c

Pistlar:

25. apríl 2022 kl. 16:34

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Staðreyndir sem skipta máli.

1. Stærsti vinnustaður landsins er Reykjavíkurborg með um 11.200 starfsmenn.

2. Rúmlega 40% núverandi starfsmanna íslenskra sveitafélaga eru eldri en 55 ára núna.

3. Gert er ráð fyrir að fjölgun íbúa í Reykjavík geti orðið allt að 70.000 árið 2040.

4. Erlendir ríkisborgarar eru hátt í 20% af öllum íbúum höfuðborgarinnar núna.

5. Í kjölfar heimsfaraldurs vinnur fólk sem hefur til þess sveigjanleika um 30% af störfum sínum heima.

6. Traust á borgarstjórn mælist 21% og er í neðsta sæti af stofnunum landsins.

Höfuðborgin er að breytast hratt og með því verða þarfir borgara fjölbreyttari. Það er ekki hægt að keyra eina hugmyndafræði til þess að koma til móts við þarfir borgara núna eða til framtíðar.

Núna skiptir máli að vinna með samfélagssáttmála um hvernig við leysum brýnan vanda húsnæðismála og skipuleggjum samgöngur og innri skipulag borgarinnar með heilbrigða skynsemi að leiðarljósi.

Núna, og til framtíðar eigum við að vinna að því að gera samfélagssáttmála um hvernig við gerum Reykjavík að eftirsóttasta vinnustað landsins þannig að þjónusta og forysta í borginni sé leiðandi í landinu öllu. Núna, og til framtíðar er mikilvægt að Reykvíkingar beri traust til borgarstjórnar. Það smitar inn í allt samfélagið.

Núna og til framtíðar verðum við að vinna saman að því að gera Reykjavík að manneskjulegri borg þar sem við sameinumst um að börnin okkar dafni, fólk blómstri og líði vel, vinna nýja kortlagningu þarfa út frá hækkandi lífaldri. Við vitum að við höfum verk að vinna og að borgarlífið er að breytast, í því felast tækifæri.

Framsókn er valmöguleiki kjósenda sem láta stjórnast af heilbrigðri skynsemi til framtíðar.