c

Pistlar:

6. mars 2020 kl. 9:07

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Náttúrulegar vírusvarnir

Alls staðar er verið að fjalla um kórónaveiruna og hvernig best sé að verjast henni. Ég hef fylgst með ráðum frá ýmsum heildrænum læknum í Bandaríkjunum og skrifað eina grein – SJÁ HÉR – og hef sjálf fylgt ráðunum í henni. 

Besta vörnin er að styrkja ónæmiskerfi líkamans og það er hægt að gera með því að auka bætiefnainntöku og temja sér ákveðinn lífsstíl meðan þessi faraldur gengur yfir.

C-VÍTAMÍN VEITIR GÓÐA VÖRN

Fram hefur komið að þeir sem veikst hafa í Wuhan hafi aðallega verið meðhöndlaðir með C-vítamíni og þá í æð, enda fátt sem styrkir ónæmiskerfið jafn vel og C-vítamín gerir.

Það besta við C-vítamín er að það er vatnsuppleysanlegt og því lítil hætta á að taka of mikið af því. Það sem líkaminn ekki notar skilar hann frá sér með þvagi.

Bandaríski náttúrulæknirinn Dr. Sharon Stills ráðleggur 2 x 2 töflur af C-vítamíni á dag, sem myndi vera um 4000 mg samtals. Sjálf nota ég einmitt C-1000 C-vítamínið frá NOW til að styrkja mitt ónæmiskerfi. 

KÚRKÚMÍN VEITIR ÖFLUGA VÖRN

CurcuFRESH Curcumin er líka eitt af þeim bætiefnum sem Dr. Stills ráðleggur. Það er þekkt fyrir að hindra bindingu neikvæðra efna við frumur líkamans.

Kúrkúmín er virka efnið í túrmerik rótinni. Líkaminn getur hins vegar átt erfitt með upptöku á því. Þess vegna er tilvalið að nota 2 hylki á dag af CurcuFRESH Curcumin frá NOW, sem er sérlega unnið til að hámarka upptöku líkamans á virka efninu.

SELENIUM OG SINK

Margir erlendir læknar mæla með þessum tveimur steinefnum. Það er hægt að kaupa þau stök, en einfaldast er að kaupa FULL SPECTRUM MINERAL Caps frá NOW, sem eru steinefnatöflur með mörgum steinefnum, meðal annars þessum. 

Með því að taka 2-3 töflur á dag fær líkaminn það magn af steinefnum sem hann þarf á að halda til að styrkja ónæmiskerfið.

D-3 og MK-7 K-2 VÍTAMÍNIN

Dr. Stills mælir líka með þessum vítamínum, en þau eru sérlega góð fyrir ónæmiskerfið og blóðið okkar – sjá GREIN.

D-3 vítamínið er mikilvægt nú til að efla ónæmiskerfið því sólin er enn svo lágt á lofti, svo hún örvar ekki eigin framleiðslu líkamans á D-vítamíni sem skyldi.

MK-7 K-2 vítamínið er gott fyrir beinheilsuna, hjarta- og æðakerfið og taugakerfið.

HVÍTLAUKUR

Bandaríski læknirinn Dr. Andrew Weil, sem stundað hefur heildrænar lækningar í nokkra áratugi og skrifað fjölda bóka um náttúrulegar leiðir til að heila og koma jafnvægi á líkamann ráðleggur hvítlauk.

ODORLESS GARLIC frá NOW er unninn úr þykkni úr Allium satvium eða heilum hvítlauksrifjum. Þykknið er látið þroskast í 18 mánuði og síðan meðhöndlað til að hreinsa lyktina úr því, án þess að það missi næringargildi hvítlauksins.

Hvítlaukur inniheldur náttúrulegt súlfúr, amínósýrur og steinefni og hefur verið notaður við lækningar í margar aldir, meðal annars vegna þess að hann er bakteríudrepandi. Takið 2 hylki 2 sinnum á dag með mat.

PRAKTÍSKU RÁÐIN 

Fyrir utan það að þvo sér oft og reglulega um hendurnar og ekki verið mikið að káfa í andlitinu, eru praktísku ráðin til að halda öflugu ónæmiskerfi og verjast smiti þessi:

#1 – Sofið í minnst 7-8 tíma á nóttu. Svefn er gífurlega mikilvægur fyrir öflugt ónæmiskerfi.

#2 – Borðið heilsusamlega fæðu. Vírusar elska glúkósa – þ.e. sykur og sætindi hvers konar, svo það er góð vírusvörn að forðast slíkt.

#3 – Drekkið minnst 2 lítra af vatni á dag, gjarnan ekki ískalt. Það er rafleiðni í líkamanum sem þarf á vatni að halda til að senda orku út í alla hluta hans.

#4 – Ekki sogast inn í óttann sem magnaður er upp með síendurteknum fréttum. Þetta er ný tegund af flensu. 80% fá væg einkenni, 15% veikjast örlítið meira og 5% geta veikst alvarlega – alveg eins og af öðrum flensum sem ganga.

#5 – Burstið tennurnar með góðum tannkremum – gjarnan með ösku (svörtu tannkremin) – eða skolið munninn með tannskoli úr hálfu glasi af vatni og 3 dropum af Tea Tree olíu.

#6 – Ef þið gerið búst eða þeyting á morgnana, er gott að hafa í grunninn bláber, brómber og hindber, því þessi ber eru sérlega andoxunarrík og öflug fyrir ónæmiskerfið.

Neytendaupplýsingar: Bætiefnin sem ég fjalla um í þessari grein fást í nowfoods.is vefversluninni, í öllum helstu Nettó verslunum, í Fjarðarkaupum og víða í apótekum.

Heimildir: Fréttabréf Dr. Sharon Stills – Viðtal við Dr. Andrew Weil – Skinna.is

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira