c

Pistlar:

26. ágúst 2018 kl. 9:16

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Ekki spyrja - ekki segja frá

Ég ætla að halda aðeins áfram að fjalla um áhrif glýfósats á umhverfi og fólk, því um fátt er meira fjallað meðal áhugafólks um heilbrigðan lífsstíl og lækna sem stunda heildrænar lækningar en nýlegar niðurstöður sem sýna glýfósat í ýmsu kornmeti.

En glýfósat stoppar ekki þar, því það heldur áfram út í fæðuna okkar. Við rannsóknir hjá Munich Environmental Institute fannst meðal annars glýfósat í 14 mest seldu þýsku bjórtegundunum.

300 MILLJÓNIR LÍTRA ÁRLEGA

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að 300 milljónir lítra af illsgresiseyðinum Roundup eru notaðir árlega um ALLAN heim. Reglugerðir um notkun hans eru takmarkaðar og þeim ekki framfylgt alls staðar. Það heldur því að öllum líkindum áfram að vera í umhverfi okkar um langan tíma enn og valda heilsufarsskaða.

Því hefur lengi verið haldið fram af framleiðendum að glýfósat skaði ekki mannslíkamann, en eftir að IARC (International Agency for Research on Cancer) skilgreindi glýfósat sem líklegan krabbameinsvald er sú „öryggisímynd“ ekki lengur gild. Glýfósat hefur verið tengt aukinni áhættu á krabbameinum í brjóstum, skjaldkirtli, nýrum, brisi, lifur og þvagblöðru, svo og ákveðinni tegund beinkrabbameina.

ÓERFÐABREYTT FÆÐA LÍKA Í HÆTTU

Því hefur gjarnan verið trúað að óerfðabreytt haframjöl eins og það sem General MIlls notar í Cheerios framleiðslu sína sé ekki mengað af glýfósati. Margir hafi því talið að hægt sé að forðast glýfósat í fæðunni með því að forðast erfðabreytta fæðu.

Í ljós er að koma að óerfðabreytt fæða, eins og Cheerios, getur innihaldið mikið magn (1.125.3 hluta per milljarð skv. rannsókn Food Democracy Now og The Detox Project – sjá myndband) af glýfósati, vegna þess að bændur úða glýfósati á kornið rétt fyrir uppskeru til að þurrka það.

Í norðlægari og kaldari svæðum Bandaríkjanna verða bændur oft að bíða eftir því að kornið þorni, áður en hægt er að hefja uppskeru. Frekar en bíða í eina til tvær vikur eftir því að það gerist á eðlilegan máta, komust bændur að því að með því að úða glýfósati yfir akrana, drápu þeir plönturnar og flýttu fyrir því að þær þornuðu.

EKKI SPYRJA, EKKI SEGJA FRÁ

Þurrkun á hveiti með glýfósati er sérlega algeng á árum þar sem væta er mikil og hefur aukist í Norður-Dakóta og nyrðri Mið-vesturríkjum Bandaríkjanna, svo og í Kanada og Skotlandi, en þar var fyrst byrjað að stunda þessa aðferð.

Enginn fylgist með því hversu mikið af korni er þurrkað með glýfósati, en það er þurrkað rétt fyrir uppskeruna, nokkrum vikum áður en það fer í framleiðslu á morgunkorni, brauði, kexi og öðru slíku.

Ræktendur hafa lýst þessu sem „ekki spyrja, ekki segja frá“ hluta framleiðslunnar, en auk hveitis og hafra, er algengt að úða glýfósati á linsubaunir, baunir, óerfðabreyttar sojabaunir, maís, hörfræ, rúg og bókhveiti, canola (repjur), hirsi, sykurrófur, kartöflur og sólblóm.

VELDUR TRUFLUN Á STARFSEMI ÖRVERA

Glýfósat veldur mikilli truflun á starfsemi örvera og lífkeðja og hefur mest áhrif á góðgerla í þörmum okkar. Þannig fá meinvaldar (sýklar) að vaxa óhindrað og yfirtaka búsvæðin. Samkvæmt rannsókn sem birt var í Entropy, og unnin var af Stephanie Seneff, Ph.D. vísindamanni við MIT og Anthony Samsel, Ph.D. vísindamanni og ráðgjafa geta agnir af glýfósati örvað eyðileggjandi áhrif annarra kemískra efna sem berast með fæðunni og eiturefnum úr umhverfinu og truflað líkamsstarfsemina og valdið sjúkdómum.

Þeir sjúkdómar sem um ræðir (og eru ekki allir upptaldir) eru: Einhverfa - Meltingarsjúkdómar eins og iðraólga, stöðugur niðurgangur, ristilbólga og Crohn’s sjúkdómurinn - Fæðufíkn og offituvandamál - Ofnæmi hvers konar - Hjarta- og æðasjúkdómar – Þunglyndi – Krabbamein – Ófrjósemi - Alzheimer’s sjúkdómurinn - Parkinson’s sjúkdómurinn - MS og fleiri.

ERFÐABREYTTU BÖRNIN Í ARGENTÍNU

Í nýlegri grein á vefsíðu Dr. Mercola er að finna myndband, sem fjallar um eitrunaráhrif Roundups á heilu héruðin í Argentínu, þar sem búa fátækir tóbaksræktendur.

Þeir framleiða tóbak sem Philip Morris kaupir til að nota í sígarettuframleiðslu sína og hafa gert allt frá árinu 1966, þegar Argentínska stjórnin samþykkti að leyfa ræktun á erfðabreyttum tóbaksplöntun, sem yrðu úðaðar með Roundup frá Monsanto.

Hvergi er tíðni krabbameina hærri, börn fæðast með alls konar erfðagalla og hafa verið kölluð “Genetically Modified Children”, vegna áhrifa sem foreldrarnir hafa hlotið af umgengni og notkun á Roundup, en þau áhrif berast síðan áfram til þeirra. Hægt er að smella á hlekkinn til að sjá greinina og myndbandið.

Heimildir: M.a. samantekt úr grein eftir Dr. Mercola, sem birtist á vefsíðunni RealFarmacy.com 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira