c

Pistlar:

8. mars 2017 kl. 21:49

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Kvenorkan

Á alþjóðadegi kvenna hugsa ég hlýlega til allra kvenna í lífi mínu og líka hinna sem eru mér ekki sýnilegar. Konur vinna oft vinnu sem er ekki sýnileg en heldur samt sem áður öllu saman í samfélögum manna.

Konur hugga og snýta og styðja fólk sem getur ekki stutt sig sjálft. Konur eru oft í fagstéttum þar sem þarf að sýna umhyggju sem oft er ekki metin til launa en skiptir samt öllu máli. Maður skilur það best þegar á bjátar. Sjúklingar reiða sig oft á góðar konur innan heilbrigðisgeirans. Heyrði skemmtilega sögu um daginn um konu sem var verið að undirbúa fyrir aðgerð og meðan kvenhjúkrunarfræðingur strauk henni um hárið kom karllæknir inn. Sjúklingurinn starði með stífu hræðsluaugnaráði á lækninn, "heldur þú að þetta verði ekki bara gott." Hann horfði á hana í smá stund og svaraði síðan "þú ert nú komin á viðhaldsaldur svo að við sjáum til.." Blessuð konan sem nota bene var undir sextugu lifði af og hafði humor fyrir þessu öllu saman en það var kvenhjúkrunarfræðingurinn sem róaði taugarnar áður en hún sofnaði inn í aðgerðina. Stundum eru konur í því hlutverki að slétta úr hlutunum tilfinningarlega og í vinnunni. Auðvitað er ekki einhlýtur munur á kynjunum.

Konur í Liberíu fengu nóg af hernarbröltinu og stofnuðu Women of Liberia Mass action for Peace. Þær fóru að syngja og biðjast fyrir á mörkuðum daglega. Þar sameinuðust bæði kristnar konur og múslimar. Þær hafa gert ýmislegt eins og að fara í kynlífsverkfall, hótað að leggja álög á þjóðarleiðtoga og fleira. Þær náðu að þvínga stíðandi herra að friðarborði. Leymah Gbowee sem Nóbelsverðlaun vegna starfa sinna fyrir þau samtök árið 2011. 

Konur halda saman fjölskyldum, redda hlutunum og þrífa líka. Kvenfélögin á Íslandi reystu Landspítalann og Hringurinn leggur mikið til hans á hverju ári. Konur gefa og hugsa um ungviðið, bæði á heimilum og í vinnunni. Konur reka líka fyrirtæki og sitja við stjórnvölin en ekki í þeim mæli sem við hefðum viljað. Konur eru leiðtogar ríkja en ekki eins margra ríkja og við hefðum viljað. 

Rannsóknir sýna að konur sem eiga nánar vinkonur lifa lengur og að karlar sem eru giftir lifa lengur. 

Þess vegna ættum við öll að meta hina kvenlegu orku og konur almennt á þessum degi með þakklæti til formæðra, mæðra, dætra og allra hinna. Á sama tíma standa vörð um þau réttindi sem hafa náðst í baraáttu kvenna um allann heim. 

areliaeydis.is