c

Pistlar:

21. október 2016 kl. 16:15

Valentína Björnsdóttir (valentina.blog.is)

Graskessúpa

14708252_10154673717887940_7082758075871787735_n

Þetta er svona hálf tilviljunarkennd súpuuppskrift, eins og oft áður á þessum árstíma þegar graskerin flæða um allar grænmetisdeildir hefur mig oft langað til að föndra úr þeim eitthvað Halloveengerpi og setja kerti í og hafa kósí á útidyratröppunum. En þetta tímabil gengur frekar hratt yfir og hugmyndin verður alltaf grafin og gleymd, eiginlega samstundis.

Í búðinni í morgun var kona á undan mér á kassanum að að kaupa 6 grasker og það kveikti í mér löngun í að búa til súpu úr graskeri, enda veðrið algerlega til þess fallið að elda heita og nærandi súpu. Þar sem ég er stöðugt með mat á heilanum, stóðst ég ekki freistinguna og hljóp til baka á graskesfjallið og náði mér í eitt stykki.

Þegar heim var komið hófst ég handa við súpugerðina, bara svo ég segi ykkur alveg satt þá er frekar leiðinlegt að skrera þetta flykki. En það hafðist og tilviljun réði því hvaða hráefni fékk að fljóta með, þetta var einfaldlega það sem ég átti til heima, en eins og með allar góðar súpur eru töfrarnir oftast fólgnir í því að nota sköpunargleðina og skálda úr því sem til er.

Svo hafa skal það sem hendi er næst og fást ekki um það sem ekki fæst !

Graskerssúpa vegan fyrir 4-6

Olia 1,5 kg grasker skorið í bita

2 rauðlaukar

5 hvítlauksrif

½ paprika

100 gr sellery

1 msk cumin fræ

½ sæt kartafla

1 ltr vatn

2 msk grænmetiskraftur

50 gr engifer

1 tsk turmerik

1 ds kókosmjólk

Chilli eftir smekk

2 lime lauf (má sleppa)

Safi úr 2 lime

1 bolli ferskt koríander saxað

Salt og pipar eftir smekk

Skerið grasker, rauðlauk, papriku og sellery í bita. Setjið allt í ofnskúffu ásamt hvítlauknum. Dassið yfir olíu og cummenfræjum. Bakið í ofn í við 180° í 40 mínútur.

Setjið vatn grænmetiskraft, kókosmjólk í pott og hitið saman.

Þegar grænmetið er bakað er það sett út í pottinn ásamt chilli, limelaufi, engifer, kóríander og túrmerik.

Síðan er allt maukað saman með töfrasprota eða í blender.Hellið aftur í pottinn látið suðuna koma upp og smakkið til með salt oog pipar.

Valentína Björnsdóttir

Valentína Björnsdóttir

Áhugamanneskja um lífsins lystisemdir og heilsusamlegt líferni. Framkvæmdarstjóri Móður Náttúru sem framleiðir grænmetisfæði fyrir stóreldhús og á neytendamarkað.

Meira