c

Pistlar:

30. september 2015 kl. 11:27

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Þú þarft ekki að vera framúrskarandi...

Ég græt alltaf á útskriftum, mér finnst eitthvað svo hjartnæmt að ljúka við verkefni sem tekið hefur tíma og útheimt heilmikla fyrirhöfn. Dagurinn sem maður getur sagt við sjálfan sig, sjáðu fjallið þarna fór ég .... Mér finnst svo skemmtilegt að byrja á verkefnum að stundum á ég erfitt með að klára þau. Þegar það gerist safnast oft fyrir spenna sem lýsir sér sem "... ohhh.. ég á eftir að ... verð að ..." Sem er allt í lagi út af fyrir sig en ef of mörk verkefni eru í loftinu þá finn ég fyrir því hvernig streitan eltir mig á röndum eins og ljón á eftir bráð sinni.

Það er miklu betra að ganga í verkin en að eiga þau eftir. Þegar nýjasta bók mín, Tapað, fundið, kom út í vor var tilfinningin góð. Þrátt fyrir að það væri gott að ljúka verki þá var það ekki besti hluti vegferðarinnar því skemmtilegasti hlutinn af verkefninu voru skrifin sjálf. Þá er ég í esssinu mínu, í flæðinu og gleymi öllu öðru og nýt þess að vera - bara vera. Ef ég hins vegar lyki aldrei við verkið á myndi sú tilfinning á endanum ekki endast.

Allt of margir sem eru í námi, til dæmis, ljúka ekki við rigerðina, hafa lokið öllu nema því að skrifa ritgerðina! Hvernig líður því fólki þegar það hugsar um námið sem það var í næstum tíu árum seinna? Með gleði? Þakklæti? Nei, oftast eins og það sé ljón á hælunum á því. Ljón sem heitir ég-á-ennþá-eftir-að-skila-ritgerðinni-fokk! hélv... fokking, fokk.

Einu sinni heyrði ég í fjallgöngukonu tala sem sagði að það sem fólk gleymdi oftast væri undirbúningurinn fyrir ferðina niður eftir að fjallatindinum hefur verið náð. Þá er nefnilega helmingur af ferðinni eftir og fólk er dauðþreytt og búið með kikkið á tindinum!  þessi kona hafði farið á Evrest svo hún veit hvað hún talar um. Þannig eru verkefni almennt það er svo gaman að byrja og þá er maður fullur af eldmóði en svo kemur þessi leiðindamiðja (ekki að það sé leiðilegt á fjalltoppum) og maður á eftir að gera allt þetta leiðilega sem felst í því að ná markinu. Taka til þegar maður flytur þá eru síðustu þrifin raun sem aldrei ætlar að ljúka, litlu atriðin í rigerðinni, heimildaskráin og allt það sem þarf að laga - ömurlegt. En að láta það hindra sig í að komast í mark er sorglegt. Bara drífa sig af stað því "þú þarf ekki að vera framúrskrandi til að byrja. En til þess að skara fram úr verður þú að byrja" (Apago).

Nú ætla ég að byrja á því sem ég er að skrifa sem ég frestaði með því að skrifa blogg....