Mun færri horfðu á Eurovison

Hera Björk flutti lagið Fljúgum hærra í ensku útgáfunni Scared …
Hera Björk flutti lagið Fljúgum hærra í ensku útgáfunni Scared of heights með miklum ágætum á undanúrslitakvöldi Eurovison. AFP

Mun færri horfðu á undanúrslita og úrslitakvöld Eurovision í ár en í fyrra. Engu að síður horfði ríflega annar hver á keppnina eða 60,3% landsmanna á úrslitakvöldið. Áhorfið á úrslitakvöldið í fyrra var hins vegar tæp 75,7%.

Þetta kemur fram í tölum Ríkisútvarpsins um uppsafnað áhorf á keppnina. 

Hér má sjá áhorfstölur á Eurovison 2024.
Hér má sjá áhorfstölur á Eurovison 2024. Skjáskot

Ívið meiri munur var á áhorfið á því undaúrslitakvöldi sem Ísland tók þátt. Í ár horfðu 53,6% landsmanna á aldrinum 12-80 ára á undanúrslitakvöldið þar sem Hera Björk flutti lagið Scared of Heights.

Í fyrra horfðu hins vegar 71,4% landsmanna á undanúrslitakvöldið þegar Diljá Pétursdóttir flutti lagið Power. Hvorugt laganna komst áfram á úrslitakvöldið. 

Hér má sá áhorf á Eurovison 2023.
Hér má sá áhorf á Eurovison 2023. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert