Pistlar:

20. nóvember 2022 kl. 16:46

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Babúskur

Ég á fallega Babúsku, sem eru tréstyttur sem raðast hver inn í aðra, frá því að ég fór til Moskvu fyrir löngu síðan. Í mínum huga sýna þær snilldarlega þá staðreynd að við höfum öll margar hliðar sem okkur ber að nýta og láta njóta sín.

Þekktar starfsferil kenningar ganga út á hin mörgu sjálf. Þegar við veljum starfsferil okkar ung og rjóð erum við að velja út frá einni dúkkunni hugsanlega þeirri stærstu. Við hefjum starsferilinn og áttum okkur síðan á hvort hann hentar eða ekki. Stundum er dúkkan of stór eða of lítil og við endurmetum hana eftir því hvernig aðrar raðast inn. Hjá flestum finnast fleiri dúkkur sem vilja fá að sjást en ekki vera aðeins hið innra, sérstaklega eftir því sem hlutverkum fjölgar; starfsmaður, stjórnandi, foreldri, vinur, jógakennari, fjallgöngumaður, rithöfundur, bloggari eða giggari.

Samkvæmt kenningum og rannsóknum mínum verðum við meðvitaðri eftir því sem líður á ævina um hin mörgu sjálf okkar, okkur langar til að endurraða dúkknum þannig að þær njóti sín sem best. Ný hlutverk og nýjar hliðar af sjálfum okkur vilja fá að skína. Oft er það innsta dúkkan sem fer að reyna að fá athygli.  Hún hvíslar, "manstu hvað þú ætlaðir að gera? Manst hvað þér þótti alltaf skemmtilegt? Ertu alveg viss um að þú sért að gera það sem endurspeglar þig raunverulega?" 

Ég hef sjálf verið í hlutverki margra dúkkna á mínum starfsferli; háskólakennari, stjórnandi, rithöfundur, fyrirlesari, giggari, pólitíkus og móðir, amma, dóttir og vinkona. Hver hluti af sjálfri mér sem býr hið innra þarf reglulega á því að halda að ég hafi hugrekki til að stökkva af stað og leyfa þeirri næstu að taka pláss. Það merkilega er að það er hægt að finna endalausar dúkkur hið innra og það sem ég hef lært er að þær sem maður hélt að yrðu alltaf litlar geta stækkað.

Núna horfi ég á Babúskurnar mínar og er þakklát fyrir að þær minna mig á að heildin er fallegri ef ég leyfi þeim að standa saman því ef maður aðskilur dúkkurnar og setur á sitthvor staðin sést ekki listaverkið eins og vel og þegar þær standa stoltar saman.

Ömmustlepan mín elskar að leika sér með dúkkurnar, alveg hissa þegar hún uppgötvar eina enn þegar ég hef sett þær saman. Það skemmtilega við lífið og starfsferilinn er að það er alltaf ein enn hlið af okkur sem við höfum ekki enn leyft að njóta sín og það er líka aldrei of seint að uppgötva þá hlið.

5. maí 2022 kl. 14:44

Dagur í lífi konu í framboði.

Um leið og ég þýt út um dyrnar á morgnana reyni ég að muna hvort ég tók örugglega tölvuna, varalitinn og hvort hausinn á mér er fastur á. Ég byrja hvern dag á fundi þar sem farið er yfir dagskrá dagsins. Fundur hér og fundur þar, úthringingar til að tala við borgarbúa og svo þarf að sjá um að skrifa og reyna að koma boðskapnum á framfæri. Ég dett aðeins út á fundinum og hugsa til þess hvort að meira
25. apríl 2022 kl. 16:34

Staðreyndir sem skipta máli.

  1. Stærsti vinnustaður landsins er Reykjavíkurborg með um 11.200 starfsmenn. 2. Rúmlega 40% núverandi starfsmanna íslenskra sveitafélaga eru eldri en 55 ára núna. 3. Gert er ráð fyrir að fjölgun íbúa í Reykjavík geti orðið allt að 70.000 árið 2040. 4. Erlendir ríkisborgarar eru hátt í 20% af öllum íbúum höfuðborgarinnar núna. 5. Í kjölfar heimsfaraldurs vinnur fólk sem hefur til þess meira
17. apríl 2022 kl. 9:55

Tækifæri til vaxtar.

Gleðilega páska. Gleðilega "Passover" og gleðilega Ramadan mubarak. Það er mjög sjalfgæft að saman fari megin trúarhátíðir kristinna, gyðinga og múslima. Allar eiga þessar trúarhátíðir það sameiginlegt að vera mikilvægar fagnaðarhátíðir. Tákn um upprisu, frelsun og andlega vakningu og fela í sér tækifæri til vaxtar og umbreytingar eins og náttúran sem vaknar að vori. Sjaldan fara þessar meira
9. febrúar 2022 kl. 11:33

Skák, tíska og frumkvöðlar.

Hefur þú einhvern tíman velt því fyrir þér af hverju ákveðin tískumerki slá í gegn en ekki önnur? Eða hvaða vara verður algjörlega nauðsynlegt að eignast til þess að teljast maður með mönnum? Hvers vegna pólitískt umhverfi breytist eða fasteignaverð sveiflast? Alveg eins og það er talað um að hafa pólitískt nef sem útskýrist einhvern veginn þannig að sjá fyrir og skilja þá pólitísku leiki sem meira
29. desember 2021 kl. 15:54

Stefnumót við sjálfa/n sig

Þessir dagar milli jóla og nýárs eru uppáhaldsdagar mínir. Ég er ekki enn byrjuð í megrun og maula því konfektið án samviskubits. Jólabækur spænast upp en ég á enn eftir eina eða tvær en mikilvægast er þó stefnumótið sem ég á við sjálfa mig og uppgjörið við árið. Þetta var árið þar sem við ætluðum að skemmta okkur, grímulaust og ferðast og dansa burt heimsfaraldurinn með gleðiópum. Í staðinn meira
29. nóvember 2021 kl. 12:20

Hvað má læra af því að dansa flamenco?

Ég brá mér til Spánar á haustmisseri þar sem ég dvaldi við skrif í hinni fögru Granada. Til þess að liðka mig og standa upp frá tölvunni skráði ég mig í tíma í flamenco dansi. Ég mætti í íþróttaskóm og hækkaði meðalaldur um alla vega þrjátíu ár. Senjorítan sem kenndi mér talaði enga ensku en leit á skóna mína með líkamstjáningu sem var mjög skýr. Mér varð ljóst að í flamincó mætir maður ekki í meira
28. september 2021 kl. 9:54

"Roskin" þingmaður.

Þá eru kosningar afstaðnar, þrátt fyrir að ekki sé alveg ljóst hvort talningar munu fara fram fram að jólum. Ég hef að sjálfsögðu mjög gaman af kosningabaráttu, kjöri og pólitískum umræðum enda sjtórnmálafræðingur. Oft finnst mér vanta upp á áhuga og umræðu um forystu en það er eingöngu vegna þess að það er mitt fræðasvið. Það sem manni sjálfum finnst merkilegt er ekki alltaf það sem öðrum finnst meira
18. ágúst 2021 kl. 11:29

Sjö skref að góðri hauststemmingu í kó-víti.

Ég skipulagði u.þ.b. fjórtán ferðir erlendis á síðustu tveimur árum, fimmtán matarboð sem ekki voru haldin og innflutningspartý sem ekki varð af. Missti af böllum og skröllum (smá ýkjur, feels like it..). Hugsunin "þegar þetta verður búið..", ég sá fyrir mér að sumarið 2021 yrði sannkölluð gleðiganga - en hún var heldur ekki haldin. Við erum öll að klóra okkur í hausnum og velta fyrir okkur meira
26. mars 2021 kl. 17:10

Mig langar í nýjan kjól...

Mig langar í nýjan kjól. Virkilega langar í nýjan kjól. Undanfarna daga hef ég gengið á milli búða og skoðað kjóla. Ég finn ekki þann sem er í huga mér og bíð mér ekki upp á að máta því þá er skaðinn skeður gagnvart buddunni. Ég vafra á netinu og skoða kjóla. Í morgun vaknaði ég og mig langaði ennþá í nýjan kjól. Ég fór að skoða þessa löngun aðeins betur, allir draumar þurfa rými. Ég hef næstum meira
30. desember 2020 kl. 10:02

Hvaða álfum munt þú bjóða heim um áramót?

Flestir eru tilbúnir til þess að kveðja árið 2020, sprengja það í loft upp, kasta á brennuna og horfa á það brenna inn í eilífðina. Íslenskar húsmæður til forna þrifu húsakynni sín á gamlársdag, kveiktu ljóstýru í hverju horni og hverjum glugga og fóru síðan þrisvar með þuluna  Komi þeir sem koma vilja Veri þeir sem vera vilja Fari þeir sem fara vilja Mér og mínum að meinlausu.   Sjáiði meira
3. maí 2020 kl. 17:23

Að mæta á bryggjuna.

Þegar pabbi minn var unglingur mætti hann niður á bryggju í Keflavík og fór í röð annarra sem biðu eftir því að vera valinn til að fá vinnu þann daginn. Hann var oftast valinn enda duglegur og sterkur strákur sem mokaði salti af kappi til að geta fengið greitt í reiðufé frá útgerðamanninum í vikulok. Pabbi er ekki hundrað og þriggja ára heldur sjötíu og þriggja enn ungur og sterkur. Núna þegar meira
26. mars 2020 kl. 17:18

A manneskja í sóttkví.

Nú er ég á næstsíðasta degi í sóttkví sem þýðir að ég hef verið í einangrun í 12 daga og hér er það sem  ég hef lært. Ég breyttist í A. manneskju einn, tveir og búmm.. Í morgun var heitavatnslaust í Vesturbæ svo að það var kalt í húsinu og veðrið buldi á glugganum - ég hugsaði með mér að nú væri tímin til að liggja lengur í rúminu en fékk ekki frið fyrir A manneskjunni sem ég vissi ekki að meira
24. janúar 2019 kl. 18:17

Eru áhrifavaldar bara ungar fallegar konur með Gucci töskur?

Ég fór á skemmtilegan fyrirlestur um daginn hjá konu sem er í doktorsnámi í Hong Kong en efni rannsóknar hennar eru áhrifavaldar á samfélagsmiðlum. Ég fræddist heilmikið um hverjir eru þekktustu áhrifavaldar í heiminum. Það virðist vera sem flestir áhrifavaldar séu konur á aldrinum 18-23 ára og þær eru fallegar og mjóar og taka fagmannlegar myndir af sér á fallegum stöðum og sitja fyrir eins og um meira
29. desember 2018 kl. 14:19

Hetjur

Í enn eitt skiptið fáum við tækifæri til að kveðja það ár sem nú líður að lokum. Við horfum til baka og metum hvað tókst vel til og hvað mætti betur fara.  Þetta ár var mér viðburðarríkt en það sem stóð upp úr var líklega "come-back" Kristínar Gerðar systur minnar sem lést fyrir tæpum átján árum. Kvikmyndin; Lof mér að falla í leikstjórn Baldivins Z er að hluta til byggð á hennar sögu. Þrátt meira
15. ágúst 2018 kl. 15:14

Þvarg og þvaður

"Skrifaðu nú um það..", sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna "ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari." Frændi minn þessi hefur svör á reiðum höndum við flestum lífsins vandamálum og honum var mikið niðri fyrir. "Einu meira
6. júlí 2018 kl. 23:25

Má ekki bjóða þér uppfærslu?

Reglulega uppfærum við töluvkerfið okkar og símann og fleiri tæki. Stöðugar tækninýjungar valda því að ný og betri kerfi eru gerð. Það eru ekki bara tækin okkar sem þurfa uppfærslu því flugfélög bjóða reglulega uppfærslu, upp á næsta stig. Í vor var upplýsingakerfi okkar uppfært. Rétt áður en nýja kerfið var innleitt fór allt í rugl hjá mér akkúrat þegar ég var erlendis í þann mund að skila bók meira
19. júlí 2017 kl. 15:39

Að ferðast ein..

Maðurinn horfði hissa á mig, "en venjulega eru alltaf tveir saman!". Ég var ein á ferðalagi og kom til að þvo af mér rykið í sundlaug staðarins. Hann hafði rukkað mig um rúmlega þúsund krónur sem mér þótti mikið en þegar ég leit á gjaldskránna eftir að hafa borgað honum sá ég að gjaldið var rúmlega fimm hundruð fyrir einn... þegar ég krafðist endurgjalds þar sem ég væri ein var þetta svarið meira
20. júní 2017 kl. 21:49

Á rauðu ljósi

Ég hentist út úr dyrunum, í dag, orðin allt of sein, átti vera með fyrirlestur eftir tíu mínútur. Ég setti bensíngjöfina í botn og fór á öðru dekkinu af stað.  Af því að ég var svo stressuð þá gleymdi ég mér og fór í vitlausa átt og þurfti að fara í gegnum miðbæinn. Ef þið hafið farið þar um nýlega þá er annað hvort hús á grunni sínum en hin eru það ekki og fáar götur eru óáreittar og flestar meira
2. apríl 2017 kl. 21:53

"Dating after fifty for dummies"

Eins og lesendur mínir vita þá er hef ég ástríðu fyrir mið og "efri árunum" eða lífsþroska okkar mannanna. Margt er svo spennandi að mínu mati að ég get ekki haldið mér saman þegar kemur að þessu efni (reyndar á ég í vandræðum með það svona almennt). "Vissir þú að heilinn heldur sama krafti og getu í heilbrigðum einstaklingi á áttræðisaldri og tvítugur einstaklingur ef.." Vinkona mín horfði á mig meira
8. mars 2017 kl. 21:49

Kvenorkan

Á alþjóðadegi kvenna hugsa ég hlýlega til allra kvenna í lífi mínu og líka hinna sem eru mér ekki sýnilegar. Konur vinna oft vinnu sem er ekki sýnileg en heldur samt sem áður öllu saman í samfélögum manna. Konur hugga og snýta og styðja fólk sem getur ekki stutt sig sjálft. Konur eru oft í fagstéttum þar sem þarf að sýna umhyggju sem oft er ekki metin til launa en skiptir samt öllu máli. Maður meira
21. febrúar 2017 kl. 19:57

Nýjar umferðareglur

"Þú matt þetta EKKI.!" Aðstoðakonan mín, sem öllu jöfnu stjórnar mér nokkuð vel og vandlega horfði á mig með hneyslun. Ég leit undrandi upp úr tölvunni og kváði. Upphófst þá lesturinn, "sko af því að þú ert orðin einheyp þá mátt þú ekki senda karlmanni vinabeiðni á facebook!" Ég varð enn meira hissa og fór að afsaka mig og sagði að ég yrði að boða hann á fund og ég vissi ekki netfangið og að ég meira
2. febrúar 2017 kl. 16:50

Húsbóndi á sínu heimili

Þegar ég fer í klippingu eða snyrtimeðferðir (ekki alveg ókeypis að líta svona út ;-) eins og vinkona mín ein segir alltaf). Þá nota ég tækifærið og les öll "kerlingatímaritin". Eða réttara sagt kíki á þau. Þessi íslensku tímarit sem ætluð eru konum eru mismunandi að gæðum en eftir því sem ég verð eldri og vitrari þá eru þau fá sem vekja áhuga minn. Í nýj Hús og Hýbýli-blaði vaknti ein grein meira
16. janúar 2017 kl. 13:40

Þekkir þú tilgang þinn?

Markmiðasetning eru mínar ær og kýr, ef svo má að orði komast. Ég hef gefið út bækur um efnið, kennt um það í fjöldamörg ár. Ekkert merkilegt við það í sjálfu sér en það sem mér finnst alltaf jafn skemmtilegt er að fylgjast með ryðmanum í markmiðasetningum.  Markmiðasetning eru mínar ær og kýr, ef svo má að orði komast. Ég hef gefið út bækur um efnið, kennt um það í fjöldamörg ár. Ekkert meira
30. desember 2016 kl. 14:18

Kynlíf, rokk og ról

"Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka." Madonna er víst fegin því allt of mörg söngvaskáld hafa fallið frá. Það er skrýtið að hugsa til þess að þeir sem hafa hjálpað manni yfir ástasorgir og lyft manni í hæðir á dansgólfinu eins og Leonard Cohen, George Michael, Prince og David Bowie séu nú allir. Eins og hluti af sögu manns sé horfin að eilífu.  Það mætti halda að meira
20. desember 2016 kl. 9:47

Göngum fyrir þá sem ekki gátu gengið lengra

"Föllum á kné", segir í einu fallegasta jólaljóði okkar; Ó helga nótt. Myrkrið er allt umlykjandi og nætur langar á norðuhveli jarðar á þessum tíma. Flestir finna fyrir margræðum tilfinningum, þeir sem komnir eru af barnsaldri finna fyrir barninu í sjálfum sér og stundum, trega og eftirsjá eftir liðnum tímum. Aldrei er eins áberandi missir þeirra sem farnir eru frá okkur. Jólin geta líka gert þá meira
5. desember 2016 kl. 11:36

Skegg og englaryk

"Ef maður sér mann með skegg þá eru vinir hans líka með skegg", sagði sonur minn hugsandi þar sem við sátum og borðuðum skyndibita a la desember "of mikið að gera til að elda..". Vel athugað hjá mínum í ljósi þess að rannsóknir sína að við erum líklega summan af vinskap okkar. Ef svo má að orði komast. Við erum hjarðdýr og þeir sem ekki tilheyra hjörðinni lifa ekki lengi. Þess vegna látum við vaxa meira
22. nóvember 2016 kl. 9:10

Töfrar

Það er alveg merkilegt hvað haustmisserið er fljótt að líða. Einhvern veginn þá byrjar október og svo búmm... bráðum jól. Ég er svo heppin að mér finnst myrkrið notalegt og þegar jólaljósin koma upp gleðst ég eins og krakki.  Þegar ég var að alast upp í Keflavíkinni, þá komum við fjölskyldan í sérferð til Reykjavíkur þegar komið var fram í desember til að skoða jólaútstillinguna í meira
3. nóvember 2016 kl. 17:20

Skammaðar í háloftunum

Ég hef verið allann þennan mánuð, og verð áfram að fagna fimmtugsafmælinu mínu. Fimm vikur, ein fyrir hvern áratug, og ég held að ég muni fagna hvern einasta mánuð á þessu afmælisári. Vá – þetta gat ég, mér líður eins og ég sé búin með skyldukúrsana í lífinu og eigi bara eftir valáfanga. Þar sem það var ljóst snemma á þessu ári að ég yrði að öllum líkindum fimmtug þetta haustið þá tóku meira
18. október 2016 kl. 9:59

Einkunnir

"Ég kemst örugglega ekki í neinn menntaskóla" sagði tólf ára dóttir mín þegar hún afhenti mér einkunnir úr samræmdu prófum sjöunda bekkjar. Hún sá framtíðina fyrir sér fara í vaskinn, enginn menntaskóli, og úr því yrði hvort sem ekkert úr henni. Ég tók róleg upp úr umslaginu stóra dóminn og hún hafði bara staðið sig nokkuð vel stelpan.  Ég reyndi að segja henni að einkunnir eru ekki allt, að meira
3. október 2016 kl. 18:08

Nýtt númer - nýtt upphaf

Þegar ég var átján ára fékk ég síma og símanúmer þegar ég flutti til Reykjavíkur, síðan hef ég haldið þessu númeri. Í sumar var það, fyrir mistök símafyrirtækisins aftengt. Ég reyndi að láta tengja það aftur en allt kom fyrir ekki. Svo gafst ég upp á að reyna og núna er ég með nýtt heimanúmer, flutt á nýjan stað, skilin og komin með nýjan síma og nýjan bíl. Stundum er sagt að það sem maður skrifi meira
20. september 2016 kl. 11:47

Að lifa í stað þess að lifa af.

Í sumar, þegar ég var stödd erlendis, hitti ég konu sem hafði mikil áhrif á mig. Hún hafði verið forstjóri beggja vegna atlandshafsins og starfað víða um heim. Núna hefur hún snúið sér að öðru en að vera í forystusveit í atvinnulífinu. Ekkert merkilegt við þetta nema að við nánari kynni kom í ljós að hún hafði,frá því að hún var unglingur, þjáðst af mjög óvenjulegum sjúkdómi sem lýsir sér þannig meira
5. september 2016 kl. 9:59

Boðar ekki gott!

Vinkona mín ein kom blaðskellandi rjóð í kinnum til mín um daginn. "Það er bara alltaf sól, alla dag, þetta boðar ekki gott, enda er Katla farin að hræra á sér..." Ég gat ekki annað en skellt upp úr, hún er ekki sú eina sem hefur sagt þetta við mig að undanförnu. "Nú skeður eitthvað.. er sagt með smá hræðslutón í röddu, veðrið hefur verið allt of gott". Vinkona mín ein kom blaðskellandi, rjóð í meira
17. ágúst 2016 kl. 9:56

Bieber hættur á Instragram!

Justin Bieber er hættur á Instragram, ástæðan er að aðdáendur hans voru ótuktarlegir í garð sautján ára kærustu hans. Þetta veit ég af því að unglingsstúlkan á heimilinu segir mér allt um Bieber, jafnvel þó ég nenni ekki að hlusta. Ég veit líka hvaða íþróttamenn eru bestir og hversu mörg mörk Messi og Rónaldó skora í hverjum leik. Það er vegna þess að sonur minn segir mér þetta í svona "helst í meira
27. júlí 2016 kl. 16:40

Í sambandi.

Ég heyrði tólf ára dóttur mína tala í símann í sveitinni okkar "það er ekkert net, enginn gemsi virkar. Símanúmerið er mjög skrýtið og byrjar á 4-um og síminn er þannig að maður þarf að leggja hann aftur á takka." Ég gat ekki annað en brosað, þess fyrir utan þarf hún að tala í símann þar sem allir geta heyrt og það er ekki símanúmera birtir eða talhólf. Reyndar var það þannig þegar ég var að alast meira
6. júní 2016 kl. 16:50

Breytingaskeiðið; tiltekt í tíu liðum.

Bara orðið sjálft vekur upp tilfinningarsveiflur, breytingaskeið með þurrki, hitakófum, svefnleysi og ömmuskeggi. Hver vill það? Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað við vitum almennt lítið um þetta merkilega skeið í lífi kvenna þegar hormónarnir taka að breytast eftir áralanga mánaðarlega reglulega sveiflur. Fram að breytingaskeiði höfum við verið prógrammer-aðar til þess að eiga börn og meira
23. maí 2016 kl. 18:51

Gjafir

Sumar gjafir eru svo dásamlegar að þær sitja í manni lengi, lengi. Ein slík gjöf er góð saga sem kennir manni eitthvað um lífið, mann sjálfan og aðra. Önnur gjöf er þegar fólk treystir manni fyrir sér og gefur manni hlutdeild í lífi sínu.  Ein stærsta gjöf sem maður gefur er athygli og tími. Þegar maður hlustar með athygli fær maður innsýn í sál fólks og þá gerast töfrarnir. Þjáningin verður meira
18. maí 2016 kl. 9:52

Alltaf í boltanum?

Ég er búin að vera tölvert í boltanum undanfarið. Á ráðstefnu með frægum fótboltamönnum og landsliðsþjálfara og svo með syni mínum á fótboltamóti. Fótbolti er meira en að sparka bolta í mark, hann er lífið og í sumar mun allt snúast um fótbolta hjá okkur öllum. Við munum sitja límd við skjáinn og fylgjast með okkar mönnum. Í rannsókn sem ég gerði á íslenskum kvenleiðtogum kom í ljós að þær höfðu meira
27. apríl 2016 kl. 17:00

Próf

Í morgun var próf hjá mér og nemendur mínir sátu áhyggjufull á svip yfir lausnum sínum þegar ég kíkti á þau. Ég veit að ef þau hafa mætt vel, undirbúið sig og lesið efnið þá er í lagi með þau. Flest þeirra hafa gert það.  Mér varð hugsað til prófa lífsins sem framundan er hjá þeim og get ekki annað en vonað að þau séu undirbúin fyrir þau líka. Ég er heppin að fá að kynnast þeim, unga fólkinu meira
5. apríl 2016 kl. 16:38

Leyndarmál og lygar

Flest eigum við okkur einhver leyndarmál og erum uppvís að einstakri lygi. Það er, til dæmis, sjaldan að maður segi manneskju særandi sannleika eins og til dæmis að kjóllinn eða jakkafötin séu forljót og fari illa.  En leyndarmál, hvort sem eru stór eða smá, sem eru í skúmaskotum eru eins og hlekkir í kringum háls þeirra sem þau bera. Þegar fólk almennt er farið að fela slóð sína, hvort sem meira
20. mars 2016 kl. 20:42

Á Pálmasunnudegi

Í hönd fer stærsta hátíð kristinnar manna. Dymbilvikan hefst í dag á Pálmasunnudegi en þá reið Jesús inn í Jersúalem og var hylltur sem konungur eða frelsari. Jesús var sá leiðtogi að hann virðist ekki hafa miklast af þessu, kannski vitandi hvað framundan var. Skírdagur er nefndur svo því á þeim degi þvoði Jesús fætur lærisveina sinna. Hann fór niður á hné og þvoði fætur þeirra sem fygldu honum. meira
25. febrúar 2016 kl. 11:22

Lifðu lengur: Fjárfestu í nánum samböndum

Ég verð að syngja reglulega óð til vináttunnar, fjölmargar rannsóknir hafa staðfest að vinir auka ekki bara hamingju og vellíðan heldur lengja lífið. "Traustur vinur getur gert kraftaverk" söng hljómsveitin Upplyfting einhvern tímann fyrir löngu og þar höfðu þeir rétt fyrir sér. Þegar skoðað hvað skiptir mestu máli í lífi fólks sem lifir lengst (mjög þekkt rannsókn á yfir 700 karlmönnum í Boston meira
17. febrúar 2016 kl. 13:07

Hvað er á "Bucket" listanum þínum?

Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að haka við markmið sem ég hef sett mér. Ég fæ mikla sigurtilfinningu sem ég skola niður með þakklæti yfir að hafa getað gert það sem ég stefndi að. Í yfir áratug hef ég kennt mismunandi hópum að gera svokallaðan "Bucket" lista eða það sem ég kalla 101-lista. Fyrsta forsenda þess að gera listann er að gera sér grein fyrir að við vitum einungis tvennt í meira
5. febrúar 2016 kl. 18:06

Unga fólkið að drepast úr leiðindum í vinnunni!

Þeir sem eru fæddir u.þ.b. milli 1980 til 2000 tilheyra kynslóð sem á ensku er kölluð "millennials" eð Y-kynslóðin til aðgreiningar frá fyrri kynslóðum. Þessir einstaklingar hafa alist upp í tæknivæddari heim en nokkur önnur kynslóð og "tala" þess vegna reiprennandi "tæknísku" á öllum sviðum. Þau eru meðvitaðri um heiminn en við vorum og kunna á fjarstýringar eins og við hin kunnum á símaskífuna í meira
30. desember 2015 kl. 0:04

Áramótakveðja

Þar sem ég sit í grænum sundlaugarlundi er fátt sem minnir á hefðbundin áramót, en ég finn á mér að þau nálgjast. Sama tilfinningin um uppgjör og nýtt upphaf rennur undan rifjum mér. Spurningar eins og: Hvernig hef ég farið með tíma minn á þessu ári sem nú er að renna sitt skeið? Smá eftirsjá krydduð með: Ó hvað tíminn líður hratt! Um leið og ég ríf mig upp úr mistökunum og svekkelsinu þá hugsa ég meira
17. desember 2015 kl. 1:50

Allt á hvolfi

Sólin hitar kroppinn á ströndinni og við horfum á alla bronslituðu kroppana þar sem við liggjum með íslenska beinhvíta útlimi og ég með bleika bumbu. Fátt minnir á jólin - en þó það stendur skreytt jólatré við strandlengjuna, svona eins og þetta á Austurvelli. Krakkarnir byrja á að hlaupa út í sjó þar sem enginn er en ég átta mig fljótlega á að það hlyti að vera einhver ástæða fyrir því að allir meira
16. nóvember 2015 kl. 9:32

Fangelsi þess að geðjast öðrum

Í kvikmyndinni "What happens in Vegas", leika Cameron Diaz og Aston Kutcher par sem hittist fyrir tilviljun í Vegas. Þau verða haugdrukking og gifta sig í áfengisgleðinni en uppgötva hvað þau hafa gert í þynnkunni. Um leið og þau ætla að snúa til baka með þá ákvörðun vinna þau stóra vinningin og þurfa að vera gift í ár til að geta skipt honum á milli sín. Eins og þið munið sem sáuð myndina, og þau meira
4. nóvember 2015 kl. 19:57

Í gamla daga..

Við vorum á leið heim úr fjölskylduboði og dóttir mín sneri sér að mér: "mamma, hvað gerði fullorðna fólkið áður en internetið kom?" Ég skildi ekki spurninguna og einbeitti mér að því að komast áfram í myrkrinu. Ég hváði, gerði ráð fyrir að þetta væri ein af þessum: ... mamma, voru til bílar þegar þú varst lítil í gamla daga... athugasemd. Ég einbeitti mér að henni aftur. Hún byrjaði aftur: meira
22. október 2015 kl. 10:52

Kerlingin!

Vinkona mín sem er jafngömul mér hafði samband við mig um daginn. Hún var í sjokki og ég þurfti að blása í hana lífi... næstum því. Hún hafði verið að tala við konu sem kom í ljós að hafði verið nemanda minn en sú var þrítug. Þær voru að tala saman "já, hún Árelía kenndi mér, hún er ágæt KERLINGIN! Vinkona mín, þessi í hjartahnoðinu, var algjörlega orðlaus og andlaus yfir þessu heiti, kerlingin! meira
5. október 2015 kl. 15:05

Segðu já!

Hún horfði raunmædd á mig "ég nenni ekki að fara, það verður örugglega fullt af fólki sem ég þekki ekki..". Ég gat ekki annað en hugsað þá sem buðu. Oft bíður fólk og lífið upp á tækifæri sem mér finnst algjört grundvallaratriði að segja alltaf já við! Svona til að byrja með en síðan má meta hvort að það séu aðstæður sem valda því að fólk komist ekki. Þeir sem ekki svara eða sjálfkrafa segja nei meira
30. september 2015 kl. 11:27

Þú þarft ekki að vera framúrskarandi...

Ég græt alltaf á útskriftum, mér finnst eitthvað svo hjartnæmt að ljúka við verkefni sem tekið hefur tíma og útheimt heilmikla fyrirhöfn. Dagurinn sem maður getur sagt við sjálfan sig, sjáðu fjallið þarna fór ég .... Mér finnst svo skemmtilegt að byrja á verkefnum að stundum á ég erfitt með að klára þau. Þegar það gerist safnast oft fyrir spenna sem lýsir sér sem "... ohhh.. ég á eftir að ... verð meira
16. september 2015 kl. 21:24

Töfrar

Ég var að koma úr töfrandi göngurtúr við Ægisíðu. Það var eins og skaparinn hefði ákveðið að gefa okkur alla þá fallegustu liti sem hægt var að finna. Himinn og haf voru sem töfrandi teppi, appelsínugulir, bleikir, fjölubláir og allar víddir bláar blöstu við og augnablikið varð töfrandi. Allt í einu sem ég gékk uppnumin heyrði ég fiðlutóna og leit hissa í kringum mig. Við hafflötin stóð ung kona meira
9. september 2015 kl. 14:23

Kastaðu því..

Eins og góðri húsmóðir sæmir þá nýtti ég sumarið í gagngera tiltekt. Ég flokkaði, kastaði, gaf og losaði mig við. Fór með marga svarta ruslapoka í Rauða kross kasssana, setti annað til þeirra sem vildu eiga og lét hitt í ruslið. Einn kassinn sem ég fór í gegnum var með fötum sem voru um tuttugu ára gömul - svona "ég kemst í þau bráðum föt..!" Ég er búin að burðast með þennan kassa milli margra meira
19. ágúst 2015 kl. 10:36

Kjarni málsins

".. þegar endalaust áreiti skellur á okkur daglega er mikilvægt að geta kjarnað sig." Ég lá upp í rúmi í gærkvöldi með æpaddinn minn og las þessar línur í þrjátíu ára gamalli bók. Ég lagði hana frá mér í augnablik og hugsaði um það sem hafði breyst síðan þá. Internetið sjálft var ekki komin í almenna notkun, samfélagsmiðlar, snjallsímar, tölvupóstar og annað sem núna tengir okkur við hvert annað meira
17. júlí 2015 kl. 12:02

Leti hefur sína kosti.

Ég stend mig að því að finnast ég eigi að gera eitthvað sniðugt á sumrin. Garðvinna, veiðar, fjallaferðir, og golf - eða bara hlaupa Laugarveginn, allt svo fjallaleiðina, vera í miðnæturhlaupum og hestaferðum. En undanfarið hefur mig bara langað að gera ekki neitt. Bara akkúrat ekki neitt. Helst liggja bara upp í sófa og góna eða sitja úti og spjalla. Ég hef reynt að berja á mér en ekkert gengur meira
23. júní 2015 kl. 12:24

Vertu óþekk!

Ég fór á skemmtilega ráðstefnu í síðustu viku sem hét WE - fjallað var um hvernig ætti að brúa kynjabilið. Ráðstefnan var pökkuð með skemmtilegum og fróðlegum innleggum og það var gaman að vera hluti af henni. Eitt ráð til kvenna sem vilja ná árangri var oftar endurtekið en annað - Vertu óþekk!, ekki láta stjórnast af öðrum, hættu að gera öðrum til geðs og láttu ekki strákana ráða öllu, olbogaðu meira
28. maí 2015 kl. 9:10

U-kúrfa lífsánægju

Konan horfði á mig löngunaraugum "Ertu alveg viss?" spurðu hún svo aftur. Ég hikaði aðeins en leit svo á hana og sagði allt benda til þess að lífsánægja fólks hækkaði eftir aldri. Ég fékk smá fiðring í maga þegar hún gékk léttstígari burtu því rannsóknir miðaðst við meðalmanninn og normalkúrfuna en allar líkur eru þó á að þetta eigi við. Hagfræðingar (af öllum) hafa bæst við hóp sérfræðinga sem meira
16. maí 2015 kl. 11:35

Munkurinn í flugvélinni

"Ferðalög eru til þess að maður kunni betur að meta sitt eigið föðurland.." sagði hann um leið og hann bauð mér samlokuna sína. Hann settist við hliðina á mér í flugvélinni, við vorum bæði á leið til Portugal, hann í síðum appelsínu gulum kirtli en ég í rósóttum buxum. Minn heittelskaði sofnaði fljótt mér á hægri hönd en ég var soldið forvitin um munkinn. Um leið og samlokan var borin í okkur meira
6. maí 2015 kl. 14:07

Veldu orð þín vel

"Ég ætla að gera þetta að frábæru sumri", ég leit á mína sjálfstæðu, hugrökku og kláru dóttur sem sat á móti mér og varð sannfærð um að þetta verður stórkostlegt sumar í lífi okkar. Við þekkjum báðar fólk sem vonast til að þetta verði gott sumar en það er ekki það sama.  Orð eru mögnuð og bera í sér kyngikraft, það ber að velja þau vel. Raða þeim saman eins og dýrmætum djásnum. Það er til meira
27. apríl 2015 kl. 13:21

Reunion

Það er eitthvað ljúft við að hitta gömlu bekkjafélaga sína aftur. Gamlar minningar vakna um leið og maður rýnir í andlit þeirra sem maður hefur ekki hitt í mörg ár. Ég er á reunion tíma núna þar sem hópar úr æskunni hittast og gera sér glaðan tíma saman.  Í bandarískum kvikmyndum er þemað í reunion myndum einhvern veginn svona: Feita, ljóta stelpan kemur í reunion tónuð og brún og allir stara meira
16. apríl 2015 kl. 14:10

Bitastæð hlutverk

Það er fátt sem jafnast á við pólitísk plott að mínu mati, nema þá helst að lenda í því, en sem sjónvarps- og lestraefni fæ ég seint nóg. House of Cards með Robin Wright gleður og svo ég tali nú ekki um Borgen með Sidste Barbett Knutsen í hlutverki danska forsætisráðherrans. Ég hefði kosið Birgitte, anytime. Það sem kemst helst næst pólitísku plotti eru breskir og danskir sakamálaþættir. Ég hef meira
8. apríl 2015 kl. 11:25

Hvernig vinnustað viltu vinna á?

Vinnustaðir hafa "sál" þrátt fyrir að margur stjórnendagúrúin hafi gert heilmikið í því að taka sálina  úr fyrirtækjamenningunni. Gæðastjórnun, verkferlar, "Lean" stjórnun, stimpilklukkur og mælingar eru svo sem góð og gild, en sálarlaus verkfæri út af fyrir sig. Er til dæmis rétt að segja að það eigi að taka 10 mínútur að baða "gamalt" fólk, að læknaviðtal eigi að vera 10 mínútur eða að meira
5. mars 2015 kl. 10:07

Ekki gaman að vera rík og ein

Það eru oft áhugaverðar umræður sem eiga sér stað í gamla Volvonum mínum sérstaklega þegar yngstu meðlimir fjölskyldunnar eru með. Eftir að hafa næstum rignt niður í götuna, bara við það að fara á milli húsa í gær, ákváðum við að fara á bókakaffi. "Heyrðu mamma, allar konurnar sem eru frægar eru mjóar.." Þar kom að því að mér væri bent pent á að ég yrði ekki fræg með þessu áframhaldi. Ég hugsaði meira
27. febrúar 2015 kl. 10:58

Að taka sig alvarlega..

"Þessi kennari getur ekki ætlast til að hún sé tekin alvarlega.." Ég sat með kennsluumatið fyrir framan mig, fyrstu viðbrögð, eins og venjulega voru að hugsa hvernig ég gæti skipt um vinnu. Fjórum sinnum á ári fáum við háskólakennarar kennslumat sem er nafnlaust og því geta nemendur sett fram skoðanir sínar frjálst og án ábyrgðar. Í ár hafði ég fengið nokkuð góða dóma, svona yfirhöfuð en svo koma meira
13. febrúar 2015 kl. 10:18

Ómótstæðilegir karlmenn

"Ég tek ekki þann slag." Minn heittelskaði horfði á mig með uppgjöf í augum. "Hvað meinar þú?" Svaraði ég, "það verður allt vitlaust!". Hann leit á mig áhyggjufullur. Slagurinn stendur um að fara út á land á laugardagskvöld þar sem er ekki sjónvarp. Allir sem eiga börn á aldrinum 5-15 ára vita að það er mikilvægt að horfa saman á úrslitakvöld söngvakeppninnar. "Er ekki hægt að fá pung? (ég átti nú meira
2. febrúar 2015 kl. 11:22

Hugrekki

Hver dagur býr yfir nýjum möguleikum en það þarf hugrekki til að nýta þá. Þegar maður hugsar um hugrekki kemur oft upp í hugan lífshættulegar aðstæður þar sem einhver kastar sér fyrir bíl til að bjarga öðrum eða eitthvað álíka. En það þarf að æfa hugrekki á degi hverjum til að lifa lífinu til fullnustu. Hugrekki til að horfast í augu við erfiðar aðstæður. Hugrekki til að takast á við sársauka meira
22. janúar 2015 kl. 14:50

Vorveiki

"þú ert alltaf svo ömurlega jákvæð", sagði ein við mig um daginn. Ég hef ekki þorað að blogga síðan. Er búin að hugsa lengi um hvað ég eigi að segja sem sé alvarlegt, neikvætt og þrungið þungri merkingu. Dettur ekkert í hug, en í gær þá fór ég að hugsa um vorið. Það er náttúrulega ekki nógu alvarlegt og neikvætt að hugsa um vorið, en ég gerði það samt. Ég fór að hugsa hvað það munar miklu um meira
6. janúar 2015 kl. 20:19

Kynþokki fyrr og nú

Það hefur þótt vera upphefð í því, í gegnum tíðina, að vera Bond stúlkan. James Bond mundar gallkaldur byssuna, hrist Martíní-ið og stúlkuna jöfnum höndum. Þær hafa hingað til verið ungar, og vaxtalag þeirra í samræmi við tíðaranda hverju sinni.   Bond er töffari sem svífst einskins við njóstnastörfin og Bond stúlkurnar eru alltaf þokkagyðjur sem hrífast á endanum af Bond. Allt frá árinu 1962 meira
29. desember 2014 kl. 14:04

Innri og ytri ástandsskoðun á áramótum

Þá árið er senn á enda og aldrei kemur það aftur. Ég fæ alltaf smá fiðring í magann á þessum tíma, bæði vegna of mikillar súkkulaðineyslu en líka svona spennu/kvíða tilfinningu. Nýtt ár, ný tækirfæri, árleg innri og ytri ástandsskoðun fer fram og áramótaheit í kjölfarið. Ég reyni að minna mig á að: Það er ekki hægt að stytta sér leið í lífinu! Það er ekki hægt að grenna sig um tuttugu kíló í meira
10. desember 2014 kl. 19:20

Jólahefðir

Ég horfði á börnin mín, "eigum við kannski að breyta til?". Þau litu á mig eins og ég hefði misst þessar fáu sellur sem af og til virka í hausnum á mér. "Nei, við breytum ekki!! Við það situr. Á jólum má engu breyta! Allt á að vera eins, alveg eins og áður. Ég les allra handa ráðleggingar um hvernig á að þola fjölskylduna um jólin (amerískt) hvernig á að sameina, börn, stjúpbörn, hálfbörn meira
22. nóvember 2014 kl. 16:48

Þrælabumban

"Æltar þú ekki að fara að vinna fljótlega" var nýbökuð móðir spurð í minni návist nýlega. Mamman var ósköp þreytuleg með með hin litlu börnin hlaupandi í kringum sig. Hún varð ennþá þreytulegri á svip. Það er eins og við séum öll með einhverja þrælabumbu sem við hlýðum á og hlýðum án þess að hugsa það lengra. Hvaða vit er í því að eiga lítil börn og þurfa að hlusta á að það sé nauðsynlegt að fara meira
27. október 2014 kl. 10:54

Heppni

"Hún er svo heppin...", smá öfundarglampa brá fyrir í augum hennar um leið og hún sagði "ég meina hún hefur allt!". Ég hugsaði með mér að sú sem um væri rætt hefði líka undirbúið sig vel og haft mikið fyrir því að "hafa allt." Hvað sem það nú þýðir.það er svo auðvelt að falla í þá freistingu að finnast allir aðrir hafa mun minna fyrir lífinu, að finnast sem maður meira
20. október 2014 kl. 10:08

Litríkur vetur framundan

"Hún hatar mig", ég leit ekki upp úr blaðinu enda orðin jafn vön þessum yfirlýsingum eins og rigningunni. "Af herju segir þú það, elskan?". Hún leit á mig tárvotum augum, "hún horfði þannig á mig". Áður en ég gat svarað heyrði ég að hún var komin í símann að tala við þá sem hataði hana. Ég lauk við greinina. Eftir stutta stund kom tátan skoppandi inn í eldhús aftur meira
14. október 2014 kl. 9:12

Gefðu, til að að ná árangri

Ert þú knúin áfram af því að gera samfélagið betri? Að þjóna samborgurum þínum? Að vilja láta gott af þér leiða? Samkvæmt rannsóknum Adams Grant ná þeir sem gefa meiri árangri en aðrir, í lífi og starfi. Hann skiptir fólk í þrennt; í fyrsta lagi þeir sem gefa, í öðru lagi þeir sem taka og í þriðja lagi þeir sem eru þar á milli (e. matchers). Gjöfula fólkið gefur af tíma sínum og peningum meira
6. október 2014 kl. 9:21

Munaður og unaður, í dagsins önn

Margir líta á október mánuð sem meistaramánuð en í mínum huga er hann mánuður munaðar og unaðar. Þetta er afmælismánuðrinn minn og eftir því sem ég verð eldri þá hef ég betur gert mér grein fyrir hvað það er mikill munaður að fá eitt ár í viðbót.Það sem ég hef nú þegar gert er að m.a. að fara á tónleika, í leikhús og sund. Ég leyfði mér þann unað að sitja lengi, lengi einn laugardag á meira
29. september 2014 kl. 13:01

Sársauki og árangur

Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða óperusöngkona. Ég sá búningana í hillingu og að standa á sviði með þessum karlmannlegu og fallegu söngvurum. Ég lét mig dreyma um að standa á sviði í stóru leikhúsi. Ég var í barnakór og átti ömmu sem var óperusöngkona - það var u.þ.b. það eina sem nærði þennan draum. Söngnám kom ekki til greina og í hreinskilni sagt þá lagði ég ekki það á mig sem þurfti meira
22. september 2014 kl. 9:20

Valdamestar á sextugsaldri

Tímaritið Fortune birtir árlega lista yfir fimmtíu valdamestu konurnar í viðskiptalífi heimsins. Þarna er konum raðað upp eftir völdum en sú sem er í fyrsta sæti árið 2013 er Ginni Rometty forstjóri IBM, þá fimmtíu og sex ára. Það er ýmislegt áhugavert við þennan lista.Meðalaldur þeirra kvenna sem eru á listanum árið 2013 er fimmtíu og þriggja ára en árið 1998 var hann fjörtíu og átta ára. Þetta meira
11. september 2014 kl. 19:57

Ertu í nánu sambandi?

Það samband sem er mikilvægast er samband manns við sjálfan sig. Maður verður að þola sinn eigin félagsskap lífið á enda og þá er eins gott að maður sé eitthvað áhugaverður! Ekki satt? Alla vega eru þeir sem eru í góðu, nánu sambandi við sjálfa/n sig hamingjusamari og ná betri tökum á lífinu og samskiptum við aðra.Hvort það samband er náið, eða ekki, kemur meðal annars fram í því hvernig maður meira
3. september 2014 kl. 13:06

Varðveittu regluna og hún varðveitir þig

Nú er runnin upp uppáhaldsárstími minn, haustið. Ég er svo heppin að starfa við það að taka vð nýjum nemendum á hverju hausti. Það er alveg ótrúlegt að ég virðist alltaf fá skemmtilega og gefandi einstaklinga sem miðla svo miklu til mín, í mín námskeið. Lyktin af nýopnaðri bók, strokleðri og blýant minnir mig á nýtt upphaf, nýjar væntingar og nýja drauma.Í tímum hjá mér nota nemendur ekki tölvur meira
9. ágúst 2014 kl. 19:50

Fáum við þá að sjá homma og lesbíur?

Sex ára sonur minn var nokkuð spenntur að fara í gönguna í dag. Hann vildi fá að sjá hommana og lesbíurnar í göngunni. Við stóðum og nutum þess að horfa á litríka og stolta fánabera ganga og hjóla hjá. Við hittum systur hans sem gékk stolt með pöbbunum sínum, þau gáfu okkur rósir. Við hittum föðursystur hans og hennar konu og börn og nokkra vini. Eftir nokkra stund sneri hann sér að mér og spurði meira
16. júlí 2014 kl. 10:25

Af hverju ég hélt með Þýskalandi

Það var á föstudagseftirmiðdegi í júni að ég ákvað að kaupa pizzu fyrir fjölskylduna. Ég var þreytt og dálítið döpur, nýkomin úr erfiðri heimsókn, hafði ekki orku til að elda. Um leið og ég settist upp í bílinn til að panta flatbökuna hugsaði ég um hvað lífið væri stundum erfitt (vorkenndi mér smá, ég viðurkenni það..). Ég keyrði extra hring til að fá smá stundarfrið en fór síðan inn á pizza meira
5. júlí 2014 kl. 14:31

Fjárfestingar

Warren Buffet er einn af mínum upphaldsmönnum. Hann er helsti og þekktast fjárfestir heimsins og ef hann fjárfestir í einhverju fylgja aðrir á eftir. Hans megin regla er einföld fjárfestu í því sem þú skilur og til lengri tima. Fjárfestingar snúast þó ekki bara um peninga heldur aðrar bjargir líka. Það er mikilvægt að huga að því hverju maður fjárfestir í. Sumt gefur manni arð til framtíðar meira
23. júní 2014 kl. 10:58

Ertu í réttu leikriti?

Ég sat rjóð í kinnum fyrir framan vin minn sem hafði fullyrt að "enginn breytist nokkru sinni nema til hins verra.." "Nefndu dæmi" kallaði hann fram í fyrir ræðunni sem ég lét dynja á honum. Mér varfðist tunga um höfuð en eftir smá stund mundi ég bara eftir teiknimyndaheitjum (sem hann er of gamall til að þekkja). Næst þuldi ég upp ævintýri sem hann myndi þekkja, Hans og Grétu meira
12. júní 2014 kl. 11:04

Pílagrímur

Ég er nýkomin úr pílagrímagöngu um norður-Spán, eða nánar tiltekið um Jakobsstíginn sem liggur til Santiago de Compostella. Þangað hafa pílagrímar gengið í gegnum aldirnar til að þess að öðlast syndaraflausn og reyna sig í leiðinni. Pílagrímur er sá sem ferðast af trúarlegum ástæðum eða einfaldlega sá sem er ferðalangur. Við vorum þrjátíu og fimm íslenskar valkyrjur, allar yfir 45 ára gamlar meira
5. maí 2014 kl. 14:18

Grái fiðringurinn - Já takk!

Fyrir nokkrum árum var Economics með sérblað sem fjallaði um það sem við á íslensku myndum kalla: Gráa fiðringinn (sem er oftast notað um karla en á við um konur líka en þá heitir það breytingaskeið og er frekar hallærislegt). Fyrirsögnin var: "Female, Mid-life crisis, bring it on!". Ég keypti blaðið, las og geymdi það og forsíðan hangir á skrifstofunni minni. Þetta var alveg ný hugsun meira
3. apríl 2014 kl. 10:11

Skilyrðislaus ást

Við stöndum öll í skugga dauðans. Nú í vetur hef ég misst tvær mikilvægar konur úr lífi mínu, inn í draumalandið, inn úr skugga dauðans í fang hans. Önnur er amma mín, sem er nýlátin, en hin var amma dóttur minnar.Ömmur er svo dýrmætar að þegar þær yfirgefa þessa jarðvist þá skekur það manns eigin tilveru. Ef maður er heppin, eins og ég og dóttir mín, þá elska þær mann skilyrðislaust. Þær bera meira
21. mars 2014 kl. 10:32

Nýting á tíma

Ég var með málstofu í Háskólanum í vikunni, sem er hluti af starfi mínu. Oftast mæta ekki margir og það var venju samkvæmt fámennt en mjög góðmennt. Mig rak í rogastans þegar ég kom æðandi inn í stofuna því á aftasta bekk sátu sex óvenju ungir menn. Aðrir þarna inni voru fræðimenn eða þaulreyndir stjórnendur. Ég leit á þessa ungu myndalegu menn fór að hvá og spyrja þá hvaðan þeir kæmu. Fjórir voru meira
11. mars 2014 kl. 11:29

Það sem maður lærir af göngum.

Ég hef verið dugleg að ganga undanfarið, og þetta er það sem ég hef lært af því:Það er þægilegra að ganga niðrí móti en það koma alltaf brekkur aftur svo maður skyldi bara njóta þess þegar maður fer niður. Það sama á við um vindinn, svo miklu betra að hafa hann í bakið og þá þakkar maður honum fyrir aðstoðina. Óneitanlega er hann líka á móti og þá bara setur maður hausinn undir sig og hlakkar til meira
26. febrúar 2014 kl. 12:06

Meðalskussar

Eftir að hafa verið háskólakennari í um tvo áratugi (byrjaði 14 ára..) þá hef ég komist að raun um að þeir sem kvarta undan einkunnum eru þeir sem fá hæstu einkunnirnar. "Af hverju fékk ég 8 en ekki 9 eða mér finnst ekki réttlátt að vera með 9 í stað 9,5?" Þegar þessir nemendur koma til mín og kvarta hugsa ég oft til "gamals" prófessor í stærðfræði sem ég kynntist fyrir mörgum meira
20. febrúar 2014 kl. 10:27

Sjálfsblinda

Ég sagði við dóttur mína um daginn að hún væri einstök. Hún var fljót að benda mér á að það væri ekki hægt að vera einstakur þvi allir væru einstakir! "Já en..." svo brást mér rökræðurnar.. Ég legg stundum persónuleikapróf fyrir fólk. Kannski ekki ef það dettur inn í kaffi hjá mér en ef ég er að kenna þeim eða með það í ráðgjöf. Það er ótrúlega skemmtilegt að reyna að meira
4. febrúar 2014 kl. 11:31

Hvað vantar í líf þitt?

Ég hitti oft fólk sem er svo þreytt að það getur varla hugsað sér að mæta í vinnuna daginn eftir eða þann dag eða nokkra daga, en fer samt. Hugsunin um að fara í ræktina eða hitta vini sína verður algjörlega yfirþyrmandi, örmagna þegar stungið er upp á einhverju sem þarf smá fyrirhöfn. Eins og að fara á listasafn, syngja eða dansa. Oft verða slíkir einstaklingar mjög reiðir yfir lífinu, eða bara í meira
22. janúar 2014 kl. 17:03

Eru of þung/ur? Losaðu þig við nokkur kíló

Endur fyrir löngu var ég með megrúnarklúbb sem hét: Njótum lífsins. Það var mjög skemmtileg reynsla og við skemmtun okkur hið besta og margir losuðu sig við mörg kíló. Þannig er að mörg okkar eru alltof þung, á brún og brá. Ef þú vilt þá getur þú losað þig við mörg kíló af röngum hugmyndum.Ég er í sjálfsskaparvinnu (með áherslu á að skapa..) þessa dagana. Ég vinn að því að losa mig við kíló af meira
16. janúar 2014 kl. 12:43

Ertu með pung?

Þegar ég keyri á milli staða, með börnin með mér, vilja þau gjarnan hlusta á útvarpsstöð sem er ætluð yngri hlustendum. Ég hef gaman af því að hlusta á nýjustu lögin og oft gaman af þáttastjórnendum sem eru frjálslegir. Stundum þarf ég að slökkva á tækinu því umræðuefnið eða orðaforðinn er bannaður inn á sextán, í mínum bíl, en oftast hækka ég í tónlistinni og við syngjum eð Jay-Z, eða Jennifer meira
30. desember 2013 kl. 12:44

Tíu ráð um áramótaheit

Ég er búin að liggja í bókum, konfekti og saltpækli undanfarið, eins og þjóðin öll. Mér fannst ansi gaman að uppgötva að æska mín er orðin að "sögulegri ættarsögu" en Jón Kalmann Stéfansson skrifar skemmtilega um Keflavík æskunnar, hann er næstum jafngamall og ég. Ég varð óþarflega miðaldra við lesturinn en hafði gagn og gaman af. Minningarnar læddust um á sama tíma og konfektið rann meira
16. desember 2013 kl. 17:16

Jólabörn

"Ég er ekkert jólabarn", sagði hann maðurinn sem kom að gera við hjá okkur. "Auk þess eru margir sem eiga bágt núna..", bætti hann við. Ég varð aðeins varkárari og sagði en það væri nú léttir að ljósin væru farin að lýsa upp skammdegið. "Ég veit það nú ekki - það þarf að taka þetta niður.."Enn á ný var ég minnt á að þessi tíma tilhlökkunar er oft svo blendin af meira
7. desember 2013 kl. 14:24

Hvenær er nóg, nóg?

"Ertu að fara að læra meira, ertu ekki búin að læra nóg?" sagði hún og brosti fallega. Ég var svo heppin að fara í gegnum Fríhöfnina og hitta mína gömlu vakt,  á leiðinni til að læra meira. Ég vann í Fríhöfninni í "gamla daga" með námi og finnst ég alltaf vera komin heim þegar ég fer í gegn.Ég settist upp í vél og hugsaði um það sem þessi gamla samstarfskona sagði við mig. meira
26. nóvember 2013 kl. 10:08

Að samgleðjast.

Nú streyma inn jólablöðin þar sem allir eru svo sætir og fínir og baka svo margar sortir og eiga svo fallegar jólahefðir. Ég sat með kaffibollann yfir blaðinu og horfði á dýrðina og áður en ég vissi af var ég farin að hugsa "ohhhhh... það eru engar sniðugar jólahefðir hjá okkur.. Ég er alveg hætt að baka... ég vona að ég komist í jólakjólinn.." Í stað þess að samgleðjast fólkinu á meira
19. nóvember 2013 kl. 10:38

Sólarvakning og skömm

Ég er enginn morgunhani og á þessum árstíma finnst mér að vinnudagurinn eigi ekki að byrja fyrr en í fyrsta lagi klukkan 10. Bætum við roki, éli og kulda og þá fáum við niðurstöðuna að byrja á hádegi... En það er alveg sama hvað mér finnst (lífið er ekki sanngjarnt og allt það) hversdagurinn byrjar klukkan 7 allt árið um kring. Þess vegna fékk ég mér vekjaraklukku sem er eins og sólarljósið. meira
10. nóvember 2013 kl. 16:09

Hvað gerðir þú í dag sem þér fannst erfitt?

það eru margir sem hafa komið að máli við mig og talað um vanlíðan ungmenna. Ég hitti vin minn sem er skólastjóri í framhaldsskóla um daginn. Hann talaði um að það hefði komið sér í opna skjöldu hvað mörg ungmenni væru kvíðin, þunglynd og ættu við erfiðleika að stíða. Ég hitti vin minn sem er prestur sem sagði að mörg fermingarbörn væru leið. Ég hef verið að hugsa um þetta í vikunni. Ég heyrði meira
6. nóvember 2013 kl. 22:08

Fimm sé

Indra Nooyi er forstjóri Pepsí. Hún var stödd hér á landi í síðustu viku á afmælishátið Ölgerðarinnar. Indra er fædd og uppalin í Indlandi en flutti til Bandaríkjanna til að mennta sig frekar. Hún varð forstjóri og starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins 2006. Hún hefur lagt áherslu á félagslega ábyrgð fyrirtækja og hefur náð miklum árangri sem leiðtogi eins stærsta fyrirtækis í heiminum. Hún meira