c

Pistlar:

19. ágúst 2017 kl. 9:32

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

10 hlutir sem lærast með tímanum

Ali Macgraw by Edith youngÉg rakst á eftirfarandi lista á vefsíðunni www.ladiespassiton.com - sem getur útlagst sem “Dömur deilið þessu áfram” og það er einmitt það sem ég ætla að gera. Með þessum lista af 10 hlutum sem lærast með tímanum er mynd af Ali Macgraw leikkonu (Love Story), en ekki kemur samt beint fram hvort þetta sé listi frá henni – en hér kemur hann, hver svo sem hefur samið hann.

 

  1. Mestum hluta ævinnar verjum við í að eltast við fölsk markmið og að tigna falskar fyrirmyndir. Daginn sem við hættum því, má segja að líf okkar hefjist í raun og veru.
  2. Þú getur svo sannarlega ekki alltaf gert öllum til geðs. Sinntu því sjálfri/sjálfum þér fyrst og svo þeim sem þú elskar, því allir aðrir eru hvort sem er of uppteknir af sjálfum sér.
  3. Baráttunni við öldrunarferlið má líkja við það að reyna að fanga vindinn. Fylgdu ferlinu og njóttu þess. Líkami þinn er að breytast, en hann hefur í raun verið að gera það frá fæðingu. Ekki eyða tíma í að reyna að snúa ferlinu við, breyttu frekar viðhofi þínu og sjáðu fegurðina í hinu nýja.
  4. Enginn er fullkominn og í raun er enginn alveg sáttur við sitt. Þegar þú fattar það, ertu laus við allan samanburð og laus við alla áfellisdóma. Því fylgir ótrúlegt frelsi.
  5. Í raun sér enginn hvað þú gerir rétt, en allir sjá hvað þú gerir rangt. Þegar þú gerir þér grein fyrir því ferðu að gera hlutina af réttri ástæðu og lífið fer að verða svo miklu skemmtilegra.
  6. Þú munt sjá eftir árunum sem þú eyddir í að lasta útlit þitt, því þeim mun fyrr sem þú sættir þig við farartækið sem sál þín lifir í, þeim mun betra. Líkami þinn er stórkostlegur og mikilvægur, en hann skilgreinir ekki hver þú ert.
  7. Heilsa þín er svo sannarleg mikilvæg, en streita, ótti og áhyggjur eru meira eyðileggjandi en margt af þeim mat og drykk sem þú neitar þér um. Hamingja og friður eru besta lyfið.
  8. Með aldrinum verður það þér mikilvægara hver muni eftir þér og hvers vegna. Kærleikur þinn og viska mun lifa miklu lengur en þeir efnislegu hlutir sem þú skilur eftir þig. Segðu sögur af lífi þínu, því þær munu fara víðar en þig grunar.
  9. Við erum ekki lengi hér á Jörð, en ef við erum alltaf að berjast mót vindi getur ævin virst vera lífstíðardómur. Lífið ætti ekki að vera eins og leiðindaverk, heldur eins og ævintýri.
  10. Drekktu alltaf góða kamtavínið og notaðu hlutina sem þú ætlar að nota “spari” sem oftast. Morgundagurinn er ekki gulltryggður neinum. Dagurinn í dag er gjöf. Njóttu hans vel - einkum og sér í lagi þar sem það er Menningarnótt.

Heimildir: LadiesPassItOn
Mynd: Ljósmyndari Edith Young

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira