Þyngdist um 60 kíló nokkrum árum eftir magaermaraðgerð

June ætlar að vera dugleg að birta árangur sinn á …
June ætlar að vera dugleg að birta árangur sinn á samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan June Shannon, betur þekkt sem Mama June, viðurkenndi á dögunum að hafa þyngst allverulega á undanförnum mánuðum. June, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþáttaröðinni Toddlers & Tiaras, gekkst undir magaermaraðgerð árið 2015 og grenntist hratt í kjölfar hennar, en hún léttist yfir 100 kíló.

June, 44 ára, birti myndskeið á Instagram-síðu sinni á þriðjudag og tilkynnti fylgjendum sínum að hún hafi hafið lyfjameðferð til að léttast á ný. Hún sprautar sig daglega með Semaglutide, en það er lyf sem er notað við sykursýki af tegund II.

Raunveruleikastjarnan sagðist hafa byrjað að bæta á sig í byrjun síðasta árs, þegar dóttir hennar Anna „Chickadee” Cardell greindist með nýrnahettukrabbamein, illkynja krabbamein sem vex inn í nærliggjandi heilbrigðan vef og truflar starfsemi vefjarins. Cardell lést af völdum sjúkdómsins í desember.

„Þessu tímabili fylgdi álag og streita. Ég leitaði huggunar í skyndibitamat og áður en ég vissi af var ég búin að þyngjast um 50 til 60 kíló,“ sagði June meðal annars. 

View this post on Instagram

A post shared by June Shannon (@mamajune)mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir