Guðrún Dís lýsir Eurovision

Guðrún Dís Emilsdóttir lýsir Eurovision í ár.
Guðrún Dís Emilsdóttir lýsir Eurovision í ár. Ljósmynd/RÚV

Útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir mun lýsa Eurovision-söngvakeppninni í ár. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur eftir tilkynningu frá Rúnari Frey Gíslasyni, verkefnastjóra sjónvarps hjá RÚV.

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem lýst hefur keppninni undanfarin ár, greindi frá því fyrr í mánuðinum að hann myndi ekki lýsa keppninni. 

Hera Björk Þórhallsdóttir er fulltrúi Íslands í keppninni í ár, sem að þessu sinni fer fram í Malmö í Svíþjóð. 

Ætlar að gera sitt besta

„Ég hef fylgst með Eurovision frá unga aldri og heillast af þeirri menningarlegu fjölbreytni sem keppnin sýnir frá. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að taka við þessu starfi undir krefjandi kringumstæðum. Það hafa verið skiptar skoðanir um keppnina í ár og allar eiga þessar skoðanir fyllilega rétt á sér. Ég er á leið til Malmö fyrir hönd RÚV og ætla að gera mitt besta í að lýsa því sem fyrir augum ber á stóra sviðinu í maí,“ er haft eftir Guðrúnu Dís. 

Þá er haft eftir Rúnari Frey að Guðrún Dís hafi sýnt og sannað að hún sé afar klár og reynslumikil fjölmiðlakona. 

Íslenski hópurinn heldur til Malmö 27. apríl en fyrsta æfing á sviði verður daginn eftir.
Hera Björk keppir í fyrri undanúrslitunum sem fara fram 7. maí þar sem hún flytur sigurlagið í Söngvakeppninni í ár, Scared of Heights.

Umdeild keppni í ár

Gísli Marteinn sagðist í tilkynningu í síðustu viku að hann ætlaði ekki að lýsa keppninni því hann fyndi hvorki fyrir stemningu né gleði í tengslum við Eurovision. Ástæðan er fram­ganga Ísra­els á Gaza og viðbrögð keppn­inn­ar við henni.

Ísrael tekur þátt í keppninni í ár en hart hefur verið sótt að skipuleggjendum Eurovision að meina ríkinu þátttöku. Þá hefur RÚV einnig verið hvatt til að sniðganga keppnina í ár.

Gera öryggisráðstafanir

Stjórnvöld í Svíþjóð hafa heitið því að herða öryggi í kringum keppnina í ár, en nokkrir aðilar hafa sótt um leyfi til mótmæla þátttöku Ísraels í Eurovision í kringum keppnina. 

Þá heita borgaryfirvöld því að lögregla og öryggisverðir verði áberandi í kringum keppnina. 

„Það verður fjöldi lögreglumanna í Malmö á þessum tíma, með sinn venjulega útbúnað, en einnig með vopn,“ sagi Petra Stenkula, yfirlögregluþjónn í Malmö, við AFP-fréttaveituna.

Búist er við því að um 100 þúsund manns sæki Malmö heim í Eurovision-vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg