c

Pistlar:

17. apríl 2022 kl. 9:55

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Tækifæri til vaxtar.

Gleðilega páska. Gleðilega "Passover" og gleðilega Ramadan mubarak. Það er mjög sjalfgæft að saman fari megin trúarhátíðir kristinna, gyðinga og múslima. Allar eiga þessar trúarhátíðir það sameiginlegt að vera mikilvægar fagnaðarhátíðir. Tákn um upprisu, frelsun og andlega vakningu og fela í sér tækifæri til vaxtar og umbreytingar eins og náttúran sem vaknar að vori. Sjaldan fara þessar trúarhátíðir saman því við notumst ekki við sama dagatal. Þetta eru merkilegir tímar.

Það er hefð fyrir því m.a. hjá gyðingum að líta í eiginn barm og spyrja sig ákveðinna spurninga á þessum tímamótum. Gagnlegt er, samkvæmt hefð þeirra, a velta fyrir sér hvað þú vilt halda í og hverju þú vilt sleppa úr lífi þínu.

Hefðbundið spyrja þeir sig eftirfarandi spurninga:

1. Hvað vil ég?
2. Hver vill það (væntingar mínar eða annarra)?
3. Hvað ætla ég að gera í því?
4. Hvenær?
 
Þar sem ég dvel núna í hjarta Evrópu á heimili þar sem úkraíenskar flóttakonur konur búa með okkur þá á ég þá ósk eina að allur heimurinn, hvaða trúar sem er, sameinist um að biðja fyrir og senda frá sér óskir um að friður náist meðal manna. 
 
Tár þeirra sem nú streyma niður kinnar vegna sprengja sem falla á land þeirra, heimilis sem hefur verið gjöreyðilagt, ástvina sem eru í hættu og hafa jafnvel verði drepnir eru sársauki okkar allra. Tár yfir því að friðsæld hafi enn ekki verið náð og að sagan endurtaki sig. 
 
Ég vona að við finnum leiðir til þess að auka traust og öryggi í okkar litla samfélagi og tilfinningu fyrir því að við tilheyrum öll hvort öðru.