c

Pistlar:

4. febrúar 2018 kl. 9:27

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Svefn er heilsufarsleg auðlind

Við vitum öll að við þurfum að sofa en fáir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægur svefninn er andlegri og líkamlegri heilsu okkar. Meðan við hvílum okkur nýtir líkaminn nefnilega tímann í alls konar innri vinnu og viðgerðir, til að við getum vaknað endurnærð að morgni. Ég fjalla einmitt um þetta og ótal náttúrulegar leiðir til að bæta svefninn á námskeiði sem ég verð með 13. Febrúar n.k. og kallast 7 leiðir til að bæta SVEFNINN.

SVEFNLYF BÆTA EKKI LÍF OKKAR

Um leið og ég setti fókus á að fjalla um SVEFN á næsta námskeiði mínu fóru að streyma til mín frekari upplýsingar um svefn og svefngæði en ég hafði þegar viðað að mér. Fréttabréf sem ég er áskrifandi að fjölluðu um málefnið, meðal annars var í einu þeirra fjallað um rannsóknir Dr. Daniel F. Kripke, en hann er höfundur bókarinnar “The Dark Side of Sleeping Pills”.

Hann segir meðal annars að flest svefnlyf innihaldi lyfið Zolpidem, sem svo sannarlega “slái fólk út” svo það steinsofnar. Því fylgi hins vegar ýmsar aukaverkanir eins og meiri þreyta á daginn, því þótt fólk vakni þýði það ekki að lyfið hafi hreinsast úr líkamskerfinu. Rannsóknarhópur hans samanstóð af tíu þúsund sjúklingum sem tóku svefnlyf og í samanburðarhópnum voru tuttugu þúsund, sem ekki tóku svefnlyf.

Tvennt mjög athyglisvert kom fram í rannsókn hans og eftirfylgni við hana sem stóð í tvö og hálft ár. Annars vegar að hjá þeim sem notuðu svefnlyf (meira en 132 pillur á ári), var dánartíðnin 5.3 sinnum hærri en hjá hinum sem ekki gerðu það. Hins vegar að þeir sem notuðu svefnlyf reglulega, væru 35% líklegri til að þróa með sér krabbamein.

NÁTTÚRULEGAR LEIÐIR TIL AÐ BÆTA SVEFNINN

Þegar kemur að svefngæðum er ég hlyntari náttúrulegu leiðunum til að auka þau. Ég hef einungis nokkrum sinnum tekið svefnlyf (minnir tvisvar) því ég ætlaði mér að sofa í langflugi á milli heimsálfa. Mér leið hins vegar eins og drukkinni manneskju þegar ég vaknaði og var allan daginn að jafna mig, svo ég ákvað að þau hentuðu mér ekki.

Til eru ótal einfaldar leiðir til að stuðla að góðum svefni og svefnvenjum sem kosta nánast ekkert. Ég fjalla um sjö þeirra á námskeiðinu 13. febrúar en líka um mikilvægi svefns til að koma í veg fyrir ákveðna sjúkdóma og vernda heilann. Í lok námskeiðs halda þátttakendur heim með gjafapoka, sem meðal annars inniheldur te sem eykur svefngæðin en líka lista yfir leiðirnar sjö sem bæta svefninn.

Þú getur bókað þig á námskeiðið á midi.is

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

gb@gudrunbergmann.is
www.gudrunbergmann.is

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira