Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Þau hafa m.a. fjallað um sjálfsstyrkingu kvenna, samskipti karla og kvenna og svo síðast en ekki síst um náttúrulegar leiðir til að bættrar og betri heilsu. Undanfarin tvö ár hefur hún einbeitt sér að því að halda námskeiðin HREINT MATARÆÐI, sem hafa skilað þátttakendum bættri og betri líðan, bæði andlega og líkamlega.

Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Guðrún Bergmann hefur á undanförnum 20 árum lagt umhverfismálum sitt lið á einn eða annan hátt. Hótel Hellnar, sem hún seldi árið 2010 eftir 12 ára rekstur, var fyrsta umhverfisvottaða ferðaþjónustufyrirtækið á Íslandi. Árið 2000 hlaut það Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs og árið 2005 var Guðrún valinn frumkvöðull ársins í ferðaþjónustu. Guðrún hefur verið talsmaður sjálfbærni í ferðaþjónustu og sveitarfélögum á ráðstefnum bæði hérlendis og erlendis, auk þess sem hún hefur skrifað greinar um sama mál bæði í innlend og erlend blöð og tímarit.

Guðrún rekur fyrirtækið G. Bergmann ehf.

Hægt er að hafa samband við Guðrúnu með því að senda póst á 'gbhjagudrunbergmann.is'

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira