Pistlar:

19. febrúar 2023 kl. 21:55

Sara Pálsdóttir (sarapalsdottir.blog.is)

Hélstu að þú yrðir komin/n lengra í lífinu árið 2023 en þú ert í dag?

Hefurðu náð langt í lífinu en ert föst/fastur í sama hjólfarinu eða á hamstrahjólinu og vantar kraftinn, tólin og þekkinguna til að komast áfram?

Eru ytri aðstæður góðar, en þú upplifir þreytu, streitu eða skortir tilhlökkun og gleði?

Vantar þig tólin og þekkinguna til að geta breytt þér, þinni heilsu og þínu lífi?

Viltu leysa úr læðingi mestu og öflugustu krafta sem til eru innra með þér og fara loksins að lifa lífinu til fulls, verða sú manneskja sem þér var ætlað að vera?

Við Ásdís Olsen dáleiðari þekkjum vel framangreindar áskoranir og hvaða leiðir eru áhrifaríkastar til að komast út úr þessari stöðu. Í gegn um dáleiðslu, hugleiðslu, heilun og kraftmiklar aðferðir sem kenna manni að stýra hugsunum sínum og líðan sinni (orkunni), höfum við báðar upplifað stórkostlegar breytingar á lífi okkar, líðan, heilsu, fjölskyldu og náð miklum árangri bæði í lífi og starfi. 

Dáleiðsla er einstaklega kraftmikið tól til innri breytinga sem allir geta lært að nýta sér. Að læra að tengjast inn á við, kynnast viskunni, mættinum og ótrúlegum krafti undirmeðvitundarinnar veitir manni forskot í lífinu sem er engu líkt. Að læra hvernig maður sigrar óttann, velur hugrekkið og stígur inn í þá manneskju sem manni var ætlað að vera, gerir manni kleift að fara að lifa því lífi sem maður vill lífa, lifa lífinu til fulls, í stöðugum og heilbrigðum vexti þar sem áður fjarlægir draumar verða að raunveruleika. Ímyndaðu þér bara hverju þú gætir afkastað, ef þú værir aldrei þreytt/ur! Er það ætlun okkar dáleiðslusystra að hjálpa þér að komast þangað!

Að þessu eru nokkrir lykilþættir. Í fyrsta lagi þurfum við að vita hvað er það sem stýrir okkur, líðan okkar, orkunni okkar, hugsunum okkar og heilsu. Síðan þurfum við að læra öflug og heilbrigð tól til að taka stjórnina á þessu svo við getum skapað okkur sjálf og líf okkar í þeirri mynd sem við viljum hafa þetta. Í þessu felst m.a. að læra að stýra hugsunum sínum og líðan sinni og öðlast þekkingu og færni til að endurforrita undirmeðvitund okkar og beita henni svo hún vinni fyrir okkur en ekki gegn okkur. Að því loknu setjum við markið hátt og lærum að beita huganum og orku okkar til að kraftbirta (manifesta, skapa) okkur það líf, þá heilsu, þann árangur og þá velgengni sem við viljum fá fram í lífi okkar. Með því öðlumst við hugarfar alsnægta. Þegar við höfum öðlast þessa færni, hugarfar og þekkingu standa okkur allir vegir færir. 

Með framangreindum aðferðum hefur Sara t.a.m. fengið algert frelsi frá kvíða, fíkn, átröskun, krónískum verkjum, síþreytu, streitu og brotinni sjálfsmynd. Hún rekur þrjú fyrirtæki, hefur skrifað barnabók, á tvö ung börn sem hún sinnir af alúð, og hefur skapað námskeið sem eru meðal vinsælustu námskeiða landsins og hafa selst í mörghundraða tali. Sara hefur m.a. yfirgefið farsælan lögmennskuferil til að einbeita sér eingöngu að því að hjálpa fólki að umbreytast og í hverri viku fá skjólstæðingar hennar frelsi frá kvíða, þunglyndi, krónískum verkjum, síþreytu, vöðvabólgu og og stíga inn í frelsi, frið, vellíðan, gleði og kraft. 

Með framangreindum aðferðum hefur Ásdís Olsen t.a.m. innleitt núvitund á Íslandi, gefið út metsölubók, gert sjónvarpsþætti um hamingju, lífstíl og heilsu, haldið fjöldan allan af námskeiðum, rekið dáleiðslustofu, haldið hópdáleiðslur o.fl. 

Með þessa reynslu, þekkingu og færni höfum við stöllur ákveðið að sameina krafta okkar, reynslu og þekkingu til að koma þessari mikilvægu þekkingu á framfæri til annarra. Í því skyni höfum við skapað nýtt námskeið ,,Kraftaverkamáttur hugans” þar sem við kennum framangreindar aðferðir fyrir þá sem vilja ná stórkostlegum árangri í lífi og starfi og líðan. 

Námskeiðið felur m.a. sér tæki og tól til að verða sú manneskja sem þú vilt vera og til að geta farið að lifa því lífi sem þú vilt lifa, áhrifaríkar aðferðir til að stýra hugsunum þínum og líðan þinni, til að geta tekið þig út úr streitu, kvíða eða þreytu og sett þig inn í gleði, tilhlökkun, frelsi og kraft á örfáum sekúndum, getuna til að líða vel í nánast hvaða aðstæðum sem er og áhrifaríkustu aðferðir sem til eru til að kraftbirta (manifesta, skapa) þér það líf, heilsu og þau tækifæri sem þú vilt skapa þér.  

Námskeiðið verður haldið þann 6. mars n.k. á Hótel Kríunesi í Reykjavík frá kl. 19-22. Allir þáttakendur fá öflugan undirbúningspakka (dáleiðslur) til að hlusta á daglega fram að námskeiðinu til að tryggja hámarksárangur. Þessu námskeiði fylgir líka frír mánaðaraðgangur að glænýju netnámskeiði Söru Páls, ,,Frelsi frá áföllum” sem er sambland af dáleiðslum og fræðslu sem kenna þér árangursríkustu aðferð sem til er við að fá frelsi frá áföllum fortíðar og dáleiðslur sem leiða þig í gegn um það stórkostlega frelsis-ferðalag. 

Sæti eru takmörkuð en unnt er að bóka sig bæði í sal og taka þátt í gegn um fjarfundarbúnaðinn zoom. Mælst er eindregið með því að mæta í salinn og taka fullan þátt til að fá hámarksárangur! Ert þú tilbúin/n að stíga inn í þá manneskju sem þú raunverulega ert þegar þú hámarkar vitsmuni þína, orku og getu? Taktu stökkið og komdu með inn í eitt stórkostlegasta ferðalag lífs þíns! Skráning og nánari upplýsingar má finna á tix.is/daleidsla og fyrirspurnir sendist á sara@lausnir.is.

23. desember 2022 kl. 21:24

Enn með kvíða? í vanlíðan? Hélstu kannski að þú yrðir komin/n lengra í lífinu, árið 2023, en þú ert komin/n í dag?

Óttinn er versti óvinur mannsins. Ein helsta og aðal hindrun þín gegn því að verða sú manneskja sem þú vilt vera og fara að lifa því lífi sem þú vilt lifa, er óttinn - kvíðinn. Hann heldur aftur af okkur, heldur okkur niðri, lætur okkur líða illa, lætur okkur missa af tækifærum, hætta við, sætta okkur við að lifa ekki drauminn okkar því við erum of hrædd við að fara á eftir því sem við meira
4. júlí 2022 kl. 11:19

Af hverju ertu með kvíða? Hvernig færðu frelsi frá kvíða?

Ég glímdi við alvarlegan kvíða í mörg ár. Samhliða því fór krónískt verkjavandamál mitt versnandi, ég var alltaf þreytt, brotin og úrvinda. Mér leið illa í eigin skinni.   Samt hreyfði ég mig reglulega, borðaði hollan mat, drakk hvorki áfengi né reykti, var í heilbrigðri kjörþyngd. Ekkert í mínum lífsstíl gaf til kynna að ég væri svona veik. Eða svo hélt ég.   Ég leitaði í örvæntingu meira
17. maí 2022 kl. 14:21

Þegar kvíðinn ræðst á þig

Ég glímdi við alvarlegan kvíða í mörg ár. Kvíðinn tók yfir flest svið lífs míns og stjórnaði því. Kvíðinn réðst á sjálfsmyndina mína með stöðugu neikvæðu sjálfsniðurrifi, „þú ert ekki nógu góð, þér mun mistakast, aðrir eru að dæma þig, þú sagðir/gerðir eitthvað vitlaust, þú lítur illa út, þú ert vonlaus..“ osfrv.   Kvíðinn réðst á vinnuna mína, gerði mig óörugga í starfi, fékk mig meira
16. nóvember 2021 kl. 14:41

Óttinn er versti óvinur mannsins

Hann gerir okkur kvíðin. Hann drepur drauma okkar. Heldur okkur niðri. Brýtur niður sjálfstraustið. Lætur okkur afplána lífið í stað þess að njóta þess. Býr til viðvarandi streituástand sem bitnar á heilsu okkar og líðan. Á endanum lætur eitthvað undan. Bugun kemur. Yfirþyrmandi vanlíðan. Magavandamál, verkjavandamál, síþreyta, jafnvel vefjagigt. Höfuðverkir, sýkingar og jafnvel útbrot. Kulnun. meira
19. október 2021 kl. 12:44

Hvernig kem ég í veg fyrir kulnun?

Það er grundvallaratriði fyrir góð lífsgæði, góða líðan og góða heilsu að líða vel í vinnunni og vera ánægður. Við eyðum að meðaltali 200 dögum á ári í vinnunni sem eru u.þ.b. 1.600 klst miðað við 8 klst vinnudag. Í áratugi, mest allt lífið, eftir að við verðum unglingar eða fullorðin. Þannig eyðum við stórum hluta lífsins í vinnunni. Líðan í vinnu hefur síðan mikil áhrif á líf og líðan utan meira
4. október 2021 kl. 15:37

Að lifa í kvíða er að lifa í fangelsi

Í mörg ár kvaldist ég vegna alvarlegs kvíða. Hann var misjafn, stundum var hann í formi neikvæðs sjálfsniðurrifs þar sem ég var ekki nógu góð, það sem ég gerði var ekki nógu gott, ég var ekki nógu mjó og allt sem ég sagði var ekki nógu vel sagt og aðrir voru líklega allir að dæma mig.   Þetta hef ég skilgreint sem ,,vægan“ kvíða – þótt nógu skaðlegur og alvarlegur hafi hann verið. meira
31. ágúst 2021 kl. 12:23

Hvað er verra en að deyja úr kvíða?

...að lifa í kvíða.   Fólk hefur samband við mig iðulega og vill koma í dáleiðslu til að losna við kvíða, helst í einum tíma (væri það ekki draumur?), með því að koma, sitja og fá heilun, og eignast svo frábært líf, heilsu og líðan. Ef einungis það væri svona einfalt að losna undan þeirri hræðilegu bölvun sem krónískur kvíði er. Þá væri enginn með kvíða.   Kvíði er alls meira
21. febrúar 2021 kl. 9:27

Hvað er dáleiðsla og af hverju virkar hún svona vel gegn kvíða?

Orðspor dáleiðslu hefur iðulega litast af því sem kallað er sviðsdáleiðsla, þar sem skemmtikraftar “dáleiða” fólk sem hluta af skemmtisýningu, þar sem fólk er oft fengið til að hegða sér einkennilega, gagga eins og hænur eða telja sjálft sig vera í einhverju furðulegu hlutverki (t.d. bardagafígúra), áhorfendum til mikillar skemmtunar.    Sviðsdáleiðsla á hins vegar ekkert meira
4. janúar 2021 kl. 8:56

Kvíði, ótti, sífelldar áhyggjur, neikvæðar hugsanir, neikvætt sjálfsniðurrif...

  ...er þetta ástand sem þú ætlar að taka með þér inn í nýtt ár? Eða er kominn tími til að gera eitthvað róttækt? Fyrir þó nokkrum árum var líf mitt og lífsgæði orðin verulega skert vegna viðvarandi kvíða, neikvæðra hugsana og krónískra verkja. Kvíðinn var misjafn, alveg frá því að vera vægur, nagandi sjálfsefi yfir í að vera hálf-lamandi, þannig að ég átti erfitt með að fara út úr húsi. meira
9. nóvember 2020 kl. 11:47

KRAFT-HUGSANIR

Hefurðu einhverntímann hugsað út í það hvað þú ert að hugsa? Talið er að við hugsum að meðaltali 60-80.000 hugsanir á dag. Þetta eru 2500-3300 hugsanir á hverri klukkustund. Þá er talið að hjá flestum eru daglegar hugsanir 90% þær sömu og þær voru daginn áður, og daginn þar áður, o.s.frv. Augljóst er að við erum ekki að taka eftir hverri einustu hugsun. Oft á tíðum þeytast þessar hugsanir fram og meira
4. október 2020 kl. 10:38

Skiptu út ótta fyrir kærleika og þakklæti

Undanfarna mánuði hefur heimssamfélaginu verið stýrt af ótta við COVID19. Vegna þess ótta er fólk tilbúið að láta frelsisskerðingar yfir sig ganga sem eru í reynd með ólíkindum. Ekki fara í frí. Vertu heima hjá þér. Ekki koma nálægt öðru fólki. Ekki fara í vinnuna. Ekki fara með barnið þitt í skólann. Ekki fara út að skemmta þér. Ekki ferma barnið þitt. Ekki fara á nammibarinn. Fólk er orðið meira
13. ágúst 2020 kl. 8:52

Hvað er kvíði, hvað veldur honum og hvernig upprætum við hann?

Reynsla mín, bæði persónuleg og í starfi mínu sem dáleiðari og orkuheilari, er sú að rót þess sem plagar okkur er yfirleitt alltaf ein, tvær eða allar af þessum þremur: Streita Neikvæð orka sem hefur fests innra með okkur, t.d. neikvæðar tilfinningar eins og kvíði, ótti, hræðsla o.fl. o.fl. Neikvæð forrit í undirmeðvitundinni okkar, t.d. “ég er ekki nóg, ég þarf að vera þóknanlegur í augum meira
8. apríl 2020 kl. 10:36

Áleitnum spurningum um áhrif, eðli og varnir gegn kórónuveirunni svarað af dáleiðara og orkuheilara

Hvers vegna er svona misjafnt hversu veikir einstaklingar verða sem smitast af kórónaveirunni? Hvers vegna leggst kórónuveiran verr á heimsbyggðina en t.a.m. hefðbundnar flensur?  Hvernig verjum við okkur? Á hverjum vetri kemur hin hefðbundna inflúensa með sínum hósta, beinverkjum og öðrum klassískum einkennum. Þær flensur sem iðulega koma hafa verið að ganga á hverjum vetri í áratugi. Allt meira
10. febrúar 2020 kl. 9:39

Að vera yfirfullur af neikvæðum tilfinningum

Þegar við göngum í gegn um erfiða lífsreynslu, t.d. erfiðar heimilisaðstæður í æsku, einelti, skilnaður, ástvinamissir, o.s.frv., verða til innra með okkur neikvæðar tilfinningar, t.a.m. sorg, særindi, reiði, vonleysi, hjálparleysi, o.s.frv. Hver og ein þessara tilfinninga er gerð úr orku, líkt og við sjálf og allt annað í heiminum. Neikvæð orka fylgir þessum neikvæðu tilfinningum og hún starfar meira
8. janúar 2020 kl. 8:39

Að losna við óttann

Þegar við erum óttaslegin erum við aðskilin frá kærleikanum. Óttinn er rót kvíða, hræðslu og áhyggja. Þetta veldur okkur svo aftur streitu og vanlíðan. Óttinn rænir okkur lífsgæðum. Óttinn er kröftugt stýriafl inn í líf okkar. Óttinn skipar okkur fyrir og við hlýðum: hafðu áhyggjur af heilsufari þínu, hafðu áhyggjur af því að ástvinir þínir eða þú sjálfur deyjir, hafðu áhyggjur af því að þú eigir meira
10. desember 2019 kl. 12:10

Hvernig ég læknaðist af kvíða, krónísku verkjavandamáli og sólarofnæmi

Sólarofnæmið hafði ég glímt við síðan ég var unglingur. Ekki svo alvarlegt vandamál þegar maður býr á Íslandi, en hvimleitt í sólarlandaferðum. Útbrot sem byrjuðu í olnbogabót, kláði. Dreifðust ef haldið var áfram að vera í sólskini. Ráðleggingar húðlæknisins? „Ekki vera í sól“ og „vertu í síðerma bol“. Farið hefur fé betra! Skárri voru ráðleggingarnar frá hinni fróðu meira
26. nóvember 2019 kl. 10:53

Hugleiðsla

Enska orðið yfir hugleiðslu, eða „meditation“, þýðir að verða meðvitaður, að þekkja sjálfan sig. Við hugsum 60.000-70.000 hugsanir á dag. 90% af þessum hugsunum eru sömu hugsanirnar og við hugsuðum daginn áður, og daginn þar áður, o.s.frv. Vísindin og reynslan hefur sýnt að okkur líður eins og við hugsum og við hugsum eins og okkur líður. Ef við hugsum alltaf eins, þá mun líðan og líf meira
mynd
21. nóvember 2019 kl. 13:18

Virkjaðu kraftinn innra með þér

Hvers vegna eru sumir daprir, en aðrir hamingjusamir? Hvers vegna eru sumir lífsglaðir og njóta velgengni, en aðrir fátækir og vansælir? Hvers vegna eru sumir haldnir kvíða og ótta, á meðan aðrir eru fullir af öryggi og trúfestu? Hvers vegna njóta sumir gríðarlegrar velgengni á meðan öðrum mistekst? Hvers vegna eiga sumir svo auðvelt með að hugsa jákvætt, á meðan aðrir virðast fastir í neikvæðni? meira
21. nóvember 2019 kl. 13:13

Hvernig vinnum við gegn skaðlegum áhrifum streitu?

Grein birtist á Smartlandi þann 12.11.19 https://www.mbl.is/smartland/heilsa/2019/11/12/hvernig_vinnum_vid_gegn_skadlegum_ahrifum_streitunn/   Í síðasta pist­il mín­um á Smart­land fjallaði ég al­mennt um streitu, áhrif henn­ar og or­sak­ir og hvernig við get­um fram­leitt streitu­ástand með hugs­un­um okk­ar ein­um sam­an. meira
21. nóvember 2019 kl. 13:10

Í streituástandi 70% tímans

Grein birtist á Smartlandi þann 6.11.19  https://www.mbl.is/smartland/frami/2019/11/06/i_streituastandi_70_prosent_timans/   Við hugsum 60-70.000 hugsanir á dag, alla daga. Af þessum 60-70.000 hugsunum eru langflestar, eða u.þ.b. 90% þeirra, nákvæmlega sömu hugsanirnar og við hugsuðum daginn áður og daginn þar áður og svo framvegis.   Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á meira