMÁL HÚÐARINNAR og verð að segja að þau sem þar koma fram eru bæði áhugaverð og skemmtilega framsett. Ég hafði til dæmis ekki hugmynd um að hægt væri að vinna bug á njálg með því að láta þann sem af honum þjáist beygja sig fram strax að morgni, setja límband við endaþarminn og kippa því svo af &ndash meira
19. janúar 2017 kl. 22:40

D-vítamín, sólarljós vetrartímans

Það grúfir myrkur yfir landinu og enn er langt fram að jafndægri á vori, þegar dagur og nótt verða jafnlöng og dagana fer að lengja í framhaldi af því. Á meðan þurfum við, sem búum á norðlægum slóðum að byrgja okkur upp af D-vítamíni eftir öðrum leiðum til að viðhalda góðri heilsu, því á þessum dimmu dögum vinnum við það ekki úr sólarljósinu. Við þurfum nefnilega á þessu mikilvæga bætiefni að meira
15. janúar 2017 kl. 14:25

Eftir ár héðan í frá

Það eru liðnar um tvær vikur frá áramótum, en ég leyfi þó þessum hugleiðingum sem eru afar tengdar þeim tímamótum að birtast hér. Ég heyri svo oft í starfi mínu sem ráðgjafi þessi orð: “Ef ég hefði bara byrjað fyrr.”Víst er að margt gæti verið öðruvísi ef maður hefði byrjað fyrr á einhverju, en það er nú einu sinni þannig að þangað til við skiljum hversu mikilvægur þáttur eigin meira
mynd
3. janúar 2017 kl. 18:30

Þakklæti og tilhlökkun

Heppin við að hafa áramót, til að staldra aðeins við, líta um öxl og þakka fyrir allt það góða sem gerst hefur í lífi okkar, skoða mistökin og sjá hvað gera má betur og stefna svo fram á veginn með þá visku í farteskinu. Ég skrifaði niður í lok árs þá tíu hluti sem ég er þakklátust fyrir á liðnu ári og var ekkert hissa á því að þar voru samverustundir með fjölskyldunni efstar á blaði. Þessi meira
29. desember 2016 kl. 11:25

Bergmann stælir Branson

Það líður að áramótum og líkt og ég hef gert reglulega frá árinu 1990, sest ég niður og set mér markmið fyrir komandi ár. Með því móta ég útlínur að þeirri mynd sem ég vil að árið taki og vinn svo í að fylla út í hana. Stundum hafa markmiðin mín öll gengið eftir, stundum ekki. Stundum taka þau allt aðra stefnu en ég hafði í upphafi sett, en þá segi ég alltaf: “Ef ekki þetta þá eitthvað enn meira
19. desember 2016 kl. 11:01

Bjargvættir jólanna

Það eru ýmsir sem hafa bjargað jólunum í gegnum tíðina, en nú geta bjargvættirnir verið meltingarensím frá NOW sem redda þeim fyrir þá sem eru með mjólkur- eða glútenóþol. Nú þegar rjómatímabil ársins er skollið á og brauðmeti og freistandi kökur sem aðeins sjást um jólin eru um allt, er oft erfitt að standast freistingarnar. Sé fallið fyrir þeim leiðir það hins vegar í mörgum tilvikum til ýmissa meira
16. desember 2016 kl. 9:05

Rjómi á rjóma ofan

Við erum á fullri ferð inn í rjómatímabilið mikla. Rjómaís, rjómatertur, rjómasósur og rjómaeftirréttir eru nú þegar víða á boðstólum og ekki minnkar úrvalið þegar jólin verða hringd inn, né heldur í þá þrettán daga sem þau standa. Sumir fagna þessu rjómatímibili með gleði og hamingju í huga, en aðrir láta hugann hvarfla aðeins neðar í líkamann með kvíða um að rjóminn valdi þeim alltaf vanlíðan í meira
8. desember 2016 kl. 20:19

Heilsupakkar undir jólatréð

Líkt og margir aðrir elska ég að fara í búðir á þessum árstíma. Ekki endilega til að kaupa svo mikið, þótt einn og einn hlutur slæðist nú heim með mér, heldur til að sjá allt það fallega sem fæst í búðunum á þessum árstíma. Margt kemur á óvart, meðal annars það sem ég fann í Fakó, sem nú er flutt úr gamla húsinu sem Faco (Fatagerð Ara og Co) var í á Laugaveginum og upp í Ármúla. Ég hafði farið þar meira
4. desember 2016 kl. 11:03

Styrkjum líkamann

Ef það er einhvern tímann ástæða til að taka inn bætiefni til að styrkja líkamann, er það núna á dimmustu mánuðum ársins og undir því álagi, sem virðist fylgja jólahátíðinni hjá flestum. Við erum kannski ekkert svo stressuð yfir jólunum sjálfum, en við setjum okkur oft í klemmu vegna alls þess sem við ætlum að gera fyrir jólin. Þá er gott að styrkja ónæmiskerfi líkamans með uppbyggjandi bætiefnum. meira
mynd
26. nóvember 2016 kl. 10:48

Glútenlaust kynlíf

Ég er nýbúin að gefa út fræðslu- og matreiðslubókina HREINT Í MATINN, en í henni eru réttir sem eru án glútens, sykurs og mjólkur. Ein helsta ástæða þess að ég skrifaði bókina, er að ég hef komist að raun um það í gegnum námskeiðin mín hversu margir eru að glíma við óþol fyrir þessum fæðutegundum. Reynslan hefur sýnt að með því að breyta mataræðinu má meðal annars laga ýmsa meltingarsjúkdóma meira
mynd
6. nóvember 2016 kl. 11:22

Glútenlaust brauð

Í tengslum við nýútkomna bók mína HREINT Í MATINN var ég í viðtali hjá Sigmundi Erni í þættinum HEIMILIÐ á Hringbraut síðastliðinn föstudag, ásamt samstarfskonu minni Evu Þórdísi Ebenezersdóttur. Þar kynnti Eva Þórdís til leiks glútenlaust brauð sem hún hafði sérstaklega bakað fyrir þáttinn. Þar sem ég fjalla um glútenóþol í bókinni minni, sem í eru líka ótal uppskriftir að réttum í öll meira
2. nóvember 2016 kl. 7:01

Betra Líf í 27 ár

Þann 2. nóvember árið 1989 opnaði ég verslunina Betra Líf að Laugavegi 66. Við vorum, ég og samstarfskona mín Snæfríður Jensdóttir, með nokkurn hnút í maganum og steininn tígrisauga í vösunum, svona til að auka okkur styrk fyrir daginn sem framundan var. Við höfðum ekki hugmynd um hver viðbrögðin yrðu við þessari nýstárlegu verslun, þeirri fyrstu sinnar tegundar, sem seldi orkusteina af ýmsum meira
25. október 2016 kl. 9:35

Magnesíum er alltaf jafn magnað

Ég er nýkomin heim úr 2ja vikna ferð um Perú og Bólivíu sem fararstjóri í ferð Bændaferða. Þetta er fjórða ferð mín til þessara landa og af fenginni reynslu veit ég að allar mest spennandi menningarminjarnar eru í þetta 2300-4100 m hæð yfir sjávarmáli. Flestar eru þær, eins og t.d. Machu Picchu byggðar í hæðum, þannig að skoðunarferðir gera kröfu um mikið klifur upp og niður tröppur sem eru með meira
23. september 2016 kl. 8:01

Streita, síþreyta og vanvirkni í skjaldkirtli

Af samræðum og heilsufarssögum kvenna, virðast þessi heilsufarseinkenni leggjast meira á konur en karla. Ég hef enga tölfræði til að bakka þetta upp, en ég hef hitt fleiri konur með vanvirkan skjaldkirtil, en karl. Orsakirnar fyrir því geta auðvitað verið margar, en hugsanlega eru líkamleg viðbrögð kvenna við steituálagi önnur en karla. STRESSHORMÓNIÐKortisól er lífsnauðsynlegt hormón, framleitt meira
11. september 2016 kl. 9:48

Ég bý í 101

Ég bý tímabundið í 101. Fékk íbúð vinar míns lánaða í nokkra mánuði meðan ég bíð eftir mínu húsnæði. Ég bý í Skuggahverfinu, þó ekki í Darth Vader turnunum, sem eru þarna í nánu sambýli við höfuðstöðvar hans, Seðlabankann, heldur í einum af þessum lágreistari húsum, sem sjá ekki lengur til sjávar fyrir turnunum. Í gönguferðum um hverfið hef ég komist að raun um að í tveimur af hverjum þremur meira
mynd
27. ágúst 2016 kl. 8:38

Hvers vegna glútenóþol?

Það er langt síðan ég hef sett inn pistil hér á Smartlandið, enda hef ég mest verið að pæla í spurningunni um glútenóþol undanfarna tvo mánuði. Ég settist nefnilega niður í byrjun júlí og ákvaða að skrifa matreiðslubók með uppskriftum sem eru án glútens, mjólkur og sykurs. Ég hef bætt miklu við þekkingu mína á þessum mánuðum og nú er bókin mín HREINT Í MATINN komin í forsölu og fæst með 40% meira
mynd
10. júlí 2016 kl. 21:36

Geta bólgueyðandi lyf gert meiri skaða en gagn?

Ég fylgist reglulega með skrifum bandaríska náttúrulæknisins Dr. Michael Murray. Í nýlegri grein á vefsíðu hans kom fram að FDA eða Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, sé nú að fara fram á að bólgueyðandi lyf eins og Íbúprófen og Voltaren (NSAID eða non-aspirin nonsteroidal anti-inflammatory drugs) verði merkt með viðvörun um að notkun á þeim geti leitt til hjartaáfalla og heilablóðfalls. Auk þessara meira
mynd
4. júní 2016 kl. 12:11

Annar skaðvaldur - glúten í brauði

Ég setti þessa grein á vefsíðuna mína á fimmtudagskvöldið um áttaleytið og þegar ég skoðaði síðuna einum og hálfum sólarhring síðar, höfðu tæplega 4.400 manns skoðað hana. Deili henni því hér á Smartlandinu, því það er greinilegt að margir eru með glútenóþol, þar á meðal ég, enda hef ég átt í áratugalöngu ástarsambandi við brauð. Greinin er að mestu leyti byggð á kafla úr bók okkar Hallgríms Þ. meira
mynd
28. maí 2016 kl. 23:10

Sykur - mesti heilsufarsógnvaldurinn

Ég var á Foodloose ráðstefnunni síðastliðinn fimmtudaginn. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff opnaði hana og setti fram þá ósk sína að Ísland yrði fyrsta ríkið í heimi til að banna innflutning á fullunnum sykri. Þegar hún minntist fyrst á þessa ósk sína, í fyrra að mig minnir, fannst mér frekar fráleitt að hún gæti orðið að veruleika, en þegar ég horfði í kringum mig í Hörpu og sá áhuga fólks, örlaði meira
mynd
21. maí 2016 kl. 18:39

Himalaya-saltböð eru heilandi

Vatn hefur verið notað gegn meiðslum og til lækninga í nokkrar aldir, svo vitað sé. Rómverjar og Forn-Grikkir notuð vatnslækningar meðan veldi þeirra var í blóma og löng hefði er fyrir vatnslækningum bæði í Kína og Japan, auk þess sem vatn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í lækningum hjá indíánum í Norður-Ameríku. Fyrir nokkrum árum var ég á ferðalagi á Skye eyju við Skotland og fann þar meira
11. maí 2016 kl. 21:19

Grennri með trefjum

Vissir þú að inntaka á 1-2 trefjatöflum með fullu glasi af vatni, svona hálftíma fyrir mat er kannski öflugasta og ódýrasta leiðin til að grenna sig. Þar sem Psyllium Husks trefjarnar draga í sig vökva í líkama þínum, færðu þá tilfinningu að vera saddur fljótlega eftir inntöku. Það getur hjálpað þér að stjórna því magni af mat sem þú borðar, auk þess sem trefjarnar koma jafnvægi á blóðsykurinn. meira
mynd
30. apríl 2016 kl. 13:57

Hvernig tifar þín líkamskukka?

Í bók okkar Candida Sveppasýking, fjölluðum við Hallgrímur heitinn Magnússon læknir, um líkamsklukkuna og hvernig við þurfum að hjálpa líkamanum að tifa í takt við hana. Hér kemur útdráttur úr bókinni, sem kennir þér aðeins á þessa klukku. Þeir sem aðhyllast kenningar náttúrulækninga skipta sólarhringnum niður í þrjú tímabil, með tilliti til þarfa líkamans. Því er afar mikilvægt ef við ætlum að ná meira
mynd
22. apríl 2016 kl. 13:50

DAGUR JARÐAR í dag

Þessi dagur, 22. apríl var formlega gerður að alþjóðlegum DEGI JARÐAR árið 1990, en hreyfing undir sama heiti hafði þá verið við lýði í Bandaríkjunum frá árinu 1970. Í fjörutíu og sex ár hefur fólk því verið að vekja athygli á því að eitthvað þurfi að gera fyrir Jörðina til að mannlíf og dýralíf geti þrifist þar áfram. Flestir eru LOKSINS farnir að skilja að hlýnun jarðar sé staðreynd, þótt það meira
19. apríl 2016 kl. 10:15

Góðgerlar geta hjálpað þér að grennast

Það getur vafist fyrir sumum að skilja hvers vegna góðgerlar (probiotics), eða velviljaðar bakteríur, séu góðar fyrir þarmana okkar. Við tökum sýklalyf til að drepa skaðlegar bakteríur og notum í dag sem aldrei fyrr bakteríudrepandi sápur og krem. Rétt er að rangar bakteríur á röngum stað geta valdið skaða, en réttar bakteríur á réttum stað geta hins vegar gert mikið gagn. Góðgerlar (probiotics) meira
16. apríl 2016 kl. 16:56

Veistu hvernig meltingin virkar?

Sem heilsumarkþjálfi og leiðbeinandi á námskeiðum hef ég komist að því að um 99% þeirra sem til mín leita þjást af meltingarvandamálum, sem leiða yfirleitt til þess að hægðir safnast upp í ristlinum og hann hættir að starfa eðlilega. Losun á hægðum er afar mikilvæg, því ef hægðir safnast upp í ristlinum og liggja við ristilveggina geta þeir lamast og gert það að verkum að ristilinn missir meira
8. apríl 2016 kl. 18:36

Grái herinn að yfirtaka heiminn

Íbúar heims verða sífellt eldri, þótt víða sé ekki vel að þeim búið og þeir örvænti margir, eins og nýlegar tölur um sjálfsvíg eldri borgara hér á landi gefa til kynna. Kannski er kominn tími á að endurmeta hvað felst í því að verða gamall, því ljóst er að þeir sem eru 67 ára og eldri í dag, eru margir hverjir í mun betra líkamlegu ástandi en kynslóðin á undan var og geta því verið mun virkari meira
2. apríl 2016 kl. 16:15

Að taka þátt eða sitja hjá

Mér finnst alltaf jafn merkilegt að fylgjast með fólki og sjá að hvaða marki það tekur þátt í því sem er að gerast í kringum það hverju sinni. Sumir velja að vera alltaf með í öllu sem í boði er, á meðan aðrir velja að sitja hjá og horfa á aðra taka þátt. Að mínu mati er hið síðarnefnda svolítið eins og að velja að sitja á varamannabekknum, fekar en vera þátttakandi í leiknum sem er lífið sjálft. meira
13. mars 2016 kl. 10:14

Svangur, reiður, einmana, þreyttur

Það er magnað hvað þessar tilfinningar geta haft mikil áhrif á efnaval okkar. Ég segi efnaval, því sumir velja sukkfæði, aðrir sælgæti og enn aðrir velja áfengi, lyfseðilsskyld lyf eða eiturlyf. Allt efni, sem ætlað er að deyfa tilfinningarnar og búa til einhverja vellíðan, sem yfirleitt endist ekki nema skamman tíma – og þá hefst ferlið á ný. Eilífur vítahringur, sem þarf að rjúfa með einum meira
5. mars 2016 kl. 22:20

Níu ástæður fyrir nætursvita

Það er kannski frekar ósmart að fjalla um nætursvita á Smartlandinu, en þegar ég var spurð að því hvað ylli honum ákvað ég að leita upplýsinga hjá Mr. Google. Á vefsíðunni Webmed fann ég grein um nætursvita og þar sem nætursviti er oft eitthvað sem fólk vill helst ekki tala um, ákvað ég að deila upplýsingunum hér. Með nætursvita er átt við mikinn svita að næturlagi. Eðlilegt er að svitna ef meira
1. mars 2016 kl. 12:45

Hvað ræður öldrun - og hvernig má hægja á henni?

„Ekki harma það að eldast. Það eru sérréttindi sem sumir fá aldrei að njóta.“ – Höfundur óþekktur Auðvitað eru ótal þættir í ytra og innra umhverfi okkar sem ráða því hvernig og hversu hratt við eldumst. Hugsanlega fer öldrunarferlið af stað um leið og við fæðumst eða þegar líkaminn hættir að hafa þau næringarefni sem hann þarf til að frumur hans geti endurnýjað sig. Eitt er meira
20. febrúar 2016 kl. 0:24

Fátt um skyndilausnir

“Áttu ekki til einhverja skyndilausn fyrir mig?” Það er oft ekki langt liðið á samtal mitt við fólk, þegar það spyr þessarar spurningar. Ástæðan er væntalega sú að það telur að ég eigi handa því gulu pillunni með rauðu doppunum, sem það getur tekið og losnað þar með á einum degi við einhver heilsufarsleg vandamál, sem það hefur verið að burðast með í mörg ár. Auðvitað getur fólk byrjað meira
14. febrúar 2016 kl. 12:47

Valentínusardagur í dag

Það er Valentínusardagur í dag og þótt breska ljóðskáldið Geoffrey Chaucer (1343-1400) sé talinn vera sá fyrsti sem sem sveipaði 14. febrúar dýrðarljóma elskenda, er það ekki fyrr en um miðja 19. öld að hin bandaríska Esther A. Howland fer að framleiða kort tengd Valentíusardegi. Kortin hennar, sem upphaflega voru send til þess sem fólk var ástfangið af, án þess að vera undirrituð, urðu kveikjan meira
13. febrúar 2016 kl. 16:18

Bara að standa upp aftur

Yngsta sonardóttir mín er rúmlega fjórtán mánaða gömul og ég nýt þess að fylgjast með henni vaxa og dafna, ekki hvað síst eftir að hún fór að ganga og getur skoðað heiminn frá því sjónarhorni. En þar sem hún er ný í göngulistinni, tekst henni misvel til. Hún fattar til dæmis ekki alltaf að stór bolti rúllar áfram þegar hún ætlar að taka hann upp og dettur á magann. Og stundum þegar mikið er að meira
7. febrúar 2016 kl. 18:43

Ég hefði ekki trúað því

Oft efumst við um eitthvað nýtt, trúum ekki að það virki eða hafi einhver áhrif á okkur, þótt umsagnir segi annað. Sjálf hef ég iðulegt lent í því að efast um gildi nýrrar þekkingar og slegið því frá mér að kynna mér málið betur – og stundum tapað á því. Ég var næstum fallin í þá gryfju þegar tengdadóttir mín kynnti mig fyrir bókinni HREINT MATARÆÐI eftir hjartasérfræðinginn Alejandro meira
mynd
29. janúar 2016 kl. 12:25

Breyttar matarvenjur

Ég fékk nokkuð skemmtilegan lista sendann frá vinkonu minni, sem er ensk að uppruna þótt hún búi nú í Suður-Afríku. Listinn er samantekt á matarvenjum í Englandi á sjötta áratug síðustu aldar. Hægt er að sjá samsvörun milli mataræðis þar og þess sem var hér á landi á þeim áratug. Mér fannst hann nokkuð skemmtilegur og ákvað að deila honum hér, en listinn er svona: Pasta var ekki borðað í Englandi. meira
13. janúar 2016 kl. 12:10

Nærðu markmiðum þínum?

Þetta er sá árstími þar sem margir setja sér markmið. Hjá sumum eru þau þaulhugsuð, skýr, tímasett og raunhæf. Og þeir sömu setja þau strax í framkvæmd með vikulegri framkvæmdaáætlun. Hjá öðrum eru þau óskýrari, án tímasetningar og líklegt að þau verði aldrei að veruleika. Og svo eru auðvitað sumir sem setja sér aldrei markmið. Leiðin að markmiðunum er oft þyrnum stráð og margar hindranir í vegi. meira
6. janúar 2016 kl. 19:57

Jólin kvödd

Í kvöld eru jólin víða kvödd með brennum, sem lýsa jólasveinum, Grýlu og Leppalúða leiðina heim, eða þannig. Hátíðin er löng og hefðirnar í kringum hana miklar. Það er nefnilega svo margt sem bara tengist jólunum, einkum og sér í lagi þegar kemur að matseld. Á mörgum heimilum eru bara brúnaðar kartöflur á jólum. Það sama á við um smákökur og randalín. Þeir sem borða rjúpur finnst þær bara tengjast meira
1. janúar 2016 kl. 0:09

Láttu draumana rætast

Nýtt ár hefur hafið göngu sína og þótt við séum búin að plana eitthvað af því sem við ætlum að gera á þessu ári, er ljóst að stór hluti þess er enn óskrifað blað. En þeim mun fleiri hugsanir sem við setjum niður á blað um það hvernig við viljum að árið verði, þeim mun líklegra er að þannig verði það. Sumir kalla þetta markmiðasetningu og það er frábært að byrja á henni á nýársdag. Taka svona eina meira
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira