Pistlar:

4. janúar 2021 kl. 8:56

Sara Pálsdóttir (sarapalsdottir.blog.is)

Kvíði, ótti, sífelldar áhyggjur, neikvæðar hugsanir, neikvætt sjálfsniðurrif...

 

...er þetta ástand sem þú ætlar að taka með þér inn í nýtt ár? Eða er kominn tími til að gera eitthvað róttækt?

Fyrir þó nokkrum árum var líf mitt og lífsgæði orðin verulega skert vegna viðvarandi kvíða, neikvæðra hugsana og krónískra verkja. Kvíðinn var misjafn, alveg frá því að vera vægur, nagandi sjálfsefi yfir í að vera hálf-lamandi, þannig að ég átti erfitt með að fara út úr húsi.

Neikvæðar, kvíðatengdar hugsanir komu stjórnlausar og óboðnar.

Kvíðinn átti það til að hellast yfir mig fyrirvaralaust, jafnvel um miðjar nætur.

Vanlíðanin sem þessu fylgdi, streitan og hömlurnar sem kvíðinn setti á líf mitt gerði það að verkum að ég gat ekki verið ég sjálf. Ég var ófrjáls.

Ég reyndi allt sem mér datt í hug til að vinna bug á þessu, finna lausn sem myndi veita mér frelsi frá kvíða, fremur en að læra að lifa með honum og halda niðri einkennunum. Eftir margra ára ferli, misheppnaðar tilraunir til að fá frelsi frá kvíða, sársauka og skert lífsgæði vegna kvíðans, fannst mér að enginn gæti hjálpað mér, og ég skildi ekki hvers vegna.

Ég fór því að leita inn á við að lausninni, fór að hugleiða með það markmið, að fá algert frelsi frá þessu. Ég las ótal margar bækur um kvíða, hugann, undirmeðvitundina, lærði dáleiðslu (var svo ekki á dagsskrá hjá mér), lærði orkuheilun, þróaði mína eigin orkuheilun, og stofnaði nýtt fyrirtæki til að hjálpa öðrum sem voru að glíma við það sama og ég (kvíða og annað ógeð).

Í stuttu máli sagt, ég fann það sem ég leitaði að, lausnina, frelsið. Ekki bara frá kvíðanum, heldur líka neikvæðu hugsununum, sjálfsniðurrifinu og sífelldu áhyggjunum. Ég er ekki haldin neinum óheilbrigðum kvíða lengur, engum.

Ég fæ ekki lengur þessar neikvæðu kvíðatengdu hugsanir, líkt og áður. Hugsanir mínar eru jákvæðar og ég hef góða stjórn á þeim.

Kvíðaköstin eru alveg hætt. Sjálfstraust mitt er heilbrigt, sterkt og gott. Engar áhyggjur af því hvað öðrum finnst eða finnst ekki, þvílíkt frelsi!

Vellíðanin, gleðin og frelsið sem þessu fylgir er ótrúleg. Ég hefði ekki trúað því að það væri hægt að fara frá því slæma ástandi sem ég var í yfir í þetta frelsi sem ég lifi við í dag.

Ég get stjórnað líðan minni og hugsunum. Ég er ég sjálf.

Eftir að ég fann þessa lausn brann eldur innra með mér, að hjálpa öðrum sem voru að glíma við kvíða o.fl., til að fá þetta frelsi líka. Ég bjó því til námskeið til að öðlast frelsi frá kvíða, sem er einmitt námskeiðið sem ég hefði þráð að komast á, þegar ég var upp á mitt versta. Það tók mig mörg ár, margar bækur, dáleiðslu, hugleiðslu, orkuheilun, langt og sársaukafullt ferli að komast á þann stað sem ég er á í dag. Ég hef þjappað þessu saman í eitt 2 daga námskeið, haldið í gegn um fjarfundarbúnað, þar sem ég blanda saman fræðslu, hugsarþjálfun, dáleiðslu og heilun, sem er nákvæmlega sú lausn, sem virkaði fyrir mig, sem gaf mér þetta frelsi, frá kvíðanum og öðrum óheilbrigðum kvillum. 

Lífið er of stutt og dásamlegt til að lifa því í óheilbrigðum kvíða og neikvæðni. Nýtt ár, ný tækifæri, nýtt líf. Vertu með!

Næsta námskeið er helgina 9-10 janúar n.k. Gakktu í frelsið, skráðu þig hér:

https://sarapalsdottir.is/namskeid-hopdaleidslur-og-fyrirlestrar/

Umsagnir þáttakenda má skoða hér:

https://www.youtube.com/watch?v=ruhIP6RzpeE

Ég stofnaði facebook hóp fyrir þá sem vilja öðlast frelsi frá kvíða, en þar má finna ókeypis fróðleik, ókeypis dáleiðslur og stuðningssamfélag, endilega vertu með:

https://www.facebook.com/groups/frelsifrakvida

Kærleikur og frelsi!

9. nóvember 2020 kl. 11:47

KRAFT-HUGSANIR

Hefurðu einhverntímann hugsað út í það hvað þú ert að hugsa? Talið er að við hugsum að meðaltali 60-80.000 hugsanir á dag. Þetta eru 2500-3300 hugsanir á hverri klukkustund. Þá er talið að hjá flestum eru daglegar hugsanir 90% þær sömu og þær voru daginn áður, og daginn þar áður, o.s.frv. Augljóst er að við erum ekki að taka eftir hverri einustu hugsun. Oft á tíðum þeytast þessar hugsanir fram og meira
4. október 2020 kl. 10:38

Skiptu út ótta fyrir kærleika og þakklæti

Undanfarna mánuði hefur heimssamfélaginu verið stýrt af ótta við COVID19. Vegna þess ótta er fólk tilbúið að láta frelsisskerðingar yfir sig ganga sem eru í reynd með ólíkindum. Ekki fara í frí. Vertu heima hjá þér. Ekki koma nálægt öðru fólki. Ekki fara í vinnuna. Ekki fara með barnið þitt í skólann. Ekki fara út að skemmta þér. Ekki ferma barnið þitt. Ekki fara á nammibarinn. Fólk er orðið meira
13. ágúst 2020 kl. 8:52

Hvað er kvíði, hvað veldur honum og hvernig upprætum við hann?

Reynsla mín, bæði persónuleg og í starfi mínu sem dáleiðari og orkuheilari, er sú að rót þess sem plagar okkur er yfirleitt alltaf ein, tvær eða allar af þessum þremur: Streita Neikvæð orka sem hefur fests innra með okkur, t.d. neikvæðar tilfinningar eins og kvíði, ótti, hræðsla o.fl. o.fl. Neikvæð forrit í undirmeðvitundinni okkar, t.d. “ég er ekki nóg, ég þarf að vera þóknanlegur í augum meira
8. apríl 2020 kl. 10:36

Áleitnum spurningum um áhrif, eðli og varnir gegn kórónuveirunni svarað af dáleiðara og orkuheilara

Hvers vegna er svona misjafnt hversu veikir einstaklingar verða sem smitast af kórónaveirunni? Hvers vegna leggst kórónuveiran verr á heimsbyggðina en t.a.m. hefðbundnar flensur?  Hvernig verjum við okkur? Á hverjum vetri kemur hin hefðbundna inflúensa með sínum hósta, beinverkjum og öðrum klassískum einkennum. Þær flensur sem iðulega koma hafa verið að ganga á hverjum vetri í áratugi. Allt meira
10. febrúar 2020 kl. 9:39

Að vera yfirfullur af neikvæðum tilfinningum

Þegar við göngum í gegn um erfiða lífsreynslu, t.d. erfiðar heimilisaðstæður í æsku, einelti, skilnaður, ástvinamissir, o.s.frv., verða til innra með okkur neikvæðar tilfinningar, t.a.m. sorg, særindi, reiði, vonleysi, hjálparleysi, o.s.frv. Hver og ein þessara tilfinninga er gerð úr orku, líkt og við sjálf og allt annað í heiminum. Neikvæð orka fylgir þessum neikvæðu tilfinningum og hún starfar meira
8. janúar 2020 kl. 8:39

Að losna við óttann

Þegar við erum óttaslegin erum við aðskilin frá kærleikanum. Óttinn er rót kvíða, hræðslu og áhyggja. Þetta veldur okkur svo aftur streitu og vanlíðan. Óttinn rænir okkur lífsgæðum. Óttinn er kröftugt stýriafl inn í líf okkar. Óttinn skipar okkur fyrir og við hlýðum: hafðu áhyggjur af heilsufari þínu, hafðu áhyggjur af því að ástvinir þínir eða þú sjálfur deyjir, hafðu áhyggjur af því að þú eigir meira
10. desember 2019 kl. 12:10

Hvernig ég læknaðist af kvíða, krónísku verkjavandamáli og sólarofnæmi

Sólarofnæmið hafði ég glímt við síðan ég var unglingur. Ekki svo alvarlegt vandamál þegar maður býr á Íslandi, en hvimleitt í sólarlandaferðum. Útbrot sem byrjuðu í olnbogabót, kláði. Dreifðust ef haldið var áfram að vera í sólskini. Ráðleggingar húðlæknisins? „Ekki vera í sól“ og „vertu í síðerma bol“. Farið hefur fé betra! Skárri voru ráðleggingarnar frá hinni fróðu meira
26. nóvember 2019 kl. 10:53

Hugleiðsla

Enska orðið yfir hugleiðslu, eða „meditation“, þýðir að verða meðvitaður, að þekkja sjálfan sig. Við hugsum 60.000-70.000 hugsanir á dag. 90% af þessum hugsunum eru sömu hugsanirnar og við hugsuðum daginn áður, og daginn þar áður, o.s.frv. Vísindin og reynslan hefur sýnt að okkur líður eins og við hugsum og við hugsum eins og okkur líður. Ef við hugsum alltaf eins, þá mun líðan og líf meira
mynd
21. nóvember 2019 kl. 13:18

Virkjaðu kraftinn innra með þér

Hvers vegna eru sumir daprir, en aðrir hamingjusamir? Hvers vegna eru sumir lífsglaðir og njóta velgengni, en aðrir fátækir og vansælir? Hvers vegna eru sumir haldnir kvíða og ótta, á meðan aðrir eru fullir af öryggi og trúfestu? Hvers vegna njóta sumir gríðarlegrar velgengni á meðan öðrum mistekst? Hvers vegna eiga sumir svo auðvelt með að hugsa jákvætt, á meðan aðrir virðast fastir í neikvæðni? meira
21. nóvember 2019 kl. 13:13

Hvernig vinnum við gegn skaðlegum áhrifum streitu?

Grein birtist á Smartlandi þann 12.11.19 https://www.mbl.is/smartland/heilsa/2019/11/12/hvernig_vinnum_vid_gegn_skadlegum_ahrifum_streitunn/   Í síðasta pist­il mín­um á Smart­land fjallaði ég al­mennt um streitu, áhrif henn­ar og or­sak­ir og hvernig við get­um fram­leitt streitu­ástand með hugs­un­um okk­ar ein­um sam­an. meira
21. nóvember 2019 kl. 13:10

Í streituástandi 70% tímans

Grein birtist á Smartlandi þann 6.11.19  https://www.mbl.is/smartland/frami/2019/11/06/i_streituastandi_70_prosent_timans/   Við hugsum 60-70.000 hugsanir á dag, alla daga. Af þessum 60-70.000 hugsunum eru langflestar, eða u.þ.b. 90% þeirra, nákvæmlega sömu hugsanirnar og við hugsuðum daginn áður og daginn þar áður og svo framvegis.   Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á meira