Á ferð með mömmu hlaut 9 Eddur

Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum í …
Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Á ferð með mömmu.

Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut flestar Eddur, eða samtals 9, þegar verðlaun Íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar, ÍKSA, voru afhent nú fyrir stuttu á RÚV. 

Á ferð með mömmu var meðal annars valin kvikmynd ársins. Þá fékk Hilmar Oddsson verðlaun fyrir bæði handrit og leikstjórn myndarinnar og þau Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld fyrir leik sinn í aðalhlutverkum. Myndin var alls tilnefnd til 10 verðlauna. 

Hilmar Oddsson hlaut bæði Edduverðlaun í kvöld fyrir leikstjórn og …
Hilmar Oddsson hlaut bæði Edduverðlaun í kvöld fyrir leikstjórn og handrit ársins. mbl.is/Ásdís

Villibráð með 3 Eddur

Sú kvikmynd sem fékk næstflest verðlaun, eða samtals 3 Eddur, var Villibráð en þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson fengu verðlaun fyrir leik sinn í aukahlutverkum í myndinni.

Hér má sjá mynd af Birni Hlyni og Nínu Dögg …
Hér má sjá mynd af Birni Hlyni og Nínu Dögg síðan árið 2013. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heiðursverðlaunin í ár hlaut Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökustjóri en hann á að baki langan og glæstan starfsferil.

Heiðursverðlaunahafinn Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökustjóri.
Heiðursverðlaunahafinn Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökustjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir alla vinningshafana. 

 • Kvikmynd: Á ferð með mömmu
 • Leikstjórn: Hilmar Oddson – Á ferð með mömmu
 • Handrit: Hilmar Oddsson – Á ferð með mömmu
 • Leikari í aðalhlutverki: Þröstur Leó Gunnarsson – Á ferð með mömmu
 • Leikkona í aðalhlutverki: Kristbjörg Kjeld – Á ferð með mömmu
 • Leikari í aukahlutverki: Björn Hlynur Haraldsson – Villibráð
 • Leikkona í aukahlutverki: Nína Dögg Filippusdóttir – Villibráð
 • Erlend kvikmynd: Anatomie d'u­ne chute  (Fallið er hátt)
 • Heimildamynd: Smoke Sauna Sisterhood
 • Heimildastuttmynd: Uppskrift: lífið eftir dauðann
 • Stuttmynd: Sætur (Felt Cute)
 • Barna-og unglingaefni: Sætur (Felt Cute)
 • Brellur: Davíð Jón Ögmundsson, Dragos Vilcu, Árni Gestur Sigfússon og Rob Tasker – Napóleonsskjölin
 • Búningar: Helga Rós V. Hannam – Á ferð með mömmu
 • Gervi: Kristín Júlía Kristjánsdóttir – Á ferð með mömmu
 • Tónlist: Tönu Kõrvits – Á ferð með mömmu
 • Hljóð: Björn Viktorsson og Huldar Freyr Arnarsson – Northern Comfort
 • Klipping: Gunnar B. Guðbjörnsson og Kristján Loðmfjörð – Napóleonsskjölin
 • Kvikmyndataka: Óttar Guðnason – Á ferð með mömmu
 • Leikmynd: Heimir Sverrisson – Villibráð
 • Uppgötvun ársins: Anna Katrín Lárusdóttir
 • Heiðursverðlaun 2024: Sigurður Sverrir Pálsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg