Pistlar:

13. desember 2017 kl. 14:36

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Áttu í ástar- eða haturssambandi við jólin?

Margir bera í brjósti blendnar tilfinningar til jólanna, þessarar hátíðar ljóss og friðar, og það af ýmsum ástæðum.

Sumir elska jólin og allt það tilstand sem þeim tilheyrir. Hlakka til að hella sér út í smákökuát og borða yfir sig af góðum mat, því það er svo mikið í boði. Svo eru þeir sem kvíða fyrir jólunum, því þeir eru með fæðutengd vandamál og þurfa að forðast ýmislegt af því sem í boði er á þessum árstíma. Þeir beinlínis hræðast þessa hátíð, því þeir óttast að falla í freistni, lenda á sykurfylleríi eða borða eitthvað sem veitir þeim vanlíðan.  

Svo eru þeir sem eyða óspart og kaupa dýrar og flottar gjafir og sjá svo kannski eftir því öllu saman þegar kortareikningurinn mætir eftir áramótin. Aðrir taka jólin á meinlætalínunni, eru ekki með jólatré, skreyta lítið og kaupa engar eða fáar og frekar ódýrar gjafir.

Ýmsir tengja slæmar tilfinningalegar minningar við jólahátíðina og eiga erfitt með að sleppa tökum á þeim. Þeir endurtaka því í huga sínum áfallajólin aftur og aftur og láta gamlar minningar, sem þeir ættu fyrir löngu að vera búnir að vinna úr, aftra sér frá því að gleðjast og njóta hátíðarinnar í núinu.

MÁ FARA MILLIVEGINN

Ljóst er að hjá ýmsum er erfitt að forðast öfgana á hvorn veginn sem er, en hvað ef hægt væri að finna milliveg í þessu öllu saman? Njóta gleði- og friðarjóla, gefa gjafir og borða góðan mat, án þess að láta kostnaðinn setja okkur í margra mánaða skuldir eða sitja uppi með aukakíló og líkamlega vanlíðan fram á sumar?

Hér eru nokkrar hugmyndir að því hvernig takast má á við ýmislegt sem tengist hátíðinni sem framundan er, svo hægt sé að koma undan jólum heilbrigður og hamingjusamir og taka endurnærður á móti nýju ári.

FORÐASTU FULLKOMNUNARÁRÁTTUNA

Margir keppast við að hafa allt svo fullkomið um jólin að ýmislegt annað gleymist. Staðreyndin er hins vegar sú að það er vel hægt að njóta jólanna án þess að þrífa allt hátt og lágt, mála stofuna, skipta um húsgögn eða skreyta allt eins og í Bo Bedre eða Hús & Híbýli. Samverustundir með fjölskyldunni, föndur eða púsl með börnunum eða heimsóknir til einmana ættingja, færa okkur mun meiri gleði og hamingju en tiltektin – og eru oft miklu skemmtilegri.

Það er um að gera að velja jólagjafir á viðráðanlegu verði fyrir þig – ekki með viðmiði við einhverja aðra, vini þína eða vini barnanna. Vertu þakklát/-ur fyrir það sem þú átt og hefur og gerðu það besta úr því. Gott ímyndunarafl getur oft gert “úlfalda úr mýflugu”. Því er auðveldlega hægt að gera mikið úr litlu með fjölskyldunni á aðventunni og um jólahátíðina og búa þannig til ótrúlega flott innlegg í minningabankann, sem í felst mikill auður til frambúðar.

VERTU MEÐ PLAN

Ef þú ert að fylgja sérstöku mataræði er mikilvægt að vera með gott plan. Ef þú ert til dæmis að forðast mjólkur- eða glútenvörur skiptir máli að vera vel undirbúinn fyrir heimsóknir eða ferðir á kaffihús og hafa eitthvað í vasanum eða veskinu sem hægt er að draga upp þegar á hólminn er komið.

Skipuleggðu vel innkaupin fyrir jólin og veldu mat sem þú veist að fer vel með þig. Fórnaðu hefðunum fyrir heilsuna og ef vaninn hefur verið að borða eitthvað sérstakt, sem þér líður ekki vel af – veldu þá að búa til nýja hefð, með mat sem þú þolir. Útbúðu þitt eigið jólasælgæti (nóg af uppskriftum á netinu) eða kauptu þér dökkt súkkulaði eða hnetublöndu til að maula á. Það er engin skylda að borða ósköpin öll af sætindum bara af því það eru jól, svo það má líka alveg sleppa þeim.

Ef þú ferð út af “sporinu” og borðar eitthvað sem þú vanalega forðast, er mikilvægt að hella sér ekki út í ofneyslu. Slepptu því að refsa þér fyrir hliðarsporið. Hrósaðu þér frekar fyrir að hafa tekið eftir því og hvettu þig til að koma þér aftur inn á “sporið” næsta dag og standa betur með þér. Þetta er nákvæmlega það sem þú myndir gera ef það hefðu verið vinur þinn eða vinkona, sem hefðu tekið hliðarspor.

Ekki gleyma hreyfingunni um jólin. Góð gönguferð fyllir líkamann nýju og hressandi súrefni. Flestar líkamsræktarstöðvar eru líka opnar yfir jólahátíðina, svo það er hægt að mæta í föstu tímana sína.

ÞAKKAÐU FYRIR ALLT SEM ÞÚ HEFUR

Það er stórkostlegt að fylgjast með því sem fer að gerast, þegar við ákveðum að lifa í núinu og vera þakklát fyrir það sem við höfum. Alls konar tækifæri fara að streyma upp í hendurnar á manni.

Þegar þú hættir að beina sjónum að því sem þig vantar og ferð að meta það sem þú hefur, laðast fólk að jákvæðni þinni og þú ferð ósjálfrátt að laða til þín ýmsa stórkostlega hluti. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á að skjótasta leiðin að hamingjuríku og jákvæðu lífi, er í gegnum daglegt þakklæti.

Hljómar þetta of vel til að geta verið satt? Prófaðu það bara! Notaðu fyrstu fimm mínúturnar dag hvern til að telja upp allt það sem þú ert þakklát/-ur fyrir og þú munt fljótt komast að raun um hversu frábært líf þitt er. Enginn annar fær að njóta þeirrar ástar sem þú færð frá maka eða börnum, foreldrum eða vinum. Enginn annar fær að vakna í líkama þínum, fara á fætur, klæða sig og sjá heiminn frá þínu einstæða sjónarhorni.

Jákvætt viðhorf gefur þér tækifæri til að leggja til hliðar allar gamlar og erfiðar minningar tengdar jólum, þakka fyrir að fá að njóta þeirra einu sinni enn og þakka fyrir að allt það sem einkennir líf þitt núna og geri það einstakt.

Fylltu hjarta þitt því kærleiksljósi sem er táknrænt fyrir þennan tíma árs, dreifðu því til allra í kringum þig og njóttu jólanna á þinn hátt í þakklæti og gleði.

Guðrún Bergmann hefur haldið fyrirlestra og verið leiðbeinandi á ýmsum sjálfsræktarnámskeiðum í 28 ár. Hún er höfundur 17 bóka sem flestar fjalla um sjálfsrækt og náttúrulegar leiðir til betri heilsu. Nýjasta bók hennar heitir HREINN LÍFSSTÍLL. Guðrún hefur leiðbeint um 900 manns í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á tæpum þremur árum.

5. desember 2017 kl. 16:13

CoQ10 er mikilvægt fyrir hjartað

Í kringum jólin er alltaf eitthvað um hjartavandamál og því er ekki út vegi að kíkja á þessa grein, sem byggð er á útdrætti úr grein af vef Dr. Mercola, en greinin er byggð á samtali hans við bandaríska lækninn Robert Barry, sem hefur stundað miklar rannsóknir á CoQ10, sem er talið mjög gott fyrir hjartað. Greinarnar á vefnum hans Dr. Mercola eru alltaf með nýjustu upplýsingum um það sem er að meira
26. nóvember 2017 kl. 13:08

Bragðlaukarnir grafa undan heilsunni

Löngun okkar í ákveðið bragð eða mat sem býr til vellíðan í líkamanum gerir það að verkum að við veljum frekar augnabliksáhrifin, heldur en að hugsa um langtímaáhrifin á heilsuna. Vil veljum okkur “huggunarfæðu” ef okkur líður illa, seljum okkur þá hugmynd að við eigum rétt á að fá okkur smá, sem oft getur orðið mikið og felum tilfinningar okkar undir fæðu eða einhverju öðru, til að meira
3. nóvember 2017 kl. 12:47

Ilmur hefur áhrif á heilsu og vellíðan

Ilmkjarnaolíur hafa verið notaðar til að auka vellíðan og örva heilun líkamans frá örófi alda og eru í raun eitt elsta “lækningarmeðal” sem vitað er um. Fundist hafa tákn í myndletri Forn-Egypta frá því um 4500 fyrir Krist, sem sýna notkun jurta og olíu við lækningar. Á síðari árum hafa farið fram víðtækar rannsóknir á því inn á hvaða svið heilans ilmirnir virka og þau eru mörg og meira
27. október 2017 kl. 14:08

Sykur og sykur ekki það sama

Ég rakst nýlega á grein á netinu þar sem fjallað er um nokkrar staðhæfingar um sykur og þá staðreynd að sykur og sykur (glúkósi) er ekki það sama. Sjálf hef ég skrifað margra greinar um skaðsemi sykurs og því fannst mér mikilvægt að koma þessum upplýsingum á framfæri. Þær skipta máli því hitaeiningaríkar og næringarsnauðar fæðutegundir (sykur) hafa ekki einungis slæm áhrif á ástand þarmanna meira
3. október 2017 kl. 11:56

Hörfræ eru smá en öflug

Flestar þær plöntur sem við borðum hefja líf sitt sem fræ. Allt sem þær síðar verða er innpakkað í þann litla pakka sem fræið er. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ákveðin fræ séu einstaklega heilsusamleg fyrir mannfólkið, bæði rík af próteini, trefjum, fitusýrum og öðrum mikilvægum efnum. Líklegt er að þú borðir ákveðin fræ nokkuð oft, án þess að hugsa um þau sem fræ og má þar meðal meira
23. september 2017 kl. 13:38

DULNEFNI SYKURS ERU MÖRG

Í tilefni af átakinu Sykurlaus september, datt mér í hug að skrifa smá um sykur og þau ótal dulnefni sem hann er falinn undir. Auðvitað hafa margar greinar verið skrifaðar um sykur og áhrif hans á líkama okkar, svo og um það hversu háan sykurstuðul tiltekin sætuefni hafa. En til að forðast sykur og önnur miður góð sætuefni eins og maíssíróp, sem er ódýrt sætuefni og mikið notað bæði í gosdrykkja- meira
20. september 2017 kl. 9:05

Mikilvægt fyrir þarmaflóruna

Kenningar Hippocratesar fyrir tæpum 2500 árum voru þær að ef þarmaflóran væri í lagi, væri heilsa líkamans í lagi. Þessar kenningar hans hafa í gegnum tíðina verið mismikið virtar, en nýjustu rannsóknir framsækinna erlendra lækna sýna að ónæmiskerfi líkamans er í raun á finna í þörmunum. Þess vegna er svo mikilvægt að halda góðu jafnvægi á þarmaflórunni og tryggja góða samsetningu á þeim örverum meira
6. september 2017 kl. 9:01

10 FÆÐUTEGUNDIR SEM LÍKJAST LÍFFÆRUM

Allir hafa einhvern tímann heyrt að “við erum það sem við borðum”, en það geta verið meiri tengsl milli þess sem er gott fyrir okkur og líffærin en þig grunar. Samkvæmt grein á Woman’s Day, sem ég fann á netinu, eru að minnsta kosti 10 fæðutegundir sem líkjast þeim líffærum sem þær veita mesta næringu - en kannski er það bara ein af þessum tilviljun? Mér fannst þetta meira
mynd
19. ágúst 2017 kl. 9:32

10 hlutir sem lærast með tímanum

Ég rakst á eftirfarandi lista á vefsíðunni www.ladiespassiton.com - sem getur útlagst sem “Dömur deilið þessu áfram” og það er einmitt það sem ég ætla að gera. Með þessum lista af 10 hlutum sem lærast með tímanum er mynd af Ali Macgraw leikkonu (Love Story), en ekki kemur samt beint fram hvort þetta sé listi frá henni – en hér kemur hann, hver svo sem hefur samið hann.   meira
9. ágúst 2017 kl. 8:41

Að velja rétta liti er list

Ég var að flytja, sem er kannski ekki í frásögur færandi, en það er samt alltaf eitthvað lærdómsríkt við flutninga. Í þetta skipti flutti ég í Ljónsmerkinu og er því spennt að sjá hversu frábrugðið það er því að flytja Tvíburamerkinu, en ég hef í þrjú síðustu skipti flutt í því merki. Þá voru heimili mín alltaf eins og “járnbrautarstöð” með gesti sem komu og fóru, alls konar fræðsla og meira
21. júlí 2017 kl. 7:39

Mígreni getur tengst næringarefnaskorti

Ég fjallaði í síðustu viku um ýmislegt, bæði fæðu og annað, sem getur orðið til þess að fólk fái mígreniköst. Í þessari grein fjalla ég um næringarefnin (bætiefnin) sem líkamann skortir oft og geta leitt til mígrenis. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að aukið magn af hómósysteini (tengist aukinni hættu á hjartasjúkdómum), auk minni orku í orkuframleiðsluhluta frumnanna (hvatbera þeirra), það er að meira
11. júlí 2017 kl. 20:58

Ertu með mígreni?

Ertu með mígreni eða þekkirðu einhvern sem fær reglulega mígreniköst? Ég fór í gegnum langt tíma bil í lífi mínu, frá tólf ára aldri til þrjátíu og fimm ára aldurs, þar sem ég var með nánast dagleg mígreniköst. Þrátt fyrir lyfjatöku og alls konar ráð frá læknum, losnaði ég ekki við mígreniköstin fyrr en ég umbreytti mataræði mínu algerlega. Frá þeim tíma hef ég vitað að fái ég mígrenikast, tengist meira
2. júlí 2017 kl. 19:18

Glúten leynist í þessum tíu vöruflokkum

Ef þessi fyrirsögn vekur áhuga og forvitni hjá þér eru allar líkur á að þú sért annað hvort nú þegar búin að komast að raun um að þú þarft að forðast glúten, eða þig grunar að það gæti verið orsök ýmissa heilsufarsvandamála hjá þér. Nýjustu rannsóknir sýna að glútenlaust líf gæti verið besti valkostur þinn er þú vilt bæta heilsu þína, einkum ef þú þjáist af sjálfsónæmissjúkdómum eða meira
mynd
22. júní 2017 kl. 9:01

Astaxanthin fyrir húð, heila og hjarta

Meginefni greinarinnar: Astaxanthin er öflugt og breiðvirkt andoxunarefni sem virkar vel á mörg kerfi líkamans, veitir vörn gegn geislun sólarinnar og stuðlar að heilbrigði augna, heila og hjarta. Astaxanthin dregur úr bólgum og nýtist vel gegn nánast hvaða bólguástandi sem er, allt frá liðvandamálum eins og liðagigt til krabbameina. Astaxanthin er almennt talið gott fyrir heilsu húðarinnar, þar meira
18. júní 2017 kl. 9:54

Daglegar áskoranir

Dagar, vikur og mánuðir þjóta áfram með ógnarhraða og brátt verður árið hálfnað. Ég er því að endurskoða þær áskoranir sem ég setti mér í upphafi árs. Þetta árið ákvað ég að kalla það sem ég ætlaði mér að ná árangri í áskoranir, en ekki markmið og það hefur gengið nokkuð vel að haka við listann. Ég er búin að fara í raddþjálfun, þótt ég hafi kannski ekki stundað æfingarnar eftir hana nógu vel, en meira
14. maí 2017 kl. 18:55

HREINN LÍFSSTÍLL

Pælingar um heilsusamlegra líferni, sérfæði og séróskir á veitingastöðum, þegar fólk hagar sér eins og Hollywood stjörnur og pantar ekki það sem er á matseðlinum eða pantar einhvern rétt, mínus kartöflur og sósu, en plús snöggsteikt grænmeti – telst ekki lengur vera sérviska fárra, heldur lífsstíll margra. Daglegt val um heilsusamlegra líferni hjá fólki sem vill hugsa vel um líkama sinn og meira
mynd
22. apríl 2017 kl. 10:24

Dagur Jarðar 2017

Það er Dagur Jarðar í dag og ég verð alltaf örlítið sorgmædd á þessum degi, því mér finnst við almennt ekki fara nægilega vel með Jörðina, þótt hún sé eina búsvæðið sem við eigum. Enn sem fyrr fer lítið fyrir viðburðum tengdum þessum degi hér á landi, þótt umhverfisverndarsinnar víða um heim í rúmlega 190 löndum nýti hann til að vekja athygli á umhverfismálum, hver á sínu svæði. Ýmsir meira
29. mars 2017 kl. 10:06

Maca hin magnaða rót Inkanna

Það er alltaf spennandi að fræðast um orkugjafa náttúrunnar, en Maca rótin er ein af þeim. Hún vex víða í hálendi Suður-Ameríku, aðallega þó hátt í Andesfjöllum Perú, og hefur verið nýtt sem lækningajurt langt aftur í aldir. Hún telst vera adaptógen (þ.e. efni sem styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu), en vegna ýmissa annarra einstakra eiginleika er oft talað um hana sem eina af hinum meira
8. mars 2017 kl. 18:08

Fæða sem veldur eða dregur úr bólgum

Fyrir nokkru skrifaði ég grein undir heitinu ERTU MEÐ BÓLGUR OG LIÐVERKI, sem rúmlega 11 þúsund manns hafa nú smellt á, bæði hér á Smartlandinu og á vefnum mínum. Nú er komið að framhaldinu, en í þessari grein fjalla ég fyrst um hluta af þeim fæðutegundum sem þarf að forðast ef við ætlum að draga úr bólgum og ýmsum sjálfsónæmissjúkdómum í líkama okkar – og svo koma tillögur að því sem nota meira
22. febrúar 2017 kl. 18:10

Ertu með bólgur og liðverki?

Tæplega 8.000 manns hafa lesið þessa grein á vefsíðunni minni, svo ég ákvað að deila henni hér á Smartlandinu líka. Þar sem margir þjást af ýmis konar bólgum í líkamanum, er gott að skoða aðeins hvort þær séu bráðabólgur sem líða hratt hjá eða séu orðnar krónískar.Bólgur í líkamanum myndast vegna flókinna ónæmisviðbragða, en bólgum má skipta í tvo flokka. Bráðabólgur sem eru fyrstu viðbrögð meira
14. febrúar 2017 kl. 21:16

Tilfinningaleg áföll og heilsan

Það eru ekki svo mörg ár síðan farið var það fjalla um það í ræðu og riti, hvaða áhrif tilfinningaleg áföll geta haft á heilsu okkar. Tilfinningaleg áföll hafa áhrif á orkulíkama okkar og birtast mjög oft sem veikindi eða alvarleg heilsufarsáföll í efnislíkamanum. Þeir sem verða fyrir skyndilegum áföllum, missa til dæmis oft málið, tímabundið eða til lengri tíma. Slík áföll geta meira
2. febrúar 2017 kl. 13:02

Sérkennilegur samanburður hjá BBC

Ég sá ekki þáttinn frá BBC þegar hann var frumsýndur á RÚV, en vatt mér í að horfa á hann í gær eftir að hafa fengið spurningu frá einum þátttakanda á HREINT MATARÆÐI námskeiðinu mínu, um hvaða skoðun ég hefði á því sem þar kom fram. Ég tók niður nokkra punkta meðan ég horfði á hann og deili hér skoðun minni á sérkennilegum samanburði, tímalengd "rannsókna" og því að vatn sé ekki meira
mynd
1. febrúar 2017 kl. 12:33

Burnirót, oft kölluð "gullna rótin"

Í náttúrulækningum er burnirótin oft kölluð “gullna rótin” en hún vex á köldum norðlægum slóðum og háum fjöllum Asíu og Austur-Evrópu. Í bætiefnahillum verslana er líklegt að þú sjáir glösin merkt með heitinu Rhodiola, eða Rhodiola rosae sem er latneska heiti rótarinnar. Svíar kalla burnirótina gjarnan “viagra norðursins”, en ásamt því að auka kynorku fólks, styrkir hún meira
22. janúar 2017 kl. 11:29

Áhugaverð leyndarmál

Ég hef undanfarna daga verð að lesa mig í gegnum nýja bók eftir Dr. Yael Adler, sem heitir LEYNDARMÁL HÚÐARINNAR og verð að segja að þau sem þar koma fram eru bæði áhugaverð og skemmtilega framsett. Ég hafði til dæmis ekki hugmynd um að hægt væri að vinna bug á njálg með því að láta þann sem af honum þjáist beygja sig fram strax að morgni, setja límband við endaþarminn og kippa því svo af &ndash meira
19. janúar 2017 kl. 22:40

D-vítamín, sólarljós vetrartímans

Það grúfir myrkur yfir landinu og enn er langt fram að jafndægri á vori, þegar dagur og nótt verða jafnlöng og dagana fer að lengja í framhaldi af því. Á meðan þurfum við, sem búum á norðlægum slóðum að byrgja okkur upp af D-vítamíni eftir öðrum leiðum til að viðhalda góðri heilsu, því á þessum dimmu dögum vinnum við það ekki úr sólarljósinu. Við þurfum nefnilega á þessu mikilvæga bætiefni að meira
15. janúar 2017 kl. 14:25

Eftir ár héðan í frá

Það eru liðnar um tvær vikur frá áramótum, en ég leyfi þó þessum hugleiðingum sem eru afar tengdar þeim tímamótum að birtast hér. Ég heyri svo oft í starfi mínu sem ráðgjafi þessi orð: “Ef ég hefði bara byrjað fyrr.”Víst er að margt gæti verið öðruvísi ef maður hefði byrjað fyrr á einhverju, en það er nú einu sinni þannig að þangað til við skiljum hversu mikilvægur þáttur eigin meira
mynd
3. janúar 2017 kl. 18:30

Þakklæti og tilhlökkun

Heppin við að hafa áramót, til að staldra aðeins við, líta um öxl og þakka fyrir allt það góða sem gerst hefur í lífi okkar, skoða mistökin og sjá hvað gera má betur og stefna svo fram á veginn með þá visku í farteskinu. Ég skrifaði niður í lok árs þá tíu hluti sem ég er þakklátust fyrir á liðnu ári og var ekkert hissa á því að þar voru samverustundir með fjölskyldunni efstar á blaði. Þessi meira
29. desember 2016 kl. 11:25

Bergmann stælir Branson

Það líður að áramótum og líkt og ég hef gert reglulega frá árinu 1990, sest ég niður og set mér markmið fyrir komandi ár. Með því móta ég útlínur að þeirri mynd sem ég vil að árið taki og vinn svo í að fylla út í hana. Stundum hafa markmiðin mín öll gengið eftir, stundum ekki. Stundum taka þau allt aðra stefnu en ég hafði í upphafi sett, en þá segi ég alltaf: “Ef ekki þetta þá eitthvað enn meira
19. desember 2016 kl. 11:01

Bjargvættir jólanna

Það eru ýmsir sem hafa bjargað jólunum í gegnum tíðina, en nú geta bjargvættirnir verið meltingarensím frá NOW sem redda þeim fyrir þá sem eru með mjólkur- eða glútenóþol. Nú þegar rjómatímabil ársins er skollið á og brauðmeti og freistandi kökur sem aðeins sjást um jólin eru um allt, er oft erfitt að standast freistingarnar. Sé fallið fyrir þeim leiðir það hins vegar í mörgum tilvikum til ýmissa meira
16. desember 2016 kl. 9:05

Rjómi á rjóma ofan

Við erum á fullri ferð inn í rjómatímabilið mikla. Rjómaís, rjómatertur, rjómasósur og rjómaeftirréttir eru nú þegar víða á boðstólum og ekki minnkar úrvalið þegar jólin verða hringd inn, né heldur í þá þrettán daga sem þau standa. Sumir fagna þessu rjómatímibili með gleði og hamingju í huga, en aðrir láta hugann hvarfla aðeins neðar í líkamann með kvíða um að rjóminn valdi þeim alltaf vanlíðan í meira
8. desember 2016 kl. 20:19

Heilsupakkar undir jólatréð

Líkt og margir aðrir elska ég að fara í búðir á þessum árstíma. Ekki endilega til að kaupa svo mikið, þótt einn og einn hlutur slæðist nú heim með mér, heldur til að sjá allt það fallega sem fæst í búðunum á þessum árstíma. Margt kemur á óvart, meðal annars það sem ég fann í Fakó, sem nú er flutt úr gamla húsinu sem Faco (Fatagerð Ara og Co) var í á Laugaveginum og upp í Ármúla. Ég hafði farið þar meira
4. desember 2016 kl. 11:03

Styrkjum líkamann

Ef það er einhvern tímann ástæða til að taka inn bætiefni til að styrkja líkamann, er það núna á dimmustu mánuðum ársins og undir því álagi, sem virðist fylgja jólahátíðinni hjá flestum. Við erum kannski ekkert svo stressuð yfir jólunum sjálfum, en við setjum okkur oft í klemmu vegna alls þess sem við ætlum að gera fyrir jólin. Þá er gott að styrkja ónæmiskerfi líkamans með uppbyggjandi bætiefnum. meira
mynd
26. nóvember 2016 kl. 10:48

Glútenlaust kynlíf

Ég er nýbúin að gefa út fræðslu- og matreiðslubókina HREINT Í MATINN, en í henni eru réttir sem eru án glútens, sykurs og mjólkur. Ein helsta ástæða þess að ég skrifaði bókina, er að ég hef komist að raun um það í gegnum námskeiðin mín hversu margir eru að glíma við óþol fyrir þessum fæðutegundum. Reynslan hefur sýnt að með því að breyta mataræðinu má meðal annars laga ýmsa meltingarsjúkdóma meira
mynd
6. nóvember 2016 kl. 11:22

Glútenlaust brauð

Í tengslum við nýútkomna bók mína HREINT Í MATINN var ég í viðtali hjá Sigmundi Erni í þættinum HEIMILIÐ á Hringbraut síðastliðinn föstudag, ásamt samstarfskonu minni Evu Þórdísi Ebenezersdóttur. Þar kynnti Eva Þórdís til leiks glútenlaust brauð sem hún hafði sérstaklega bakað fyrir þáttinn. Þar sem ég fjalla um glútenóþol í bókinni minni, sem í eru líka ótal uppskriftir að réttum í öll meira
2. nóvember 2016 kl. 7:01

Betra Líf í 27 ár

Þann 2. nóvember árið 1989 opnaði ég verslunina Betra Líf að Laugavegi 66. Við vorum, ég og samstarfskona mín Snæfríður Jensdóttir, með nokkurn hnút í maganum og steininn tígrisauga í vösunum, svona til að auka okkur styrk fyrir daginn sem framundan var. Við höfðum ekki hugmynd um hver viðbrögðin yrðu við þessari nýstárlegu verslun, þeirri fyrstu sinnar tegundar, sem seldi orkusteina af ýmsum meira
25. október 2016 kl. 9:35

Magnesíum er alltaf jafn magnað

Ég er nýkomin heim úr 2ja vikna ferð um Perú og Bólivíu sem fararstjóri í ferð Bændaferða. Þetta er fjórða ferð mín til þessara landa og af fenginni reynslu veit ég að allar mest spennandi menningarminjarnar eru í þetta 2300-4100 m hæð yfir sjávarmáli. Flestar eru þær, eins og t.d. Machu Picchu byggðar í hæðum, þannig að skoðunarferðir gera kröfu um mikið klifur upp og niður tröppur sem eru með meira
23. september 2016 kl. 8:01

Streita, síþreyta og vanvirkni í skjaldkirtli

Af samræðum og heilsufarssögum kvenna, virðast þessi heilsufarseinkenni leggjast meira á konur en karla. Ég hef enga tölfræði til að bakka þetta upp, en ég hef hitt fleiri konur með vanvirkan skjaldkirtil, en karl. Orsakirnar fyrir því geta auðvitað verið margar, en hugsanlega eru líkamleg viðbrögð kvenna við steituálagi önnur en karla. STRESSHORMÓNIÐKortisól er lífsnauðsynlegt hormón, framleitt meira
11. september 2016 kl. 9:48

Ég bý í 101

Ég bý tímabundið í 101. Fékk íbúð vinar míns lánaða í nokkra mánuði meðan ég bíð eftir mínu húsnæði. Ég bý í Skuggahverfinu, þó ekki í Darth Vader turnunum, sem eru þarna í nánu sambýli við höfuðstöðvar hans, Seðlabankann, heldur í einum af þessum lágreistari húsum, sem sjá ekki lengur til sjávar fyrir turnunum. Í gönguferðum um hverfið hef ég komist að raun um að í tveimur af hverjum þremur meira
mynd
27. ágúst 2016 kl. 8:38

Hvers vegna glútenóþol?

Það er langt síðan ég hef sett inn pistil hér á Smartlandið, enda hef ég mest verið að pæla í spurningunni um glútenóþol undanfarna tvo mánuði. Ég settist nefnilega niður í byrjun júlí og ákvaða að skrifa matreiðslubók með uppskriftum sem eru án glútens, mjólkur og sykurs. Ég hef bætt miklu við þekkingu mína á þessum mánuðum og nú er bókin mín HREINT Í MATINN komin í forsölu og fæst með 40% meira
mynd
10. júlí 2016 kl. 21:36

Geta bólgueyðandi lyf gert meiri skaða en gagn?

Ég fylgist reglulega með skrifum bandaríska náttúrulæknisins Dr. Michael Murray. Í nýlegri grein á vefsíðu hans kom fram að FDA eða Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, sé nú að fara fram á að bólgueyðandi lyf eins og Íbúprófen og Voltaren (NSAID eða non-aspirin nonsteroidal anti-inflammatory drugs) verði merkt með viðvörun um að notkun á þeim geti leitt til hjartaáfalla og heilablóðfalls. Auk þessara meira
mynd
4. júní 2016 kl. 12:11

Annar skaðvaldur - glúten í brauði

Ég setti þessa grein á vefsíðuna mína á fimmtudagskvöldið um áttaleytið og þegar ég skoðaði síðuna einum og hálfum sólarhring síðar, höfðu tæplega 4.400 manns skoðað hana. Deili henni því hér á Smartlandinu, því það er greinilegt að margir eru með glútenóþol, þar á meðal ég, enda hef ég átt í áratugalöngu ástarsambandi við brauð. Greinin er að mestu leyti byggð á kafla úr bók okkar Hallgríms Þ. meira
mynd
28. maí 2016 kl. 23:10

Sykur - mesti heilsufarsógnvaldurinn

Ég var á Foodloose ráðstefnunni síðastliðinn fimmtudaginn. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff opnaði hana og setti fram þá ósk sína að Ísland yrði fyrsta ríkið í heimi til að banna innflutning á fullunnum sykri. Þegar hún minntist fyrst á þessa ósk sína, í fyrra að mig minnir, fannst mér frekar fráleitt að hún gæti orðið að veruleika, en þegar ég horfði í kringum mig í Hörpu og sá áhuga fólks, örlaði meira
mynd
21. maí 2016 kl. 18:39

Himalaya-saltböð eru heilandi

Vatn hefur verið notað gegn meiðslum og til lækninga í nokkrar aldir, svo vitað sé. Rómverjar og Forn-Grikkir notuð vatnslækningar meðan veldi þeirra var í blóma og löng hefði er fyrir vatnslækningum bæði í Kína og Japan, auk þess sem vatn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í lækningum hjá indíánum í Norður-Ameríku. Fyrir nokkrum árum var ég á ferðalagi á Skye eyju við Skotland og fann þar meira
11. maí 2016 kl. 21:19

Grennri með trefjum

Vissir þú að inntaka á 1-2 trefjatöflum með fullu glasi af vatni, svona hálftíma fyrir mat er kannski öflugasta og ódýrasta leiðin til að grenna sig. Þar sem Psyllium Husks trefjarnar draga í sig vökva í líkama þínum, færðu þá tilfinningu að vera saddur fljótlega eftir inntöku. Það getur hjálpað þér að stjórna því magni af mat sem þú borðar, auk þess sem trefjarnar koma jafnvægi á blóðsykurinn. meira
mynd
30. apríl 2016 kl. 13:57

Hvernig tifar þín líkamskukka?

Í bók okkar Candida Sveppasýking, fjölluðum við Hallgrímur heitinn Magnússon læknir, um líkamsklukkuna og hvernig við þurfum að hjálpa líkamanum að tifa í takt við hana. Hér kemur útdráttur úr bókinni, sem kennir þér aðeins á þessa klukku. Þeir sem aðhyllast kenningar náttúrulækninga skipta sólarhringnum niður í þrjú tímabil, með tilliti til þarfa líkamans. Því er afar mikilvægt ef við ætlum að ná meira
mynd
22. apríl 2016 kl. 13:50

DAGUR JARÐAR í dag

Þessi dagur, 22. apríl var formlega gerður að alþjóðlegum DEGI JARÐAR árið 1990, en hreyfing undir sama heiti hafði þá verið við lýði í Bandaríkjunum frá árinu 1970. Í fjörutíu og sex ár hefur fólk því verið að vekja athygli á því að eitthvað þurfi að gera fyrir Jörðina til að mannlíf og dýralíf geti þrifist þar áfram. Flestir eru LOKSINS farnir að skilja að hlýnun jarðar sé staðreynd, þótt það meira
19. apríl 2016 kl. 10:15

Góðgerlar geta hjálpað þér að grennast

Það getur vafist fyrir sumum að skilja hvers vegna góðgerlar (probiotics), eða velviljaðar bakteríur, séu góðar fyrir þarmana okkar. Við tökum sýklalyf til að drepa skaðlegar bakteríur og notum í dag sem aldrei fyrr bakteríudrepandi sápur og krem. Rétt er að rangar bakteríur á röngum stað geta valdið skaða, en réttar bakteríur á réttum stað geta hins vegar gert mikið gagn. Góðgerlar (probiotics) meira
16. apríl 2016 kl. 16:56

Veistu hvernig meltingin virkar?

Sem heilsumarkþjálfi og leiðbeinandi á námskeiðum hef ég komist að því að um 99% þeirra sem til mín leita þjást af meltingarvandamálum, sem leiða yfirleitt til þess að hægðir safnast upp í ristlinum og hann hættir að starfa eðlilega. Losun á hægðum er afar mikilvæg, því ef hægðir safnast upp í ristlinum og liggja við ristilveggina geta þeir lamast og gert það að verkum að ristilinn missir meira
8. apríl 2016 kl. 18:36

Grái herinn að yfirtaka heiminn

Íbúar heims verða sífellt eldri, þótt víða sé ekki vel að þeim búið og þeir örvænti margir, eins og nýlegar tölur um sjálfsvíg eldri borgara hér á landi gefa til kynna. Kannski er kominn tími á að endurmeta hvað felst í því að verða gamall, því ljóst er að þeir sem eru 67 ára og eldri í dag, eru margir hverjir í mun betra líkamlegu ástandi en kynslóðin á undan var og geta því verið mun virkari meira
2. apríl 2016 kl. 16:15

Að taka þátt eða sitja hjá

Mér finnst alltaf jafn merkilegt að fylgjast með fólki og sjá að hvaða marki það tekur þátt í því sem er að gerast í kringum það hverju sinni. Sumir velja að vera alltaf með í öllu sem í boði er, á meðan aðrir velja að sitja hjá og horfa á aðra taka þátt. Að mínu mati er hið síðarnefnda svolítið eins og að velja að sitja á varamannabekknum, fekar en vera þátttakandi í leiknum sem er lífið sjálft. meira
13. mars 2016 kl. 10:14

Svangur, reiður, einmana, þreyttur

Það er magnað hvað þessar tilfinningar geta haft mikil áhrif á efnaval okkar. Ég segi efnaval, því sumir velja sukkfæði, aðrir sælgæti og enn aðrir velja áfengi, lyfseðilsskyld lyf eða eiturlyf. Allt efni, sem ætlað er að deyfa tilfinningarnar og búa til einhverja vellíðan, sem yfirleitt endist ekki nema skamman tíma – og þá hefst ferlið á ný. Eilífur vítahringur, sem þarf að rjúfa með einum meira
5. mars 2016 kl. 22:20

Níu ástæður fyrir nætursvita

Það er kannski frekar ósmart að fjalla um nætursvita á Smartlandinu, en þegar ég var spurð að því hvað ylli honum ákvað ég að leita upplýsinga hjá Mr. Google. Á vefsíðunni Webmed fann ég grein um nætursvita og þar sem nætursviti er oft eitthvað sem fólk vill helst ekki tala um, ákvað ég að deila upplýsingunum hér. Með nætursvita er átt við mikinn svita að næturlagi. Eðlilegt er að svitna ef meira
1. mars 2016 kl. 12:45

Hvað ræður öldrun - og hvernig má hægja á henni?

„Ekki harma það að eldast. Það eru sérréttindi sem sumir fá aldrei að njóta.“ – Höfundur óþekktur Auðvitað eru ótal þættir í ytra og innra umhverfi okkar sem ráða því hvernig og hversu hratt við eldumst. Hugsanlega fer öldrunarferlið af stað um leið og við fæðumst eða þegar líkaminn hættir að hafa þau næringarefni sem hann þarf til að frumur hans geti endurnýjað sig. Eitt er meira
20. febrúar 2016 kl. 0:24

Fátt um skyndilausnir

“Áttu ekki til einhverja skyndilausn fyrir mig?” Það er oft ekki langt liðið á samtal mitt við fólk, þegar það spyr þessarar spurningar. Ástæðan er væntalega sú að það telur að ég eigi handa því gulu pillunni með rauðu doppunum, sem það getur tekið og losnað þar með á einum degi við einhver heilsufarsleg vandamál, sem það hefur verið að burðast með í mörg ár. Auðvitað getur fólk byrjað meira
14. febrúar 2016 kl. 12:47

Valentínusardagur í dag

Það er Valentínusardagur í dag og þótt breska ljóðskáldið Geoffrey Chaucer (1343-1400) sé talinn vera sá fyrsti sem sem sveipaði 14. febrúar dýrðarljóma elskenda, er það ekki fyrr en um miðja 19. öld að hin bandaríska Esther A. Howland fer að framleiða kort tengd Valentíusardegi. Kortin hennar, sem upphaflega voru send til þess sem fólk var ástfangið af, án þess að vera undirrituð, urðu kveikjan meira
13. febrúar 2016 kl. 16:18

Bara að standa upp aftur

Yngsta sonardóttir mín er rúmlega fjórtán mánaða gömul og ég nýt þess að fylgjast með henni vaxa og dafna, ekki hvað síst eftir að hún fór að ganga og getur skoðað heiminn frá því sjónarhorni. En þar sem hún er ný í göngulistinni, tekst henni misvel til. Hún fattar til dæmis ekki alltaf að stór bolti rúllar áfram þegar hún ætlar að taka hann upp og dettur á magann. Og stundum þegar mikið er að meira
7. febrúar 2016 kl. 18:43

Ég hefði ekki trúað því

Oft efumst við um eitthvað nýtt, trúum ekki að það virki eða hafi einhver áhrif á okkur, þótt umsagnir segi annað. Sjálf hef ég iðulegt lent í því að efast um gildi nýrrar þekkingar og slegið því frá mér að kynna mér málið betur – og stundum tapað á því. Ég var næstum fallin í þá gryfju þegar tengdadóttir mín kynnti mig fyrir bókinni HREINT MATARÆÐI eftir hjartasérfræðinginn Alejandro meira
mynd
29. janúar 2016 kl. 12:25

Breyttar matarvenjur

Ég fékk nokkuð skemmtilegan lista sendann frá vinkonu minni, sem er ensk að uppruna þótt hún búi nú í Suður-Afríku. Listinn er samantekt á matarvenjum í Englandi á sjötta áratug síðustu aldar. Hægt er að sjá samsvörun milli mataræðis þar og þess sem var hér á landi á þeim áratug. Mér fannst hann nokkuð skemmtilegur og ákvað að deila honum hér, en listinn er svona: Pasta var ekki borðað í Englandi. meira
13. janúar 2016 kl. 12:10

Nærðu markmiðum þínum?

Þetta er sá árstími þar sem margir setja sér markmið. Hjá sumum eru þau þaulhugsuð, skýr, tímasett og raunhæf. Og þeir sömu setja þau strax í framkvæmd með vikulegri framkvæmdaáætlun. Hjá öðrum eru þau óskýrari, án tímasetningar og líklegt að þau verði aldrei að veruleika. Og svo eru auðvitað sumir sem setja sér aldrei markmið. Leiðin að markmiðunum er oft þyrnum stráð og margar hindranir í vegi. meira
6. janúar 2016 kl. 19:57

Jólin kvödd

Í kvöld eru jólin víða kvödd með brennum, sem lýsa jólasveinum, Grýlu og Leppalúða leiðina heim, eða þannig. Hátíðin er löng og hefðirnar í kringum hana miklar. Það er nefnilega svo margt sem bara tengist jólunum, einkum og sér í lagi þegar kemur að matseld. Á mörgum heimilum eru bara brúnaðar kartöflur á jólum. Það sama á við um smákökur og randalín. Þeir sem borða rjúpur finnst þær bara tengjast meira
1. janúar 2016 kl. 0:09

Láttu draumana rætast

Nýtt ár hefur hafið göngu sína og þótt við séum búin að plana eitthvað af því sem við ætlum að gera á þessu ári, er ljóst að stór hluti þess er enn óskrifað blað. En þeim mun fleiri hugsanir sem við setjum niður á blað um það hvernig við viljum að árið verði, þeim mun líklegra er að þannig verði það. Sumir kalla þetta markmiðasetningu og það er frábært að byrja á henni á nýársdag. Taka svona eina meira
31. desember 2015 kl. 5:34

Árið er að kveðja

Einhvern veginn fylgir það óhjákvæmilega þessum síðasta degi ársins að líta um öxl til að meta, “...hvort gengið hafi verið til góðs götuna fram eftir veg...”. Var þetta ár eitthvað í líkingu við það sem við væntum að það yrði? Náðum við árangri í þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi þess? Hvað fór vel og hvað hefði getað farið betur? Hvaða lærdóm getum við dregið af því og meira
mynd
24. desember 2015 kl. 4:03

Gleði- og friðarjól

Það styttist í að jólin verði hringd inn og fjölskyldur og vinir sameinist í kringum hátíðarborð til að njóta góðra rétta og svo við jólatréð til að deila gjöfum sín á milli. Undanfarið hafa gengið póstar á Facebook þar sem fjallað er um þá staðreynd að margir eiga um sárt að binda um jólahátíðina. Minn skilningur er sá að margir eigi um sárt að binda allt árið, en það verði kannski meira áberandi meira
19. desember 2015 kl. 3:36

Hverjar verða gjafir jólanna?

Nú er síðasta helgi fyrir jól og sennilega margir sem ætla að nota hana til að kaupa gjafir eða pakka þeim inn, baka eitthvað eða bara kaupa kökur í bakaríi eða stórmarkaði, skrifa á jólakortin sem þarf að póstleggja næstu daga – eða bara láta allt það lönd og leið og fara á jólatónleika. Margir velta sennilega fyrir sér hvort þeir séu tilbúnir að taka á móti jólunum. Verður jólamaturinn meira
5. desember 2015 kl. 9:24

Elska þennan árstíma

Ég viðurkenni fúslega að ég elska þennan árstíma, því ég er svo mikið jólabarn. Það er svo margt sem er heillandi við hann. Allar fallegu vörurnar í verslunum, sem sumar hverjar sjást bara á þessum árstíma. Bara það eitt að fara og skoða gleður hjarta og sál. Með árunum hafa ljósum sem skreyta hús og verslanir fjölgað. Þau lýsa upp myrkrið hjá okkur og gefa því hlýlegan blæ, svo við tökum varla meira
26. nóvember 2015 kl. 13:58

Þakkargjörð

Í dag er haldinn Þakkargjörðarhátíð í Bandaríkjunum. Eins og með svo marga aðra siði hefur hann að einhverju leyti breiðst hingað. Sögur um uppruna dagsins eru nokkuð mismunandi en í dag hefur hann orðið að einni stærstu fjölskylduhátíð þar í landi, einkum vegna þess að hann tengist á engan hátt trúarbrögðum. Fjölskyldumeðlimir ferðast ríkja á milli til að vera með foreldrum og öðrum meira
21. nóvember 2015 kl. 9:47

Eigið þið aukasett?

Eigið þið aukasett af öllu? Aukasett af hreinsikremi, dagkremi, næturkremi, andlitsfarða, maskara, tannbursta, body lotion, hárkremi og ýmsu öðru sem snýr að persónulegri umhirðu húðar og líkama? Kannski eins gott að koma sér því upp ef mikið er ferðast, því skili farangurinn þinn sér ekki þegar þú ert á heimleið, þarftu að eiga aukasett eða storma út í næstu búð, eins og ég þurfti að gera, til að meira
29. október 2015 kl. 13:48

Lífrænt fyrir alla

Þetta er kjörorðið hjá Kaja Organic, litlu fyrirtæki með stórar hugsjónir Karenar Jónsdóttur, sem starfrækt er á Akranesi. Kaja byrjaði smátt eins og frumkvöðlar gjarnan gera, en hefur stækkað hratt og vel. Nýlega setti hún á markað matvörulínu, sem er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem pökkuð er á Íslandi. Matvörulínan Kaja er pökkuð í umhverfisvænni umbúðir en almennt gerist eða í gluggalausa meira
21. október 2015 kl. 9:42

Hvers virði er heilsan?

Í þessum heimi þar sem við leggjum verðmætamat á nánast hvað sem er, þætti mér forvitnilegt að vita hvaða verðmat væri lagt á heilsuna hjá markaðsfræðingum samtímans. Ég hef ekki sett tölur á mína heilsu, en ég geri mér grein fyrir að hún er það dýrmæstasta sem ég á. Frá því ég var barn og unglingur hef ég verið að takast á við ýmis heilsufarsvandamál og leita leiða til bata eftir náttúrulegum meira
mynd
10. október 2015 kl. 9:46

Barnavörur án eiturefna og ofnæmisvalda

Ég elska frumkvöðla og fólk sem hefur kjark og dug til að fylgja hugmyndum sínum eftir og láta drauma sína verða að veruleika. Þetta er yfirleitt áræðið fólk, sem hendir sér út í djúpu laugina og leggur til sunds, þótt það sé ekki búið að gera sér alveg grein fyrir hversu löng laugin er, en treystir því bara að það nái yfir. Ég hef líka alltaf augun opin fyrir þeim sem leggja áherslu á að hafa meira
mynd
6. október 2015 kl. 10:16

Bleikir þarmar

Ég fagna því að átak Krabbameinsfélagsins þetta árið skuli snúa að ristlinum, þessum mikilvæga þarmi okkar, sem auðvitað hefur sinn sjarma, þótt flestir vilja sem minnst um hann tala. Svo virðist sem við skömmumst okkar (var lengi vel engin undantekning þar sjálf) fyrir að tala um þetta líffæri, einfaldlega vegna þess að um hann fer úrgangurinn úr líkama okkar. Það er einhvern veginn ekki smart að meira
3. október 2015 kl. 10:45

Gömul sannindi og ný

Það eru gömul sannindi og ný – þótt margir vilji ekki viðurkenna það – að mataræði okkar skiptir miklu máli. Maturinn sem við neytum er eldsneyti líkamans. Líkaminn umbreytir því eldsneyti í næringu fyrir frumur, bein, vöðva og allt annað sem næra þarf til að viðhalda sterkum og heilbrigðum líkama. Líkamlega vanlíðan eða veikindi eru oft ein helsta ástæða þess að fólk ákveður að grípa meira
23. september 2015 kl. 13:19

Einföld ráð fyrir daglega vellíðan

Ég held reglulega stuðningsnámskeið sem byggja á HREINT MATARÆÐI, bókinni eftir úrúgvæska hjartalækninn Alejandro Junger. Þá er um að ræða nokkurra vikna breytt mataræði, sem stuðlar að hreinsun líkamans og gefur honum í raun tækifæri til viðgerða. Þótt slíkir kúrar séu teknir t.d. einu sinni á ári er auðvelt að setja sér ákveðnar reglur, sem tryggja að kerfi líkamans fái reglulega þann stuðning meira
mynd
7. september 2015 kl. 8:10

7 leiðir til að losna við sykurfíknina

Í sykurlausum september hér á Smartlandinu beinist athyglin ósjálfrátt að öllu sem skrifað er um sykur og í gær rakst ég á grein á Wellness Mama vefsíðunni, sem fjallar um sjö leiðir til að losna undir sykurfíkninni. Þetta er stytt útgáfa af grein hennar, en hvers vegna myndast þessi fíkn hjá okkur? Mannfólkið er á vissan hátt innstillt á að sækjast í sykur og kolvetni allt frá fæðingu og það eru meira
25. júlí 2015 kl. 7:06

Hvers vegna skortir okkur magnesíum?

Enn einn pistillinn um magnesíum, en svo lofa ég að skrifa ekki meira um það í bili. Þetta er þriðji og síðasti hluti þýðingar minnar úr pistlinum hennar OrganicOlivia, sem birtur var á Collective-Evolution.com. Hér á eftir fylgir stuttur listi frá henni yfir helstu ástæður þess að okkur skortir flest magnesíum og upplýsingar um bestur leiðir til að fá það: Hvers vegna þessi skortur? Í fyrsta lagi meira
19. júlí 2015 kl. 8:51

Er hægt að mæla magnesíum í blóði?

Ég birti fyrir nokkrum dögum í pistil mínum hluta úr grein sem OrganicOlivia skrifaði og ég fann á vefsíðunni Collective-Evolution.com. Greinin var of löng fyrir einn pistil, en þar sem síðasti pistill vakti bæði mikla athygli og eins margar spurningar hjá fólki, sem sendi mér ótrúlega marga pósta, m.a. um það hvort ekki væri hægt að mæla magnesíum í blóði, ákvað ég að þýða aðeins meira af henni meira
14. júlí 2015 kl. 0:39

Magnesíum er lífið

Undanfarin ár höfum bæði ég og Hallgrímur heitinn Magnússon læknir, skrifað ótal greinar um magnesíum, svo mörgum kann að þykja nóg um. Ég rakst hins vegar nýlega á grein sem OrganicOlivia, skrifaði um þetta merkilega steinefni á vefnum Collective-Evolution.com og gat ekki á mér setið að þýða hluta af henni, því upplýsingarnar í henni eru svo skýrar og skilmerkilegar.Hún telur magnesíum meira
5. júlí 2015 kl. 10:31

Á að rústa landinu?

Ég velti fyrir mér hversu lengi yfirvöld ætla að bíða með að taka ákvörðun um að leyfa gjaldtöku inn í landið eða á ferðamannastaði. Er verið að bíða eftir því að landinu verði rústað? Það er alveg möguleiki á að ekki sé svo langt í að þeim áfanga verði náð – og þá standa væntanlega allir upp og fara að leita að sökudólgum, eins og við (þjóðin) erum svo dugleg við að gera, einkum og sér í meira
24. júní 2015 kl. 10:30

Alltaf unga kynslóðin

Ég er ekki að tala um þá sem ungir eru í dag, heldur okkur sem teljumst vera ’68 kynslóðin. Okkur sem vorum unglingar þegar “táningurinn varð til”, þegar Karnabær opnaði “tískuverslun unga fólksins” og við stelpurnar, rétt nýfermdar, hættum að ganga í hnéðsíðum pilsum og peysusettum eins og mömmur okkar og fórum að ganga í stuttum pilsum, þröngum bolum og meira
mynd
19. júní 2015 kl. 10:57

Virðum réttinn

Í dag fögnum við því að formæður okkar, 40 ára og eldri fengu kosningarétt fyrir 100 árum síðan. Margar konur sameinuðust í átaki til að öðlast þennan rétt, en eins og svo oft eru það einungis nöfn fárra sem haldið er á lofti nú 100 árum síðar. Allar hinar, sem við vitum engin deili á eiga ekki síður þakkir skildar. Frá því ég fékk kosningarétt hef ég alltaf nýtt mér hann, einfaldlega vegna þess meira
mynd
8. júní 2015 kl. 20:20

Jákvæðnigírinn

Þegar vorið tekur eins vel á móti manni og það gerir í ár hér á landi, verður maður að setja sig í ákveðinn gír alla morgna til að stilla á jákvæðni og halda henni allan daginn. Hún mætir ekki inn um lúguna á morgnana í umslagi sem hægt er að opna og strá svo innihaldinu yfir sig eins og gert var með litina í Color Run. Hver og einn þarf að draga fram sínar jákvæðu staðfestingar, hlusta á meira
mynd
25. maí 2015 kl. 16:36

Húðvörur sem endurnýja frumurnar

Mér finnst alveg stórkostlegt þegar tækni, sem hingað til hefur einungis verið aðgengileg fáum er orðin aðgengileg hverjum sem er. Sú tækni sem ég er að vísa til er stofnfrumutækni, en hún hefur hingað til einungis verið aðgengileg fáum. Nú vill svo til að framleiddar hafa verið húðvörur með vaxtaþáttum úr stofnfrumum, en vaxtaþátturinn gerir það að verkum að frumur húðarinnar geta gert hraðar og meira
mynd
27. apríl 2015 kl. 8:38

Krúsið er málið

Ég veit ekki hvort þú ert með krús (cruise control) í bílnum þínum, en ef svo er geturðu örugglega notað það oftar til að spara eldsneyti og fara betur með bílinn. Ég hef notaði krúsið á mínum bíl í utanbæjarakstri, en ekki mikið innanbæjar fyrr en nú nýlega. Ég sá það nefnilega svart á hvítu að meðaleyðslan á 100 km á bílnum mínum hrapaði þegar það var notað. Eins og alltaf eykst meira
mynd
22. apríl 2015 kl. 7:42

45 ár frá fyrsta DEGI JARÐAR

Á þeim tíma þegar hvorki var hægt að nota tölvupósta, Facebook né Twitter, tókst Gaylord Nelson, þáverandi þingmanni Wisconsin ríkis á Bandaríkjaþingi, að virkja meira en 20 milljón manns til að mæta á fjöldafundi til að mótmæla mengun og umhverfisslysum. Þetta var 22. apríl árið 1970 á hátindi hippatímans, mótmæli gegn Vietnam stríðinu voru algeng, en lítill fókus var á umhverfismálin fyrr en meira
mynd
20. apríl 2015 kl. 21:40

Jörðin og við

Okkur hættir til að gleyma að það sem er gott fyrir jörðina er einnig gott fyrir líkama okkar, því við erum samsett úr samskonar efnum. Umhverfisvernd snýst því í raun ekki bara um það sem er fyrir utan okkur, heldur einnig allt það sem við öndum að okkur, borðum og berum á húðina. Húðin er nefnilega stærsta líffæri líkamans og dregur í sig efnin úr öllu sem á hana er látið. Ég hef fjallað meira
mynd
18. apríl 2015 kl. 9:33

Einn svartur ruslapoki

Það styttist í DAG JARÐAR, sem haldinn er hátíðlegur með umhverfisvendarátaki víða um heim þann 22. apríl næstkomandi. Sá dagur er reyndar síðasti vetrardagur hér á landi, svo næsta dag á eftir fögnum við sumarkomunni. Því er tilvalið að taka þátt í “einn svartur ruslapoki” átaksverkefni GRÆNS APRÍL sem tengt er DEGI JARÐAR. Verkefnið felst í því að taka sér svartan ruslapoka í hönd meira
mynd
14. apríl 2015 kl. 22:10

Ekkert skelfilegt gerst!

Ég hjó eftir því í viðtali í Síðdegisútvarpinu í dag þegar verið var að spjalla við viðmælanda um erindi sem hún ætlaði að halda um veðurfarsbreytingar í Kvennaskólanum á Blöndósi að þáttastjórnandinn sagði: “En hva, það hefur ekkert skelfilegt gerst!” Kannski skýrir þessi litla setning meira en nokkuð annað viðhorf fólks til umhverfismála og veðurfarsbreytinga. Meðan ekkert skelfilegt meira
mynd
11. apríl 2015 kl. 9:33

Fimm leiðir til að gera innkaupin grænni

Umhverfisvitundarátakið GRÆNN APRÍL hefur verið í gangi í fimm ár og þótt aðaláherslan sé lögð á aprílmánuði í þessu verkefni, ættu auðvitað allir mánuðir að vera grænir. Ýmis önnur umhverfisverkefni eru í gagni í þessum mánuði, meðal annars DAGUR JARÐAR, sem er 22. apríl. DAGUR JARÐAR hefur orðið að alþjóðlegu verkefni, þótt átakið hafi hafist í Bandaríkjunum fyrir meira en fjörutíu árum síðan. meira
mynd
7. apríl 2015 kl. 16:41

Er Sorpa að klikka?

Ég hef flokkað sorp í meira en 20 ár og þótt heimilishald mitt sé ekki umfangsmikið í dag, er ótrúlega mikið sem hægt er að flokka og skila í þar til gerðar tunnur við eigin hús - eða í gáma á Endurvinnslustöðvum Sorpu - eða það hélt ég að minnsta kosti þar til helgina fyrir páska. Þá tók ég mig til og fór með allt það sem ég hafði flokkað í nokkra mánuði eins og glerflöskur og krukkur, rafhlöður meira
mynd
4. apríl 2015 kl. 10:22

Þitt framlag telur

Margir eru haldnir þeirri hugsanavillu að þeirra framlag til umhverfismála skipti engu, því það séu svo margir umhverfissóðar í heiminum  - og því sé í lagi að halda sig bara í þeim hópi líka. En þar sem ALLT sem við gerum skiptir máli, hvort sem það snýr að umhverfinu eða einhverju öðru, er þetta hugsanavilla. Það er með átaki fárra sem fleiri fylgja á eftir og ef við bætum sífellt í hóp meira
mynd
2. apríl 2015 kl. 14:06

Getum við verið grænni?

Aprílmánuður er runninn upp og þar með rennur umhverfisvitundarátakið GRÆNN APRÍL enn á ný af stað, nú í fimmta sinn. Það er svo sem ekki með neinum lúðrablæðsti, þar sem við sem að honum stöndum höfum haft lítinn tíma til að skipuleggja hann vegna annarra verkefna. Ég hef verið í forsvari fyrir þessu verkefni í fjögur ár, en nú hefur Þuríður Helga Kristjánsdóttir tekið verkefnisstjórnina að sér. meira
mynd
28. mars 2015 kl. 8:38

Sykurlausir páskar

Nú þegar allar verslanir eru fullar af páskaeggjum í öllum stærðum og gerðum eru margir sem fyllast löngun við sykurlyktina eina sem af þeim leggur, jafnvel þótt þeir vilji gjarnan vera sykurlausir. En áður en fallið er í freistni er allt í lagi að renna í gegnum þennan pistil og skoða að hægt er að lifa páskana af án páskaeggja. Sjálfri hefur mér tekist það í fjölda ára. Konfektkúlur eða meira
25. mars 2015 kl. 22:17

Sumir eru sigurvegarar

Það er bara einfaldlega þannig að sumir eru sigurvegarar í lífinu, aðrir ekki. Þeir sem ná mestum árangri eru yfirleitt þeir sem eru tilbúnir til að gera góða hluti dag eftir dag, aftur og aftur, uns þeir ná einn daginn frábærum árangri. Einn svona sigurvegari var á síðasta stuðningsnámskeiði mínu við HREINT MATARÆÐI. Hún borðaði “hreint” mataræði í þrjár vikur eins og flestir sem á meira
22. mars 2015 kl. 8:18

Skortur á vítamínum

Ég hef undanfarið bæði heyrt og lesið ýmsar umfjallanir um vítamín og bætiefni í fjölmiðlunum. Nokkuð virðist vera fjallað um að hinn venjulegi maður þurfi ekki að taka inn vítamín og bætiefni, því hann eigi að fá þetta allt úr matnum. Ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að með notkun tilbúins áburðar hafi jarðvegur almennt rýrnað mjög og því skorti mörg steinefni í hann og að þeir sem eru meira
17. mars 2015 kl. 22:33

Súrsæt sósa með kjúklingnum

Meðan ég var á HREINU MATARÆÐI í október á síðasta ári eldaði ég dásamlegan kjúklingarétt, sem hefur haldið sínu vinsældasæti síðan þá. Einn hlut vantaði inn í uppskriftina, en það er kókossíróp eða kókosnektar, eins og það er líka kallað, svo ég notaði steviu í staðinn í nokkra mánuði. Kókossírópið er eitt af þessum náttúrulegu sætuefnum, sem veldur ekki ruglingi á blóðsykri og nú er fæst meira
14. mars 2015 kl. 13:07

Erum við fædd með sjálfseyðingarhvata?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort við séum öll fædd með einhvern sjálfseyðingarhvata í líkama okkar, sem gerir það að verkum að við gerum hluti sem skaða heilsu okkur, þótt við vitum af skaðseminni. Ýmsar rannsóknir, svo og staðreyndir sem birtast í veikindum og andláti fólks, segja okkur að reykingar séu skaðlegar. Samt reykir fólk ennþá. Umfjöllun um skaðsemi sykurs hefur verið mikil meira
mynd
10. mars 2015 kl. 21:09

Fimm leiðir til að styrkja ónæmiskerfið

Margir þjást þessa dagana af flensu eða flensulíkum sjúkdómseinkennum. Þeir sem enn hafa sloppið – og reyndar líka þeir sem eru veikir – ættu að kynna sér þessar fimm einföldu leiðir til að styrkja heilsuna og efla ónæmiskerfið. 1-Borðaðu hvítlaukÍ hvítlauk eru náttúruleg bakteríudrepandi efni. Hann er öflugur og hjálpar líkamanum að losa sig við óvelkomnar bakteríur. Virkni hans er meira
mynd
6. mars 2015 kl. 23:20

HREINT MATARÆÐI skilar árangri

Þegar bókin HREINT MATARÆÐI eftir hjartalækninn Alejandro Junger kom út, bauð ég upp á stuðningsnámskeið fyrir þá sem vildu strax hefja ferlið. Um var að ræða hóp fólks sem hafði fylgst með mér þegar ég fór í gegnum mínar hreinsunarvikur í október á síðasti ári. Stuðningur minn fólst í fundum með hópnum, sértækum upplýsingalistum, vikumatseðlum og svo veitti ég daglega ýmis ráð og leiðbeiningar. meira
24. febrúar 2015 kl. 18:00

Góðir gerlar fyrir meltinguna

Talið er að 80-90% af sjúkdómum í líkamanum eigi rætur sínar að rekja til meltingarvegarins, sem liggur um vélinda niður í maga, svo í gegnum skeifugörn, í smáþarmana og svo loks í ristilinn, sem þjappar og þéttir úrganginn og losar hann út um endaþarminn. Lifrin, sem er nokkurs konar endurvinnslustöð líkamans og gallblaðran koma líka að meltingunni. Segja má að ekkert eitt líffærakerfi sé meira
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira