Pistlar:

31. ágúst 2021 kl. 12:23

Sara Pálsdóttir (sarapalsdottir.blog.is)

Hvað er verra en að deyja úr kvíða?

...að lifa í kvíða.  

Fólk hefur samband við mig iðulega og vill koma í dáleiðslu til að losna við kvíða, helst í einum tíma (væri það ekki draumur?), með því að koma, sitja og fá heilun, og eignast svo frábært líf, heilsu og líðan. Ef einungis það væri svona einfalt að losna undan þeirri hræðilegu bölvun sem krónískur kvíði er. Þá væri enginn með kvíða.

Kvíði er alls konar...

...nagandi sjálfsefi og sjálfsniðurrif, þar sem þú ert aldrei nóg og ekkert sem þú gerir er nóg.

...þú afplánar lífið í stað þess að njóta, kvíðinn rænir þig innri ró og friði.

...sjálfsmyndin er brotin, því sjálfsniðurrifið sem fylgir kvíðanum gerir ekki annað en að brjóta þig niður.

...þú vaknar jafnvel upp um miðjar nætur með hraðan hjartslátt, kvíða og vanlíðan.

...þú átt erfitt með svefn því kvíðahuganir halda fyrir þér vöku.

...þú hefur sífelldar áhyggjur af hinu og þessu og getur þess vegna ekki notið líðandi stundar.

...þú getur ekki verið þú sjálf/ur eða látið drauma þína rætast af ótta við að mistakast, verða dæmd/ur eða hreinlega segja eitthvað asnalegt.

...þér finnst erfitt að fara á mannamót og vera í kringum annað fólk, óttast jafnvel að gera þig að fífli þótt ekkert bendi til þess.

...þér finnst erfitt að njóta lífsins, að fara í frí til útlanda getur jafnvel verið kvöð þar sem þú ert með sífelldar áhyggjur af því að eitthvað hræðilegt muni gerast.

...o.fl., o.fl.

Þetta er ekki eðlilegt ástand!

Versti óvinur mannsins er óttinn. Ég fór í gegn um þetta allt sem talið er upp hér að ofan. Lifði lífinu mínu í stanslausum ótta og lét stjórnast af honum. Afleiðingin voru veikindi og afar skert lífsgæði. 

Ég var staðráðin í að finna lausn á þessum vanda, kvíðanum. Eftir að hafa leitað til allra mögulegra og ómögulegra sérfræðinga til að fá aðstoð – ekkert gekk – hóf ég það sem ég hef síðan kallað sjálfsheilunarferðalag. Það ferðalag hófst á þeim ásetningi að fá algeran bata, algert frelsi frá öllum óheilbrigðum kvíða, krónískum verkjum og þreytu sem þá var að gera út af við mig. Ég las óteljandi bækur, lærði dáleiðslu og orkuheilun, byrjaði að hugleiða, prófaði allt sem mér datt í hug að prófa og vann ötullega að batanum mínum á hverjum einasta degi. Ég byrjaði að hugleiða vorið 2019 – um haustið sama ár, var ég orðin 90% laus við alla verki, þreytu og algerlega frjáls frá þessum lamandi kvíða sem hafði hertekið líf mitt. Ég eignaðist nýtt líf og varð ný manneskja, miklu miklu betri. Í dag er ég 100% frjáls frá þessu.

Í framhaldinu fékk ég sýn um að hjálpa öðrum að öðlast það sem ég öðlaðist. Þess vegna bjó ég til Facebook grúppuna ,,Frelsi frá kvíða – ókeypis fræðsla og dáleiðslur“, til að koma boðskapnum á framfæri. Þess vegna bjó ég til námskeiðið ,,Frelsi frá kvíða“ sem er helgarnámskeið sem hefur að geyma alla þá fræðslu, þjálfun, dáleiðslu og heilun sem færði mér algert frelsi frá óheilbrigðum kvíða. Sem færði mér lífsgæði sem eru svo stórkostleg að ég hélt að það væri ekki hægt að öðlast svo gott líf og líðan. Sem færði mér þá lífsnauðsynlegu færni að geta stjórnað því hvað ég hugsa og hvernig mér líður. Og mér líður vel. :) 

Hvað ég hefði gefið mikið fyrir að hafa þessa lausn, sem þetta námskeið felur í sér, fyrir mörgum mörgum árum! Þá hafði líf mitt verið allt öðruvísi. En það er aldrei of seint. Þú getur byrjað strax í dag, með því að skrá þig í grúppuna, með því að skrá þig á næsta námskeið (helgin 11-12. September n.k).

Þú þarft ekki að lifa í kvíða. Það er von, það er svo miklu miklu betra líf handan við hornið! Þú getur ekki verið þú sjálf/ur eða lifað því lífi sem þú vilt lifa með kvíðann liggjandi ofan á þér, haldandi þér niðri. Ég get ekki lýst því með orðum hvaða breyting varð á mér og mínu lífi eftir að ég fékk algjört frelsi frá öllum óheilbrigðum kvíða! Ég gerbreyttist, ég varð loksins ég sjálf, sú manneskja sem mér var alltaf ætlað að vera, heilbrigð, hamingjusöm, kraftmikil, sjálfsörugg, kærleiksrík, hugrökk og algerlega einstök. Ímyndaðu þér að geta stjórnað hugsunum þínum og líðan þinni, verið í kærleika, þakklæti, gleði, hugrekki og frelsi alla daga!  

Fólk setur fyrir sig að borga fyrir námskeið til að læra þetta en hugsaðu eitt: Hversu mikils virði er það að geta stjórnað líðan sinni og hugsunum? Það er ómetanlegt. Hversu mikils virði er það að líða vel í eigin skinni, geta verið afslappaður og rólegur í hvaða aðstæðum sem er? 

Undir þessum kvíða sem er að hrjá þig, þessari vanlíðan, er stórkostleg manneskja, manneskja með heilbrigt og sterkt sjálfstraust, manneskja sem er kærleiksrík, orkumikil, glöð og kraftmikil, manneskja með ríkan tilgang, hæfileika og drauma. En þessi manneskja kemst ekki að þegar kvíðinn heldur þér niðri, þegar kvíðinn rænir sjálfum/sjálfri þér frá þér, núinu, framtíðinni og á endanum, ef ekkert er að gert, lífinu sjálfu.  

Eftir hverju ertu að bíða? Þú þarft ekki að gera þetta ein/n, þú þarft ekki að þreifa þig áfram í myrkrinu í von og óvon, ég hef gert þetta, ég veit hvað þarf og ég get hjálpað þér, komdu með mér, ég skal halda í hendina á þér, gerum þetta saman! Það er enginn betri tími, en akkurat núna. Þú getur byrjað strax! Skráðu þig á sarapalsdottir.is, eða með því að senda mér skilaboð í gegn um facebook síðuna mína, eða tölvupóst sara@lausnir.is, gerðu eitthvað núna! 

Að lifa í kvíða er ekki að lifa. Það er kominn tími til að lifa.

21. febrúar 2021 kl. 9:27

Hvað er dáleiðsla og af hverju virkar hún svona vel gegn kvíða?

Orðspor dáleiðslu hefur iðulega litast af því sem kallað er sviðsdáleiðsla, þar sem skemmtikraftar “dáleiða” fólk sem hluta af skemmtisýningu, þar sem fólk er oft fengið til að hegða sér einkennilega, gagga eins og hænur eða telja sjálft sig vera í einhverju furðulegu hlutverki (t.d. bardagafígúra), áhorfendum til mikillar skemmtunar.    Sviðsdáleiðsla á hins vegar ekkert meira
4. janúar 2021 kl. 8:56

Kvíði, ótti, sífelldar áhyggjur, neikvæðar hugsanir, neikvætt sjálfsniðurrif...

  ...er þetta ástand sem þú ætlar að taka með þér inn í nýtt ár? Eða er kominn tími til að gera eitthvað róttækt? Fyrir þó nokkrum árum var líf mitt og lífsgæði orðin verulega skert vegna viðvarandi kvíða, neikvæðra hugsana og krónískra verkja. Kvíðinn var misjafn, alveg frá því að vera vægur, nagandi sjálfsefi yfir í að vera hálf-lamandi, þannig að ég átti erfitt með að fara út úr húsi. meira
9. nóvember 2020 kl. 11:47

KRAFT-HUGSANIR

Hefurðu einhverntímann hugsað út í það hvað þú ert að hugsa? Talið er að við hugsum að meðaltali 60-80.000 hugsanir á dag. Þetta eru 2500-3300 hugsanir á hverri klukkustund. Þá er talið að hjá flestum eru daglegar hugsanir 90% þær sömu og þær voru daginn áður, og daginn þar áður, o.s.frv. Augljóst er að við erum ekki að taka eftir hverri einustu hugsun. Oft á tíðum þeytast þessar hugsanir fram og meira
4. október 2020 kl. 10:38

Skiptu út ótta fyrir kærleika og þakklæti

Undanfarna mánuði hefur heimssamfélaginu verið stýrt af ótta við COVID19. Vegna þess ótta er fólk tilbúið að láta frelsisskerðingar yfir sig ganga sem eru í reynd með ólíkindum. Ekki fara í frí. Vertu heima hjá þér. Ekki koma nálægt öðru fólki. Ekki fara í vinnuna. Ekki fara með barnið þitt í skólann. Ekki fara út að skemmta þér. Ekki ferma barnið þitt. Ekki fara á nammibarinn. Fólk er orðið meira
13. ágúst 2020 kl. 8:52

Hvað er kvíði, hvað veldur honum og hvernig upprætum við hann?

Reynsla mín, bæði persónuleg og í starfi mínu sem dáleiðari og orkuheilari, er sú að rót þess sem plagar okkur er yfirleitt alltaf ein, tvær eða allar af þessum þremur: Streita Neikvæð orka sem hefur fests innra með okkur, t.d. neikvæðar tilfinningar eins og kvíði, ótti, hræðsla o.fl. o.fl. Neikvæð forrit í undirmeðvitundinni okkar, t.d. “ég er ekki nóg, ég þarf að vera þóknanlegur í augum meira
8. apríl 2020 kl. 10:36

Áleitnum spurningum um áhrif, eðli og varnir gegn kórónuveirunni svarað af dáleiðara og orkuheilara

Hvers vegna er svona misjafnt hversu veikir einstaklingar verða sem smitast af kórónaveirunni? Hvers vegna leggst kórónuveiran verr á heimsbyggðina en t.a.m. hefðbundnar flensur?  Hvernig verjum við okkur? Á hverjum vetri kemur hin hefðbundna inflúensa með sínum hósta, beinverkjum og öðrum klassískum einkennum. Þær flensur sem iðulega koma hafa verið að ganga á hverjum vetri í áratugi. Allt meira
10. febrúar 2020 kl. 9:39

Að vera yfirfullur af neikvæðum tilfinningum

Þegar við göngum í gegn um erfiða lífsreynslu, t.d. erfiðar heimilisaðstæður í æsku, einelti, skilnaður, ástvinamissir, o.s.frv., verða til innra með okkur neikvæðar tilfinningar, t.a.m. sorg, særindi, reiði, vonleysi, hjálparleysi, o.s.frv. Hver og ein þessara tilfinninga er gerð úr orku, líkt og við sjálf og allt annað í heiminum. Neikvæð orka fylgir þessum neikvæðu tilfinningum og hún starfar meira
8. janúar 2020 kl. 8:39

Að losna við óttann

Þegar við erum óttaslegin erum við aðskilin frá kærleikanum. Óttinn er rót kvíða, hræðslu og áhyggja. Þetta veldur okkur svo aftur streitu og vanlíðan. Óttinn rænir okkur lífsgæðum. Óttinn er kröftugt stýriafl inn í líf okkar. Óttinn skipar okkur fyrir og við hlýðum: hafðu áhyggjur af heilsufari þínu, hafðu áhyggjur af því að ástvinir þínir eða þú sjálfur deyjir, hafðu áhyggjur af því að þú eigir meira
10. desember 2019 kl. 12:10

Hvernig ég læknaðist af kvíða, krónísku verkjavandamáli og sólarofnæmi

Sólarofnæmið hafði ég glímt við síðan ég var unglingur. Ekki svo alvarlegt vandamál þegar maður býr á Íslandi, en hvimleitt í sólarlandaferðum. Útbrot sem byrjuðu í olnbogabót, kláði. Dreifðust ef haldið var áfram að vera í sólskini. Ráðleggingar húðlæknisins? „Ekki vera í sól“ og „vertu í síðerma bol“. Farið hefur fé betra! Skárri voru ráðleggingarnar frá hinni fróðu meira
26. nóvember 2019 kl. 10:53

Hugleiðsla

Enska orðið yfir hugleiðslu, eða „meditation“, þýðir að verða meðvitaður, að þekkja sjálfan sig. Við hugsum 60.000-70.000 hugsanir á dag. 90% af þessum hugsunum eru sömu hugsanirnar og við hugsuðum daginn áður, og daginn þar áður, o.s.frv. Vísindin og reynslan hefur sýnt að okkur líður eins og við hugsum og við hugsum eins og okkur líður. Ef við hugsum alltaf eins, þá mun líðan og líf meira
mynd
21. nóvember 2019 kl. 13:18

Virkjaðu kraftinn innra með þér

Hvers vegna eru sumir daprir, en aðrir hamingjusamir? Hvers vegna eru sumir lífsglaðir og njóta velgengni, en aðrir fátækir og vansælir? Hvers vegna eru sumir haldnir kvíða og ótta, á meðan aðrir eru fullir af öryggi og trúfestu? Hvers vegna njóta sumir gríðarlegrar velgengni á meðan öðrum mistekst? Hvers vegna eiga sumir svo auðvelt með að hugsa jákvætt, á meðan aðrir virðast fastir í neikvæðni? meira
21. nóvember 2019 kl. 13:13

Hvernig vinnum við gegn skaðlegum áhrifum streitu?

Grein birtist á Smartlandi þann 12.11.19 https://www.mbl.is/smartland/heilsa/2019/11/12/hvernig_vinnum_vid_gegn_skadlegum_ahrifum_streitunn/   Í síðasta pist­il mín­um á Smart­land fjallaði ég al­mennt um streitu, áhrif henn­ar og or­sak­ir og hvernig við get­um fram­leitt streitu­ástand með hugs­un­um okk­ar ein­um sam­an. meira
21. nóvember 2019 kl. 13:10

Í streituástandi 70% tímans

Grein birtist á Smartlandi þann 6.11.19  https://www.mbl.is/smartland/frami/2019/11/06/i_streituastandi_70_prosent_timans/   Við hugsum 60-70.000 hugsanir á dag, alla daga. Af þessum 60-70.000 hugsunum eru langflestar, eða u.þ.b. 90% þeirra, nákvæmlega sömu hugsanirnar og við hugsuðum daginn áður og daginn þar áður og svo framvegis.   Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á meira