c

Pistlar:

3. september 2019 kl. 10:58

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Örveruflóra þarma og heilsufar okkar

Þarmar okkar eru búsvæði milljón milljóna af örverum, þar á meðal baktería, vísusa, gerilveira, sveppa, frumvera og þráðorma. Áhrifamestar eru bakteríur sem tilheyra Firmicutesog Bacteriodetesættunum. Þetta örverusamfélag í iðrum okkar kallast örverulífmengi eða örveruflóra þarmanna. Örveruflóran skipar svo mikilvægt hlutverk í heilsu okkar að læknar og náttúrulæknar eru farnir að líta á hana sem sérstakt líffæri. 

HVERNIG HEFUR ÖRVERUFLÓRAN ÁHRIF Á HEILSUNA?

Örveruflóra þarmanna bregst við umhverfisáhrifum, en þau koma meðal annars frá þeirri fæðu sem við borðum. Því hefur það afgerandi áhrif á örveruflóruna hvort við neytum heilsusamlegrar eða óheilsusamlegrar fæðu. Fæða, svo og lyf eins og bólgueyðandi lyf og sýklalyf, ráða því í raun hvaða örverur verða ráðandi í þörmunum. Þar sem stór hluti ónæmiskerfis okkar er í þörmunum, ræðst ástand örveruflórunnar líka því hversu öflugt það er.

Ef mataræði okkar byggist til dæmis á mikilli neyslu á sykri og mettuðum fitum, breystist jafnvægið á milli  “góðu” Bactereoides– og “slæmu” Firmicutes bakteríutegundanna. Firmicutesbakteríur eru nauðsynlegar til að melta fitu en ef við neytum fituríkrar fæðu, leiðir það til þess að þeim fjölgar og við þyngjumst. Bacterioidsbakteríur melta uppleysanlegar trefjar, þannig að þeir sem neyta trefjaríkrar fæðu eru með meira af Bacterioidsen Firmicutes.

HVERNIG GETUM VIÐ BREYTT ÖRVERUFLÓRU ÞARMANNA?

Ágætt er að ímynda sér örveruflóruna sem mismunandi jarðveg fyrir plöntur. Ákveðnar tegundir vaxa vel í næringarríkum jarðvegi, en þrífast ekki í þurrum, sandkenndum jarðvegi. Vestrænt mataræði, einkum það sem snautt er af trefjum, hefur hugsanlega leitt til þess að fjölbreytileiki örveruflórunni hefur minnkað kynslóð fram af kynslóð. Hins vegar eykst fjölbreytnin í örveruflórunni við neyslu á hefðbundnu trefjaríku fæði, þar sem lítið er um sykur og fitur.

Vísindamenn telja að fjölbreytileiki og starfshæfni örveruflórunnar byggist á erfðagrunni og ytri þáttum, þar með talið því hvernig þú komst í heiminn (eðlileg fæðing eða keisaraskurður) og hvernig hreyfingu þú stundar. Þeir telja að mataræðið gegni lykilhlutverki í samsetningu og virkni örveruflórunnar – og ráði um 57% af samsetningu þess.

GÓÐGERLAR STYRKJA ÖRVERUFLÓRUNA

Við getum haft áhrif á samsetningu örveruflórunnar, með því að taka inn góðgerla eða forlífsgerla til að styrkja hana. Best er að taka hverja tegund reglulega inn í minnst þrjá til fjóra mánuði, svo gerlarnir nái að skila viðvarandi árangri. 

GÓÐGERLAR - Probiotic 10 góðgerlarnir frá NOW, sem fást með 25 billion, 50 billion og 100 billion örverum í hverju  hylki, eru bætiefni sem innihalda ákveðna gerla sem eru vinsamlegir þörmunum (eins og Lactobacillus eða Bifidobacterium) og örva fjölgun þessara örvera þar. Samhliða inntöku á góðgerlum, er hægt að styrkja örveruflóruna með fæðutegundum eins og ferskri jógúrt, kombucha, kimchi og gerjuðu grænmeti eins og súrkáli.

FORLÍFSGERLAR (prebiotic) – Acacia Fiber trefjarnar frá NOW eru fæða sem övar fjölgun á vinsamlegum bakteríum í þarmaflórunni. Gott er að ímynda sér trefjarnar eins og næringarríkan áburð sem hjálpar plöntum að vaxa, en þær eru í raun að sjá góðgerlunum fyrir næringu, svo þeir geti styrkst og fjölgað sér.

FYRIR LEGGÖNGIN – Women’s Probitic góðgerlarnir frá NOW er sérhannaðir til að bæta örveruflóruna í leggöngum og við þvagrás og draga þar með úr líkum á sveppasýkingum.

Neytendaupplýsingar:  Nú eru Vítamíndagar í Nettó með tilboðsverðum á góðgerlum og trefjum fyrir meltingarveginn, svo og ýmsum bætiefnum.

Heimildir: Dr. Amy Reichelt og Dr. Sarah Mckay taugasérfræðingar.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira