c

Pistlar:

18. júní 2019 kl. 15:43

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

L-Glutamine styrkir þarmaveggina

Ein mest lesna greinin mín ber fyrirsögnina 9 MERKI UM AÐ ÞÚ SÉRT MEÐ LEKA ÞARMA. Í henni fjalla ég um það hvaða einkenni það eru, sem gefa til kynna að þarmarnir séu lekir. Við erum því miður ekki með rennilás að framan, til að geta kíkt inn, svo við verðum að treysta á ytri einkenni.

Sú þekking að þarmarnir ráði miklu um ónæmiskerfi okkar er ekki ný af nálinni, því fyrir 2400 árum síðan hélt Hippocrates því fram að alla sjúkdóma mætti rekja til þeirra.

Í dag eru það læknar eins og ítalski meltingasjúkdómasérfræðingurinn Alezzio Fasano, sem segja einfaldlega að þarmarnir séu varnarmúr okkar gagnvart árásum úr umhverfinu. Dr. Fasano hefur verið leiðandi í rannsóknum á glútenóþoli og lekum þörmum síðustu tvo áratugina. 

VÍÐTÆK ÁHRIF Á HEILSUNA

Menn greinir aðeins á um það hversu stóran hluta ónæmiskerfisins sé að finna í þörmunum. Það mikilvæga í þessu máli er að þarmarnir gegna lykilhlutverki í ónæmiskerfi okkar.

Nýlega hafa bæði læknar og náttúrulæknar skilgreint örveruflóru þarmanna sem sérstakt líffæri, þar sem hún skipti svo miklu máli fyrir heilsu okkar.

Mun algengara er, en flestir halda, að fólk sé með leka þarma. Talað er um að heilaþoka, ADHD, húðsjúkdómar eins og exem eða hormónaójafnvægi, þunglyndi og margt fleira geti tengst ástandi örveruflórunnar í þörmunum. Til að bæta úr lélegu ástandi þarmaflórunnar er frábært að taka inn góðgerlablöndur eins og Probiotic 10 blöndurnar frá NOW.

HVERS VEGNA VERÐA ÞARMAR LEKIR?

Í bók minni HREINN LÍFSSTÍLL fjalla ég nokkuð ýtarlega um leka þarma og hvers vegna þeir leka, hvað veldur og hvað er til ráða. Hér kemur hins vegar stutta skýringin. Menn hafa nýlega komist að því að þarmaveggirnir eru ekki en samofin heild, heldur eru á þeim “hlið” sem opnast í stuttan tíma fyrir tilstilli efnis sem þarmarnir framleiða og heitir zonulin. Opnunin leyfir litlum einingum næringarefna að fara í gegnum hliðin og út í blóðið. Svo eiga hliðin að lokast – EN gera það ekki.

Bólgur í þarmaveggjunum geta líka leitt til þess að þarmarnir verði lekir. Helstu ástæður fyrir bólgunum má rekja til:

  • Verkjalyfja og magasýrulyfja, sem ekki eru lyfseðilsskyld
  • Sýklalyfja 
  • Áfengra drykkja
  • Of mikillar sykurneyslu 
  • Neyslu mjólkurafurða 
  • Glútens og annarra korntegunda – sem enn teljast stærsti skaðvaldurinn 
  • Ójafnvægis í örveruflóru þarmanna
  • Candida sveppasýkingar í þörmum

L-GLUTAMINE STYRKIR ÞARMAVEGGINA

L-Glutamine er einstök amínósýra sem kemur að ýmissi starfsemi í líkamanum. Áætlað er að í hverjum og einum líkama séu allt að 50.000 mismunandi prótein hverju sinni og flest þeirra þurfa á L-Glutamine að halda. Þessi prótein bera ábyrgð á nánast öllum efnaskiptum í líkamanum, allt frá því að melta fæðuna og yfir í það að gera við skaddaða vefi, einkum og sér í lagi í þörmum.

Þótt L-Glutamine geti stuðlað að nánast allir uppbyggingu og virkni líkamans, er það einkar mikilvægt til viðgerðar á lekum þarmaveggjum.

Auk viðgerða á þarmaveggnum stuðlar L-Glutamine meðal annars að:

Minni uppþembu - Kemur jafnvægi á blóðsykurinn - Byggir upp heilbrigðan og grannan vöðvamassa - Dregur úr harðsperrum eftir líkamsrækt og hjálpar líkamanum að ná fyrr jafnvægi eftir göngur og hlaup – Stuðlar að heilbrigðara ónæmiskerfi - Dregur úr áfengislöngun – Kemur jafnvægi á skapsveiflur – Stuðlar að reglulegum hægðum –

L-Glutamine frá NOW er tekið inn á fastandi maga að morgni til ef það er í hylkjum. Einnig er hægt að fá L-Glutamine í dufti, en þá er hægt að blanda því út í búst og aðra drykki. 

Helstu heimildir: Grein í fréttabréfi Dr. Amy Myers.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira