c

Pistlar:

6. nóvember 2013 kl. 22:08

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Fimm sé

Indra Nooyi er forstjóri Pepsí. Hún var stödd hér á landi í síðustu viku á afmælishátið Ölgerðarinnar. Indra er fædd og uppalin í Indlandi en flutti til Bandaríkjanna til að mennta sig frekar. Hún varð forstjóri og starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins 2006. Hún hefur lagt áherslu á félagslega ábyrgð fyrirtækja og hefur náð miklum árangri sem leiðtogi eins stærsta fyrirtækis í heiminum. Hún þakkar þeim árangri að hún leiði með hjartanu og hafi sín eigin gildi að leiðarljjósi í starfi. Ég hlýddi á hana í Þjóðleikhúsinu og hafði gagn og gaman af.  Hún var spurð að því hvað hún legði áherslu við ráðningu á leiðtogum Pepsí. Indra var fljót að taka til hin fimm C. sem eru höfð að leiðarljósi við val á leiðtogum.

Í fyrsta lagi forvitni (curiosity). Grundvallaratriði í fari stjórnanda þar sem þeir þurfa stöðugt að vera að huga að næstu skrefum. Ef fólk er forvitið er það líklega til að vera auðmjúkt sem er annar mikilvægur eiginleiki í fari leiðtoga.

Í öðru lagi sköpunargleði (creativty). Ég er langt komin með bók um sköpunargleði því ég er sannfærð um mikilvægi þess að stjórnendur framtíðarinnar muni verða að rækta með sér sköpunarkraft. Eins og Indra leggur áherslu á.

Í þriðja lagi hugrekki (courage). Enginn nær að virkja sína innri krafta nema hafa hugrekki til þess að koma verkum sínum í framkvæmd.

Í fjórða lagi samskiptahæfni (communication). Leiðtogar verða að geta leitt hóp sinn áfram og til þess þurfa þeir að vera flínkir í samskiptum. Jack Welch sem kom hér fyrir mörgum árum kallaði þetta "to energize" eða að gefa öðrum orku.

Í fimmta lagi að vera fyrirtækinu hollur (commitment). Þeir sem hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi í stað sinna eigin eru bestu leiðtogarnir.

Indra er alveg með þetta. Sannar þarna að munurinn á kunnáttu og visku er reynslan.